Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 2
2 B LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 + MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 B 3 URSLIT ÖL í Nagano Brun karla: 1. Jean-Luc Cretier (Frakkl.)...1:50.11 2. Lasse Kjus (Noregi) .........1:50.51 3. Hannes Trinkl (Austurr.) .....1:50.63 4. Juerg Gruenenfelder (Sviss).......1:50.64 5. Ed Podivinsky (Kanada).......1:50.71 6. Kristian Ghedina (Ítalíu).........1:50.76 7. Andreas Schifferer (Austurr.)... .1:50.77 8. Didier Cuche (Sviss) ........1:50.91 9. Kyle Rasmussen (Bandar.)......1:51.09 10. Patrik Jaerbyn (Svíþjóð).....1:51.22 Tvíkeppni 1. Mario Reiter (Austurr.)......3:08.06 (brun l:36.21/svig 1:31.85 2. Lasse Kjus (Noregi) ..........3:08.65 1:34.99 1:33.66 3. Christian Mayer (Austurr.)...3:10.11 1:35.06 1:35.05 4. Giinther Mader (Austurr.) ....3:10.19 1:34.83 1:35.36 5. Andrzej Bachleda (Póllandi).......3:11.53 1:37.04 1:34.49 Sleðakeppni, tveggja manna: S. Krausss/J. Behrendt (Þýskal.) . .1:41.105 C. Thorpe/G. Sheer (Bandar.)........1:41.127 Grimmette/B. Martin (Bandar.) .. .1:41.217 Isdans (Staðan eftir skyldudansinn) stig Pasha Grishuk/Evgeny Platov (Rússi.) . .0.4 A. Krylova/Oleg Ovsyannikov (Rússl.).. 0.8 M. Anissina/G.l Peizerat (Frakkl.)..1.2 íshokkf C-riðill: Rússland - Kasakstan.....................9:2 (2-1 5-0 2-1) Sergei Fedorov (01:30), Alexei Yashin (08:15, 20:55), Pavel Bure (27:34, 32:01), Andrei Kovalenko (32:14, 45:09), German Titov (38:39), Valeri Zelepukin (55:46) - Erlan Sagymbayev (02:15), Evgeniy Koreshkov (57:40) Tékkland - Finnland......................3:0 D-riðill: Kanada - H-Rússland .....................5:0 (2-0 2-0 1-0) Theoren Fleury .....................(07:55), Raymond Bourque (14:34), A1 Maclnnis (24:38), Eric Lindros (37:44, 52:57). Sviþjúð - Bandaríkin.....................4:2 (1-2 2-0 1-0) Daniel Alfredsson (12:26, 31:33), Patric Kjellberg (21:50), Mats Sundin (57:04) - Chris Chelios (11:10), Mike Modano (12:50) Staðan C-riðiIl: 1. Rússl.....................1 1 0 0 9:2 2 2. Tékkland..................1 1 0 0 3:0 2 3. Finnland..................1 0 0 1 0:3 0 4. Kasakstan.................1 0 0 1 2:9 0 D-riðilI: 1. Kanada...................1 1 0 0 5:0 2 2. Svíþjóð ..................1 1004:22 3. Bandarfldn................1 0 0 1 2:4 0 4. H-Rússl...................1 0 0 1 0:5 0 Körfuknattleikur NBA-deíldin Toronto - Cleveland ..................94:103 Phoenix - Portland ..............110:115 Utah - Boston ...................118:100 Vancouver - Houston ............103:112 Sacramento - Denver....................87:84 UM HELGINA Körfuknattleikur Bikarúrslikt kvenna: Laugardalshöil: Keflavík - ÍS.......15 Bikarúrslit karla: Laugardalshöll: UMFG - KFÍ ..........17 Handknattleikur Laygardagur: 2. deild karla: Strandgata: ÍH - Fjölnir ........17.30 Fylldshús: Fylkir - HM ..........16.30 1. deild kvenna: Vestm. ÍBV - Grótta/KR..............14 Sunnudagur: 1. deild karla: Asgarður: Stjarnan - Vfldngur........20 Digranes: HK - ÍR...................20 Framhús: Fram - Haukar..............20 Kaplakriki: FH - ÍBV................20 KA-heimili: KA - Afturelding........20 Smárinn: Breiðablik - Valur.........20 2. deild karla: Höllin á Akureyri: Þór - Hörður...13.30 Frjálsíþróttir Meistaramót íslands í fjölþraut heldur áfram í dag. Keppt verður í 60 m grinda- hlaupi kl. 14 í Baldurshaga og keppt verður í stangarstökki kl. 16 í Kaplakrika, þar sem keppni í 1000 m hlaupi hefst kl. 18. Islandsmót íþróttasambands Fatlaðra verður í Baldurshaga og Hlíðaskóla í dag. Mótsetning er kl. 9.30 í Baldurshaga, þar sem keppni hefst að lokinni mótsetningu. Keppni í Hlíðaskóla hefst kl. 13.30. Blak Laugardagur: 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Þrótttur .......16 KA-heimili: KA - ÍS ..............14.30 1. deild kvenna: Húsavík: Völsungur - ÍS.............14 Knattspyrna Fylkir gengst fyrir Blásteinsmótinu í knatt- spyrnu í Reiðhöllinni í dag. Keppt verður í tveimur riðlum og hefst keppni ld. 11 árdeg- is og úrslitaleikurinn hefst kl. 19.54 og síðan verður verðlaunaafhending. Liðin sex keppa eru í A-riðli: Fylldr-23, Leiftur, Fram, Þróttur og Keflavík en í B-riðli eru Fylkir, Fram-23, Ægir, Víkingur og Leiknir. Afmæli hjá Fjölni Grafavogsbúar halda upp á tfu ára afmæli Ungmennafélagsins Fjölnis í dag. Dagskrá- in hefst í Fjölnishúsinu kl 14 og stendur til kl 17. Glfma Bikarglíma, Flugleiðamótið, fer fram í dag kl. 13 að Laugum í Suður-Þingeyjasýslu. KORFUKNATTLEIKUR IÞROTTIR Friðrik Ingi Rúnarsson um bikarúrslitaleik KFÍ og UMFG Grindvíkingar með besta bakvarðaparið ÍSFIRÐINGAR þreytir frumraun sína í stórviðureign á sviði körfuknattleiksins er þeir mæta Grindvíkingum í bikarúr- slitaleik karla í Laugardalshöll- inni kl. 17 í dag, en KFÍ-liðið er á öðru ári sínu í úrvalsdeild. Grindavík varð síðast bikar- meistari 1995. Morgunblaðið ræddi við Friðrik Inga Rúnars- son, þjálfara Njarðvíkur, og bað hann um að spá í spilin fyrir viðureign liðanna. Friðrik Ingi var þjálfari Grinda- víkur, er liðið varð bikarmeistari fyrir þremur árum. Hann hefur því reynslu af bikarúrslitaleikjum og segist sjálfur hafa verið í svipaðri aðstöðu og KFÍ er í nú - að þurfa að ná fram sinni bestu frammistöðu til að knýja fram sigur, en hann telur að Grindvíkingum nægi að leika eins og liðið hefur gert að jafnaði í vetur til að hampa bikarnum. „Grindavíkurliðið hefur leikið vörn- ina þannig í vetur, að leikmenn þess hafa verið mjög ágengir fyrir utan, vitandi það að þeir hafa stóran og mikinn Grikkja í teignum, sem er auðvitað mikil ógn. Andstæðingar þeirra vilja því ekki fara undir körf- una í tíma og ótíma. Þess vegna leyfa Grindvíkingamir sér að reyna að reka sóknarliðið svolítið langt út á völlinn. Þetta hefur oft reynst þeim vel og leiðir til fjölda hraða- upphlaupa. Þeir era líka með geysi- lega góða bakverði, besta bakvarða- parið í deildinni fHelga Jónas Guð- finnsson og Darryl Wilson]. Þríeyk- ið [Helgi Jónas, Wilson og Tsartsar- is] skorar að jafnaði tæplega áttatíu stig að meðaltali í hverjum leik og það er auðvitað mjög mikið. Grinda- vík byggir sóknarleik sinn mikið upp á stemmningu og þriggja stiga skotum. Sókn liðsins er ef til vill ekki sú agaðasta, en hæfileikar hvers og eins ráða ferðinni. Ef þessi leikaðferð liðsins gengur upp, þ.e.a.s. að leikmönnum þess tekst vel upp, að þeir gefa skyttum liðsins góð skotfæri og að Grikkinn stend- ur vaktina - verða þeir illviðráðan- legir. Það skiptir þá miklu máli að Grikkinn spili eðlilega, að hann eigi ekki erfítt uppdráttar gegn hinum tveimur tröllvöxnu leikmönnum KFÍ [David Bevis og Friðriki Stef- ánssyni]. Þetta er lykillinn að vel- gengni Grindvíkinga. Þeir reyna væntanlega að ná upp þeim hraða leik sem þeir eru þekktir fyrir og ef sá gállinn er á þeim, geta þeir gert út um leikinn á þremur til fjórum mínútum. Þá eru úrslitin ráðin. Þá komum við að ísfirðingunum. Þeir verða að reyna að hægja á leiknum og halda svolítið aftur af Grindvíkingunum. Styrkur þeirra liggur að mestu leyti í stóru leik- mönnunum undir körfunum á báð- um endum vallarins [Friðrik og Bevis]. KFÍ verður að fá sem mest úr þeim. Þeir gera það ekki ef þeir falla í þá gryfju að fara í einhverja hlaupa- og skotkeppni við Grindvík- ingana. Isfírðingarair taka gríðar- lega mörg fráköst, eru með Bevis og Friðrik, sem eru sannkallaðar frá- kastavélar. Það er mikill styrkur. Andstæðingar þeirra eiga ekld mikla von um að fá annað skotfæri í sókninni ef fyrsta skottilraunin mis- tekst, þvf þeir hirða svo mörg vara- arfráköst. ísfírðingar hafa yfirburði í vítateigunum, til þess að halda velli þar þurfa þeir Friðrik og Bevis ein- VETRAROLYMPIULEIKARNIR I NAGANO Frakki fyrst- ur í fýrsta sinn í 30 ár Jean-Luc Cretier fagnaði sigri í bruni karla FRAKKINN Jean-Luc Cretier fagnaði sigri í bruni karla í Nagano í gær. Hann er fyrsti Frakkinn sem verður ólympíu- meistari í greininni í 30 ár eða síðan Jean-Claude Killy hampaði æðstu verðlaunum alpagreinanna. Austurríkis- maðurinn Hermann Maier, sem var sigurstranglegastur, flaug út úr brautinni eftir 20 sekúndur og meiddist á öxl- um, höfði og hné, en 13 af 43 keppendum náðu ekki að komast í mark. Cretier, sem verið með Morgunblaðiú/Ásdís Hart barist PÉTUR R. Guðmundsson, fyrirliði Grindavíkur [fjær], kemur Baldri Inga Jónassyni, fyrirliða KFÍ, að óvörum við höfnina á ísafirði, en þar var haldinn fréttamannafundur f vikunni. er 31 árs, hefur heimsbikarnum í 11 ár en aldrei sigrað á heimsbik- armóti. Hann fór brautina á 1.50,11 sek. en Norðmaðurinn Lasse Kjus var annar 0,40 sekúnd- um á eftir og 0,12 sekúndum á eftir honum kom Austurríkismaðurinn Hannes Trinkl. Cretier hringdi þegar heim til Frakklands og sagði syni sínum að hann kæmi heim með bestu mögu- legu verðlaunin, gull. „Sonurinn var ekki ánægður með það,“ sagði ungis að leika eins og þeir hafa verið að gera í vetur. Bakverðir Isfírðing- anna eru prýðisgóðir leikmenn. Olafur Ormsson er frábær þriggja stiga skytta og Salas er mjög góður og traustur leikmaður. Hann þarf að eiga góðan leik, helst að skora um tuttugu stig eða meira og gefa sex til átta stoðsendingar, til þess að liðið nái að sigra bestu liðin. Isfirðingar verða að hægja á leiknum og ná því besta og mesta út úr stóru leikmönnunum, því það eru þeir sem skapa ákveðið jafnvægi í sókn KFI. Þeir fá boltann inn í teig- inn og draga fleiri varnarmenn til sín. Þá gefa þeir boltann út aftur til bakvarðanna, sem eru mjög lagnir við að hitta handan þriggja stiga línunnar úr kyrrstöðu. Munurinn á þriggja stiga skytt- um liðanna er sá að Helgi Jónas og Wilson geta skapað sér færi upp á eigin spýtur auk þess að geta fengið sendingu í opnu færi o.s.frv. Hinir tveir [Salas og Ólafur hjá KFÍ] eru mun háðari því að fá boltann þegar þeir eru komnir í skotstöðu. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir KFI að nota stóru mennina fyrir innan, en til þess verða þeir að hægja á leiknum. Þar liggur þeirra mögu- leiki auk þess sem þeir þurfa að hafa vinninginn hvað fráköst varð- ar. Eg leyfí mér ennfremur að segja að Guðni Guðnason verður að spila a.m.k. um 25 mínútur í þessum leik. KFÍ vinnur ekki þennan leik, nema að hann sýni hvað hann getur. Mér er alveg sama þótt hann sé ekki eins góður og hann var einu sinni, en hann verður að spila. Það er alveg hreint og klárt. Eg ber fulla virð- ingu fyrir öllum leikmönnum liðs- ins, en Guðni er sá eini í þeirra her- búðum sem hefur tekið þátt í svona leik áður og veit því hvemig þetta er. Hann er einstaklega rólegur og yfirvegaður leikmaður og lærisvein- ar hans þurfa á þeim eiginleikum að halda. Guðni getur ekki haft þau áhrif í jafnmiklum mæli á leikmenn- ina með því að stjórna á bekknum þegar leikurinn er hafmn. Ef hann leikur aðeins meira en venjulega á KFÍ meiri möguleika á sigri en ella,“ segir Friðrik. Úr Kársnesskóla í Höllina Aðeins eitt tækifæri „ÞETTA er ínjög langþráð stund,“ sagði Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdarsljóri KFÍ. „Ég var í þessari aðstöðu síðast fyrir átján árum og héma hef ég komið upp mínu heiinili og baslað við að byggja upp körfuboltalið í tæp álján ár. Ég hef farið í fyrstu og aðra deildina til skiptis með sínu hvom byggðarlaginu, Isafirði og Bolungarvík. Þetta er alveg ólýsanlegt, það er mjög erfitt að lýsa hvemig rnanni Iíður,“ sagði hann. „Þegar ég byrjaði l\já KFÍ árið 1980 æfðum við í sal, sem er aðeins 8x16 m að stærð. Við spiluðum alla heimaleiki okkar í Kársnesskóla í Kópavogi. Við urðum því að ferðast til höfuðborgarsvæðisins á hvera heimaleik." Hvað segja þeir? Setjum upp sérstaka vörn á móti KFÍ lenedikt Guðmundsson, sem tók ^við þjálfun Grindavíkurliðsins fyrir yfirstandandi tímabil, segist eiga von á að lið sitt blómstri í bik- arúrslitaleiknum. „Ég held að leik- menn mínir séu mjög vel stemmdir og sumir þeirra hafa tekið þátt í svona leik áður, þannig að þeir vita nákvæmlega um hvað þetta snýst. Við ætlum að bregða út af vananum, bæði í sókn og vörn - setjum upp sérstaka vöm á móti ísfirðingunum, sem við teljum að eigi að geta stöðv- að þá. Stefnan er að leyfa þeim ekki að gera meira en sjötíu stig. Ef það tekst, eigum við sigurinn vísan, því það er mjög erfítt að stöðva sóknar- leik okkar.“ Skynsemin ræður Guðni Ó. Guðnason, leikmaður og þjálfari KFI, segir skynsemi ráða úrslitum. „Við þurfum leika eins og við erum vanir - og af skynsemi. Það lið sem leikur af meiri skynsemi ber sigur úr být- um. Það er mikilvægt að leikmenn haldi ró sinni, verði ekki of tauga- spenntir og geri einhverja vit- leysu,“ sagði Guðni. „Ég er mjög bjartsýnn og á alveg eins von á því að sigurinn endi „réttum“ megin. Grindvíkingarnir eru erfiðir. Ba- kverðir þeirra eru góðir sóknar- menn og það verður erfítt að stöðva þá, en við komum til með að gera það samt.“ Barátta Baldur Ingi Jónasson, fyrirliði KFÍ, er eini Isfirðingurinn í byrjun- arliði félagins. En hver telur hann lykilinn að sigra ísfirðinga í dag? „Bara baráttu. Við verðum að berj- ast af fullum krafti allan tímann - gera okkar besta og gott betur en það. Ég veit að menn verða tilbúnir í þennan leik. Við höfum beðið lengi eftir honum.“ Má ekki vanmeta „Það kemur ekkert annað til greina en sigur,“ sagði Pétur Guð- mundsson, fyrirliði Grindavíkur. „Við ætlum okkur að sigra og til að það gangi eftir þurfum við vitanlega að eiga góðan dag - koma virkilega vel stemmdir til leiks. Helsti and- stæðingur okkar í þessum leik er við sjálfir." TÍMI er kominn til að ÍS og Kefla- vík eigist við í bikarúrslitaleik kvenna í körfuknattleik því þó að hvort lið hafi tíu sinnum leikið til úrslita hafa þau aldrei mæst á þessum vettvangi. Það gerist hins vegar í dag; leikurinn hefst í Laugardalshöll ki. 15. Þótt Keflavíkurstúlkur hafi nánast verið áskrifendur að sæti í bikar- úrslitaleiknum í rúman áratug - þær hafa 11 sinnum leikið til Stefán úrslita á síðustu 12 árum Stefánsson . kemur það fyrir lítið því í slíkum leik er allt lagt undir; leikmenn fá aðeins eitt tæki- færi. „Við erum kannski með sterkara lið á pappíram en það skiptir minnstu máli í bikarleik,“ sagði Keflvíkingurinn Erla Reynisdóttir á blaðamannafundi í vikunni. „Það er mikið talað um þenn- an leik í Keflavík, ég vil ekkert segja um hverju skólafélagar mínir spá en í svona leik fær lið aðeins eitt tækifæri og það setur hnút í magann." Tölfræðin er Keflvíkurstúlkum í hag. Þær hafa hampað bikarnum oft- ar en aðrar, alls átta sinnum - m.a. síðustu fimm ár - og. eru Islands- meistarar, auk þess að hafa unnið IS- stúlkur í öllum leikjum undanfarin 12 ár, þar af þrívegis þetta tímabil. Þessi upptalning hugnast eflaust Keflvík- ingum nær og fjær - er þetta ekki ör- uggt? - en sama upptalning gæti einmitt orðið þeim að falli. Undanfar- in ár hefur IS stöðugt færst nær og munaði sjö stigum í fyrsta leik lið- anna í vetur. Meðalhæð leikmanna ÍS og leikjafjöldi er meiri auk þess sem Stúdínur hafa tekið 129 fráköstum meira í vetur, þar af hundrað varnar- fráköst. Einnig hafa ÍS-stúlkur varið 93 skot á móti 26 KefMkinga og náð bolta í sókn 30 sinnum oftar, en á móti kemur að þær hafa tæplega hundrað sinnum oftar en Keflvíkingar misst boltann í sókn. Til að slá á + þessa upptalningu, sem er Stúdínum í hag, skal nefnt að Keflavíkurstúlkur hafa nýtt sín færi mun betur í vetur. Þessar tölur eru því skilaboð til beggja liða um að leggja allt í sölurn- ar í dag og aðeins þegar upp verður staðið eftir fjörutíu mínútna leik verð- ur hægt að spyrja að leikslokum - ekki fyrr. Það eru skilaboðin til stuðningsfólks og áhorfenda. Brá í fyrra „Ég held að eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra, þar sem við komum ekki nógu vel undirbúnar, hafi stuðningsmenn og við gert okkur grein fyi-ii- að það þarf að leggja sig allan fram til að vinna,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, leik- maður og þjálfari Keflavíkur, um leik- inn. „Fyrstu mínútur leiksins fara ef- laust í að finna taktinn og það er mikil- vægt að byrja vel en það verður vam- arleikurinn sem skiptir sköpum. Áhorfendur skipta líka máli því stemmning er hluti af leiknum enda fær maður bara eitt tækifæri í bikar- keppni. Það verður ekkert vanmat hjá okkur - við mætum til að vinna og verðum að sýna það,“ sagði Anna Mar- ía. „Það liggur meiri vinna í að vinna Islandsmeistaratitil en það er öðru- vísi stemmning í bikarkeppninni og einhvern veginn skemmtilegra að vinna bikarúrslitaleik,“ bætti Anna María við og hún ætti að vita það - hefur spilað 44 af 45 bikarleikjum fé- lagsins. Þurfa að komast í gegnum okkur „Við erum tilbúin og þær þurfa að komast í gegnum okkur til að vinna. Ef mínar stelpur koma tilbúnar getur allt gerst og þá skipta tíu síðustu leikir ekki máli, því þetta verður ný orusta," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari ÍS, og sagðist engu kvíða. „Leikurinn leggst vel í mig, ég er ánægður með stelpurnar mínar og þær vonandi líka og þá verður þetta hörkuleikur. Ég held að flestir leik- menn Keflavíkur geri ráð fyrir að vinna, sem þýðir vanmat, en við ætlum að koma þeim í opna skjöldu með mik- illi baráttu og sjáum til þegar lokaflautið gellur. Við erum eflaust að eiga við hærra skrifaða leikmenn, en baráttugleði spilar mikið inn í. Og það þarf varla að auka baráttugleði hjá mínu liði - frekar að þurfi að róa liðið, því stelpunum finnst flestum merki- legt að spila bikarúrslitaleik í Höllinni og munu gera sitt allra besta.“ FOLK ■ GUÐNI Ó. Guðnason, leikmaður og þjálfari KFÍ, hefur leikið fjóra bikarúr- slitaleiki sem leikmaður KR. Hann hef- ur tvívegis staðið uppi sem sigurveg- ari, en hinum leikjunum tapaði lið hans með einu og tveimur stigum. ■ FJÓRIR leikmenn Grindavíkur voru í liðinu þegar það varð bikarmeistari 1995. Það eru þeir Helgi Jónas Guð- finnsson, Pétur R. Guðmundsson, Bergur Hinriksson og Unndór Sig- urðsson. Sá síðastnefndi verður klár í slaginn í dag, en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í upphafi tímabils. ■ KEPPT er um nýjan bikar hjá kven- fólkinu. Það er fyrirtækið Atlavík, sem staðsett er á Eskifírði og flytur inn verðlaunagripi, sem gefur hann. ■ ÍS varð 70 ára í janúar og vonast ÍS- stúlkurnar til að gefa félaginu titil í af- mælisgjöf. ■ BJÖRG Hafsteinsdóttir, liðsstjóri Keflavíkurliðsins, er að taka þátt í sín- um ellefta bikarúrslitaleik. Cretier. „Hann vildi silfur. Ég sagði að mér þætti það miður en ég hef á tilfinningunni að ég komi ekki heim með réttu verðlaunin." Hins vegar eru viðbrögð sonarins skilj- anleg því faðirinn hefur aldrei unn- ið neitt. 1994 fékk hann silfur í bruni í Chamonix en á líðandi tíma- bili hefur hann tvisvar hafnað í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Cretier var méð í heimsbikar- keppni í Hakuba fyi-ir tveimur ár- um. „Ég þekkti því brautina og reyndi að líta á þetta sem venju- lega keppni, heimsbikarmót. Því hélt ég ró minni hér í fimm daga.“ Hann æfði og keppti með jafnaldra sínum Luc Alphands sem hætti í fyrra eftir að hafa tryggt sér heimsbikarmeistaratitilinn í bruni í þriðja sinn á ferlinum en hann varð aldrei ólympíumeistari. Creti- er sagði að fjarvera Alphands hefði þýtt það að hinir hefðu þurft að standa sig. Alphand sagði hins vegar að vinur sinn hefði sýnt fram á mikilvægi þess að halda áfram í íþróttum. „Hann átti verð- launin skilin og ég er ánægður fyr- ir hans hönd.“ Bandaríkja- menn stöðvuðu einokun Evrópu- manna landaríkjamenn stöðvu sigur^ fyöngu Evrópumanna þegar þeir unnu til verðlauna í fyrsta sinn í tveggja manna sleðakeppni. Fyrst var keppt í greininni í Innsbruck 1964 og þar til í gær höfðu Þjóðverj- ar, ítalir, Austurríkismenn og fyrr- verandi Sovétmenn fengið öll verð- launin. Að þessu sinni fengu Banda- ríkjamenn silfur og brons á eftir sigurvegurunum, Þjóðverjum. Þrátt fyrir kaflaskiptin voru bandarísku verðlaunahafarnir jarð- bundnir. „Við erum ekki á sama stalli og Albert Tomba eða Michael Jordan og eigum ekki von á að fólk snúi sig úr hálsliðnum sjái það okk- ur á götu en vonum að íþróttin fái einhverja athygli,“ sagði Gordy Sheer sem var í öðru sæti ásamt Chris Thorpe." Þjóðverjarnir Stefan Rrausse og Jan Behrendt hafa rennt sér saman í sama sleða í 16 ár og sigruðu eins og í Albertville 1992 en Þjóðverjar sigruðu líka í eins manns sleða- keppni karla og kvenna. „Við höfum ekki að meiru að keppa,“ sagði Krausse. „Það er ótrúlegt að við höfum keppt saman í 16 ár en þetta hefur verið frábær tími. Olympíu- sigrarnir eru frábærir en erfiðar^ var að ná þessum.“ Kristinn Svanbergsson framkvæmdastjóri SKÍ „Rangt eftir mér haft“ KRISTINN Svanbergsson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambands Is- lands og flokksstjóri íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum í Nagano, segir rangt eftir sér haft í fréttatilkynningu á heima- síðu Nagano-leikanna, þar sem fram kemur að hann hafi sagt Kristin Björnsson besta svig- mann heims um þessar mundir. Umrædd ummæli birtust í Morg- unblaðinu í vikunni. „Það er ekki minn stfll, eða okkar hjá Skíðasambandinu, að vera með svona yfirlýsingar og mér þykir mjög leitt að ekki skyldi rétt eftir mér haft. Þegar við komuna til Nagano kom til mín japanskur blaðamaður, sem bað um upplýsingar um Kristin Björnsson. Auðvitað var ekkert sjálfsagðara en veita honum þær, og ég sagði meðal annars við hann - orðrétt - Kristinn Björnsson is one of the best slal- om skiers in world at the moment; sem sagt að hann sé einn besti svigmaður heims um þessar mundir. Hitt er auðvitað út í hött að fullyrða að hann, sem hefur tvisvar orðið í öðru sæti á heimsbikarmóti, sé sá besti.“ Oskabyrjun Svía í Nagano Svíar hafa fullan hug á að verja ólympíumeistaratitilinn í ís- hokkí og þeir byrjuðu vel, unnu heimsmeistara Bandaríkjanna 4:2 í fyrsta leik í Nagano. „Við getum orðið meistarar," sagði Svíinn Mats Sundin, sem hélt upp á 27 ára afmælisdaginn með því að skora seint í þriðja leikhluta - þremur mínútum fyrir leikslok - og koma þar með í veg fyrir að Banda- ríkjamenn kæmust inn í leikinn en skömmu áður hafði Tommy Salo varið vel og varnað heimsmeistur- unum að jafna. Daniel Alfredsson gerði tvö mörk eftir stoðsendingar frá Peter Fors- berg og Patric Kjellberg, einn fárra leikmanna Svía sem ekki leikur í NHL-deildinni, skoraði í byrjun annars leikhluta. „Þegar litið er á mannskap þeirra ættu þeir að vera sigurstranglegastir," sagði Fors- berg um Bandaríkjamennina en úr- slitin benda ekki til þess. „Ég sá ekki mark Modanos sagði Salo um annað mark Banda- ríkjanna en hann lék vel í marki ólympíumeistaranna og varði 29 skot. „Strákamir voru mjög góðir fyrir framan mig og mótherjarnir fengu aldrei aðra skottilraun," sagði hann. „Við vöknum við þetta,“ sagði Chris Chelios, fyrirliði heimsmeist- aranna, en hann gerði fyrsta mark leiksins. „Ef við ætlum að fá gullið verðum við að vinna í vörninni. Mótherjarnir voru betri í hornunum og fyrir aftan markið,“ bætti hann við en bæði mörk Alfredssons komu* eftir leik Forsbergs fyrir aftan mark Bandaríkjamanna. Richter varði aðeins 16 skot og fékk á sig tvö mörk úr fímm tilraunum í öðr- um leikhluta. „Það er eins og við höfum fyrst verið kynntir til leiks í fyrradag," sagði bandaríski varnar- maðurinn Leetch. „Við vorum úti að aka á stundum.“ '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.