Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 45 KOSNINGAR ’98 Luddítarnir ganga aftur í R-listanum I BYRJUN nítjándu aldar var hreyfmg á Englandi sem barðist gegn tækninýjungum. Menn þessir voru kallað- ir Luddítar en þeir töldu að iðnvæðingin myndi splundra þjóðskipulaginu og hafa fátækt og hörm- ungar í fór með sér. Einkum voru voru þeir á verði gagnvart öllum nýj- ungum eins og saumavél- um og járnbrautum. Luddítarnir höfðu að því leyti rétt fyrir sér að iðnvæðingin gerbreytti þjóðskipulaginu en á allt annan veg en þeir hugðu. Kjartan Magnússon Tækniframfarir og samgöngubætur, samhliða iðnbyltingunni, gerðu Eng- lendinga að forystuþjóð í heiminum. Luddítarnir eru nú aðeins forvitnileg neðanmálsgrein í sögubókum, bros- legt samheiti yfír þá sem berjast gegn breytingum, standa gegn fram- förum og tuldra stöðugt í barm sér: „Heimur versnandi fer.“ Luddítanna lifa enn góðu lífi hjá meirihluta borgarstjómar Reykjavíkur. Atvinnu- lóðir eru á þrotiim í borginni vegna fyrir- hyggjuleysis R-list- ans, atvinnulífi og ein- staklingum er íþyngt með auknum álögum og þannig má lengi telja. Mest áberandi er þó fjandskapur R-listans við ný samgöngu- mannvirki í borginni en kjörtímabilið hefur ekki nægt honum til að svara kalli nútím- ans og skynja þarfir borgarbúa í samgöngumálum. Pví hafa vanda- málin í Reykjavíkurumferðinni hrannast upp. Stóraukið álag á stofnbrautir þeinir bílaumferð inn £ Luddítar 20. aldarinnar Á síðustu fjórum árum hefur hvað eftir annað komið í Ijós að sjónarmið íbúahverfín og skapai’ þannig slysa- hættu. Halda mætti að það sé R-listanum sérstakt kappsmál að borgarbúar haldi sig heima við og séu almennt sem minnst á ferli. Formaður skipu- lags- og umferðarnefndar vill hafa göturnai' sem þrengstar. Horfið hef- Hjá vondu fdlki Guðlaugur Þór Þórðarson í raun Stjórnmálamenn og flokkar setja hugsjónir sínar og stefnumál fram fyrir hverjar kosningar til að kjós- endur geti gert sér grein fyrir af hverju þeir eigi að velja einn flokk fram yfir annan. Stjórnmálamenn útlista að fyrir þessum stefn- um og markmiðum muni þeir berjast á kjörtímabilinu. Þetta gerðist einnig íyrir síð- ustu kosningar. Þær kosningar vann R-list- inn og kom því í hans hlut að fylgja eftir þeim stefnumálum sem hann markaðssetti og seldi sig út á fyrir fjórum árum. Nú þegar líður að lok- Það er mikilvægt, segir Guðlaugur Þór Þórð- arson, að kjósendur velti því fyrir sér undir hvaða formerkjum stjórnmálamenn eru kjörnir til valda. um kjörtímabilsins er fomtnilegt að bera saman loforð og efndir. Er þetta í lagi? Ingibjörg Sólrún sagði fyrir fjór- um árum að R-listinn myndi standa og falla með atvinnumálunum. Nú er staðan sú að jafn margir eru at- vinnulausir í Reykjavík og fyrir fjór- um árum. Langtímaatvmnulausum hefur einnig fjölgað verulega. Fyrir fjórum árum var kreppa í landinu en nú er góðæri og uppgangur alls staðar en samt sem áður minnkar atvinnuleysið ekkert. R-listinn lofaði að hækka ekki skatta en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir hækkuðu fasteignagjöldin um tæp 30%. Þessi hækkun R-listans þýðir 40-120 þús- und króna skerðingu á ráðstöfunar- tekjum heimila á kjörtímabilinu og kemur sérlega illa niður á þeim sem þurfa að búa í stærra húsnæði, s.s. bamafjölskyldum. R-listinn lofaði að greiða niður skuldir borgarinnar. Skuldir borg- arinnar hafa hins vegar hækkað um 4,5 milljarða en reynt hefur verið að breiða yfir þessa skuldasöfn- un með því að færa skuldir úr borgarsjóði £ aðra sjóði i eigu borg- arinnar. Skuldirnar hverfa þó ekki við það. R-listinn lofaði að öll börn 1 árs og eldri fengju inni á leikskól- um borgarinnar í lok kjörtímabilsins. Um síðustu áramót voru um 2 þúsund börn á biðlistum og R-listinn hefur opinberlega lýst þv£ yfir að þetta loforð verður ekki uppfyllt á kjörtimabilinu. R-listinn lofaði átaki £ byggingu leiguíbúða og gagnrýndi sjálfstæð- ismenn harðlega fýrir að fjölga leiguíbúðum „aðeins“ um 112 á sið- asta kjörtimabili. R-listinn hefur nú fjölgað leiguíbúðum um tæplega 70. Það er þeirra „átak“. R-listinn lofaði öldruðum átaki í byggingu hjúkrunarheimila. Það hefur verið svikið með þeirri kveðju frá R-listanum að fasteignagjöld aldraðra voru hækkuð um tæp 30%. í íþróttamálum lofaði R-listinn fjölnota íþróttahúsi og 50 metra innisundlaug á kjörtímabilinu. Hvar eru þessar byggingar nú nokkrum vikum fyrir lok kjörtímabilsins? R-listinn lofaði auknu lýðræði og því að borgarbúar kæmu fyi-r að ákvörðunum borgarinnar. Skyldu þeir borgarbúar sem mótmæltu hækkunum SVR og þeir sem mót- mæltu nýbyggingum við Efstaleiti, Hæðargarð, Kirkjusand og víðar kannast við þessi loforð. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeim loforðum sem R-list- inn hefur látið undir höfuð leggjast að uppíylla, en listinn er langur. Ófær til birtingar Það er mikilvægt að kjósendur velti því fyiir sér undir hvaða for- merkjum stjórnmálamenn eru kjörnir til valda. Sjálfstæðismenn tíðkuðu það að bii-ta loforðalista sinn frá fyrri kosningum aftur fyrir næstu kosningar og gat fólk þá séð að loforð höfðu verið efnd. Þetta mun R-listinn ekki gera enda er lof- orðalisti þeirra ófær til birtingar. Höfundur skipar 7. sætið á D-lista sjálfstœðismanna til borgarstjómar- kosninga. Umferðarvandamálin hrannast upp, segir Kjartan Magnússon, vegna þess að R-listinn lokar augunum fyrir raunverulegum þörfum borgarbúa eins og þeim að komast leiðar sinnar. ur verið frá byggingu mislægra gatnamóta, sem hefðu greitt fyrir umferð og dregið úr mengun og slysahættu. R-listinn hefur einnig dregið lappirnar vegna breikkunai- Gullinbrúar, sem er fyrir löngu orðin nauðsynleg. í maí á síðasta ári felldu borgarráðsmenn R-listans t.d. til- lögu sjálfstæðismanna um að flýta breikkun brúarinnar með því að borgin lánaði ríkinu fé til verksins. „Tóm steypa og algjört malbik“ Helgi Hjörvar, sem hlaut yfir- burðakosningu í fyrsta sæti R-list- ans, gaf upp afstöðu sína til sam- göngumannvirkja í Reykjavik á fundi stjórnmálafræðinema með frambjóðendum D-lista og R-Iista 20. mars. Þar sagði hann orðrétt að sjálfstæðismenn hefðu helst afrekað það að vera með upphlaup út af því hvort „einhver brú“ yrði breikkuð ái'inu fyrr eða síðar. Hann bætti því við að vegna þess að það kallaði á lántökur, teldi hann enga ástæðu til að hefjast handa við byggingu Sundabrautar eins og sjálfstæðis- menn hafa lagt til. Helgi sagði þetta sýna að málflutningur sjálfstæðis- manna væri „tóm steypa og algjört malbik." Á meðan borgarfulltrúar telja engu máli skipta hvort „einhver brú“ verði breikkuð fyrr eða síðar, þá verður það ekki gert. Þessi orð odd- vita R-listans sýna betur en margt annað að samgöngubætur hafa ekki forgang hjá núverandi meirihluta borgarstjómar Reykjavíkur. Þar eiga Luddítarnir enn visan stuðning. Höfundur er blaðamaður. BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Tuttugu og átta pör spiluðu 3. apríl og urðu úrslit þessi í N/S: Halla Ólafsdóttir - Garðar Sigurðsson 376 Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannsson 359 Bragi Salomonsson - Hannes Alfonmsson 341 Efstu pör í A/V: Vilhjálmur Sigurðss. - Valdimar Lárusson 432 Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóferss. 415 Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 351 Þrjátíu pör spiluðu 7. apríl og þá urðu eftirtalin pör efst í N/S: Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 372 Sigurleifur Guðjónss. - Þorsteinn Erlingss. 359 Bergsveinn Breiðfj. - Kjartan Guðmundss. 357 Hæsta skor i A/V: Jón Stefánsson - Magnús Oddsson 399 Emst Bachman - Jón Andrésson 382 Þórarinn Ámason - Þorleifur Þórarinss. 372 Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 5. apríl 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 20 pör spiluðu 9 um- ferðir, 3 spil á milli para. Meðalskor var 216 og röð efstu para varð eftir- farandi: NS 1. Unnar A. Guðmundss. - Elias Ingimarss. 258 2-3. Halldór Þorvaldss. - Baldur Bjartmarss.257 2- 3. Jón Eyvindur - Jóhann Jóhannsson 257 4. Bergljót Aðalsteinsd. - Björgv. Kjartanss. 219 AV 1. Óskar Knstinsson - Kristinn Óskarsson 247 2. Gunnar Ómarsson - Arnar Bergþórsson 240 3. Einar Pétursson - Þóroddur Ragnarsson 237 4. Ásgeir Gunnarsson - Einar Oddsson 234 Ekki var spilað síðasta sunnudag, enda páskadagur. Næst verður spil- að sunnudagskvöldið 19. april. Félagið vill hvetja sem flesta til að mæta, spilað er i húsnæði Úlfaldans, Ái-múla 40, bakatil, og hefst spilamennska stundvíslega klukkan 19:30. Keppnisstjóri að- stoðar við myndun para ef 'menn mæta stakir. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 20. april nk. hefst 3— 4 kvölda (fer eftir fjölda þátttak- enda) Butler-tvímenningur. Sigur- vegarar úr þessari keppni verða tví- menningsmeistarar deildanna fyrir þetta tímabil. Þá verða í lok tímabilsins verð- launaðir þeir tveir sem unnið hafa flest bronsstig í vetur. Skráning er á spilastað í Þöngla- bakka 1 kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Reyðaríjarðar og Eskifjarðar Laugardaginn 11. april var hinn árlegi Páskatvímenningur BN hald- inn af BRE á Reyðarfirði. 24 pör tóku þátt og voru spiluð 3 spil milli para. Sveinn Herjólfsson og Þor- steinn Bergsson frá BE leiddu mót- ið allan tímann og unnu það með miklum yfirburðum. Lokastaðan varð á þessa leið: Sveinn Heijólfsson - Þorsteinn Bergsson 24 Ásgeir Metúsalems. - Kristján Kristjánsson 124 Pálmi Kristmannsson - Stefán Kristmanns.lll Böðvar Þórisson - Siguijón Stefánsson 100 Þriðjudagskvöldið 14.4. var spil- aður tvímenningur hjá BRE með þátttöku 14 para og fóru leikar þannig: Ami Guðmundsson - Jóhann Þorsteinsson 190 Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Lárusson 178 Ásgeir Metúsalems. - Kristján Kristjánsson 178 Haukur Bjömsson - Magnús Bjamason 167 Bridsfélag Akureyrar Einmenningskeppni BA lauk síðast- liðinn þriðjudag. Spilað var 3 kvöld og skor tveggja bestu kvölda giltu til stiga. Einmenningsmeistari af öryggi varð Haukur Harðarson með 323 stig, sem er 62,12% skor. Röð næstu manna varð annars þessi: Pétur Guðjónsson 309 (59,42%) Stefán Vilhjálmsson 305 (58,65%) Þorsteinn Guðbjöms. 299 (57,50%) Preben Pétursson 298 (57,31%) Næsta mót BA og jafnframt síð- asta mót vetrarins er Alfreðsmótið sem haldið er til minningar um Al- freð Pálsson. Fyrirkomulagið er Monrad-tvímenningur sem er nýj- ung hjá félaginu og hefst það þriðjudaginn 21. apríl. Samkvæmt venju verður pöium raðað í sveitir. Pör þurfa að skrá sig fyrir kl. 20.00 á mánudagskvöld. Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn laugardaginn 18. apríl nk. á Grand Hótel Reykjavík. Kl. 09.00-09.10 Kl. 09.10-09.30 Kl. 09.30-09.45 Kl. 09.45-10.30 Kl. 10.30-10.45 Kl. 10.45-12.15 Kl. 12.30 Fundarsetning - Bogi Pálsson formaður BGS. Erindi um Fræðslumiðstöð bílgreina og stöðu menntamála í bílgreininni. - Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Fyrirspurnir - Umræður. Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlé. Sérgreinafundir. Verkstæðisfundur Bílamálarar og bifreiðasmiðir Bifreiðainnflytjendur Smurstöðvar Varahlutasalar Hádegisverður Stjórn BGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.