Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur S. Þor- valdsson trésmið- ur fæddist á Sveins- eyri við Dýrafjörð 16. september 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 1. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson, búndi á Sveinseyri við Dýrafjörð, síðar á Þingeyri, f. 12. sept- ember 1883, d. 5. júní 1949 í Keflavík, og Andrea Guðnadúttir, húsfreyja, f. 4. júlí 1892 á Sveinseyri við Dýraljörð, d. 18. júlí 1962 í Kefla- vík. Systkini Ólafs: Ragnheiður Guðný, f. 19. ágúst 1911, látin; Magnús Jún, f. 26. júní 1913, bú- settur í Reykjavík; Guðni Ragnar, f. 23. september 1914, látinn; Kristín Ágústa, f. 24. ágúst 1919, búsett í Reykjavík; Guðmundur Þúrarinn, f. 6. september 1926, búsettur í Keflavík; Sigurbjörn Ingi, f. 21. ágúst 1931, látinn. Ólafur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ernu Gunnars- dúttur 11. núvember 1950, f. 7. maí 1927 á Stöðvarfirði, dúttir hjúnanna Gunnars Emilssonar, f. 1. ágúst 1901, og Þúru Carlsdútt- ur, f. 20. júní 1898, bæði látin. Þau hafa alltaf haft búsetu í Keflavík. Börn þeirra eru: 1) Þor- valdur, f. 21. núvember 1949, kvæntur Sigríði Kjartansdúttur, búsett í Keflavfk. Börn þeirra: a) Kristbjörg Erna, f. 1969, hennar maki Sigurjún Fjeldsted. b) Andr- Hann elsku pabbi minn er látinn. Hann pabbi sem ég dýrkaði og dáði frá fyrstu tíð. Mér fannst hann geta allt og hann kenndi mér svo mikið. Minningarnar hrannast upp: Pabbi að kenna mér Marías, sem við gátum endalaust skemmt okkur við og hann vann oftast. Pabbi að reiða mig á hjólinu sem hann hjólaði á daglega til vinnu langt fram eftir aldri. Lítil hnáta var oft við leik í götunni og var reidd heimn síðasta spölinn. Pabbi að ganga á höndum úti í garði og ég og vinkonurnar göptum af undrun. Hann var mikill íþróttaáhugamaður og stundaði fímleika og fótbolta á sínum yngri árum. Pabbi að kenna mér að hjóla á stóra hjólinu hennar Gógó. Hann sleppti mér ekki út í ea Sif, f. 1976, hennar sambýlismaður Daní- el Adam Sigmunds- son. c) Ásdís Björk, f. 1980. 2) Karl Emil, f. 26. júlí 1953, kvæntur Þúru Einarsdúttur, búsett í Keflavík. Börn þeirra: a) Einar Gunnar, f. 1976, unnusta hans Anna María Júnsdúttir. b) Ólafur Þúr, f. 1985. c) Eva Þúra, f. 1987. d) Þorsteinn Logi, f. 1992. 3) Gunnþúra, f. 7. júní 1963, gift Þúr- halli Kaldalúns Júns- syni, búsett í Garðabæ. Börn þeirra: a) Viktor Kaldalúns, f. 1987. b) Sonja Kaldalúns, f. 1996. Ólafur bjú sín bernskuár fyrst á Sveinseyri, siðan á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann fluttist síðan til Keflavíkur árið 1937 þar sem hann bjú alla tíð sfðan. Hann vann fyrstu árin í Keflavík við ýmis verkamannastörf til sjús og lands en mest alla ævina vann hann við smíðar, enda hagleiks- maður mikill. Fyrst hjá Guð- mundi Skúlasyni, siðan hjá tré- smíðafyrirtæki Sveins og Þúr- halls í Keflavík. Síðustu starfsár sín vann hann hjá TRE-X, fyrir- tæki Þorvaldar sonar síns og Sig- ríðar tengdadúttur. Þar vann hann í 18 ár með báðum sonum si'num og var það samstarf traust og gott. Olafur S. Þorvaldsson verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. umferðina fyrr en hann var viss um að ég vissi örugglega hvorum megin götunnar ég átti að hjóla. Pabbi að hjálpa mér að bera út Moggann þeg- ar veðrið var sem verst eða þegar ég var veik. Pabbi að hjúkra mér þegar ég var lasin og hlóð á mig góðgæti sem gæti glatt mig. Pabbi að spyrja mig út úr fyrir próf. Það var ótrúleg elja að nenna því og það sem hann mundi frá sinni stuttu skólagöngu fyrir vestan, það var ótrúlegt. Allt sem hann pabbi lærði á þessum þremur vetrum, það mundi hann til dauðadags. Hann var sérlega minn- ugur. - Pabbi að kenna mér að dansa djæf og alla dansana sem þau mamma höfðu lært í dansskólanum. Það var oft dansað heima í stofu og glatt á hjalla. Pabbi er ennþá besti dansherra sem ég hef dansað við, hann hafði svo gaman af að dansa og hafði svo góðan takt. Pabbi að sýna mér og mömmu fæðingarstað sinn á Sveinseyri. Honum fannst gaman að rifja upp góðu bemskuár sín fyiir vestan, þótt han hefði flutt þaðan ungur, þá var hann alltaf fyrst og fremst Vestfirð- ingur. En bjargræðið var fyrir sunn- an „á mölinni", þar var vinnu að fá og þangað sótti fólkið. Hann lifði tímana tvenna í íslensku samfélagi. Hann sagði mér t.d. frá sínum fyrstu jólaminningum frá Dýrafirði. Þegar krakkarnir hópuðust að gluggum einu verslunarinnar í þorpinu þegar búið var að stilla út leikfóngunum sem voru nýkomin frá útlöndum, en fáir gátu keypt á þeim áram. Börnin létu sig þó dreyma og skimuðu á gluggana þótt hélaðir væru og illa sæist inn fyrir frostrósum. Hann mundi sérstaklega eftir eplunum, sem voru sjaldséðir ávextir á þeim árum. Þegar skipin komu með jóla- eplin inn fjörðinn fannst yndisleg lyktin af þeim langar leiðir og það minnti á komu jólanna því þau komu bara fyrir jólin, og börnin hlupu nið- ur á bryggju til að taka á móti skip- inu. Það var alltaf keyptur kassi af eplum á mínu bemskuheimili fyrir jólin, pabbi sá til þess. Pabbi er af þeirri kynslóð sem fékk kerti og spil í jólagjöf og af þeirri kynslóð sem hefur upplifað ótrúlegar breytingar í þjóðfélaginu á sinni ævi. Hann þreyttist seint á að segja mér frá gömlu dögunum bæði fyrir vestan og í gömlu Keflavík. Þessar minningar geymdi hann vel, þetta vora gim- steinarnir hans. Pabbi að hjálpa okkur Þórhalli að standsetja íbúðina okkar á Þórsgöt- unni. Hann kom auðvitað óbeðinn, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur systkinunum á allan hátt. Hann var ótrúlega góður smiður og fór að engu óðslega í verkum sínum, heldur vann hann af vandvirkni svo ekki þurfti seinna að laga. Hann var hæglátur maður og flík- aði ekki skoðunum sínum um of, þótt hann hefði oft ákveðnar skoðanir á málum. Hann var örlátur við aðra en var nægjusmaur við sjálfan sig og lifði ekki um efni fram og ekki skuld- aði hann neinum neitt. Hann er af þeirri kynslóð sem safnaði fyrir fyrir kaupunum áður en þau fóra fram og tók ekki þátt í kaupæði nútíma- manna út á „krít“, það var ekki hans stfll. Hann byggði sitt hús sjálfur með hjálp Magnúsar bróður síns og vann sína vinnu af alúð og samvisku- semi. Hann var alinn upp við að vera sjálfstæður og sjálfum sér nógur eins, svolítið í ætt við þá hugsjón sem Nóbelskáldið skrifaði um í bók sinni Sjálfstætt fólk. Hann var mjög barngóður og eiga börnin mín góðar minningar um afa sinn. Hann var einstaklega mikill dýra- vinur og fékk fjölskylduhundurinn Tinni aldeilis að kynnast því, þegar Óli afi laumaði tertumolum undir borðið. Tinni átti alltaf hauk í homi þar sem afi var. Þessi minningabrot era aðeins glefsur af þeim minningum sem nú þjóta um hugann. Minningarnar eru mínir gimsteinar. Eg vildi óska að ég hefði fengið að hafa hann aðeins lengur; en kallið kemur alltaf of snemma. Eg gat ekki fengið betri pabba, það er ég viss um og ég er honum svo þakklát fyrir samfylgdina. Eg veit hann var tilbú- inn sjálfur, þessi veikindi sem hann þurfti að glíma við síðustu 8 ár voru komin á hæsta stig og líkaminn ein- ungis áþján. Þá er dauðinn líkn. Guð blessi minningu föður míns og vinar, Ólafs Þorvaldssonar frá Sveinseyri. Gunnþúra Ólafsdúttir. í dag verður faðir minn, Ólafur Þorvaldsson, borinn til grafar eftir átta ára langvinna baráttu við krabbamein sem hafði vinninginn að lokum. Faðir minn mótaði líf mitt í barn- æsku, hann vann við að byggja hús og innrétta. Eg fylgdist með störfum hans frá unga aldri. Það kom aldrei annað til greina en að feta í fótspor hans og svo fór. Hann og afi minn Gunnar Emils- son heitinn, kenndu mér að hand- leika verkfæri í byrjun og gáfu mér verkfæri, pabbi smíðaði m.a. verk- færakistu þegar ég var 6-7 ára sem ég á enn í dag. Samstarf okkar entist svo lengi sem pabbi hafði heilsu til. Um sjötugt hætti hann störfum í tré- smiðjunni með miklum trega, en þá vora veikindin farin að segja til sín. Þegar ég lít nú til baka og hugsa um áratugina sem við áttum saman bæði í vinnu og í leik, sé ég hversu mikið hann lagði á sig fyrir mig. Mér era minnisstæð árin sem ég var að læra húsasmíði hjá Sveini Sæ- mundssyni og Þórhalli Guðjónssyni. Þá vann pabbi hjá þeim ásamt Skúla Sighvatssyni, Sturlaugi Ólafssyni og mörgum fleirum heiðursmönnum. Hversu gaman var í vinnunni á þess- um árum: allir gerðu sitt besta til að verkin gengju, og alltaf var stutt í húmorinn í hópnum. Að námi mínu loknu hóf pabbi störf hjá okkur hjónunum ásamt OLAFUR S. ÞOR VALDSSON GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON + Guðmundur Guðmundsson var fæddur á Ásláks- stöðum í Hörgárdal 18. september 1919. Hann lést á heimiii sínu 30. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjúnin Guðmundur Bene- diktsson, kennari og búndi, og Unnur Guðmundsdúttir frá Þúfnavöllum. Eiginkona Guð- mundar var Steinvör Kristúfersdóttir handavinnukennari. Böm þeirra em Eh'sabet Margrét, doktor í lyfjafræði, Hrafnhildur, tón- menntakennari og söngkona, og Barði leikari. Guðmundur tók stúdentspróf frá MA 1940 og guðfræði- próf frá HÍ 1944. Framhaldsnám í Uppsölum og Zúrich. Var vígður prestur 18. júní 1944 til Bijánslækjarpresta- kalls, var prestur á ísafirði eitt ár í for- iollum sóknarprests þar. Sóknarprestur í Bolungarvík 1949- ’52, en lengst prest- ur á Útskálum, 1952 til 1986. Guðmundar verður gerð frá Dúmkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. títför „í rósemi og trausti skal styrkur þinn vera.“ Þessi vísdómsorð Jesaja spá- manns komu í hug mér er ég frétti 3lómat»Mðin öa^ðskom v/ Fossvocjski^kjwga^ Sími. 554 0500 lát míns kæra skólabróður séra Guðmundar. Þau geta verið einkenni lífs hans, þannig var hann allt sitt líf. Guð- mundur kom í fyrsta bekk MA haustið 1934 og lauk þaðan stúd- entsprófi vorið 1940. Alltaf var hann sami drengskaparmaðurinn. Stilltur og rólegur í fasi öllu. En kátur og ljúfur í framkomu. Náms- maður var hann mjög góður. Eg held hann hafi verið jafnvígur á all- ar greinar. Það myndaðist fljótt á skólaárunum vinátta góð milli okk- ar fjögurra í bekknum. Við lásum gjama saman og tókum þátt í fé- lagslífi skólans saman. Oft var rætt um lífið og tilveruna og framtíðará- form. Guðmundur tók þátt í þeim umræðum og voru orð hans að jafnaði grunduð og beindu talinu á hæraa plan. Þannig liðu árin í MA. Minningar margar og ljúfar, sem eru dýrmætar. Vorið 1940 lukum við 38 stúd- entsprófi. Glaður hópur sem haldið hefur saman undurvel. Hópurinn hefur komið saman árlega eða í 58 ár. Nú eru aðeins 17 á lífi. Eftir stúdentspróf fórum við sjö í guð: fræðinám. Sex í guðfræðideild HÍ og einn i guðfræðinám i Bandaríkj- unum. Og brautskráðumst við það- an vorið 1944. Nokkrum dögum seinna vígðumst við eða 18. júní, níu saman. Mun það vera stærsti hópur er vígst hefur í einu. Nú er ég einn eftir og minnist þeirra allra með þökk. Eftir vígsluna dreifðist hópurinn. Guðmundur var vígður til Brjánslækjar en var þar aðeins í rúmt ár. Hann fór í framhaldsnám í kirkjusögu og trúfræði til Upp- sala og síðar til Sviss. Hann naut þess mjög og sagði okkur oft ýmis- legt frá dvöl sinni á erlendri grundu. Hinn 16. október 1948 kvæntist Guðmundur Steinvöru Kristófersdóttur handavinnukenn- ara. Hún skóp honum fallegt heimili. Og tók þátt í starfi hans af áhuga og studdi hann í blíðu og stríðu. Steinvör lék á orgel og naut Guð- mundur þess oft í starfi og kunni vel að meta. Þau eignuðust þrjú böm. Þau eru Elísabet Margrét, Hrafnhildur og Barði. Guðmundur var síðar prestur í Bolungarvík en lengst var hann á Útskálum eða í 34 ár. Stundakennari var hann við bama- og unglingaskóla í prestakallinu og þótti góður kenn- ari. Hann var farsæll í starfi öliu og vinsæll af sóknarbömum sínum. Sambandið við góða félaga slitn- aði ekki, þó að við dreifðumst. Við hittumst sjaldnar en bréf fóru á milli og heimsóknir voru kærkomn- ar. Ætíð var gott að koma á heimili þeirra Guðmundar og Steinvarar og eins gaman að fá þau í heim- sókn. Alltaf var Guðmundur sami góði og trausti drengurinn. Vinur sem aldrei brást. Guð- mundur var tónelskur, lærði á fiðlu á unglingsárum og söngrödd hafði hann góða. Hann hafði þýða og fal- lega bassarödd. Enda söng hann bassa í tvöföldum kvartett á há- skólaáram okkar og í Háskóla- kórnum. Guðmundur var maður dulur í skapi, hægur en traustur í framgöngu. Eg veit að hann vildi ekki, að um hann væri mikið talað eða skrifað. Þessi fáu orð mín eru fyrst og fremst minningar um góð- an og traustan vin sem aldrei brást. Við hjónin eigum honum margt að þakka og sendum Stein- vöra og börnum hlýjar samúðar- og þakkarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau og styrkja. Signrður Guðmundsson. Karli bróður mínum og hélst það samstarf í 18 ár. Við voram ekki alltaf sammála um hvernig fram- kvæma skyldi hlutina, en við vorum sammála um eitt, að það sem verið var að framkvæma skyldi vera vel gert. Verkefni okkar voru bæði stór og smá, við uppbyggingu húsa og við framleiðslu í trésmiðjunni. Það lenti oft á pabba að stjórna stóram strákahóp á byggingarstað, strákum sem ekki vora alltaf á hans bandi í byrjun. En hann var fljótur að snúa því sér í hag. I hans hlut kom m.a. að annast verkstjórn við byggingu sjúki'ahússins í Keflavík á áranum 1976-1978. Nú 20 árum síðar sat ég við sjúkrarúm föður míns og ræddum við í léttum dúr þessa mánuði sem við eyddum við byggingu hússins og þá yfirlegu sem framkvæmd þess krafðist. Það verður seint þökkuð öll sú fornfysi, hjálp og stuðningur sem hann veitti okkur hjónum bæði í blíðu og stríðu. Eg hef hér í nokkrum fátæklegum orðum minnst föður míns. Lífshlaupi hans verða ekki að fullu gerð skil í stuttri grein sem þessari. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka hjúkrunarfólki og læknum fyrir umönnun og móður minni fyrir óþrjótandi kraft til að annast hann í veikindum hans öll þessi ár. Sú ást og umhyggja sem hann bar fyrir fjölskyldu sinni lifir í hjörtum okkar. Blessuð sé minning föður míns. Þorvaldur Ólafsson. Elsku afi minn, þó svo að tími sé kominn fyrir kallið, er alltaf erfitt að kveðja og ég held að maður sé aldrei tilbúinn. Nú eru liðin átta ár síðan þú veikt- ist, þessir tímar hafa verið þér erfið- ir en aldrei kvartaðir þú yfir neinu. Mig langar til að minnast nokk- urra atvika úr bamæsku minni. Eg hafði þau fríðindi að vera fyrsta bamabarnið ykkar ömmu og fæddist töluvert á undan hinum barnaböm- unum. Þes vegna held ég að ég hafi kynnst þér á annan hátt en hinir krakkarnir. Ég man t.d. eftir þér, afi minn, hlaupandi og gangandi á hönd- um úti í fallega verðlaunagarðinum ykkar ömmu. Eins man ég vel eftir hvað þið amma höfðuð gaman af að dansa, og þegar gott lag var leikið á Gufunni skelltuð þið ykkur inn í stofu og tókuð nokkur létt spor. En þú varst svo góður dansari. Oft fékk ég líka að taka nokkur spor með þér, sennilega er það þess vegna sem ég hef alltaf haft svo mikinn áhuga á dansi. Hér áður var einnig mikið dansað þegar fjölskyldan kom saman og þá sérstaklega heima hjá mömmu og pabba í Smáratúninu, þá var polki, skottís og aðrir dansar dansað- ir hring eftir hring í gegnum eldhús- ið og inn í stofu. En seinni ár hefur ekki farið mikið fyrir þessu. Þess vegna var síðasta gamlárskvöld mjög sérstakt og verður geymt í minningu okkar allra um ókomna tíð. Þú varst svo lasinn, afi minn, en lést það ekki á þig fá. Við borðuðum sam- an ljúffengan mat og fögnuðum ára- mótunum. Þegar búið var að skjóta upp flugeldum og skála í kampavíni greipst þú Andreu systur og síðan ömmu og dansaðir. Þá sýndir þú að þú hafðir engu gleymt. Annað sem stendur upp úr í minn- ingunni er þegar pabbi var að byggja viðbygginguna við sjúkrahúsið í Keflavík, þá var ég í litla skólanum við Skólaveg. í hádeginu er ég var á leið í skólann kom ég oft við hjá ykk- ur ömmu og þú, afi minn, lést þig ekki muna um að reiða mig á stýrinu á hjólinu þínu í skólann. Ég man að mér þótti alltaf svo merkilegt að þú varst ekki einu sinni móður eftir að hjóla upp brekkuna við Skólaveginn. Seinna unnum við saman ég og þú í trésmiðjunni hjá pabba, þar sem þú stjórnaðir límpressunni með pípuna í munnvikinu, hress að vanda og keyrðir framleiðsluna áfram með þínum krafti og vandvirkni. Elsku afi minn, styrkur þinn var mikill og þín verður sárt saknað. Elsku amma, pabbi, Kalli og Gunn- þóra, góður guð gefi okkur öllum styrk á þessari erfiðu stundu. Kristbjörg Erna Þorvaldsdúttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.