Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaoio/Asms SKAPTI OLAFSSON: „Svo var allt bundið inn í fallegt, rautt skinn.“ Rokka ekki þagr SKAPTI ÓLAFSSON Á BROADWAY syngja rokkstjörnurnar Anna Vilhjálms, Bertha Biering, Berti Möllei Valdimarsson, Rúnar Guðjónsson, Siggi Johnnie, Sigurdór Sigurðsson, Stefán Jónsson, Þ Bjarnason, sem jafnframt er kynnir. ENN fer fíðringur um menn þegar þeir heyra lagið „Allt á floti“, sem Skapti Ólafsson söng inn á plötu fyrir rúmum fjörutíu árum. Lagið varð geysivinsælt og söngvarinn fékk ekki nokkurn frið á götum úti. Honum fannst þó dálítið asnalegt að vera frægur, eins og hann orðar það. „En þetta er lítið, sniðugt lag og útsetning Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds er vel gerð,“ segir Skapti, og telur það helstu ástæður fyrir langlífi lagsins. Sjálfur á Skapti langan tónlistarfer- il. „Ég byrjaði rétt íyrir miðja öldina, eða árið 1947. Ég fór að læra prent- verk í Félagsprentsmiðjunni 1944, og þar voru margir góðir músíkantar, meðal annars mágur minn sem var í Lúðrasveit Reykjavíkur. Systir mín -— hafði kennt mér grip á gitar, því það var „t þá daga voru ' . „-7. Frá vinstri: Siggeir Svei 1 is mikið sungið heima, og svo var mér bara Fjórum jafnfljo , "þ Sigurgeir Björgvmsson. skellt í lærdóm hjá Albert Klahn sáluga Skapti, Magnus sem þá var aðalstjórnandi Lúðrasveitar- innar. Ég mætti í Hljómskálann, lærði á tromm- ur og var með Lúðrasveitinni í tíu ár.“ Veturinn 1947 fór svo Skapti á sviðið sem söngvari. „Þá söng ég með Baldri Kristjánssyni í Tjamareafé. Baldur var mikill djasspíanisti og fannst upplagt að æfa nokkur amerísk djasslög og láta mig syngja. Síðar stofnaði ég svo eigin hljómsveit sem bar heitið Fjórir jafnfljótir. Nafnið þótti hrikalegt og það var ekki lengi verið að breyta því í fjórir jafnljótir! En það var stans- laust „beat“ í gamla Gúttó. Ég spilaði líka fína dansmúsík með Karli BOlich og einhvern veginn leiddist ég út í það að fara að spila fyrir íslenska tóna, gamla útgáfufyrirtækið sem Tage Amm- endrup var með. Hann var oft með kvöld- skemmtanir í Austurbæjarbíói þar sem nýir söngvarar voru meðal annars kynntir, og þannig þvældist ég meira inn í sönginn.“ Skapti spilaði ekki aðeins með danshljómsveit- um og Lúðrasveitinni, hann var einnig trommu- leikari í Sinfóníuhljómsveit íslands í fjögur ár, spilaði undir við upptökur í útvarpssal og fór margar ferðir til Bandaríkjanna á vegum Loft- leiða til að leika fyrir íslendinga ytra. „Ég var að til 1984. Besti tími minn í tónlist- inni held ég að hafí verið þegar ég lék í Vetrar- garðinum með Baldri Kristjánssyni fyrir tæpum þrjátíu árum. Það var ævintýri úti í mýrinni. Ég var trommari, það var ekki lagt svo mikið upp úr söngnum þá, og var hálfgerður „hobbý“maður í músíkinni. En þarna lék ég með góðum hljóð- færaleikurum og í þá daga voru hljómsveitimar dálítið djassaðar. Við spiluðum öll sönglögin, djasslög, klassíska tangóa og ég fékk mikið út úr þessu. Eg var enginn vínmaður, kom edrú inn í þetta og fór edrú, en fékk músíkina beint í blóð- ið. Það hefur líklega gert það að verkum að ég hélt spilamennskuna út í allan þennan tíma. Ég fékk mér auðvitað í glas þegar ég var sjálfur gestur á árshátíðum og í veislum, en sá veldur sem á heldur, segi ég. Sumir valda þessu ekki, allir stærstu barir veraldar duga þeim ekki, sumum nægir bara ein teskeið til að verða kátir og glaðir! Það getur vel verið að ábyrgðartilfinning mín hafi ráðið þarna um, því ég missti fóður minn þegar ég var tveggja ára, átti bara móður mína að, og við vorum þrettán systkinin. Mér fannst ég þurfa að standa mig.“ Eins og flestir tónlistarmenn var Skapti í tvö- faldri vinnu, starfaði lengst af í Félagsprent- smiðjunni, en er nú prentari hjá Prentmeti. Tvítugur kvæntist hann fyrri konu sinni, sem lést fyrir nokkrum árum, og þau eignuðust fjög- ur böm. Hann segir að fjölskyldulífið hafi gengið „Eg mætti i Hljómskálann og lærði á trommur." A Austurvelli 1951 með fé- logum úr Lúðrasveit Reykjavíkur. Frá vmstn: Lárus Jónsson, Guðmundur R., Svavar Gests og Skapti. ljómandi vel, og þrátt fyrir tvöfalda vinnu gat hann líka sinnt öðru áhugamáli sínu, bókband- inu. Hann byrjaði snemma að safna bókum og binda þær inn. „Ég hef lengi bundið skrautband. Ég hafði alltaf yndi af Laxness og Þórbergi og öðrum góðum rithöfundum, og las mikið um þjóðlegan fróðleik. Ég svaf aldrei nema fjóra eða fimm tíma á sólai-hring og las mig oft niður þeg- ar ég kom heim af böllunum. Þegar Höll sumar- landsins eftir Laxness flæktist fyrir mér var ég fjórtán ára, og ég las hana og varð ekki samur á eftir. Þvílík hátíð. Ég safnaði Þórbergi, fyrstu útgáfu, og það tók mörg ár. Svo var allt bundið inn eftir ströngustu kröfum í fallegt, rautt skinn.“ Rokkstjörnur íslands uppfylla líka allar kröf- ur á Broadway um þessar mundir. Þar syngur Skapti „smellinn" sinn vinsæla og segja sumir að röddin hafi ekkert breyst þótt rokkarinn sé orð- inn sjötugur. „Ég geri þetta af því að ég hef gaman af þessu. Þetta er góður hópur og rokkið höfðar til allra aldurshópa því það er svo taktfast. Þetta er takturinn sem menn hafa í sér, ekkert ósvipaður taktinum í færeysku kvæðalögunum.“ STEFÁN JÓNSSON STEFÁN Jónsson og Lúdó sextett voru oft nefndir í sömu andrá og Þórscafé, en við hliðina á því ágæta húsi, í Gagnfræða- skóla verknáms, steig söngvarinn einmitt sín fyrstu skref, þá á sextánda ári. „Ég var alltaf mikið fyrir að raula og fékkst svo til að syngja á dansæfingu, drullufeiminn og vitlaus. Við sung- um oft saman þrír félagar í skólanum, Ásbjörn Egilsson, Sigurður Elísson og ég, kölluðum okk- ur SAS tríóið, og komum svo fram á árshátíð skólans sem haldin var í Sjálfstæðishúsinu um vorið. Hljómsveit Svavars Gests sem lék fyrir dansi það kvöld, var með kynningu ó nýjum dægurlagasöngvurum í Austurbæjarbíói nokkrum vikum síðar, og það varð úr að við fé- lagamir tróðum þar upp. Síðan gaf hljómplötu- útgáfan Drangey út plötu árið 1957 með þessum nýju söngvurum og á henni voru tvö lög með okkur, „Jói Jóns“ og „Allt í lagi“. Mér var síðan boðið að ganga til liðs við hljóm- sveitina Plútó, en í þeirri hljómsveit voru menn sem hafa síðan verið með mér af og til í öll þessi ár, eins og Berti Möller, Elvar Berg, Hans Kragh og Hans Jenson. Gunnar Kvaran, betur þekktur sem sellóleikari, kom líka inn í hljóm- sveitina og spilaði á bassa. Á þessum árum var mikil samkeppni, en við vorum heppnir og feng- um vinnu í Vetrargarðinum þar sem við spiluð- um fimm kvöld í viku í tvö ár. Síðar gerðum við samning við Selfossbíó þar sem við fylltum sal- inn helgi eftir helgi, og um svipaðar mundir gerðist Guðlaugur Bergmann umboðsmaður okkar. Þá fóru hjólin að snúast og við fórum að leika í Storkklúbbnum, sem síðar hét Glaumbær. Þar komu oft fram heimsfrægir skemmtikraftar sem fylltu húsið alla vikuna. Það var mikil sveifla á þessum árum!“ Stefán segir að hápunktur ferilsins, vinsæld- arlega séð, hafi líklega verið frá 1961 til ‘64, en þá lék Plútó, sem síðar breyttist í Lúdó, í Þórscafé. „Við spiluðum fimm kvöld í viku í Þórscafé og um helgar á sveitaböllum. Svo komu Bítlarnir fram á sjónarsviðið, nýjar hljómsveitir eins og Hljómar og Dátar urðu til, og þá fór að verða hart barist á sveitaböllunum! Þetta var „ROKKINU fylgir lífs- gleði.“ Stefán á rokkhátíð á Hótel íslandi 1993. mikill bransi í gamla daga, við vorum stundum með böll á Hvoli eða í Aratungu sem þúsund manns sóttu.“ o ,vorum stu Hljómsveitin hætti að Stefán árið 196; leika í Þórscafé 1967, og arsson, Hans var lögð niður um tíma. Um svipað leyti hóf Stefán störf hjá Ræsi hf., þar sem hann hefur verið í rúm þrjátíu ár, fyrst sem afgreiðslumaður og síðan sem sölumaður. Hljómlistina lagði hann þó ekki á hilluna og þeir félagar í Lúdó léku meðal annars í lokuðum sam- kvæmum í Átthagasal Hótel Sögu. En svo söng Stefán lagið „Átján rauðar rósir“ inn á plötu, sem varð til þess að flestir kærastar í bænum færðu sínum heittelskuðu ekki minna en átján rósir þegar mikið lá við, og platan seld- ist í tíu þúsund eintökum. Upp úr því fóru þeir félagar aftur í Þórscafé og stækkuðu hljómsveit- Hart barist á sveitaböllum Músík í blóðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.