Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						2   B   FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
Þunglyn di
talið auka líkur á hjartasjúkdómum
Þunglyndur maður er
niðurdreginn, þreytt-
ur og virðist líkam-
lega óvirkur segir
Ingólfur S. Sveinsson
geðlæknir í samtali
við Helgn Kristínu
Einarsdóttur. Veru-
leikinn er hins vegar
allur annar að hans
sögn því þunglyndi
leiðir til mikils
streituástands í
líkamanum.
NÝJAR rannsóknir leiða í
ljós órofa samhengi milli
þunglyndis og hjartasjúk-
dóma samkvæmt nýlegri
grein dagblaðsins International
Herald Tribune. Niðurstaðan virð-
ist samkvæmt umfjöllun blaðsins
koma vísindamönnum á óvart en
Ingólfur S. Sveinsson ^eðlæknir er
á öndverðum meiði. „Eg er hissa á
því að þeir skuli vera hissa. Það eru
ekki ný sannindi að tengsl séu milli
sálar og líkama," segir hann.
Vitnað er til tímarits bandarískra
geðlækna,  Amerícan  Journal  of
Psychiatry, í grein eftir læknana
Alexander Glassman og Peter A.
Shapiro þar sem þeir gera grein
fyrir niðurstöðum fimm rannsókna
sem gerðar hafa verið opinberar í
fagtímaritum síðastliðin tvö ár. Þær
eru á þá lund að einstaklingar heil-
brigðir að öðru leyti en
því að þjást af þung-
lyndi séu mark
tækt   lík-
legri til þess að verða hjartasjúk-
dómum að bráð en samanburðar-
hópur þar sem enginn á við þung-
lyndi að etja.
„Fjöldi rannsókna sýnir fram á
að líkur þunglyndissjúklinga á því
að fá hjartaáfall séu tvöfalt meiri en
þeirra sem ekki þjást af þunglyndi.
Einnig virðist þunglyndi hafa áhrif
á hversu lengi sjúklingar með
hjartasjúkdóma lifa því þeir sem
glíma við þunglyndi í kjölfar hjarta-
áfalls eiga minni möguleika þegar
til lengri tíma litið, burtséð frá því
hvort þunglyndið gerðí vart við sig í
framhaldi af sjúkdóminum eða var
þegar til staðar. Líkurnar á öðru
hjartaáfalli eru þrisvar sinnum
hærri en þeirra sem eru léttari í
lund samkvæmt rannsókn
belgískra   vísindamanna
sem birt var í tímaritinu
Circulation," segir í Herald Trib-
une.
„Vitað er að hár blóðþrýstingur,
hátt hlutfall kólesteróls í blóði og
offita auki líkur á hjartasjúkdómum
en nú bendir ýmislegt til þess að
þunglyndi skipti ekki síður máli,"
hefur blaðið enn-
fremur   eftir
dr. Frasure-Smith sálfræðingi og
prófessor við McGill-háskóla.
Þunglyndi var fyrst gefinn gaum-
ur í tengslum við hjartasjúkdóma
snemma á áttunda áratugnum þeg-
ar rannsóknir leiddu í ljós að þung-
lyndir reyktu meira en aðrir en
reykingar eru einn áhættuþátturinn
til viðbótar. Seint á níunda áratugn-
um leiddi rannsókn sem gerð var í
Atlanta hins vegar í ljós tengsl
þunglyndis og hjartasjúkdóma líka
hjá þeim sem ekki reyktu. „Það
kom okkur á óvart," segir dr. Alex-
ander Glassman. „Við bjuggumst
frekar við því að þáttur þunglyndis
myndi hverfa eða verða óverulegur
en þegar farið var yfir niðurstöð-
urnar reyndist hann þvert á móti
mjög veigamikill," segir hann.
Þunglyndi hefur áhrif á
hjartsláttartíðni
Rannsóknir dr. Robert M. Carn-
ey við læknaskóla Washington-há-
skóla í St. Louis sýna samhengi
milli þunglyndis og breytinga á
hjartsláttartíðni sem að hluta til
gæti skýrt auknar líkur á dauðsfalli
af völdum hjartááfalls. „Rannsóknir
Dr. Carney og sam-
starfsmanna hans
leiddu ennfremur
í ljós að ójafn-
vægi efnaskipta í
heila sem fylgir
þunglyndi hefði
áhrif á stjórn
taugakerfisins     á
starfsemi  hjartans,"
segir í Herald Tribune.
Þess er getið að lækn-
ar hafi löngum verið vak-
andi fyrir því hversu miklu
máli  tilfinningalegt  jafn-
vægi skipti og að viljinn til
þess að ná sér sé veigamikill
þáttur í bata. Einnig er vitað að
líkamleg veikindi geti leitt til
andlegrar vanlíðunar.
„Þegar maður hugsar sér þung-
INGOLFUR S. Sveinsson geðlæknir mælir með
slökun tvisvar á dag til þess að fyrirbyggja streitu.
Streita er aðferd
líkamans til þess að
bregðast við
hættuástandi og í lífi
nútímamannsins eru
helstu streituvaldarnir
óvissa, ótti, reiði,
andlegt álag, andvökur
og svefnleysi.
Minningar
í föstu formi
VERALDLEGIR munir til að
grípa með sér heim á ferða-
lögum eru af margvíslegum
toga, sérstaklega í Nepal, þar sem
erfitt er að ramba á grip sem ekki
bíður eftir búferlaflutningum.
Eigulegir hlutir eru á hverju strái
í höfuðborginni Kathmandú og eng-
inn er maður með mönnum eftir
kaupæðið nema með tíbeska helgi-
mynd, thangka, til dæmis af hjóli
lífsins, í farteskinu.
Andlitsgrímur úr pappamassa eða
leir og marghöfða strengjabrúður
eru ekki síðri. Grímurnar bera inn-
fæddir við eina mestu hátíð ársins,
Indrajatra í september, svo dæmi sé
tekið, og þar fyrir utan eru þær fyr-
irtaks veggskraut. Fyrirmyndirnar
eru guðir ýmiss konar, til dæmis
Ganesh sonur Shiva og Parvati, sem
þekkist á fflshöfðinu, Bhairab eða
Shiva aftur í sinni skelfilegustu
mynd og gyðjan lifandi Kumari. Sú
síðasttalda er friðsamleg útgáfa af
Kali sem aftur er eitt hræðilegasta
birtingarform Parvati, eiginkonu
Shiva.
Hnífar ghurica-hermanna, khukri,
sem lengi hafa skotið mönnum skelk
í bringu, eru verðug ögrun við tollyf-
irvöld. Ghurkarnir eru málaliðar í
breska hernum og geta sér jafnan
gott orð fyrir herkænsku og
grimmd.
Tíbeska bænahjólið er einfóld
lausn fyrir upptekna en um er að
ræða skreyttan sívalning á skafti
sem snúið er réttsælis. Inni í hólkin-
um er mantra eða bæn á hrísgrjóna-
pappír, oftar en ekki om manipadme
hum, orðaruna úr sanskrít sem vísar
til gimsteinsins í lótusblóminu eða
hinnar tæru upplýstu vitundar í fel-
um innra með hverjum manni. Bæn-
in kemst á áfangastað þegar hjólinu
er snúið og sums staðar má finna
vatnsknúin bænahjól.
Hjóli lífsins er skipt í sex hluta
sem tákna jafnmörg stig vansællar
tilvistar óupplýstrar veru í eilífri
hringrás endurfæðingar og dauða.
Hjólið er jafnan fast milli tanna og í
klóm árans Mara vegna hinnar óend-
anlegu hringrásar en henni til
grundvallar eru lestirnir langanir,
fáfræði og hatur. Lykiltákn þeirra
eru jafnan í innsta hring; haninn,
höggormurinn og svínið sem bíta
hvert í annars enda, hinu háð.
HLÝÐIN strengjabrúða.
Stæriiæti, öfund og græðgi
Sérhver vera fæðist aftur inn í
einn heimanna sex af völdum tiltek-
ins lastar sem rakinn er til skorts á
innsæi en sá sem vill stíga af hjólinu
fylgir hinum upplýsta Búdda, eða
bodhisattva sem er næsti bær við.
Bodhisattva er hálfbúdda sem slepp-
ir tækifærinu til þess að öðlast nirv-
ana eða lausn undan áþján endur-
fæðingarhjólsins svo hann megi
hjálpa mannkyninu. Hvert tímabil á
sinn bodhisattva og hálf-búdda okk-
LÍFSINS hjóli er skipt í sex tilvistarstig.
					
Hide thumbnails
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8