Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 43 I I I 1 I I I I 1 I ) ; i I J I I I 3* I f BJÖRN GUÐMUNDSSON + Björn Hjörtur Guðmundsson var fæddur á Ferju- bakka í Borgar- hreppi 14. janúar 1911. Hann andað- ist á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 14. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin, þá búandi á Ferju- bakka, Ragnhildur Jónsdóttir, f. 2. sept. 1877, d. 26. júlí 1943, og Guð- mundur Andrésson, f. 31. okt. 1870, d. 3. jan. 1969. Björn fluttist í Borgarnes árið 1934 ásamt foreldrum og systk- inum þeim sem enn voru í for- eldrahúsum. Hinn 25. ágúst 1942 kvæntist Björn Ingn Agústu Þorkelsdótt- ur, f. 25. ágúst 1917, d. 22. febrúar 1993. Foreldrar hennar voru Ingveldur Guð- mundsdóttir, f. 21. sept. 1876, og Þor- kell Þorvaldsson, f. 23. sept. 1882, þá búandi hjón í Ytri- Hraundal. Þau eru bæði látin. Börn Ágústu og Björns voru tvö: Birgir, f. 23. sept. 1941, bif- reiðastjóri og af- greiðslumaður í Borgarnesi, hann á tvö börn, og Alda, f. 30. ágúst 1942, d. 7. júlí 1991, hún átti tlmm böm. Barnabörn Ágústu og Björns eru orðin sjö. títför Björns fór fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 28. júlí. Björn eða Bjössi eins og við kunningjarnir kölluðum hann, var manna léttastur í lund og átti auð- velt með að koma fólki til að brosa, þá hafði hann gjarnan uppi lausa- vísur, sem hann orti af ýmsu til- efni, um atburði líðandi stundar, í sveitarfélagi og eða þjóðfélagi. Sem betur fer á ég nokkurt safn af vísum hans sem hann færði mér nýortar á vinnustað minn hjá Kaupfélaginu. Um ástand ríkisstjórnar landsins yrkir Björn 8. ágúst 1994: Davíð er dálítið staður en dugar sem girðingarstaur-, Jóhanna er jafnaðarmaður en, Jón, þessi frjálshyggju gaur. Bh-ni var á seinni árum illa við hverskonar óreglu, svo sem tóbak, vínföng hverskonar, að ekki sé minnst á svokölluð eiturlyf. Eftir að Björn fluttist í Borgar- nes stundaði hann alla almenna vinnu, var í Mjólkursamlagi nokkur ár, lærði svo trésmíði og stundaði hana í Bifreiða- og trésmiðju Borg- arness í 18 ár. Lengst vann hann sem umsjónarmaður húseigna Kaupfélags Borgfirðinga. Það er ekki ofsagt að þar var réttur maður á réttum stað, hann bjargaði stórum verðmætum fyi’ir „Félagið". Hann hugsaði einnig mjög vel um um- hverfi húseigna Kaupfélagsins, þeg- ar hann gekk heim til sín í mat eða kaffi mátti gjarna sjá hann kippa upp arfabrúsk eða öðru illgresi. Á hverju vori kom hann út í Brák- arey og snyrti þar í kringum hús- eignir Kaupfélagsins. Hugmynda- flugi Bjössa voru lítil takmörk sett, hann var einstakur maður. Þetta kom einkum fram í uppbyggingu leikvallar í „Skarðinu" sem svo hét í gamla daga og er í næsta nágrenni við íbúðarhús þeirra hjóna. Þessi staður gengur almennt undir nafn- inu „Bjössaróló“ í dag. Þegar við hjón vorum að fara með eldri sonar- syni okkar á staðinn kölluðu þeir hann „Undraland". Og enn er hann INGÓLFUR KRISTJÁNSSON + Ingólfur Krist- jánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. október 1902. Hann andaðist í Reykja- vík 15. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Selja- kirkju 28. maí. Hér verður ekki rak- inn æviferill Ingólfs né fjallað um starfsferil hans, en ég átti þvi láni að fagna að kynnast honum þegar ég var nemandi við alþýðuskólann á Eiðum 1928-1930 en hann þá íþróttakenn- ari þar. Okkar ' fyrstu orðaskipti munu hafa verið varðandi ferð mína utan af Síðu til Eiða. Það ferðalag mun, í augum nútíma manna þykja næsta furðulegt enda tók það 13 daga með bið á Höfn. Öll þess tíma farartæki komu til nota: hesturinn, vélbátur, róðrarbátur og vörubíll fyrir utan þá tvo jafn fljótu. Ekki er laust við að ferð sú væri dálítið ævintýraleg á köflum. Farið var með póstinum sem leið lá, klöngrast yfir sprunginn jökul á undii-varpi ofan við útfall Jökulsár á Breiðamerkursandi, en þá lá jökull- inn fram á öldurnar rétt ofan við brúna. Gangandi fór ég svo yfir fjall- ið milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar þar sem ég tapaði af réttri leið og klifraði þrep af þrepi niður að strönd. Aldraður maður setti mig svo á bátkænii yfir fjörðinn til Búðareyrar, en þar tók frændi minn á móti mér. Ekki gat hann vitað um ferðir mínar, því sími var ekki kominn austur fyiir Mýrdalssand á því ári. Loks fór ég á vörubíls- palli upp á Hérað og frá vegamótum til Egilsstaða og Eiðaþinghár gangandi út í Eiða. Ég man að ég sagði Ingólfi þessa ferðasögu. Hann gaf sér tíma til að hlusta á þennan framandi ungling, sagði fátt en skildi án efa betur en ég þá hvað fjallganga mín hefði auðveld- lega getað endað illa, en ég var bara nokkuð hreykinn af. Inn í þessa frá- sögn fléttaðist þýðing hestsins fyrir samgöngur þess tima, en Ingólfur var mikill hestamaður. Ég gat sagt honum hvað áriðandi það var að hafa trausta hesta, góða vatnahesta, í ferðum yfir vatnaklasa sandanna skaftfellsku og frá ýmsum átrúnaði sem hestinn varða svo sem því að aldrei mundi maður drukkna af hesti, sem hefði tvöfaldan vatnasting, en RUT GRÍMSDÓTTIR + Rut Grímsdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1964. Hún lést laug- ardaginn 1. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ingibjörg Gutt- ormsdóttir og Grímur Guttorms- son. Systkini: Vil- lijálmur, Elísabet, Ingibjörg, Reginn og Grímur. Utför hennar fór fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ þriðju- daginn 11. ágúst. Okkur langar til að minnast Rut- ar sem við kynntumst fyi'ir tveimur árum er hún kom til okkar í „kjall- arann“ á Skálatúni í þroskaþjálfun. Hún var oftast vinnusöm en átti líka sína daga þar sem hún vildi sitja með kaffibolla í rólegheitum og spjalla. Við munum sakna hennar og þá sérstaklega brossins sem náði svo vel til augnanna sem erfitt var að standast. Eg veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, sem mæt, svo góð, svo trygg ogtrú og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sig.) Guð blessi þig, elsku Rut. Margrét Kristín og Ragnhildur. vatnastingur er sveipur í hári hests undir kverkinni og er hann ýmist báðum megin, þ.e. í gegn, eða ein- faldur, aðeins öðrum megin. I heimabyggð minni var ég ekki talinn gjaldgengur sem fjánnaður, en vel sem smali, en talinn laginn við hesta, gæti það jafnvel verið satt. Milli manns og hests og hunds hang- ir leyniþráður, var stundum sagt heima á þessum árum og reyndist oft rétt. Við Ingólfur mættumst á þessu sviði því hann var hestamaður og oft bauð hann mér í útreið, setti mig á gráa gæðinginn sinn og svo var sprett úr spori um ísi þakta Eiðablá. Enn minnist ég þeirra stunda með gleði og hreykinn varð ég þegar Ingólfur gaf þá yfirlýsingu að ég hefði alveg eins gott vald á gæðingnum og sjálfur hann. Á þenn- an hátt kom ég að kynnast Ingólfi. Ég hreifst af látlausri, prúðmann- legi-i framkomu hans og einlægni í viðmóti. Hann vakti traust sem ung- ur, óreyndur og viðkvæmur sveita- piltur, sem aldrei áður hafði komið í fjölmenni, þurfti svo mjög. Hann var fyrirmynd verður að líkjast. Nú þeg- ar ég lít yfir farinn veg læðist að mér sá grunur að kynni mín af Ingólfi hafi haft meiri þýðingu íyrir lífsstefnu mína heldur en mér nokkru sinni verði ljóst. Hann benti mér ungum á nauðsyn þess að rækta heilbrigt líferni í orði og verki, forðast vafasaman félagsskap, áfengi og tóbak. Þegar skólavist lauk hélt ég til Reykjavíkur, varð raunar Ingólfi samskipa og hann greiddi götu mína fyrstu dagana í höfuðstaðnum. Svo fór ég til vinnu á Þingvöllum og þar hittumst við aftur því Ingólfur tók þátt í leikfimissýningunni á Alþing- ishátíðinni 1930. Svo tók Ingólfur til annarra starfa en ég hvarf, að þrem árum liðnum, til iangdvalar erlendis. Við héldum þó bréfasambandi allt til þess að stríðið skall á og enn varðveiti ég bunka af bréfum frá Ingólfi og fara þau á safn með öðru slíku. Eftir að ég flutti til starfa heima tókum við upp samband að nýju og einu sinni hittumst við á Siglufirði, þar sem Ingólfur þá bjó, en ég kom til jarð- hitarannsókna. Okkar samband rofnaði aldrei og á það kom aldrei bláþráður eða hnökri, þótt önn dagsins og störf mín erlendis trufluðu tímabundið. Nú er þetta allt minning, en skær og djúp, þökkum vafin. Annan slíkan mannkostamann sem Ingólf Krist- jánsson held ég mig ekki hafa fyrir hitt á langri ævi. Hann var sannkall- að göfugmenni. Að kynnast, á unga aldri, slíkum manni er gjöf öllum gjöfum æðri og á hana fellur aldrei skuggi. Jón Jónsson. vinsæll, yngri barnabörn okkar sækja þangað mjög gjaman. Einstæð móðir orti og skrifaði í gestabók á Bjössaróló 26. júlí 1993: Við ægisdyr í unaðsreiti grænum, ég uni mér í hlýjum sunnanblænum. I Bjössagarði bömin leika saman, og Brákarsund er rétt hér fyrir framan. Þegar Bjössi fór að huga að flutn- ingi í stórhýsið að Borgarbraut 65a og eftirlét dótturdóttur sinni og hennar fjölskyldu íbúðarhús sitt við Helgugötu orti hann 7. apríl 1994: Sat eg þar sem sólin skein sá til margra vina, flyt nú inn í stóran stein og stefni á eilífðina. Björn heldur áfram yrkingum og yrkir til langafabarnsins, sem nú er búsett í fyrrum íbúðarhúsi hans í næsta nágrenni við „Undralandið Bjössaróló". Genginn er nú gamall karl garminn hirtu tröllin. Alexanderektajarl, áaðpassavöllinn. Þegar Björn kom í nýja húsnæðið á Borgarbraut 65a hófst hann þegar handa við að búa til aðstöðu fyrir yngra fólk og smíða bekki fyrir þá eldri til að tylla sér á, svo sem hann hafði áður gert í „Skarðinu", við Kaupfélagið og víðar. Þegar ég nú kveð Björn Guð- mundsson með þakklæti fyrir góð kynni og vináttu á umliðnum árum vil ég votta syni og öðrum aðstand- endum innilega samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Undir þessar kveðj- ur taka starfsfélagar mínir á Bifreiðastöð KB og félagar Félags eldri borgara í Borgamesi og ná- gi-enni. Þá vildi ég óska þess að for- svarsmenn Kaupfélags Borgfirð- inga og þó alveg sérstaklega fram- mámenn Borgarbyggðar minntust Björns H. Guðmundssonar með því að halda við verkum hans svo sem Bjössaróló nú og um alla framtíð. Ragnar Sveinn Olgeirsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið * - greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SMAAUGLYSiNGAR ÝMISLEGT Snerting til heilsu Óhefðbundnar aðferðir hafa ver- ið iðkaðar í mörg hundruð ár án lyfja og skilað frábærum árangri, sem 14 ára reynsla hefur sýnt mér, og eingöngu verið jákvæð Sigurður Guðleifsson, sími 587 1164. Snerting til heilsu IVIæður athugiðl Pissar barnið þitt undir? Forgangstímar þar til skólinn byrjar. Þetta er ekki til- raunastarfsemi heldur byggð á árangri sem er frábær. Sigurður Guðleifsson, sími 587 1164. FÉLAGSLÍF Dagsferðir sunnud. 16 ágúst: Frá BSÍ kl. 09.00: Hlöðufell. Ekið að Hlöðufelli og gengið á fjallið um lítið dalverpi. Farar- stjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. Verð 2.700/3.000. Frá BSÍ kl. 09.00: Brúarár- skörð. Gengið frá upptökum Brúarár og farið um Brúarár- skörð. Svæði sem býður upp á ótrúlega náttúrufegurð. Verð 2.700/3.000. Spennandi sumarleyfisferðir í ágúst: 15.-19. ágúst: Laugavegur - trússferð. Ekið i Landmanna- laugar. Gengið að Álftavatni í Emstrur, suður Almenninga í Þórsmörk. Farangur fluttur á milli gististaða. Fararstjóri Sylvía Kristjánsdóttir. 20. -23. ágúst: Sveinstindur - Skælingar - Eldgjá, trússferð. Spennandi ferð. Fararstjóri verð- ur Hákon Gunnarsson. Gengið frá Sveinstindi við Langasjó í Skælinga. Gist í skála i Skæling- um. Siðasta daginn er gengið í Hólaskjól. 21. -23. ágúst: Fjallabaksleið- ir, hjólreiðaferð. Hjóluð Kraka- tindleið í Hvanngil. Farið um Mæiifellssand, eftir gömlum slóðum inn i Álftavatnskrók. Síð- asta daginn er farið i Eldgjá og ekið um Fjallabak heim. ðGA^ Dagskrá helgarinnar 15.—16. ágúst 1998 Laugardagur 15. ágúst Kl. 10.00 Lögbergsganga Gengið um hinn forna þingstað í fylgd sr. Heimis Steinssonar. Lagt upp frá hringsjá á Haki, gengið um Almannagjá á Lög- berg og endað i Þingvallakirkju. Tekur 1 % klst. Kl. 14.00 Gjár og sprungur Gengið verður frá þjónustumið- stöð um Snókagjá (Snóku), að Öxarárfossi og til baka um Fögru- brekku. Á leiðinni verður rýnt i fjölbreyttan gróður Snóku og fjallað um sögu og náttúru Þing- valla. Snókagjá er erfið yfirferðar á köflum, því er nauðsynlegt að vera vel skóaður. Gangan tekur 21/2—3 klst. og gjarnan má hafa með sér nesti. Sunnudagur 16. ágúst Kl. 14.00 Guðsþjónusta i Þingvallakirkju Prestur sr. Heimir Steinsson, organisti Ingunn H. Hauksdóttir. Kl. 15.30 Litast um af lýðveldisreit Sr. Heimir Steinsson tekur á móti gestum þjóðgarðsins á grafreit að baki kirkju og fjallar um náttúru og sögu Þingvalla. Allar nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustu- miðstöð þjóðgarðsins, sem er opin frá kl. 8.30—20.00, sími 482 2660. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 16. ágúst kl. 13: Ketilstígur — Seltún — gömul þjóðleið. Skemmtileg ganga yfir Sveifluháls. Verð 1.200 kr„ fritt f. börn með fullorðnum 15 ára og yngri. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6. Dagsferðir í Þórsmörk sunnu- dag 16., mánudag 17. og mið- vikudag 19. ágúst. Með brott- för kl. 8.00 að morgni, einnig hægt að dvelja á milli ferða. Næstu helgarferðir í Þórs- mörk og á Fimmvörðuháls eru 21.—22. ágúst. Heglarferð Laugar — Eldgjá — Álftavatn, 21.—23. ágúst. Laus sæti í síðustu „Lauga- vegsferðirnar" og ferðina „Við rætur Vatnajökuls" 27.—31. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.