Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34     SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
KOMA EIGNIR ELDRI BORG-
ARA ÞEIM TIL GÓÐA?
EFTIR því sem eldri
borgarar verða sjálf-
bærari efnahagslega,
ná hærri aldri við betri
heilsu og lifa sjálfstæð-
ara lífi, er ástæða til að
ætla, að krafan um auk-
in þægindi og þjónustu
verði æ háværari.
Dr. Michael Creedon
tók fyrir efnahagsmál
aldraðra í ræðu sinni á
málþingi, sem Oldrunar-
ráð íslands og Land-
samband aldraðra stóðu
fyrir sl. haust. Hér verð-
ur stiklað á því helsta úr
ræðu hans til umhugs-
unar fyrir okkur hér.
Hrafn
Pálsson
Dr. Creedon, sem er Bandaríkja-
maður af írskum ættum, ræddi að-
allega um tvær leiðir frá heimalandi
sínu, sem notaðar væru til að mæta
þörfum aldraðra. Þá fyrri getum við
nefnt Gagnvirkt húsnæðislán
(reverse mortgage) en hina sfðari
Umönnunartryggingu til langs tíma
(long-term care insurance). Báðir
eru þessir kostir óháðir almennum
tryggingum og hafa verið teknir
upp í ríkari mæli eftir því sem
kostnaður við þjónustu við aldraða
hefur aukist. Greiðslugeta og þar
með þátttaka eldri borgara hefur á
sama tíma farið í vöxt með batnandi
efnahag þar vestra.
Þótt þessi úrræði hafi verið reynd
um sinn í Bandaríkjunum er of
snemmt að álíta þau mæta með full-
um árangri þörfum eldri borgara
þar í landi, en nokkurn lærdóm má
þó draga af þeirri reynslu, sem þar
er þegar fengin.
I. Gagnvirkt húsnæðislán
Um 80% þeirra, sem hafa náð 65
ára aldri í Bandaríkjunum, eiga sín
eigin hýbýli og 83% eiga þau skuld-
laus. Meðalverð eigna er 5 milljónir
íslenskra króna. Til samanburðar
má geta þess, að á íslandi átti um
áramótin 94/95 mestur hluti hjóna
og einstaklinga 65 ára og eldri sitt
eígið húsnæði hér á höfuðborgar-
svæðinu. Var eign
hvers einstaklings á
bilinu 5 til 6 milljónir
króna, þar sem eign
hjóna var að jafnaði
tvöföld á við einbúa.
(íslensku tölurnar eru
fengnar úr fórum Ás-
geirs Jóhannessonar.)
Skuldi fólk hér á
landi ámóta og í
Bandaríkjunumr hafa
aðeins um 20% eldri
borgara ekki greitt
húsnæði sitt að mestu.
Sé síðan þetta hlutfall
ógreiddra skulda hið
sama hér og fyrir vest-
an, þá skuldar þessi
fimmtungur minna en hálfan hlut í
eignum sínum.
Þrátt fyrir þessa góðu fasteigna-
stöðu hafa eftirlaunahafar beggja
landanna tiltölulega litlar tekjur.
Nokkur hópur er jafnvel með
lægstu eftiriaun. í Bandaríkjunum
hrapar fólk við eftirlaunaaldur að
jafnaði um 50% í launum. Hér á
landi er meðaltalið eflaust ekki
hærra. Fróðir menn vestan hafs
álíta, að það mætti hefja marga þá,
sem eru með lægstu eftirlaun,
nokkuð upp á við, ef afturvirkt hús-
næðislán væri tekið, t.d. við 75 ára
aldurinn.
Gagnvirkt húsnæðislán er í því
fólgið, að selja húsnæði sitt banka
eða peningastofnun á tilteknu tíma-
bili og afla sér þannig mánaðlegra
tekna án þess að flytja úr húsnæð-
inu. Gagnvirk húsnæðislán geta
verið með ýmsum hætti eftir þörf-
um fólks. Hér verður getið um fjög-
ur þau helstu:
Tímabundið húsnæðislán þýðir,
að lánið er greitt seljanda á tiltekn-
um árafjölda og húsnæðið er því af-
hent kaupanda við lokagreiðslu, t.d.
eftir 20 ár frá söludegi.
Otímabundið húsnæðislán þýðir,
að lánið er veitt uns seljandi fer úr
húsnæðinu eða hverfur á vit feðra
sinna.
Gagnvirkt eignarhald er samn-
ingur þar sem seljanda eru tryggð-
ar mánaðarlegar greiðslur eins
lengi og hann býr í húsnæðinu.
Vegna óvissu um, hve lengi seljand-
inn er fær um að búa í húsnæðinu
eru þessar greiðslur lægri en í fyrri
tilvikunum.
Gagnkvæmur hagur er samning-
ur þar sem kaupandinn fær hluta
eignarinnar til afnota áður en selj-
andinn flytur. í því tilviki eru
greiðslur hærri á hverjum mánuði
en þegar um gagnvirkt eignarhald
er að ræða.
Margir eldri borgarar kjósa að fá
gagnvirk húsnæðislán með réttind-
um til að vera I húsnæðinu til ævi-
Flestir aldraðir eiga
skuldlausa hús- eða
íbúðareign. Hrafn
Pálsson veltir fyrir sér
hvernig þeir geti nýtt
þessa og/eða aðrar
eignir til betri og þægi-
legri daga á efri árum.
loka, en þá verða mánaðargreiðsl-
urnar auðvitað lægri, þar sem kaup-
andinn þarf að bíða lengur eftir
eigninni. Sumir kjósa hærri greiðsl-
ur vegna skorts á skotsilfri eða
Iífslíkur eru stuttar. Þannig byggja
mismunandi tegundir gagnvirkra
húsnæðislána á þörfum og aðstæð-
um seljenda.
Húsnæðismálastofnanir í Banda-
ríkjunum hafa með nokkrum ár-
angri stundað lánastarfsemi af því
tagi, sem hér hefur verið greint frá,
enda eru þessi úrræði komin til að
vera þar um slóðir. Þó virðist sem
fjárfestingarfélög á frjálsum mark-
aði eigi eftir að taka í auknum mæli
við þessum þjónustuþætti við eldri
borgara.
Ráðgjafar er þörf, svo gagnvirk
húsnæðislán komi eldri borgurum
að sem bestum notum. Sérstaklega
þurfa aðilar með minni eignir að
vanda sig og fá skynsamlega hús-
næðismálaráðgjöf. Taka þarf tillit
til andlegar og líkamlegrar heilsu
umsækjanda og kanna hugmyndir
þeirra um ráðstöfun eigna sinna og
hvers virði þær í raun eru. Þá eru
margir, sem eru andsnúnir slíkum
ráðstöfunum, því ýmsir vilja skilja
sem mest eftir fyrir erfingjana.
Loks eru þeir, sem rýna fast á hús-
eign sína, sem aðalöryggi sitt og
vilja heldur lifa við þröngan kost en
að hrófla við öryggi sínu. Samt sýna
kannanir, að í fæstum tilvikum hafa
börnin hug á því að setjast að í hús-
um foreldra sinna að þeim gengn-
um. Auðvitað eru margir niðjar,
sem slá ekki hendinni við andvirði
húsa, sem þeir eru arfleiddir að.
Hvað sem öllu líður, eiga gagnvirk
húsnæðislán framtíð fyrir sér, en á
sama tíma er líklegt, að lánastofn-
anir meti eignir af meiri varúð eftir
því sem lífaldur manna hækkar, svo
og er rennt nokkuð blint í sjóinn
með sumar fasteignir a.m.k., þegar
þær eru metnar langt fram í tím-
ann.
Vert er að hafa í huga á slíkum
örlagastundum í lífinu, að vönduð
ráðgjöf og ábyggilegt mat liggi til
grundvallar áður en skref eru stig-
in, þegar fólk ætlar að eyða af-
rakstri af ævistarfinu sínu.
Sjúkratryggingar til langs tíma
hafa ekki verið allra í Bandaríkjun-
um og fólk orðið að kaupa sér
trygginguna „Medicaid", sem greið-
ir bæði fyrir bráðatilvik og umönn-
un í langan tíma, hvort sem er á
stofnun eða í heimahúsi. Tryggi fólk
sig í hópum er kostnaður lægri, þar
sem áhættan fyrir tryggingarfélag-
ið dreifist, en tryggi einstaklingur
sig, þá hækka iðgjöldin verulega.
Fólk verður að ganga úr skugga
um, hvort tryggingar fylgi verð-
bólgu eða ekki og svo auðvitað,
hvaða tilvik falli fyrir utan þær. Þar
er um að ræða að kynna sér smáa
letrið í tryggingarskilmálunum.
Árið 1996 var lögfest ný trygging
í Bandaríkjunum, sem nefna mætti
sveigjanlega heilbrigðisábyrgðar-
tryggingu (The Insurance Porta-
bility and Accountability Act), sem
hefur nokkra hvetjandi kosti til að
bera og mun eflaust breyta miklu í
framtíðinni.
Þessari tryggingu fylgir skattaaf-
sláttur fyrir þá, sem hana kaupa.
Það sama gildir, ef fyrirtæki tryggir
starfsmenn sína. Þá hafa bóta-
greiðslur tryggingafélagsins ekki
áhrif á tekjuskatt einstaklingsins. í
stuttu máli sagt er verið að létta
skattbyrði tryggingakaupenda og
bótaþega. Aukið samspil almennra
trygginga og einkatrygginga er því
vaxandi, en þó þannig að þeir sem
minna mega sín njóti alltaf nauð-
synlegustu þjónustu.
Vegna hækkandi aldurs og marg-
breytilegra trygginga hafa Banda-
ríkjamenn orðið að tryggja sig sjálf-
ir eftir föngum og munu eflaust
gera það áfram, þrátt fyrir hið nýja
oryggii sem mn sveigjanlega
ábyrgðartrygging á að veita.
Niðurlag
fslendingar njóta þess öryggis,
sem almennar tryggingar veita, en
verða samt í ljósi æ lengri lífdaga,
að hugsa sín mál á grundvelli fleiri
hugmynda en áður. Meiri menntun
og eignamyndun í þjóðfélaginu eiga
að gefa betri möguleika á góðu lífi á
efriárum.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
skyldur ríkisins við þegnana. Fyrir
nokkrum árum var afnumið úr lög-
um, að börn bæru ábyrgð á foreldr-
um sínum. Þess vegna er hægt að
spyrja, hvort börnin eigi að erfa all-
ar eigur foreldra sinna. Eins og um
getur framar í grein þessari eiga
flestir aldraðir fasteignir og er þá
ekki verið að tíunda hlutabréf, verð-
bréf, spariskírteini og önnur verð-
mæti. Mikinn hluta þessara eigna
mætti nota til að gera efri árin
ánægjulegri fyrir landsmenn, en til
þess að svo megi verða, þurfa eldri
borgarar og stjórnvöld að setjast
niður og gera með sér samninga.
Þar er helst um að ræða nýjar
skattareglur fyrir aldraða, þar sem
þeim er umbunað fyrir að nota eigið
fé til eigin framfærslu. Á móti kæmi
krafa stjórnvalda um að eldra fólk,
sem færi á stofnanir gæti ekki gert
sjálft sig eignalaust á skattskýrsl-
um á skömmum tíma.
Höfundur er deildarstióri öldrunar-
msílsi iheilbrigðisráðuneytinu.
Vettvangur fólks í fasteignaleit
%%
www.mbl.is/fasteignir
¦:.":'*"   W.

»

:;*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64