Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 6
PIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR 30 ár eru liðin síðan Óðinn bjargaði 18 skipverjum Notts County í ísafjarðardjúpi „Reynsla sem fylgir manni til grafar“ „ÞETTA er reynsla sem fylgir manni til grafar,“ segir Sigurður Þ. Arnason fyrrverandi skipheira á Óðni sem ásamt áhöfn bjargaði 18 skipverjum á breska togaranum Notts County sunnudaginn 5. febr- úar árið 1968. Togarinn hafði strandað í mannskaðaveðri á Snæfjallaströnd og króknaði einn skipverja úr kulda. Sömu helgi fórst Heiðrún II með sex manna áhöfn, þar af fóður og tveimur son- um, sem og breski togarinn Ross Cleveland með 19 menn innan- borðs. Skipstjóri Ross Cleveland bað fyrir ástarkveðjur til eigin- kvenna og barna í síðasta kalli sem barst frá togaranum. Þrjú skip í landvari fórust á sömu slóðum þessa helgi fyrir 30 árum að sögn Sigurðar skipherra, sem verið hafði fjóra sólarhringa um borð í Óðni þegar atburðarásin hófst. „Við höfðum legið við akkeri skamma stund innan við Flateyri þegar barst kall frá breska togai-- anum Wyre Mariner sem óskaði eftir aðstoð. Hann var staddur í mynni Isafjarðardjúps en þar var komið norðaustan rok og leki kom- inn að vélarrúminu," segir Sigurð- ur. Vai- þetta laugardaginn 3. febr- úar 1968. Tilkynnt var að varðskipið héldi þegar í átt að togaranum og þegar komið var út úr firðinum var komin norðaustan átt með átta vindstigum og samsvarandi sjó. Óðinn var kominn inn í Isafjarðardjúp klukk- an 23.49 en þá var Ijóst að Wyre Mariner kæmist hjálparlaust til Isafjarðar. „Þá leituðum við vars undir Grænuhlíð þar sem einnig voru í vari 22 breskir togarar vegna veð- urs. Þar var lónað aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar en þá var vindhraðinn 5-12 vindstig." Fyrri hluta næsta dags geisaði norðaustan ofsaveður á þessum slóðum og hlóðst ísing á ratsjárloft- net skipanna svo þau sem voru við hlið Óðins sáust mjög illa í ratsjá. Því fór varðskipið inn í Jökulfjörð vegna árekstrarhættu til þess að lóna þar einskipa. Klukkan 12.20 tilkynnti ísafjarð- arradíó að Heiðrún II væri í Djúp- inu með bilaðan dýptarmæli og bil- aða ratsjá. „Reyndar hafði þurft að færa hana frá bryggjunni í Bolung- arvík vegna brims en hún slitnaði áður en skipstjórinn komst um borð svo vélstjórinn fór með hana úr höfninni. Hann ætlaði með hana inn á Isafjörð,“ segir Sigurður. Klukkan 21.55 óskaði Heiðrún eftir því að Óðinn staðsetti sig og segir Sigurður að mjög illa hafi gengið að hafa samband við bátinn þar sem hann andæfði við ljósdufl undir Bjarnarnúp. „Við fundum hana 1-2 mílur undan landi en veðrið hafði hert mjög svo ekki varð við neitt ráðið,“ segir hann. Töldu varðskipsmenn sig vera við hlið Heiðrúnar og tilkynntu henni staðsetningu en skömmu áður en komið var til bátsins skall á ofsa- veður svo ratsjár urðu óvirkar. Afréð skipherrann því að lóna und- ir Grænuhlíð til þess að freista þess að hreinsa loftnet og voru all- ir togararnir á svæðinu í sömu vandræðum með ratsjár, að hans sögn. Ross Cleveland bilaður og Notts County strandar Um klukkan 22.57 tilkynnti ísa- fjarðarradíó að breski togarinn Ross Cleveland væri 3 sjómílur frá Arnamesi með bilaða ratsjá og að hinir togaramir næðu honum ekki inn' á sínar ratsjár. Um klukkan 23.30 tilkynnti Isafjarðarradíó að Ljósmynd/Valdimar Jónsson MYNDINA tók loftskeytamaðurinn þegar Óðinn sótti lik eins skipverja Notts County daginn eftir björgun. Hún er tekin aftur eftir varðskipinu og sýnir ísinguna sem var á skipunum í Djúpinu. n stecn ^ Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURÐUR Þ. Arnason var skipherra á Óðni þegar 18 skipveijum á breska togaranum Notts County var bjargað fyrir réttum 30 árum. breski togarinn Notts County væri strandaður. ,Á leiðinni að hinu strandaða skipi töldum við okkur sjá í rat- sjánni skip sem gæti verið Heiðrún en þá var sambandið við bátinn rof- ið og heyrðist ekkert í honum eftir það. Við hættum að heyra frá henni aðfaranótt mánudags,“ segir hann. Klukkan 01.35 tilkynnti breskur togari að togarinn Ross Cleveland hefði sokkið klukkan 23.40 og að enginn hefði komist af. Klukkan 02.00 var ljóst að ekkert væri hægt að aðhafast á strandstað Notts County og því lónað vestur fyrir Bjarnarnúp til þess að svipast um eftir Heiðrúnu og því haldið áfram til 07.00 án árangurs. „Þeir kvörtuðu mikið á Notts County um vosbúð og við reyndum að stappa í þá stálinu meðan beðið var betra veðurs,“ segir Sigurður. Klukkan 05.50 tilkynnti ísafjarð- arradíó að heyrst hefði neyðarkall frá Notts County. Um klukkan 08.00 var aftur komið á strandstað þar sem þá voru 8 vindstig af norð- austan. Nokkru síðar náðist slitrótt samband við togarann sem til- kynnti að mennimir væru enn um borð en að líðan þeirra væri mjög slæm. „Klukkan 09.13 tilkynnti Notts County síðan að botninn væri að brotna undan skipinu og að þeir væru að fara á flot um borð. Voru fyrirmæli send til skipshafnar að fara ekki frá borði heldur bíða þess að veður batnaði.“ Segir hann hafa verið erfitt að bíða undir þessum kringumstæðum en að ekki hafi verið viðlit að bjarga þeim fyrr. Sigurður segir að Notts County hafi fyrst sést með berum augum klukkan 12 en þá var vitað að 18 menn væru á lífi, einn látinn og fjórir með kalsár. „Varðsldpið lón- aði upp undir togarann og þegar 0,1 sjómíla var milli skipanna fór gúmbátur með utanborðsmótor yfir í togarann með tvo óútblásna 10 manna gúmbáta. 1 bátnum voru þeir Sigurjón Hannesson 1. stýri- maður og Pálmi Hlöðversson 2. stýrimaður sem báðir buðust til þess að fara þessa ferð. Ferðin gekk vel en hægt vegna þess hversu hvasst var. Greiðlega gekk að ná mönnunum úr björgunarbát- unum og um borð í varðskipið. Björgunaraðgerðum var lokið um klukkan 14.30, á um það bil klukku- tíma. Þá var farið með skipbrots- menn inn til ísafjarðar og til lækn- is,“ segir Sigurður loks. Daginn eftir, hinn 6. febrúar, var haldið á strandstað til þess að sækja lík skipverjans sem lést og það flutt til Isafjarðar. Síðan hélt varðskipið frá Isafirði til þess að leita að Heiðrúnu í Jökulfjörðum. Sú leit bar engan árangur. MÖRGUNBLAÐIÐ Passíusálm- arnir á vef Ríkisút- varpsins LESTUR Passíusálmanna í Ríkisút> varpinu verður sendur út á Netinu frá og með 9. febrúar nk. Ríkisút- varpið, Landsbókasafn íslands^Há- skólabókasafh og Stofnun Ama Magnússonar hafa tekið höndum saman um verkefnið og Svanhildur Óskarsdóttir cand.mag. sér um upp- lesturinn. Auk þess verður að finna á vef Rík- isútvarpsins margvíslegt annað efni á margmiðlunarformi tengt Passíu- sálmunum og Hallgrími skáldi Pét- urssyni, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Má þar neftia sýnishom af lestri annarra á sálmunum og brot úr útvarpsviðtöl- um og erindum úr segulbandasafni Ríkisútvarpsins, gamlar upptökur Amastofnunar með söng alþýðufólks á sálmunum, greinar um Passíusálm- ana eftir Ögmund Helgason og Mar- gréti Eggertsdóttur og sýnishom af sálmunum í eiginhandarriti Hall- gríms Péturssonar. Útvarpsstjóri segir þetta vera fyrstu dagskrána af þessu tagi sem fer á vef Ríkisútvarpsins, en um hana sjá Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur og dagskrárgerðarmaður og Anna Melsteð tæknimaður. Vefslóð Rfldsútvarpsins er http://www.ruv.is. ...♦♦♦------ Bifreið með fimmtán farþegum valt Einn fluttur á sjúkrahús EINN maður var fiuttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyi'i eftir að bifreið með fimmtán manns innan- borðs valt skammt austan við Náma- skarð í fyrrakvöld. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Húsavík er talið ótrúlegt lán að ekki fór verr en raun ber vitni. Bifreiðin af gerðinni Ford Econoline var að flytja fjórtán manna skipsáhöfti frá Austfjörðum til Akur- eyrar vegna verkfalls sjómanna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er talið að þifreiðin hafi verið á um 80-90 kílómetra hraða þegar einn hjólbarði hennar að aftanverðu sprakk með þeim afleiðingum að bif- reiðin snerist á veginum og affelgað- ist að framan. í kjölfarið fór bifreiðin eina veltu og hafnaði á hliðinni. Meiðsli mannsins sem slasaðist eru ekki talin alvarleg, en áverkar ann- arra sem voru í bílnum töldust minni- háttar. Bifreiðin, sem tahn er mikið skemmd, lokaði veginum um tíma en fengin var langferðabifreið frá Mý- vatnssveit til að draga hana frá. Rút- an flutti skipverjana að því búnu til Akureyrar. ------+++------ 14 daga gæslu- varðhald yfír meintum bankaþjófí HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á kröfu um fjórtán daga gæsluvarðhald yfir manni sem hand- tekinn var í fyrrakvöld ásamt einum öðrum vegna grunsemda um aðild þeirra að þjófnaði á hraðbanka að- faranótt laugardagsins síðastliðins. Einnig var gerð krafa um gæsluvarð- hald yfir félaga hans. Á mánudag var fallist á kröfu um vikulangt gæsluvarðhald yfir hálfþrí- tugum manni sem handtekinn var sama dag og bankaránið uppgötvað- ist. Hann var færður tfl átta daga af- plánunar í gær vegna fyrri mála. Mennimir sem handteknir voru á þriðjudagskvöld vegna rannsóknar- innar eru 37 ára og 33 ára gamlir og hafa báðir ítrekað komið við sögu lög- reglu. I I I I » I » I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.