Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						. 46     ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
Emil Thoroddsen
EMIL Thoroddsen tónskáld var
einn hinn fjölhæfasti íslendingur af
kynslóð þeirri, sem kennd er við
aldamótin. Hann var jafnvígur á
flestar greinar lista. Tónlist, mál-
aralist, skáldskap. Hvarvetna var
hann viðurkenndur sem jafnoki
þeirra er fremstir voru taldir.
Emil Pórður Thoroddsen var
fæddur í Keflavfk 16. júní 1898.
Faðir minn, Pétur Guðmundsson,
,_•' og foreldrar Emils, Þórður læknir
Thoroddsen og eiginkona hans
Anna, dóttir Péturs Guðjohnsens
organleikara og söngkennara,
bundust vináttuböndum í Keflavík
er þeir gegndu þar störfum á sein-
asta áratug Iíðinnar aldar. Þórður
var héraðslæknir þar 1883-1904, en
faðir minn barnakennari 1890-93.
Af frásögn föður míns má ráða að
hann hafi talið sig standa í þakkar-
skuld við læknishjónin Þórð og frú
Önnu. Hann taldi það jafnan gæfu-
spor er hann steig að áeggjan
þeirra hjóna, að ganga til liðs við
„Vonina", en það var góðtemplara-
stúka er starfaði í Keflavík og þau
hjón veittu forystu. Á starfsárum
, sínum á Suðurnesjum átti faðir
minn vísa vináttu og skjól á menn-
ingarheimili þeirra hjóna. Þótt vík
yrði milli vina við bústaðaskipti og
flutning milli héraða hélst vináttan.
Er börnum foreldra minna fjölgaði
og ómegð og sjúkleiki juku þeim
áhyggjur buðu Thoroddsenshjónin
af rausn sinni systur minni, Auði,
að dveljast á heimili sínu við Tún-
götu. Naut hún þar um skeið um-
hyggju og góðvildar fornvina föður
míns.
Er við systkinin fluttumst með
móður okkar til Reykjavíkur minn-
ist ég tíðra heimsókna Þórðar
læknis að fylgjast með heilsufari
okkar. Eg minnist svipmikils
—manns í víðum dökkbláum frakka
með lyf og læknisdóma. Þótt joð-
mjólkin sem Þórður læknir fyrir-
skipaði pasturslitlum smásveini að
súpa kvölds og morgna væri römm
á bragðið var það allt bætt upp við
borð frú Önnu Thoroddsen á
rausnarheimili hennar þar sem un-
aðslegt Konsumsúkkulaði rann
ljúflega í postulínsbolla, hálsmjóir
söngsvanir með sveigðan háls,
fannhvítt flórsykurbak og þeyttan
rjóma og sultutau undir vængjum
vöktu ímyndunarafl og bráðnuðu í
munni meðan golan gældi við gull-
'".> regnið í gróðursælum garði hjón-
anna.
Skautahlaup og
knattspyrna
Á æskuárum lagði Emil stund á
íþróttir í hópi vaskra sveina. I jan-
úarmánuði 1909 er hans getið sem
yngsta þátttakanda í skautahlaupi
~Tíá Reykjavíkurtjörn. Hann er þá á
Hvarvetna var hann viðurkenndur sem
jafnoki þeirra er fremstir voru taldir.
Pétur Pétursson skrifar um fjöllistamann-
inn Emil Thoroddsen, en í dag eru
_____    100 ár frá fæðingu hans.
ellefta ári. Þar keppa þá jafnframt
honum þjóðkunnir íþróttagarpar,
Sigurjón Pétursson kenndur við
Álafoss síðar, Magnús Tómasson
Kjaran, kaupmaður o.fl., sem geta
sér frægðarorð. Emil hleypur þar
500 stikur, sem svo voru kallaðar
þá. Tími hans er 1 mínúta 56 1/5.
Þá tekur Emil einnig virkan þátt í
knattspyrnu. Um þá íþrótt skrifaði
hann grein í afmælisblað Víkings,
knattspyrnufélags í Reykjavík.
Hann minnist þar Suður-
götuklíkunnar, sem svo var nefnd:
„Félagið (Víkingur) átti ekki einu
sinni knött og það leið langur tími
áður en gjaldkerinn var búinn að
tína svo marga fimm- og tíeyringa
út úr vösum fastheldinna félags-
manna, að það nægði fyrir nothæf-
um knetti. Framan af var notast við
Miniaturknött (lítinn), sem var
einkaeign eins af félagsmönnunum
og hafði þann ágæta eiginleika að
hann lá kyrr eins og klessa, þó hann
kæmi niður á jörðina úr háalofti.
Þetta fyrirkomulag hafði þann ann-
marka, að eigandi knattarins var
nokkurs konar einvaldsherra á vell-
inum og ef ekki var látið að hans
vilja í einu og öllu þá fór hann í fýlu,
tók eign sína og labbaði heim, og
þar með var þeirri æfingu lokið."
(Heimild: Ágúst Ingi Jónsson „Vík-
ingur".)
Emil hafði alla burði og keppn-
isanda til þess að láta að sér kveða á
sviði íþróttakeppni þótt grannvax-
inn væri. Skapgerð hans var sterk
og lundin einbeitt. Veikindi höml-
uðu frekari íþróttaiðkun er fram
liðu stundir.
Rík stílgáfa, sagði Sigurður
skólameistari
Næst hittum við Emil í hópi kátra
menntaskólapilta í Menntaskólan-
um. Skólabræður hans dá hann. Það
sem aðrir þurftu að eyða í tíma og
fyrirhöfn lá fyrir honum sem opin
bók. Löngu innan við 10 ára aldur
var slagharpan orðin honum kært
og viðráðanlegt hljóðfæri, að sögn
Valtýs Stefánssonar. Sigurður Guð-
mundsson, síðar skólameistari á
Akureyri, er stundakennari í
Menntaskólanum í Reykjavík á
námsárum Emils. Hann, sem var
manna dómbærastur um stíl og orð-
færi, kvaðst... „aldrei (hafa) fyrirhitt
lærisvein   með  ríkari  stílgáfu   en
Emil".
„Emsi" segir brandara
Sé blaðað í fundargerðum „Fram-
tíðar", félags nemenda, þá er Emils
t.d. getið í frásögn af fundi árið
1916. Flestir, sem nefndir eru sem
fundarmenn, verða síðar þjóðkunn-
ir. Margir þeirra nánir félagar
Emils og samstarfsmenn, Kristján
Albertsson, Sigurður Grímsson,
Morten Ottesen o.fl. nafnkunnir.
„Emsi (Emil) stendur í einu
horninu og segir brandara er stóðu
í Klods Hans (danskt skopblað)
fyrir fimm árum. Dálítill hópur
manna hefur safnast um hann.
Þeir horfa á hann með brosandi
ánægju og hlæja þegar þeir halda,
að það eigi við." Meðal þeirra sem
getið er á Framtíðarfundi er Stef-
án Jóhann Stefánsson, síðar for-
sætisráðherra.
Leikið á orgel í
sunnudagaskóla KFUM
Emil telur sjálfsagt að bregðast
vel við tilmælum KFUM að leika á
orgel á samkomum sunnudaga-
skóla. Hann tekur þar við af frænku
sinni Hólmfríði, sem fluttist burt úr
Reykjavík með eiginmanni sínum
séra Jósef Jónssyni presti á Set-
bergi. Sigurbjörn kaupmaður í Vísi
rifjar upp gamansögu af samskipt-
um þeirra Emils. Sigurbirni fipaðist
í frásögn, er hann mælti af munni
fram í hléi, sem varð á sálmasöng.
„Mér duldist ekki að yfir henni var
einhver andlegur blær, sem gæti
verið í ætt við þig, sagði Emil með
miklum alvörusvip, en ég sá hvernig
andlit hans undir alvörugrímunni
logaði allt af niðurbældu gríni og
gamansemi," sagði Sigurbjörn Þor-
kelsson kaupmaður í „Vísi".
Listgáfur og menntunarandi
Knudsena
Á unglingsárum Halldórs Kiljans
Laxness nefndi hann Emil
Thorodden, Pál ísólfsson og Pétur
A. Jónsson „verðandi öðlinga ís-
lenskrar tónlistar".
Svo sem vænta mátti lýsir Hall-
dór af nærfærni og skilningi sér-
stöðu Emils í flokki íslenskra lista-
manna. Þótt telja megi víst að Emil
hafi sótt sitthvað af tónlistargáfum
sínum til afa síns Péturs
Guðjohnsens, organleikara og söng-
stjóra, virðist augljóst að Knudsen-
sættin eigi þar einnig drjúgan skerf.
Halldór segir í bók sinni „Grikk-
landsárið":
„Kanski hefur honum (Emil) kipt
í móðurkyn sitt: það voru Knudsen-
ar og hafa lagt skerf til listgáfna og
mentunaranda meir en flest annað
gyðingættað fólk okkar sem við höf-
um spurnir af. Stilt en auðvelt fas,
þó ómannblendni að fyrra bragði,
var háttur Emils; áhugamál hans öll
snertu list og mentun; annars var
hann borinn með þesskonar gáfum
að honum var fleygt niður á hvað
sem vera skal."
Skýringu á listhneigð Knudsen-
sættar má einnig rekja til séra
Hjalta Þorsteinssonar prófasts í
Vatnsfirði. Hann gnæfði yfir sam-
tíðarmenn sína sökum fjölhæfni og
gáfna. Söngmennt, hljóðfæraslátt-
ur, höggmyndagerð, útskurður,
málaralist, smíðar, stjarnfræði.
Hvarvetna var séra Hjalti heima.
Verk hans í Þjóðminjasafni tala sínu
máli. Ætla má að niðjar hans í
Knudsensætt hafi sótt margt til
þessa forföður síns.
Málaralist - sýning í
Charlottenborg
Emil dvaldist langdvölum í menn-
ingarborgum Evrópu. Hann innrit-
aðist í Hafnarháskóla árið 1917.
Lagði stund á listasögu til ársins
1920. Þá fór hann til Þýskalands.
Stundaði nám í Leipzig og Dresden
til ársins 1925. Þar nam hann hljóm-
list, listasögu og málaralist.
Þórarinn Guðmundsson sagði svo
frá námi Emils:
„Hann byrjaði sem ungur piltur
að nema málaralist hjá Ásgrími
Jónssyni, og þegar hann fór fyrst
utan til náms, var talið, að hann
færi til þess að leggja stund á mál-
aralistina. En tónlistin sigraði.
Hann málaði þó töluvert á yngri ár-
um og náði það langt á því sviði, að
hann fékk myndir eftir sig teknar á
sýningu í Charlottenborg. En svo
lagði Emil málaralistina að mestu
leyti á hilluna."
Halldór Laxness sem hitti Emil í
Dresden segir hann hafa þá verið
allan „á valdi málaralistar". Halldór
kveður Emil hafa þekkt „manna
best þýskan expressionisma, sem
um þær mundir stóð í hádegisstað,
léði hann ekki máls á honum fyrir
sína parta. Eg held að þegar menn
máluðu, þá æðu menn beint að lé-
reftinu með blautan kústinn; og
fanst það skrýtið að Emil lá fyrir í
djúpum hugleiðíngum leingi áður en
hann vogaði sér að trönunum. Mál-
aði hann kanski myndina í huganum
uppá dívan áður en hann þreif
pensilinn?"
ÆSKUHEIMILI Emils Thor-
oddsens við Túngötu.
Foreldrar Emils, frú Anna og
Þórður, á miðri mynd. Þorvald-
ur bróðir Emils og kona hans
Inga. Loftur ljósmyndari Guð-
mundsson og fjölskylda ásamt
vinafólki. Hér var angan blóma
og ilmur af gullregni.
Emil lánar Halldóri Kiljan bók
Til marks um þroska Emils og
fundvísi hans á meginstrauma bók-
mennta og menningar má nefna
dæmi þess er Halldór Laxness
greinir frá í pistli sínum frá Dres-
den haustið 1921. Emil er þá 23 ára.
Halldór biður hann að lána sér eitt-
hvað á þýsku að lesa sér „til dund-
urs". Emil sótti í hillu sína tvær
bækur. Önnur þeirra var „Unter-
gang des Abendlandes" eftir
Oswald Spengler. Þar er spáð hruni
vestrænnar menningar. Halldór
kveður Alþýðubók sína „bera nokk-
ur merki viðkynningar" af höfuð-
spekingum, einkum Spengler, sem
hann segir síðar að vísu „óskrifandi
eins og marga þýska spakvitringa".
Eigi að síður virðist bók Spen-
glers hafa ótvíræð áhrif á yiðhorf
Halldórs um skeið og er dæmi um
það hve Emil fylgdist vel með
straumum samtíðar sinnar. Val
Emils á bók Spenglers verður Hall-
dóri drjúgt efni til umfjöllunar í Al-
þýðubókinni.
Tónlistargagnrýni
Emil var um árabil einn helsti
tónlistargagnrýnandi hér á landi.
Hann var sanngjarn en kröfuharður
í dómum sínum. Skilningur hans
næmur. Honum var einkar lagið að
lýsa með samlíkingum einkennum
söngvara og annarra tónlistar-
manna er hann fjallaði um. Þá vís-
aði hann þeim einnig veginn til frek-
ari þroska. Nefna má dæmi. Emil
ritar í Morgunblaðið 25v júlí 1938
um hljómleika Stefáns íslandi og
Haralds Sigurðssonar píanóleikara
frá Kaldaðarnesi:
„... röddin ein gerir engan mann
að söngvara, engu frekar en gott
hljóðfæri mundi gera hvern mann
að góðum hljóðfæraleikara. Það
sem gerir Stefán að góðum söngv-
ara er, að hann hefur persónuleika,
sönggáfu og skap til þess að nota
rödd sína í þágu sönglistarinnar, að
hann með þessum eiginleikum sín-
um gefur verkefnum sínum inni-
hald. Sá, sem heyrði Stefán syngja
sömu lögin nú og hann söng, er
hann kom fyrst frá ítalíu fyrir
þremur árum, heyrir að Stefán er
stöðugt að vaxa að þroska og skiln-
ingi, og að hann hugsar viðfangsefni
sín, og er þó ekki almennt álitið að
söngvarar hugsi." (Hér gægist
skopskyn Emils fram. Honum verð-
ur hugsað til þjóðsagna um greind-
arstig tenórsöngvara, sem ýmsir
rekja til álits bassasöngvara.) Emil
heldur áfram: „Þó er ýmislegt í
söng hans sem gæti orðið að ásteyt-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80