Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6     B     FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐID
DAGLEGT LIF
Eitt elsta hús Reykja-
víkur geymir minning-
ar um mikla ást, píu-
böll og Jónas Hall-
grímsson en þar var
einnig veitingasala og
til er um 150 gamall
matseðill sem notaður
er enn í dag. Hrönn
Marinósdóttir sökk á
bólakaf í söguna.
AARBÆJARSAFNI hefur
Dillonshús staðið í 37 ár
og þar eru seldar veiting-
ar á sumrin en saga þess
er mun lengri og er sérstæð í
meira lagi. Húsið var reist í
Reykjavík árið 1835 á mótum Suð-
urgötu og Túngötu að tilstuðlan
Bretans Arthurs Edmunds Dennis
Dillons lávarðar sem átti ástkonu á
íslandi og eignaðist með henni
barn.
Gerður Róbertsdóttir, safn-
fræðslustjóri á Arbæjarsafni, seg-
ir Dillon þennan hafa ferðast um
heiminn og kannað ókunn lönd,
eins og þótti fínt hjá heldri manna
sonum á þeim tíma. Til íslands
kom hann árið 1834 í þeim til-
gangi að skoða landið og skrifa
ferðabók en þá greip ástin hann
heljartökum. „Hann kynnist ís-
lenskri konu, maddömu Sire
Ottesen sem var fráskilin tveggja
barna móðir sem vann á veitinga-
og samkomustaðnum Klúbbnum
svokallaða í Aðalstræti. Sire var
þrettán árum eldri en Dillon en
þau felldu hugi saman og fyrr en
varir verður Sire barnshafandi
eftir hann."
Sire giftist fjórtán ára
Margt hefur verið ritað um
Dillonshús og ástarsöguna sem
fylgir, m.a. BA-ritgerð í sagnfræði
1994, eftir Brynju Björk Birgis-
dóttur og heitir ritgerðin
Maddama Ottesen og Dillon lá-
varður. Tómas Guðmundsson rek-
ur sögu þeirra í Skammdegisörlög-
um og Klemens Jónsson hefur rit-
að um þau m.a. í Sögu Reykjavík-
ur.
Sire, sem fullu nafni hét Sigríð-
ur Elísa Þorkelsdóttir Bergmann,
fædd árið 1799, er talin hafa verið
ein nafntogaðasta kona í bænum
allan fyrri hluta aldarinnar. Fjórt-
án ára giftist hún Lárusi Ottesen
verslunarmanni og eignaðist með
honum tvo syni en hjónin skildu að
borði og sæng fjórum árum síðar.
Sire fór þá að vinna fyrir sér sem
stofupía eða vinnukona og eignað-
ist tvö börn í lausaleik með sitt-
hvorum manninum. Hún var því
dæmd fyrir hórdóm en Lárusi varð
ekki um sel þegar hann frétti af líf-
erni eiginkonunnar svo lögskilnað
fékk hann árið 1828. Börnin henn-
ar létust bæði á fyrsta ári vegna
veikinda.
Lítið er til af persónulegum lýs-
ingum af Sire og engin Ijósmynd,
aðeins vaxmynd í Arbæjarsafni
sem líklega var gerð eftir henni.
Sagan segir hún hafi verið með
eindæmum glæsileg og falleg
kona.
Fráskilin og 35 ára kynnist Sire
Bretanum Dillon en hann var í
fæði í Klúbbnum þar sem hún réð
ríkjum. Astin tók völdin og í júni
1835 fæddist þeim dóttir sem hlaut
nafnið Henrietta eftir móður
Dillons. Dillon hugðist kvænast
Sire og lét smíða hús fyrir þau til
að búa í á Ullarstofutúni sem til-
heyrði Suðurgötu 2 . Húsið var enn
í smíðum þegar dóttirin fæðist en
þau flytja inn síðla sumars.
Gerður segir Dillonshús hafa
verið vel byggt og ljóst er að engu
Eldheit
ást fylgir Dillonshúsi
Morgunblaðið/Þorkell
GERÐUR Róbertsdóttir safhfræðslustjóri og Arný Hallvarðsdóttir veitingamaður fyrir framan Dillonshús.
var til sparað. „Þetta er einlyft
bindingshús, með háu risi sem var
algeng húsagerð á timburhúsum
þessa tíma," segir Gerður.
En giftingin gekk ekki eftir.
Dillon var kaþólskur og þurfti að
sækja um giftingarleyfi til danska
kansellísins en fyrir áhrif ættingja
hans mun því hafa verið hafnað.
Bæjarslúðrið mun hafa verið óvæg-
ið um hina óvígðu sambúð Dillons
og Sire og af þeim sökum hrökklað-
ist Dillon af landi brott haustið
1835.
Nútímalegur matseðill
en hundgamall
Þegar til Englands kom var ást-
arævintýri Dillons hins unga þagg-
að niður hið bráðasta og í ferðabók
hans um ísland sem kom út fimm
árum síðar minntist hann ekki einu
orði á Sire né dóttur sína.
Áður en Dillon fór gaf hann
barnsmóður sinni húsið við Suður-
götu og um árabil rak hún þar veit-
ingasölu, hélt dansleiki og leigði út
herbergi. Frægasti leigjandi henn-
ar var sennilega Jónas Hallgríms-
son skáld en hann bjó í herbergi
uppi á lofti í Dillonshúsi síðasta vet-
ur sinn á íslandi, 1841 til 1842, en
fór síðan alfarinn tO Kaupmanna-
hafnar.
Arný Hallvarðsdóttir hefur séð
um veitingasölu í Dillonshúsi und-
anfarin ár og í fyrra hafði hún upp
á matseðli sem Sire hafði á borðum
fyrir um 150 árurrL „Hann er alveg
lygilegur," segir Arný, „því hann
er svo nútímalegur. Sire hafði
baunasúpu í forrétt, í millirétt var
lax í geli, síðan hangikjöt með pip-
arrótarsósu og svo var rabar-
barapæ á eftir með kaffinu. Greini-
legt er að ýmislegt var til í gamla
daga en matur eins og piparrót
hefur sennilega komið með vor-
skipum."
Alla jafna var þó á boðstólum al-
Ljósmynd/Árbæjarsafn
VAXMYND sem
talin er vera af
Maddame Sire
Ottesen.
Ljósmynd/Ur Mann-
lífsmyndum
DILLON lávarður
sem kom til lands-
ins 22 ára til
að skrifa
ferða-
bók.
I RISINU er talið að Sire hafi sofið en nú eru þar seldar
veitingar á sumrin.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8