Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Úlfar Guðjóns- son húsgagna- bólstrari fæddist í Vestmannaeyjum 9. október 1931. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Foreld- rar hans voru Ingi- björg Ulfarsdóttir, f. 13. október 1893, d. 14. janúar 1969, og Guðjón Kr. Þor- r geirsson, f. 13. nóv- ember 1905, d. 13. nóvember 1983. Systir Ulfars er Guðlaug Þórdís, f. 23. desember 1929, og hálfbróðir samfeðra Ágúst, f. 2. ágúst 1923. tílfar kvæntist árið 1954 eftir- lifandi eiginkonu sinni Jónínu Jóhannsdóttur, f. 2. júlí 1934. Foreldrar hennar voru Helga E. Björnsdóttir, f. 3. september Úlfar fæddist í Vestmannaeyjum, gekk þar í barnaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófí. Hann fluttist þaðan 18 ára með _ fjölskyldu sinni til s Reykjavíkur. Úlfar var alla tíð mikill Eyjamaður, var hafsjór af fróðleik um Eyjamenn sem bjuggu þar fyrir eldgosið 1973. Það var gaman að vera með honum á iðnþinginu 1972 og kynnast þar æskufélögum hans og heyra þá rifja upp margar spaugilegar sögur frá æskuárum þeirra Eyjapeyja. Úlfar var einlæg- ur stuðningsmaður IBV og hitaði gjarnan upp með þeim fyrir stórleiki sem háðir voru hér á fastalandinu. Guðjón faðir Úlfars starfaði lengst hjá útgerð og fiskvinnslu Einars Sigurðssonar meðan hann bjó í Eyj- um. ^ Fyrstu árin í Reykjavík stundaði Úlfar sjóinn, fyrst á fiskiskipi, síðan á varðskipinu Ægi. Úlfar hóf nám í húsgagnabólstrun hjá Trésmiðjunni Víði árið 1952 og lauk þaðan sveins- prófi 1956. Mesta gæfuspor Úlfars var þegar hann giftist Jónínu 1954, hefur hún staðið sem klettur við hlið honum í blíðu og stríðu alla tíð og lengstum staðið við hlið hans í rekstri fyrir- tækja þeirra. Árið 1955 byggðu þau sér íbúð í Eskihlíð 22 þar sem þau bjuggu næstu 14 árin. Næst fluttu þau í Grænuhlíð 11 þar sem þau áttu heima næstu 11 árin. Eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð og síðan aft- ur til Reykjavíkur. Úlfar stofnaði íyrirtækið Islensk húsgögn árið 1962 ásamt Garðari Sigurðssyni í Garðarshólma, Kefla- vík. Ráku þeir fyrirtækið í Auð- brekku 63 og framleiddu þar almenn heimilishúsgögn og seldu um allt land. Fóru þeir í margar söluferðir um landið með fullan flutningabíl af húsgögnum. Árið 1965 stofnar Úlfar húsgagnaverksmiðjuna Úlfar Guð- jónsson hf. og rak fyrirtækið ásamt verslun, fyrst í Auðbrekku 63 en flutti það síðan árið 1972 í nýtt hús- næði sem hann hafði reist að Auð- brekku 61. Þar starfaði hann til 1977 en þá flytur fyrirtækið í glæsilegt > einnar hæðar verksmiðjuhús sem hann lét byggja að Reykjavíkurvegi 78 í Hafnarfirði. Þar rak Úlfar fyrir- tækið til 1987 þegar hann hætti at- vinnurekstri af heilsufarsástæðum. Úlfar var með fyrstu húsgagnafram- leiðendum sem framleiddu húsgögn með framleiðsluleyfi erlendis frá, t.d. Happý-húsgögn o.m.fl. Úlfari var margt til lista lagt. Hann hafði yndi af ljóðum, einkum Einars Benediktssonar, Davíðs Stefánssonar og Steins Steinars. Hafði hann mörg gullkom þessara snillinga á hraðbergi. Hann var haf- '* sjór af sögum um menn og málefni. Undraðist maður oft minni hans. Ekki var frásagnargáfa hans síðri. Úlfar hafði fallega rithönd og gott vald á teikningu sem hann fékk í raun ekki notið til gagns og gleði fyrr en síðustu tvö til þrjú árin þeg- ar hann hóf að stytta sér stundir við >málun málverka með ótrúlega góð- um árangri. Varð hann að notast við 1908, d. 4.3.1993, og Jóhann Eiríksson, f. 25. október 1893, d. 29. september 1985. tílfar og Jónína eignuðust þrjá syni og eina dóttur. Þau eru: 1) Jóhann, f. 27. janúar 1955, kvænt- ur Halldóru Viðars- dóttur og eiga þau þrjú börn, Sindra, Jónínu Ósk og Örv- ar. 2) Logi, f. 1. jan- úar 1957, kvæntur Brynju Vemmunds- dóttur, þau eiga þijá syni, Bjarka, Breka og Boða. 3) Ulfar, f. 5. janúar 1963, d. 3. mars 1991, hann átti eina dóttur, Sigríði Vilmu. 4) Ingi- björg, f. 12. júní 1972. títför tílfars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vinstri höndina því hann var með skerta orku á hægri hendi vegna lömunar. Úlfar hafði ánægju af lax- og silungsveiði og stundaði hana eins og tími leyfði á árum áður. Úlfar og Jónína áttu barnaláni að fagna og þau lifðu fyrir börnin sín, barnaböm og tengdabörn og hafa alltaf reynt að styðja þau af fremsta megni. Árið 1991 urðu þau fyrir mikilli sorg þegar yngsti sonur þeirra, Úlfar, lét lífið fyrir höndum ógæfufólks. Sá atburður sýndi okk- ur sem til þekktum, hve sterk Úlfar og Jónína voru saman. Árið 1977 byrjar 22 ára sjúkrasaga Úlfars með hjartaáfalli sem margendurtók sig á næstu árum með öllum fylgikvillum. Var ótrúlegt að finna æðruleysi Úlfars öll þessi ár og trú Jónínu á að allt gengi til betri vegar að lokum. Fyrir þremur árum greindist Úlfar með krabbamein sem nú hefur lagt hann að velli. Við Úlfar höfum þekkst í yfir 40 ár og verið góðir vinir síðastliðin 30 ár. Það hefur verið gott að eiga Úlf- ar að, hann var umfram allt góður drengur, réttsýnn og heiðarlegur. Guð blessi minningu Úlfars Guð- jónssonar og veiti Jónínu og fjöl- skyldu þeirra styrk. Sverrir Hallgrímsson. Nú er elsku afi búinn að kveðja þennan heim. Jafnvel þótt við gerð- um okkur vel grein fyrir því hversu veikur hann var kom það okkur á óvart þegar það gerðist. í þessu til- felli var ekki um það að ræða að snúa til baka og jafna sig, þótt við hefðum oft séð hann sigrast á raun- um erfiðra aðgerða og uppskurða. Við vitum að það sem hjálpaði hon- um oftast var létta skapið og viljinn til að lifa. En þegar krabbameinið er annars vegar verður jafnvel sá vilji léttvægur, og að lokum tapaði hann þessu stríði. Við eigum svo margar góðar minningar um elsku afa. Hann var okkur alltaf svo góður og gladdist yfir hverju litlu spori okkar í átt að framtíð og frama, hvort sem um var að ræða einkunn í prófi, sigur í íþróttaleik eða önnur spor á lífsleið ungra drengja. Alltaf máttum við eiga von á símtali þar sem ham- ingjuóskum rigndi yfir okkur og mörg orð sögð um hvað við værum myndarlegir og góðir drengir. Þessu munum við aldrei gleyma því það er gott að eiga sér aðdáendur sem fylgjast með því sem maður er að gera og kannski leggur maður pínu- lítið aukalega á sig vegna þess. Það er okkur huggun í harmi að afi, sem var mjög metnaðargjarn fyrir hönd barnabarnanna, náði að verða vitni að stúdentsprófi elsta barnabarns- ins, þótt úr fjarlægð væri. AUtaf leið okkur vel með afa og ömmu, enda alltaf svo velkomnir og oft kom fyrir að við vorum beðnir að koma með í sumarbústaðinn eða í heimsókn yfir helgi. Það voru góðar stundir og mikið grínast og margir góðir brandarar sagðir. Sérstaklega er okkur minnisstætt hvað afi hló alltaf sjálfur mikið að bröndurum sem hann sagði, stundum lá við að hann kafnaði af hlátri. Afi var Vestmannaeyingur og sér- staklega stoltur af því. Margar sög- urnar sagði hann okkur frá bernsku- árunum i Eyjum og strákapörunum sem við máttum engum segja frá. Það var gott til þess að vita að afar hafa líka ýmislegt á samviskunni sem við héldum að aðeins strákar á okkar reki hefðu. Boði upplifði það í fyrrasumar, þegar hann var í Eyjum á Shell-móti, að komast með afa í „sight-seeing“-ferð um gamla bæinn og fékk þá beint í æð sögurnar um öll húsin sem afi þekkti. Hvar hann var fæddur, hvar hann hafði unnið í naglhreinsun, og hvar hinir og þess- ir vinir hans höfðu alist upp. Sér- staklega þótti afa gaman að sýna honum hvar Brekastígur og Boða- slóð mættust. Afa verður ekki minnst nema tala um íþróttirnar. Hann var IBV-ari fram í fingurgóma og fylgdist með sínu liði hvort sem var í fótbolta eða handbolta. Við Valsararnir áttum alltaf von á símtali eftir viðureignir Vals og ÍBV, sérstaklega ef svo óheppilega vildi til að Valur tapaði. í fyrrasumar varð svo draumurinn að veruleika og liðið hans varð meist- ari. Við vorum ekkert sériega ánægðir en þó bærðist með okkur ánægjuvottur vegna þess að við vissum að afi var ánægður. Og nú í sumar, rétt áður en afi kvaddi þenn- an heim, þá vildi svo óheppilega til að strákarnir hans unnu Val með miklum mun, þá lét hann okkur finna fyrir því og sýndi sigurmerkið á dánarbeði. Við munum sakna þess í framtíðinni þegar Valur fer að vinna Eyjapeyjana aftur að þá verð- ur enginn til að hringja í og láta vita hvað við erum góðir. En blessuð sé minnig Úlfars afa, við vitum að honum líður vel núna þar sem hann er og næsta víst að Búffi, sem hann saknaði svo sárt, var mættur til að taka á móti honum þegar hann kom yfir um. Við eigum eftir að sakna hans mikið þegar við komum í Bláhamrana. En við vitum að afi verður allt í kringum okkur á lífsleiðinni og hann mun halda áfram að fagna sigrum okkar og styrkja okkur í ósigrum. Þannig var hann alltaf og þannig mun hann áfram verða. Við viljum ljúka þessu á því að þakka Jónínu ömmu hvað hún hefur verið sterk og afa og okkur hinum mikil stoð og stytta. Við vitum að afi mun vera með henni og okkur um alla framtíð og styrkja okkur öll. Megi góður Guð taka vel á móti afa okkar og styrkja fjölskylduna alla á sorgarstundu, en eftir lifir minningin um góðan og yndislegan afa sem alltaf vildi okkur svo vel. Elsku afi, áfram ÍBV. Strákarnir þinir, Bjarki, Breki og Boði. Við hjónin viljum með örfáum orðum minnast Úlfars Guðjónsson- ar, en honum og Jónínu Jóhanns- dóttur konu hans kynntumst við þegar Jóhann sonur þeirra varð einn af tengdasonum Hjarðarhaga- heimilisins og hóf búskap með Dóru okkar. Úlfar hafði þá þegar gengið í gegnum veikindi og erfiðleika, hefur síðan fengið hvert áfallið á fætur öðru síðasta áratuginn og var stund- um ekki hugað líf. En upp reis hann og var, með dyggri aðstoð síns lífs- akkeris hennar Jónínu, ótrúlega fljótur að komast á fætur á nýjan leik þótt ekki gæti hann stundað slna vinnu. En Úlfar hafði áður rek- ið fyrirtæki og var í húsgagnabólstr- un. En þar kom að maðurinn með ljáinn hafði betur. Fyrir nokkrum árum urðu Jónína og Úlfar fyrir þeirri miklu sorg að missa Úlfar son sinn á sviplegan hátt. Það er sár sem aldrei grær, en fjölskyldan stóð saman þá sem aldrei fyrr og gerir enn. Sú sam- heldni sem einkennir þau er aðdáun- arverð og ekkert talið eftir sér í þeim efnum. Sameiningaraflið er og hefur verið Jónína. Þau Úlfar upp- skáru líka eins og þau sáðu. Það kom ekki síst í ljós í veikindum Úlfars þegar þau systkinin, Ingi- björg, Jóhann og Logi, ásamt Dóru og Brynju tengdadætrunum, stóðu vörð um jiau bæði og áttu sinn þátt í því að Úlfar fékk að deyja heima umvafinn ástúð sinna allra nánustu. Núna hafa þau þjappað sér þétt að baki Jónínu, sem svo sannarlega hefur mátt reyna margt og mikið um ævina. Við hjónin minnumst margra góðra stunda með Úlfari og Jónínu, aðfangadagskvölda á heimili Jó- hanns og Dóru, stunda í sumarbú- staðnum, afmælisveislna, matar- veislna o.fl. o.fl. Úlfar var góður afi. Ein lítil saga lýsir honum vel. Einn sunnudags- morgun fyrir mörgum árum vorum við að passa Sindra fyrir Jóhann og Dóru, þá pínulítinn pjakk. Síminn hringir. Það er Úlfar afi að fara í bfltúr með tvo syni Loga og Brynju sem voru í pössun hjá þeim Jónínu ömmu. Hann vildi endilega leggja lykkju á leið sína til að taka Sindra litla með. Sá stutti Ijómaði, afi kom og farið var í góðan bíltúr með ís og tilheyrandi. Það var ánægður gutti sem kom til baka á Hjarðarhagann. Þetta_ er bara eitt af öllu þvi góða sem Úlfar afi gerði fyrir barnabörn- in sín. Nú er þrumuraust Úlfars þögnuð. Við heyrum þá feðgana Úlfar og Jó- hann ekki oftar öskra saman fyrir framan skjáinn þegar spennandi leikur er í sjónvarpinu. Það heyrðist venjulega ekki mannsins mál fyrir hávaðanum í þeim þegar þeir létu álit sitt í ljós á frammistöðu þessa eða hins liðsins. Sindri var kominn í kórinn með afa og pabba og ekki leikur vafi á að Örvar, sem erft hef- ur raddstyrk afa og pabba, á ekki eftir að liggja á liði sínu þegar fram í sækir. Jónína Ósk sækir hins vegar kvenlegheitin til Jónínu ömmu. Úlf- ar er kominn til nýrra heimkynna og ekki að efa að Búffi hefur tekið pabba sínum opnum örmum og orðið fagnaðarfundir. Við biðjum Úlfari guðs blessunar og þökkum honum samverustundirnar. Elsku Jónína, Ingibjörg, Jóhann og Dóra, Logi og Brynja og afabörnin öll. Við vottum ykkur innilega samúð okkar. Góðar minningar lifa og þær eiga eftir að veita ykkur huggun hanni gegn. Ingibjörg og Magnús. Þegar hringt var til okkar og til- kynnt lát Úlfars setti okkur hljóð. Reyndar kom lát hans okkur ekki á óvart, þar sem hann hafði barist hetjulegri baráttu við illvígan sjúk- dóm er varð hans banamein. Úlfar hafði reyndar um nokkurt árabil ekki gengið heill til skógar, en með dugnaði og bjartsýni hafði hann náð nokkurri heilsu. Kynni okkar má rekja til frumbernsku þar sem kunningsskapur var milli fjöl- skyldna ásamt nokkrum skyldleika. Úlfar var fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp þar til um ferming- araldur að hann fluttist til Reykja- víkur með foreldrum sínum. í Eyj- um áttum við margar góðar stundir. Stofnað var peyjafélag og keppt í hinum ýmsu gi'einum íþrótta við misjafnan orðstír. Leikvöllurinn var í Brimhólalautinni, þar sem nú stendur íþróttamiðstöðin í Vest- mannaeyjum, en þá var þetta langt út úr bænum. Eyjarnar voru honum ávallt kærar, og hef ég fáa hitt er fylgst hafa betur með mönnum og málefnum hér en Úlfar gerði. Hann kunni manna- og húsanöfnin ótrú- lega vel, fylgdist með íþróttum og var mikill aðdáandi ÍBV, fylgdist með aflabrögðum og öllu öðru er laut að velgengni Eyjanna. Úlfar lærði húsgagnabólstrun og stundaði hana ásamt því síðar að stofna sitt eigið fyrirtæki um hús- gagnaframleiðslu og -sölu. Það fyr- irtæki rak hann um árabil ásamt fjöþskyldu sinni. Úlfar var mikið ljúfmenni og sannur vinur. Seint munum við hjónin og börn okkar gleyma mót- tökunum og öllu því er hann gerði fyrir okkur er við urðum að yfirgefa Eyjar þegar jarðeldarnir brutust út í janúar 1973. Það mun seint þakk- að. Er fjölskyldurnar hittust á heim- ili Úlfars og Jónínu, eða okkar hér í Vestmannaeyjum, var oft glatt á hjalla og rifjaðar upp minningar fyrri ára. Þá eru ótaldar samveru- stundirnar er við áttum með þeim ÚLFAR GUÐJÓNSSON hjónum og börnum þeirra í sumar- bústaðnum í Grímsnesinu. Úlfar var glaðsinna og hafði sér- staka frásagnarhæfileika. Hann var hafsjór sagna um menn og málefni. Hann kunni mikið af ljóðum og fór með heilu kvæðin ef svo bar við. Ljóð Tómasar Guðmundssonar voru honum hugleikin. Fyrir nokkrum árum knúði sorgin dyra hjá þeim hjónum er yngsta barn þeirra, Úlf- ar, lést í hörmulegu slysi. Eins og nærri má geta hafði þetta mikil áhrif á fjölskylduna og hefur sett mark sitt á Úlfar þó ekki bæri hann það á torg. Er við ræddumst við í síma, sem við gerðum oft, spurði ég gjarna: „Hvernig líður þér núna?“ Svarið var jafnan: ,jVen-a gæti það verið.“ Þannig var Úlfar, bjartsýnin alltaf í fyrirrúmi. Að lokum þökkum við Úlfari sam- fylgdina í gegnum árin. Elsku Jónína. Við hjónin og börn okkar vottum þér og börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum einlæga samúð okkar. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Eg minnist ennþá okkar fornu kynna og ennþá man ég ljómann drauma þinna, er bernskan móti báðum okkur hló. Hver dagur nýrri frægð og frama spáði, og fógur mikil verk þinn hugur þráði. A köllun þína engum efa sló. (Tómas Guðm.) Ása og Einar Magnús. Það ríkir nánast þögn á Klepps- mýrarvegi núna þegar Úlfar vinur minn er hættur að koma þangað. Nánast hvern virkan dag og jafnvel um helgar sl. 10-13 ár, þegar veik- indi eða sumarbústaðadvöl hamlaði ekki för, heiðraði hann okkur með nærveru sinni. Stundum lengi, stundum stutt en alltaf þannig að eftir því var tekið. Oftast var honum mikið niðri fyrir, því hann hafði skoðanir á öllum sköpuðum hlutum og lá ekki á þeim. Og hann var ekki vanur að hvísla því sem hann sagði, nær væri að segja að Rolling Stones væri eins og órafmögnuð þjóðlaga- grúppa í samanburði við hæstu tóna Úlfars Guðjónssonar. Á veturna var það oftast pólitíkin en á sumrin var það fótboltinn sem um var rætt. Ég verð að viðurkenna að stundum vissi ég ekki hvort hann var krati eða íhald, en þar sem ég veit að hann þráði réttlæti má segja að kratinn í honum hafi verið yfir- sterkari. Hann þoldi ekki að heyra hvernig sumir sem komast tii áhrifa í þjóðfélaginu misnotuðu aðstöðu sína á ósvífinn hátt, meðan aðrir þurftu að berjast fyrir hverri ki'ónu. Og kæmu sjávarútvegsmál til umræðu duldist engum að hann fyrirleit það kerfi sem rfldr í kvótamálum Islendinga. Þegar kom að knattspyrnunni var aðeins eitt lið sem skipti máli. Það var ÍBV. Gengi Eyjamanna skipti Úlfar afar miklu máli, enda lang- bezta liðið að hans mati. Ef þeir töp- uðu leik gat verið erfitt að framkalla bros hjá honum og þá þurfti hann gjarnan að hringja til Eyja og fá skýringar hjá vini sínum Svenna Tomm. Enginn sem kynntist Úlfari fór í grafgötur um hver væri fallegasti og bezti staður í heimi. Það voru Eyj- arnar hans kæru og þangað hvarfl- aði hugur hans oft og tíðum, því þar þekkti hann allt og alla (kannski ekki alla, en að minnsta kosti forfeð- urna!). I fyrstu ferð minni til Eyja fórum við saman á fótboltaleik ásamt fleirum og ég varð að trúa því sem sagt hafði verið um fegurð Eyj- anna, því þær skörtuðu sínu feg- ursta. Daginn eftir hafði Úlfar sam- band við Svenna Tomm! Segja má að okkar nánu kynni hafi hafist fyrir 25 árum, þegar ég hóf störf hjá Úlfari Guðjónssyni hf. í Auðbrekku í Kópavogi. Það starf fékk ég fyrir milligöngu æskuvinar míns sem er Logi sonur Úlfars. Þá voru góðir tímar í íslenzkum hús- gagnaiðnaði á Islandi og Úlfar með umsvifameiri húsgagnaframleiðend- um með um og yfir 20 starfsmenn. Hann var alvöru forstjóri og við starfsmennirnir bárum virðingu fyr- ir honum. Það voru því erfið um- skipti fyrir Úlfar að upplifa þær miklu breytingar sem urðu á högum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.