Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. MAÍ 1998 B 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Sigur á elleftu stundu ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik sigraði Norð- menn í tveimur landsleikjum, í Laugardalshöll í gærkvöldi og á ísafirði á sunnudag. Leikirnir voru slakir af hálfu (slenska liðsins, sérstaklega á ísafirði þar sem leikurinn endaði 65:53. í leiknum í gærkvöldi var hins vegar meiri barátta og spenna undir lokin og iokatöl- ur uðru 75:73. Það var Helgi Jónas Guðfinnsson sem tryggði sigur íslands með því að skora úr tveimur vítaskot- um þegar fimm sekúndur voru eftir. W Islenska liðið byrjaði vel í Höllinni í gærkvöldi og var komið með vænlega stöðu þegar fyrri hálfleik- ur var hálfnaður, Vaiur 8. 30:17. Þá fengu Jónatansson óreyndari leikmenn skrifar liðsins að spreyta sig og þá náðu Norð- menn að saxa á forskotið jafnt og þétt og þegar flautað var til leikhlés höfðu þeir norsku yfir, 37:39. Byrjun síðari hálfleiks lofaði góðu þjá íslenska liðinu en síðan kom af- spyrnuslakur kafli þar sem hvorki gekk né rak. Strákarnir hittu ekki þótt þeir væru nánast við körfu- hringinn. Þegar sex mínútur voru eftir var staðan 60:68 fyrir Norð- menn og þá tók Jón Kr. Gíslason, þjálfari, leikhlé. Hann setti byrjun- arliðið inn á og þá fór loks að ganga og liðið gerði 11 stig í röð og breytti stöðunni í 71:68. Norðmenn voru ekki á því að gefa eftir og jöfnuðu 73:73 þegar 26 sekúndur voru eftir. íslenska liðið hélt boltanum þar til brotið var á Helga Jónasi þegar fimm sekúndur voru eftir - skyn- samlega gert í stöðunni. Honum brást ekki bogalistin á vítalínunni og hitti úr báðum skotunum og þá var of skammur tími eftir fyrir gest- ina að jafna. Guðmundur Bragason var yfir- burðamaður í íslenska liðinu og greinilegt að hann er enn í góðri æf- ingu eftir Þýskalandsdvölina. Aðrir virðast hafa tekið sér of langa hvíld frá boltanum síðan mótinu lauk og kom það niður á leik þeirra. Norska liðið er slakt og á ekki að vera nein hindrum fyrir það íslenska ef menn eru í æfingu. Jón Kr. Gíslason, þjálfari, sagði að leikimir hafi verið ágæt æfing fyrir íslenska liðið. „Leikurinn á Isafirði var mjög slakur en þessi í Höllinni var mun skárri af beggja hálfu. Norðmenn spiluðu mjög grimma vöm og okkur tókst illa að vinna úr því. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skipulagður fyrir bragðið. Kannski er hægt að kenna litlum undirbúningi þar um. Ungu leikmennimir fengu tækifæri og eiga eftir að búa af þeirri reynslu. Markmið númer eitt, tvö og þrjú var að vinna leikina og það tókst,“ sagði þjálfarinn. „Okkar strákar em búnir að vera í frii í nokkum tíma frá boltanum og það kom berlega í Ijós í leik þeirra. Ég er ánægður að hafa getað gefið ungu strákunum möguleika á að spila og það er jákvætt. Norska liðið var sterkara en ég bjóst við fyrir- fram. Þeir era reyndar í toppæfingu núna enda eru þeir að fara í Evr- ópukeppni og vora þessir leikir lið- ur í lokaundirbúningi þeirra fyrir hana,“ sagði Jón Kr. ■ Leikimlr f tölum / BIO Morgunblaðið/Golli Jón Kr. þjálf- ar einnig kvenna- landsliðið JÓN Kr Gíslason, landsliðþjálfari karla í körfuknattleik, verður einnig þjálfari kvennalandsliðsins. Frá þessu var gengið um helgina. Hann tekur við af Sigurði Ingimundarsyni, sem hefur verið með liðið síðastliðin tvö ár. Sig- urði var boðið að halda áfram en samn- ingar við hann náðust ekki og því var ákveðið að leita til Jóns Kr sem verður með liðið tímabundið. Næsta verkefni kvennalandsliðsins er þátttaka í móti smærri þjóða sem fram fer í Austurríki 16.-21. júní. Þar keppa átta þjóðir og er ísland í riðli með Lúxemborg, Gíbraltar og Möltu. í hinum riðlinum leika Austurríki, Ar- menía, Kýpur og Wales. íslenska liðið vann þetta mót fyrir tveimur árum. Eftir tvö ár er stefnt að þátttöku kvennaiiðsins í Norðurlandamótinu og verður það í fyrsta sinn síðan 1986. HELGI Jónas Guðfinnsson stekkur ( átt aö körfunnl áður en hann leggur boltann ofanf. Norðmaður- inn Mathlas Eckhoff reynlr að verjast.Helgi Jónas tryggðl (s- lenskan slgur f gærkvöldl með þvf að skora úr tvelmur vftaskotum þegar 5 sekúndur voru eftir. GOLF Birgir Leifur Hafþórsson í 54. til 59. sæti á Mallorca Getekki kvarfað yfir árangrinum lirgir Leifur Hafþórsson, rkylfingur frá Akranesi, varð í 64. til 69. sæti á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fór fram á Mallorka og lauk um helgina en það var liður í evrópsku mótaröð- inni. Birgir Leifur fór samtals á 297 höggum eða níu höggum yfir pari og gekk verst síðasta hringinn sem hann fór á 79 höggum. Spánverjinn Miguel Angel Jiménez sigraði í þriðja sinn í mótaröðinni, fór á níu undir pari eða 279 höggum. Landi hans, Miguel Angel Martin var í öðra sæti á 281 höggi en sjö sinnum á síðasta hring skiptust þeir á að hafa forystuna og 10 sinnum alls. „Það var mjög erfitt að leika vegna vindsins,“ sagði Jimenez og Birgir Leifur tók í sama streng. „Ég átti ekki von á svona miklum vindi og hann raglaði mig,“ sagði hann við Morgunblaðið. Birgir Leifur fór fyrstu holuna á tveimur yfir pari. „Eitthvað fór úr- skeiðis hjá mér og það var ekki gott að byrja svona. Eg reyndi að ná því til baka sem ég hafði tapað en allt fór á verri veg. í þessu gildir að taka áhættu eða ekki og hún gekk ekki upp að þessu sinni.“ fslenski kylfingurinn fór fyrsta hringinn á pari, næsta á 75 höggum og svo á 71 höggi eða einu undir pari. Fyrstu þrjá dagana var hann nokkuð gjam á að fara par þrjú hol- ur á einu yfir pari en hann setti fyr- ir þann leka á sunnudag. Hins vegar reyndust par fjögur holurnar hon- um erfiðastar. „Sjálfstraustið var ekki í lagi á fyrstu níu holunum en seinni hlutinn var betri og í heildina var þetta gott. Ég er mjög ánægður með að komast áfram og ég átti möguleika á að vera í einu af 10 efstu sætunum eða 20 efstu, fékk Morgunblaðid/Ingi Rúnar BIRGIR Lelfur ð velllnum á Mallorca, þar sem keppt var um helglna. smjörþefinn af toppbaráttunni. Ég hef komist áfram í báðum mótunum sem ég hef tekið þátt í í evrópsku mótaröðinni og ekki er hægt að kvarta yfir því - ég get ekki kvartað yfir árangrinum.“ Mattháus á HM í fimmta sinn BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, til- kynnti 22 manna hóp í gær vegna Heimsmeistarakeppn- innar, sem hefst í Frakklandi eftir mánuð. Vogts varð við ósk þjóðarinnar, þegar Ijóst var að Matthias Sammer gæti ekki leikið á HM, og kallaði á varn- arjaxlinn Lothar Mattháus í hópinn. Mattháus er 37 ára og lék síðast með landsliðinu 1994, en hefur alls leikið 122 lands- leiki, sem er þýskt met. Hann var með á HM 1982,1986, 1990 og 1994 og mætir því til leiks á HM í fimmta sinn. Júrgen Klinsmann verður fyrirliði Þjóðverja en frekar hefur andað köldu á milli hans og Mattháus. „Þeir eru ekki bestu vinir en mikilvægast er að liðið nái árangri. Ég sagði þeim það og þeir skildu það,“ sagði Vogts. Vogts sagðist í raun ekki hafa haft neitt val. „Ég spurði sjálfan mig hvað gerðist ef Thon yrði ekki tilbúinn. Of mik- il áhætta var að treysta ein- göngu á Thon og Lothar hefm- átt frábært tímabil með Ba- yern.“ Mario Basler, miðjumað- ur hjá Bayern, var ekki valinn en eftirtaldir leikmenn era í hópnum. Markverðir: Oliver Kahn (Bayem Miinchen), Andi-eas Köpke (Olymp- ique Marseille), Jens Lehmann (Schalke 04). Vamarmenn: Markus Babbel (Bayem Miinchen), Thomas Helmer (Bayem Munchen), Jiirgen Kohler (Borussia Dortmund), Lothar MatthSus (Bayem Munchen), Stefan Reuter (Borussia Dortmund), Olaf Thon (Schalke 04), Christian Wöms (Bayer Leverkusen). Miðjumenn: Steffen Freund (Borussia Dort- mund), Thomas Hassler (Karlsruhe SC), Dietmar Hamann (Bayem Munchen), Jörg Heinrich (Borussia Dortmund), Jens Jeremies (TSV 1860 MUnchen), Andreas Möller (Borussia Doi-tmund), Michael Tamat (Bayern MUnchen), Christian Ziege (AC Milan). Framherjar: Oli- ver Bierhoff (Udinese), Ulf Kirsten (Bayer Leverkusen), JUrgen Klins- mann (Tottenham Hotspur), Olaf Marschall (Kaiserslautern). Fannar í fyrsta sinn á landsleik FANNAR Ólafsson, körfu- knattleiksmaður úr Keflavík, lék fyrsta landsleik sinn á ísa- firði á sunnudaginn á móti Norðmönnum. Ekki nóg með að hann væri að spila í fyrsta sinn fyrir landsliðið heldur hafði hann aldrei áður verið viðstadd- ur landsleik sem áhorfandi. Fannar er 18 ára og er sonur Ólafs Einarssonar, fyrrum landsliðsmanns í handknattleik úr FH. Friðrik veð- urtepptur FRIÐRIK Stefánsson, körfu- knattleiksmaður KFÍ á ísa- firði, var ekki með íslenska landsliðinu í gærkvöldi vegna þess að ekki var flogið frá lsa- firði í gær. Hann lék hins vegar með landsliðinu á ísafirði á sunnudaginn, en fór ekki með hinum landsliðsmönnunum til Reykjavíkur strax eftir leikinn - ákvað þess í stað að sofa heima og ætlaði að taka flug daginn eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.