Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48   LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þarf Þorvaldur
Gylfason ekki að
bera ábyrgð?
ÞORVALDUR
Gylfason hagfræðipró-
fessor hefur síðustu ár
gengið hart fram í að
krefjast þess, að menn
bæru fulla ábyrgð á
orðum sínum og verk-
um. Núverandi for-
ystumenn þjóðarinnar
virðast vera sammála
honum. Til dæmis
hættu þeir að bjarga
framkvæmdastjórum
gjaldþrota fyrirtækja
frá afleiðingum verka
sinna upp úr 1991,
meðal annars með því
að leggja niður ýmsa
sjóði, sem vinstri
stjórnin 1988-1991  hafði
Jónas
Sigurgeirsson
stofnað,
þrengja reglur um Byggðasjóð og
auka frelsi á fjármagnsmarkaði. Og
skemmst er að minnast starfsloka
þriggja Landsbankastjóra.
En þarf Þorvaldur Gylfason sjálf-
ur ekki að bera ábyrgð á eigin orð-
um? Hann gaf árið 1996 út bók und-
ir heitinu Síðustu forvöð. Meginstef
hennar var, að hér væri allt að fara
norður og niður, af því að ráðum
Þorvaldar um stórfelldar breyting-
ar í sjávarútvegi og landbúnaði væri
ekki hlýtt. Til dæmis sagði á bls. 35:
„Það er sorglegt, en satt: Við ís-
lendingar höldum áfram að dragast
aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í
efnahagslegu tilliti." Á bls. 39 sagði,
að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
hefði „staðið heiðursvörð um áfram-
haldandi ófremdarástand á öllum
þeim sviðum, þar sem efnahagsum-
bótaþörfin er mest". Og á bls. 125
sagði, að ráðandi öfl á íslandi „verði
brotin á bak aftur fyrr eða síðar, en
hætt er við því, að þau eigi eftir að
kalla enn meiri fátækt yfir fólkið í
landinu fram að því".
Hver er raunin
tveimur árum eftir út-
komu          þessa
heimsósómakvæðis?
Verðbólga er hér einna
minnst í Evrópu. At-
vinnuleysi er miklu
minna en meðal grann-
þjóðanna. Fjárlög eru
hallalaus. Erlendar
stofnanir, sem meta
lánshæfi ríkja, hafa
fært ísland í besta
flokk. Hagvöxtur er
einn hínn mesti í aðild-
arríkjum Efnahags- og
framfarastofnunarinn-
ar. Islendingar búa nú
við einhver bestu lífs-
kjör í heimi. Erlendir hagfræðingar
eins og Jeffrey Sachs telja, að
kvótakerfið í sjávarútvegi sé til fyr-
Maðurinn, sem krefst
þess, að aðrir upplýsi
allt milli himins og
jarðar, segir Jonas
Sigurgeirsson, vill
ekki upplýsa, hvað í
eigin aðdróttunum og
dylgjum felst.
irmyndar. Samkvæmt alþjóðlegri
skýrslu, sem hagfræðistofnun Há-
skóla íslands hefur gefið út, er ís-
land í röð þeirra fimm ríkja, þar
sem atvinnufrelsi hefur aukist einna
mest síðustu ár.
Þorvaldi virðist sérstaklega upp-
sigað við stjórnendur Seðlabanka
íslands. Þetta á sér ekki þá skýr-
ingu, að þeir hafi staðið sig illa, því
að verðbólga hefur frá 1991 verið
hér í sögulegu lágmarki. Það ár tók
Birgir Isleifur Gunnarsson einmitt
við seðlabankastjórastöðu, en á bls.
76 í bók sinni kallaði Þorvaldur hann
„sérlegan sendiherra" stjórnmála-
flokks. Önnur skýring er nærtækari
á ádeilu Þorvaldar. Fyrstu árin eftir
að hann kom hingað heim til að taka
við prófessorsstöðu, fékk hann tals-
verðar aukagreiðslur frá Seðlabank-
anum fyrir greinaskrif sín. Þeir J6-
hannes Nordal, þáverandi seðla-
bankastjóri, og Gylfi Þ. Gíslason,
faðir Þorvaldar, voru aldavinir. Síð-
an var tekið fyrir þessar óeðlilegu
greiðslur. Eftir það snerist Þorvald-
ur harkalega gegn bankanum.
Þótt heimsósómakvæði Þorvaldar
Gylfasonar hafi reynst vera hrein öf-
ugmælavísa, hefur hann ótrauður
haldið áfram kveðskapnum. I Les-
bók Morgunblaðsins 23. nóvember
1996 birti hann grein um hagstjórn í
Taílandi undir heitinu „Brosandi
land", þar sem sagði: „Taílendingar
hafa á skömmum tíma náð aðdáun-
arverðum árangri af eigin rammleik
og heilbrigðu hyggjuviti. Sjálfir ber-
um við íslendingar með sama hætti
einir ábyrgð á því, hversu kjörum
okkar hefur hrakað síðustu ár miðað
við margar aðrar þjóðir fjær og
nær." Skömmu síðar varð sem
kunnugt er algert hrun í Taílandi.
Steininn tók þó úr í Morgunblað-
inu 24. maí síðast liðinn. Þá fór Þor-
valdur Gylfason hraklegum orðum
um ónafngreinda íslenska stjórn-
málamenn, sem væru iðnir við að
mylja undir sig og einkavini sína, en
„neita jafnframt að upplýsa, hverjir
fjármagna einkaneyzlu þeirra
sjálfra (t.d. afmælisveizlur)". Þor-
valdur neitaði síðan'að upplýsa hér í
blaðinu 3. júní, við hverja hann ætti.
Maðurinn, sem krefst þess ólmur,
að aðrir upplýsi allt milli himins og
jarðar, vill með öðrum orðum ekki
upplýsa, hvað í eigin aðdróttunum
og dylgjum felst. Er ekki rétt að
draga Þorvald nú til ábyrgðar á eig-
in orðum? Eru ekki síðustu forvöð
fyrir hann að þagna, svo að virðing
Háskóla íslands bíði ekki frekari
hnekki?
Höfundur er sagnfræðingur.
Stöndum vörð um
rannsóknir sjúkdóma
FYRIR nokkrum ár-
um hófst merkilegt
samstarf MS félags Is-
Iands og dr. John E.G.
Benediktz við dr. Kára
Stefánsson sem þá var
prófessor við Harvard-
háskóla í Boston.
Þarna sáum við mögu-
leika á spennandi rann-
sóknum á sjúkdómnum
MS og bundum við í
MS félagi íslands mikl-
ar vonir við þær og
gerum enn. Við lögðum
okkar af mörkum með
því að styrkja þær á
allan hátt.
Það er nú einu sinni
Vilborg
Traustadóttir
s1 þannig að oftar en ekki þarf að
hvetja til rannsókna en hitt. Sjúk-
dómurinn MS hefur verið óútskýr-
anlegur og teljum við ekki eftir okk-
ur að stuðla að rannsóknum sem
leitt gætu til að orsök hans fyndist,
raunar hlýtur það að vera eitt af
forgangverkefnum okkar, sem þjá-
umst af þessum sjúkdómi, að gera
allt sem í okkar valdi stendur til
þess að svo megi verða.
Okkur var gerð grein fyrir í upp-
hafi að við þyrftum að láta ýmsar
upplýsingar um okkur í té gegnum
., blóðprufur sem yrðu reglulega
teknar og var það auðsótt mál bæði
hjá fólki með MS og ættingjum
þeirra, að veita aðgang að þeim
upplýsingum sem þannig fengjust.
Við vitum sem er að fullt af upp-
lýsingum um okkur liggja fyrir víða
á læknastofum og sjúkrastofnunum
og þannig fáum við þá þjónustu sem
M heilbrigðiskerfið  býður  uppá  og
ekkert nema gott eitt
um það að segja. Það
eru hinir og þessir aðil-
ar nú þegar að gera
rannsóknir á okkar lík-
amsvessum, okkur til
hagsbóta skulum við
vona. Ég furða mig
hins vegar á þeim frétt-
um að tölvunefnd sé að
hóta að loka á ýmsar
rannsóknir hjá ís-
lenskri erfðagreiningu.
Islensk erfðagrein-
ing hefur fengið erlent
fjármagn sem er í raun
grundvöllur að svo um-
fangsmiklum rann-
sóknum. Islensk erfða-
greining hefur fleira sérmenntað
fólk samankomið á einum stað en
áður hefur tíðkast hér á landi á
Erum við nokkuð svo
forpokuð, spyr
Vilborg Traustaddttir,
að vilja liggja eins og
ormur á því sem er
verðmætara en nokk-
urt gull; betri heilsu?
þessu sviði. Ber ekki að fagna því að
þessi sérþekking sé til staðar og
peningar fáist í rannsóknir? Eigum
við ekki að nýta þessa þekkingu til
að gera það sem máli skiptir og taka
saman höndum um að leysa gáturn-
ar um svo marga sjúkdóma sem
kostur er? Eigum við ekki að nota
hugvit okkar til að leysa tæknileg
vandamál varðandi þetta, ef einhver
eru, í sameiningu í stað þess að vera
með hótanir um stöðvun tímafrekra
rannsókna og jafnvel að eyða gögn-
um? Um hverra hagsmuni er þá
verið að standa vörð? Ekki okkar
sem bindum vonir við niðurstöðurn-
ar, er það? Eigum við ekki að fagna
því að hagsmunir sjúklinganna og
fyrirtækisins eru gagnkvæmir?
Okkur liggur á að fá lækningu og
þeim liggur á að fá niðurstöður.
Allar heimatilbúnar hindranir í
okkar nafni eru óþarfar. Okkar
samstarf við Kára og hans fyrirtæki
hefur verið hnökralaust og höfum
við enga ástæðu til að vantreysta
íslenskri erfðagreiningu fyrir öllum
þeim upplýsingum sem þau hafa um
okkur. Miklu frekar erum við stoltir
þátttakendur, spennt að fá niður-
stöður svo hugsanlega sjái fyrir
endann á okkar erfiðu baráttu við
illvígan sjúkdóm. Am.k. að börnin
okkar geti þá fengið meiri hjálp og
fyrr en við eldra fólkið, þó vonandi
verði hægt að lappa eitthvað upp á
okkur líka!
Það skiptir mestu máli fyi'ir okk-
ur að eiga von um betri daga. Er
það ekki það sem máli skiptir fyrir
alla hina líka? Jafnvel að aðrar þjóð-
ir geti nýtt sér okkar sérstöðu: Er-
um við nokkuð svo forpokuð að vilja
liggja eins og ormur á því sem er
verðmætara en nokkurt gull; betri
heilsu?
Höfundur er fornmður MS félags
Islands.
SKODUN
UM „ÞERINGAR"
OG ANNAÐ ÓGOTT
GREIN Jóns Hilmars Magnús-
sonar um biblíuþýðingar, sem birt-
ist í Morgunblaðinu á Hvítasunnu-
dag, lýsir þakkar verðum áhuga á
mikilvægu máli og ber á köflum
vitni um athyglisverða
þekkingu. Því er grein-
in þess virði að gera at-
hugasemdir við atriði,
sem hefðu ekki átt að
óprýða hana.
I síðasta hluta grein-
ar sinnar fer höf. að
tala um „þéringar" í
biblíumáli. Það er ekki
boðlegur talsmáti í
þessu sambandi, því
síður sem hann er orð-
inn ömurieg tísku-
sletta. Þéringar eru
ekki fmnanlegar í ís-
lenskum     Biblíum,
hvorki fyrr né síðar.
Hvað er þéring eða
að þéra?
Það er að tala við einn í fleirtölu,
segja þér í stað þú við einstakling.
Slíkt kemur hvergi fyrir í Biblíunni.
Og ekki eru menn að „þéra"
sjálfa sig, þegar þeir tala hver með
öðrum í fyrstu persónu, svo sem
þegar menn segja „faðir vor" og
kunnað að fara með þrjá flokka ís-
lenskra fornafna: Ég og þú (ein-
tala), við tveir og þið (tvítala), vér
öll og þér öll (fleirtala). Tvítala hef-
ur sjálfsagt verið í skyldum tungu-
málum í fyrndinni.
Klassísk gríska áttí.
hana og notaði, en
horfin var hún úr notk-
un á tíma Nýja testa-
mentis. Islenskan hef-
ur haldið sínu öðrum
tungum betur, eins og
menn vita og meta
flestir mikils. Meðal
annars varðveitti hún
tvítöluna (og færeysk-
an reyndar líka), mér
liggur við að segja því
miður, úr því að tvítal-
an varð svo frek til
fjörsins, að hún er að
éta fleirtöluna af stalli,
því fleirtalan er þjál og
Að þéra fólk, eins og
gert var á sinni tíð,
segir Sigurbjörn
Einarsson, var fólgið
í því að gera í viðtali
eina persónu að mörg-
um í kurteisisskyni.
„pú", sem ert á himnum, er í sam-
ræmi við hverja bæn og allt málfar
Biblíunnar hvarvetna því Guð er
einn. Þá hefði þéring verið tekin
upp í umgengni við Guð, ef þessu
og hliðstæðum ávörpum hefði verið
breytt í „þér, sem eruð á himnum".
Hefði Davíð sagt: „Drottinn, þér
rannsakið og þekkið mig", þá hefði
hann verið að þéra. Eins ef Natan
hefði sagt við Davíð: „Þér eruð
maðurinn". Hann sagði hins vegar:
„Þú ert maðurinn". Þegar þessir
menn segja: „Vér lofum þig, 6
Guð", þá eru þeir ekki heldur að
þéra, þeir eru að mæla í orðastað
fleiri manna, lýðsins alls.
Að þéra fólk, eins og gert var á
sinni tíð, var fólgið í því að gera í
viðtali eina persónu að mörgum í
kurteisisskyni. Hvenær þeir um-
gengnishættir fluttust hingað til
lands veit ég ekki. Þeir eru nú
horfnir. En það veit ég fyrir víst, að
þær fleirtölumyndir fornafna, sem
hér er um að ræða, eru margfalt
eldri og eiga ekki minnstu vitund
skylt við þá útlensku hæversku að
þéra, þ.e. að mæla svo til eins
manns sem væri hann margir. Eg
hélt lengst af, að það væri alkunn
staðreynd, sem hver þokkalega
upplýstur maður kynni skil á, að ís-
lenskan á bæði eintölu, tvítölu og
fleirtölu persónufornafna. Alltjent
fór það ekki á milli mála, þegar ég
var í skóla. Mínum góðu kennurum,
svo sem Sveinbirni Sigurjónssyni
og Jakob Jóh. Smára hefði ofboðið
fáviskan, ef ég hefði ekki gert mér
grein fyrir þessu sérkenni tung-
unnar. Nú er svo að sjá sem annað
hafi þótt brýnna í skólum, allt upp
úr hæstu gráðum háskóla, en að
uppfræða um slík frumatriði. Mín
kynslóð mátti einnig þakka það, að
hún bjó að sæmilega heilbrigðri
málkennd almúgans í landinu, sem
ekki var orðinn sjónlaus af sjón-
varpi og heyrnarlaus af „upplýs-
ingaflæði".
Islendingar hafa um allan aldur
fram undir vora daga vitað skil á og
Sigurbjörn
Einarsson
fögur áferðar og stórtjón og herfi-
leg afglöp að missa hana úr málinu.
En það er að gerast. Og hefði ekki
orðið, ef vökumenn hefðu ekki
brugðist. Líklega er tepruleg eða
vönkuð viðkvæmni gagnvart þér-
ingum ein gildasta ástæðan fyrir
því hrapallega slysi samfara þeirri
ótrúlegu meinvillu, sem jafnvel lær-
dómsmenn eru sýktir af, að rugla
saman þéringum og rótfastri, eðli-
legri, réttri notkun fleirtölumynda
íslenskra fornafna.
I öðrum norrænum málum, svo
og í þýsku og ensku varð þróunin á
annan veg en hér. Tvítalan hvarf,
fleirtalan útrýmdi henni. Ekki eru
Danir, Svíar og Norðmenn að
„þéra" sjálfa sig, þegar þeir segja
„vi" og ,,os(s)". Eða hvað? Er það
„þérun" í máli þeirra, þegar þeir
segja „vor (vár) fader"?
Jesús þéraði engan mann, því
síður fóður sinn á himnum. Þegar
orð hans eru þýdd á íslensku er
hann látinn mæla af sama málviti
og íslenskir menn með fullri rænu.
Hann segir „þér" og „yður", þegar
hann talar við fleiri en tvo. Eins
segir hann „vér", „oss", „vor", þeg-
ar hann talar í orðastað fleiri en
tveggja. Hins vegar segir hann
„þið" við Sebedeussyni (Matt. 20),
því þeir eru tveir. Og þeir segja að
sjálfsögðu „við", þegar þeir mæla
fyrir sína hönd tyeggja.
Svo hafa íslendingar talað
lengstum. Og svo skrifað síðan
ritöld hófst, bæði helga texta og
rúmhelga, hvort sem þeir hafa
„þérað" höfðingja sína og vinnu-
konur, foreldra sína og kennimenn
eður eigi. Menn sögðu „þið" við
prestshjónin saman, þó að þeir
segðu „þér" við þau hvort í sínu
lagi, ef þeir þéruðu þau. En þegar
þeir sögðu „faðir vor" með þeim og
heimilisfólkinu eða söfnuðinum
voru þeir ekki að þéra neinn. Sú fá-
ránlega firra kom ekki upp á ís-
landi fyrr en á tímum, þegar menn
voru farnir að visna upp á langset-
um í skólum.
Notkun fornafna lýtur engri sér-
legri hefð í Biblíunni. Sú notkun er
hin sama þar og í Njálu,
Heimskringlu og hjá Laxness, þeg-
ar honum finnst við eiga og hjá öll-
um öðrum, sem hafa hirt um að rita
óbrenglaða íslensku. Eg hef séð og
heyrt furðulega hugarburði um „til-
brigði" í biblíulegu málfari, þegar
ýmist er notuð eintala, tvítala eða
fleirtala, eins og þar væru á ferð-
inni einhver óræð stílbrógð ellegar
skrýtnar tiltekjur. Það er leiðinlegt
að eyða orðum á slíkan þvætting og
sjálfsagt tilgangslaust líka, úr því
sem komið er um dómgreind
manna og menntun í þessu sam-
bandi. í þessum efnum er ekki um
neinar málfarslegar flækjur að
ræða í íslensku biblíumáli, þar er,
eins og í öðru ritmáli frá fyrstu tíð,
fylgt einföldum, augljósum reglum,
sem voru íslenskum mönnum í blóð
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76