Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðgerðum að ljúka á áburðarvélinni Páli Sveinssyni Reynt að hefja dreifíngu áburðar um helgina FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, sem varð að lenda á Selfossflugvelli vegna elds í öðrum hreyflinum fyrir réttum mánuði, er nú að komast í gagnið á ný. Stefnt er að því að áburðarflug geti hafist á Auðkúluheiði um helgina. Flugvirkjar hafa undanfarið ver- ið að leggja lokahönd á verkið á þar sem vélin er á Selfossflugvelli. Stefán H. Sigfússon, sem sér um skipulagningu áburðarflugs Land- græðslunnar, segir að mestur tími hafa farið í að útvega varahluti og bíða eftir að fá þá til landsins. Von var á síðustu varahlutunum til landsins í gær en það eru flöskur með slökkviefni sem eru við mótor- inn. Þegar þær eru komnar á sinn stað verður vélinni reynsluflogið og komi ekkert upp á segir Stefán þeim ekkert að vanbúnaði að hefja áburðarflugið á ný. Hann áætlar kostnað við viðgerðina vera kring- um 2,5 milljónir. Dreifa á um 400 tonnum á Auðkúluheiði og segir Stefán það taka fimm daga ef veð- ur eða annað truflar ekki verkið. Hann segir hægt að dreifa áburð- inum allt fram til mánaðamóta en stefnt verður að því að ljúka verk- inu sem fyrst. Það mun meðal annars ráðast af því hvernig gengur að manna vélina en fyrra skipulag hefur riðlast vegna tafarinnar Morgunblaðið/Golli KARL Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn með búnað piltanna sem var gerður upptækur. Tveir piltar teknir fyrir veggjakrot Voru með marga brúsa og myndamöppu Flugvalla- skattur 436 millj- ónir í fyrra TEKJUR af flugvallargjaldi vegna millilandaflugs námu 436 milljónum á síðasta ári. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær telur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að innheimta flugvallarskatta hér á landi brjóti gegn 36. gr. samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið þar sem hærri skattur sé greiddur í milli- landaflugi en innanlandsflugi. Heildartekjur vegna flugvallar- skatts árið 1997 námu 498,3 millj- ónum. Þar af voru 436 milljónir vegna millilandaflugs en 62,3 milljónir vegna innanlandsflugs. Árið áður, árið 1996, voru tekjurn- ar heldur lægri, 479,6 milljónir, þar af 423 milljónir vegna milli- landaflugs og 56,6 milljónir innan- lands. Innheimta flugvallarskatts byggist á lögum nr. 31/1987 um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum. Sam- kvæmt 14. gr. laganna rennur féð sem innheimtist til framkvæmda í flugmálum og rekstrar flugvalla. LÖGREGLAN í Reykjavík stóð tvo drengi 16 og 17 ára að verki við veggjakrot í vikunni. Voru þeir nýbún- ir að mála tvær stórar myndirá hvítan vegg við leiksvæði í vesturbænum. Drengirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu og kom þá í ijós að þeir voru með meðferðis 19 máln- ingarbrúsa í tveimur töskum ásamt myndamöppu með fyrirmyndum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar verður farið með málið rétta boðleið, þar sem um eignarspjöll er að ræða samkvæmt hegningarlögum, og við þeim geta legið þó nokkuð þungar refsingar. Lögreglan vill beina því til þeirra sem verða varir við veggjakrotara að þeir láti vita, þar sem um skemmdar- verk er að ræða. Faðir rapsolíunnar af íslenskum ættum Þróaði endur- bætta olíu úr fræjum repju Baldur Stefánsson NÝLEGA var rapsolía til um- ræðu hér á síðum Morgunblaðsins þar sem hún fer nú sigurför um heiminn sakir hollustu sinnar. Rapsolíuna þróaði Baldur Stefánsson, fyrr- verandi prófessor við Manitoba háskóla úr repjufræjum, en repja er skyld rófu og fóðurkáli. Baldur er af íslenskum ættum, búsettur í Winn- epeg í Kanada. „I Kanada hafði repja verið ræktuð lengi en ekki komið að notum sem skyldi þó repjuolía væri t.d. notuð í vélabún- að flotans í síðari heims- styrjöldinni. Nóg land- rými var í Kanada til ræktunar en mestöll olía til manneldis var innflutt. Við reyndum að rækta ýmislegt, sólblóm, soja og ýmsar aðrar tegundir með olíufram- leiðslu í huga. Eina tegundin sem virtist þrífast á kaldari svæðum I Kanada var repja.“ „Á þessum árum starfaði ég við plöntuvísindadeild Manitoba háskóla og við fengum það hlut- verk að hrinda af stað verkefni með það að leiðarljósi að finna jurt sem hægt væri að rækta og myndi nýtast til manneldis." - Gekk það vel? „Um skeið var framtíð repju- olíunnar teflt í tvísýnu því rann- sóknir sýndu að hún innihélt mikið magn af óæskilegri fitu- sýru og þótti því ekki hagstæð sem matarolía." Baldur hóf í kjölfar þeirra nið- urstaðna víðtæka rannsókn á repjufræjum víðsvegar frá og leitaði að afbrigði sem innihéldi minna magn af fitusýrunum. Eftir að hafa tekið um 4.000 sýni og notað gasskilju við að efna- greina fræin fann hann afbrigðið Liho sem plöntuvísindadeildin við Manitobaháskóla undir hans stjóm vann með áfram. í kring- um 1970 kynnti hann endur- bætta repjuolíu þar sem búið var að útiloka fitusýruna að mestu leyti og gera aðrar breytingar. „Ef hugmyndin hefði ekki ver- ið að þróa olíuna til matargerðar, hefðum við jafnvel haft hana alit öðruvísi samsetta og notað aðrar fitusýiur. Rapsolían inniheldur litla mettaða fitu, mikið af einó- mettaðri fitu og mun meira af Omega-3 fitusýrunni en í nokk- urri annarri algengri jurtaolíu. Olían fékk í kjölfarið nýtt nafn, Canola en hún dregur nafn sitt af orðunum Kanada og olía. Canola olían kom á markað í Kanada áratug áður en aðrir fóru að framleiða hana með þessum hætti. „ - Var rapsolíunni strax vel tekið í Kanada? „Já. Við kynntum hana árið 1974 og að fjórum árum liðnum voru 4 milljón ekrur lands lagð- ar undir repjurækt. í dag er repja ræktuð á 12 milljón ekrum í Kanada. Hún er næstvin- sælasta tegundin til ræktunar í Kanada, fylgir fast á hæla hveit- isins.“ Baldur segir að olían sé notuð til matargerðar í Kanada en einnig seld til annarra landa og aðallega til Austurlanda. - Er notkun rapsolíu útbreidd ►Baldur Stefánsson er fæddur í Vestfold f Manitoba árið 1917. Hann lauk doktorsprófi frá háskólanum í Manitoba árið 1956. Hann starfaði lengstum sem prófessor við University of Manitoba og vann aðallega að rannsóknum á olíu til manneld- is. Hann er kominn á eftirlaun. Baldur er kvæntur Sigríði Stef- ánsson en hún er einnig fslensk og er dóttir Helgu Sveinsdóttur Westdal og Páls Jónssonar Westdal. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. á kanadískum heimilum? „Um 70%-80% neytenda í Kan- anda nota rapsoliu til matargerð- ar. Hún er mjög hagstæð til mat- argerðar og hefur verið vinsæl í Bandaríkjunum. Nú virðist hún vera að vinna mikið á í Evrópu.“ -Þu hefur hlotið ótal viður- kenningar fyrir störf þín hjá Manitoba háskóla? „Ég hef fengið 19 viðurkenn- ingar og þar af eru nokkrar al- þjóðlegar. Á þessu ári veitti ég síðast viðtöku 50.000 dollara landbúnaðarverðlaunum sem veitt voru af stofnun í Israel sem kennd er við vísindamanninn Ricardo Wolf og þau verðlaun voru veitt fyrir þróun repjuolíu í rapsolíu en repju er hægt að rækta til manneldis á frekar köldum svæðum. „ -Gætum við ræktað repju á íslandi? Það hefur verið reynt að ein- hverju leyti en vandamálið við slíka ræktun á íslandi er að það verður kannski ekki nógu heitt á sumrin.“ -Hefur þú komið til Islands nýlega? „Nei það eru næstum þrjátíu ár síðan ég heimsótti landið. Foreldrar mínir voru íslenskir. Faðir minn, Guð- mundur Stefánsson, var úr Þistilfirði og hann flutti vestur um haf 10-12 ára gamall. Móðir min, Jónína Sigurbjörg Jónsdótt- ir, er fædd í Winnepeg." Baldur skilur íslenskuna og segist tala íslensku eins og Vest- ur-Islendingur. Þegar hann er spurðui’ hvort hann líti á sig sem íslending segist hann vita að fólk- ið sitt sé frá íslandi en bætir við að uppruninn sé keltneskur. Hann segir bömin sín hafa áhuga á ís- landi, tvö af þremur hafa heimsótt landið og þau halda tengslum við skyldmenni sín hér á landi. 19 viðurkenn- ingar fyrir þróun rapsolí- unnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.