Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÖH spjót standa á ríkisstjórninni Komið er á þriðja ár írá því stjóm- endur íslandsbanka lýstu fyrst áhuga sínum á sameiningu Islands- banka og Búnaðarbanka. Talsverðar óformlegar viðræður, tæknilegs eðl- is, hafa farið fram við viðskiptaráðu- neytið. Skv. upplýsingum blaðsins var ávallt ræddur sá möguleiki að bankamir tveir yrðu sameinaðir á þann hátt að fram færi sambærilegt mat á báðum bönkunum og á grundvelli slíks mats yrði hlutafé í hinum sameinaða banka skipt milli ríkisins annars vegar og hluthafa Islandsbanka hins vegar. Það væri síðan ríkisins að ákveða hvort og þá hvenær það vildi selja hlutabréf sín á markaði. Þessi leið hefur ýmsa kosti frá sjónarmiði ríkisins vegna þess að það ætti þá að geta notið hækkandi gengis bréfanna vegna þeirrar hagræðingar sem leiðir af sameiningunni. Hún hefur líka þá ókosti, að vera flóknari ferill og samningaviðræður gætu tekið lang- an tíma. Með beinu kauptilboði sínu nú stefna Islandsbankamenn að sam- einingu bankanna tveggja og telja unnt að lækka heildarkostnað um allt að 15% eða um nær einn miljarð kr. á ári. Bankinn ætlar að fjár- magna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár á innlendum markaði en vegna yfirverðs á kaupum á hluta- bréfum í Búnaðarbankanum sem þurfi að afskrifa í bókhaldi bankans þarf Islandsbanki líka að taka víkj- andi lán upp á 2,5 milljarða kr. Að áliti heimildarmanna í fjár- málalífi og innan stjómarílokkanna er 8 milljarða tilboð Islandsbanka í Búnaðarbankann raunhæft tilboð, þótt sumir telji það í lægra lagi vegna þess að samlegðaráhrifin séu vanmetin. Fari samningaviðræður í gang megi þó búast við að ríkið geri bankanum gagntilboð. Islandsbankamenn hafa gengið í gegnum sameiningu bankastofnana og gera sér vel grein fyi'ir því hverju ná má út úr svona samruna. Tilboðið er að mati íslandsbanka yf- ir þeim mörkum sem viðskiptaráðu- neytið hafði látið gera við mat á Búnaðarbankanum og einnig mati á eigin fé bankans. Þá verði að taka tillit til þess að hér sé nánast um staðgreiðslu að ræða, auk þess sem bankinn taki í raun á sig alla áhættu af því hvort nauðsynleg hagræðing gangi eftir. „Menn ráðstafa ekkert bönkum," segir einn þeirra sem leggjast gegn samruna Islandsbanka og Búnaðar- banka. „Ef þú gerir þetta ekki í sátt við viðskiptamenn og starfsmenn þá hraðminnkar sá banki,“ segir hann. Benti hann jafnframt á að þessar sameiningarhugmyndir og hagræð- ing vektu ugg hjá starfsmönnum og viðskiptavinir bankans kynnu að flytja sín viðskipti annað. FBA vill halda sjálfstæði sfnu og bjóða út á markaði Stjórnendur FBA munu skv. heimildum blaðsins vilja halda sjálf- stæði bankans og að gengið verði hið fyrsta fram í að bjóða út það 49% hlutafé sem heimild er fyrir, í dreifðri sölu, þannig að markaðs- verð fáist á bankann. I framhaldi af því yrði svo mögulegt að selja þann eignarhluta sem eftir stæði í stærri skömmtum til fagfjárfesta og kjöl- festufjárfesta innanlands og á er- lendum markaði. Stjórnendur FBA líta svo á að þegar bankinn var stofnsettur með sameiningu at- vinnuvegasjóða hafi meginrökin verið þau að til yrði sjálfstæður heildsölubanki sem gæti veitt fyrir- tækjum almenna fjármálaþjónustu. Fráleitt sé því að sameina FBA og Búnaðarbankann, af því yrðu lítil sem engin samlegðaráhrif. Mun meiri samlegðaráhrif yrðu af hugs- anlegri sameiningu FBA og Kaup- þings en hins vegar eru uppi veru- legar efasemdir um hvemig spari- sjóðirnir ætli að fjármagna kaup á öllu hlutafé ríkisins í FBA. Staða þessara mál var rædd á stjórnar- fundi sl. fimmtudag og mun sjónar- miðum stjórnenda hafa verið komið á framfæri við ráðherra. Skýrast línur um mánaðamótin? Ráðherrar hafa lagt áherslu á að þrátt fyrir alla þá kosti sem nú séu uppi sé eingöngu um könnunarvið- ræður að ræða og engar ákvarðanir verði teknar um sölu íyrr en mótuð hefði verið stefna um næstu skref í endurskipulagningu á fjármála- markaði. Þeirrar stefnumörkunar er nú beðið með óþreyju. Þótt ríkisstjórnin haldi enn sem komið er öllu opnu um hvaða leiðir beri að fara virðist samstaða um nokkur meginmarkmið sem for- ystumenn ríkisstjómarinnar hafa sett fram í umróti síðustu vikna: Brýna nauðsyn beri til að ná fram verulegri hagræðingu á fjármagns- markaði. Ríkið reyni að fá sem mest verðmæti fyrir eignarhlut sinn í bönkunum. Tryggð verði virk sam- keppni á fjármálamarkaði. Þörf sé á að fá erlenda eignaraðild inn á fjár- magnsmarkaðinn og dreifð eignar- aðild að eignarhlut ríkisins verði höfð að markmiði. Islandsbankamenn og forsvars- menn sparisjóðanna halda því fram að verði af kaupum þeirra á Búnað- arbanka og FBA náist í senn öll meginmarldð sem ríkisstjórnin hef- ur sett um einkavæðingu ríkisbank- anna. Af þeim sökum verði erfitt að hafna samningaviðræðum við þá á þeim forsendum. í öllum þeim könnunarviðræðum sem í gangi eru hafa verið sett þröng tímamörk. Tilboð íslands- banka rennur út 15. september. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra hefur sagt að það muni liggja fyrir í byrjun september hversu stór hluti FBA verður seldur í fyrsta áfanga og samhliða verði tek- in ákvörðun um hvaða áform stjórn- völd hefðu um sölu á því sem eftir væri af hlutafé ríkisins í FBA. Skv. heimildum innan ríkisstjórnar má búast við að línur fari að skýrast fyrir mánaðamótin og þá megi jafn- vel vænta þess að ríkisstjómin út- skýri hvaða aðgerða hún hyggst gi'ípa til í bankamálunum. Ríkisstjórnin í klemmu? „Atburðarásin varð hraðari en menn voru búnir undir og kom mönnum í opna skjöldu. Þess vegna eru menn hreinlega í vörn. í augna- blikinu standa öll spjót á ríkis- stjórninni um að móta skýra afstöðu í þessu máli. Ríkisstjórnin er í mik- illi klemmu vegna þess að fyrst set- ur hún fram einhverja stefnu í þess- um málum og fær strax viðbrögð fjármálastofnana, sem falla í einu og öllu að markmiðum hennar. Þá koma bara til pólitísk sjónarmið sem bankamir eru ekkert að hug- leiða. Pólitíkin truflar allan fram- gang málsins," segir heimildarmað- ur innan bankakerfisins. Annar við- mælandi sagði kristaltært að póli- tísk hrossakaup væru að þvælast fyrir ráðherrum í þessum málum, þeir væru að glíma við fortíðina og einhver valdatengsl í atvinnulífi og stjórnmálum. „Markaðurinn myndi bregðast öðruvísi við og væri reynd- ar fyrir löngu búinn að gera eitt- hvað í málunum," sagði hann. Tortryggni og ótti við ítök yrirtækjablokka Á baksviði þessara hræringa hef- ur ríkt tortryggni milli stjórnar- flokkanna um að atburðarásin í sumar tengist tilraunum fyrirtækja- blokka, með pólitísk ítök, til að tryggja sér betri samkeppnisstöðu og ráðandi hlut í ríkisviðskipta- bönkunum, verði þeir seldir. Ýmsir viðmælendur innan stjórnarflokk- anna og í bankakerfinu segjast hafa grunsemdir um að tengja megi þann umsnúning sem varð í þessum málum í sumar við áhuga meðeig- enda Landsbankans í VIS, stórfyr- irtækja og sjóða sem áður tilheyrðu Sambandsveldinu og voru í nánum tengslum við Framsóknarflokkinn, á að eignast stóran hlut í Lands- bankanum. Helstu meðeigendur Landsbankans í VÍS eru Olíufélag- ið, Samvinnusjóður Islands og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn. Fram kemur í samtölum við nokki'a framsóknar- menn að sumir þeirra eru með lík- um hætti fiillir efasemda um mögu- leg kaup íslandsbanka og Búnaðar- banka, og telja að þar næði „Kol- krabbinn" virkum yfirráðum yfir bankanum. Talsmeni. íslandsbanka og fleiri viðmælendur segja fráleitt að ætla að fyrirtækjablokkir ráði Is- landsbanka þar sem eignarhald sé mjög dreift. Tveir stærstu hluthafar bankans eigi um 10% hvor, og þar sé um að ræða lífeyrissjóði. Þingmenn innan beggja stjórnar- flokka og viðmælendur sem starfa í fjármálalífmu staðfesta að þessi hugsunarháttur sé til staðar innan stjórnarflokkanna og torvgldi allan framgang málsins. „Ef VÍS-hópur- inn nær að komast inn í Landsbank- ann með stóran hluta við hliðina á SE-bankanum, þá verður að hleypa íslandsbanka að Búnaðarbankan- um,“ sagði sjálfstæðismaður í sam- tali við blaðið. „Það er enn til staðar blokkamyndun í atvinnulífinu Eg er sannfærður um að þessi kenning á stóran þátt í þessari atburðarás," segir framsóknarmaður. Forsvarsmenn á fjármálamarkaði benda á að þessi hugsunarháttur sé hrein tímaskekkja því allai- aðstæð- ur í fjármálakerfinu hafi gjörbreyst frá því sem áður var og nú leiti fyr- irtæki eftir bankaviðskiptum þar sem hagstæðustu kjörin eru í boði hverju sinni. Stjórnandi í fjármála- stofnun, sem vel þekkir til, segir að margir stjórnmálamenn telji að bankamir skipti miklu máli varð- andi valdaskiptingu í þjóðfélaginu. „Mér finnst stjórnmálamenn fastir í þessari hugsun ennþá. í dag eru þetta bara þjónustufyrirtæki í harðri samkeppni. Menn misreikna sig þegar þeir ræða um völd í fjár- málageiranum. Þessi hugsunarhátt- ur truflar ákvarðanir. Ef við eram að tala um uppskiptingu innan flokkanna þá óttist menn að það sé verið að skekkja eitthvað sem kann að hafa verið í jafnvægi. Afgreiðsla ríkisstjórnarinnar á þessu máli á fyrst og fremst að vera á faglegum fjárhagslegum grunni en ekki á pólitískum grunni. Menn misreikna sig ef þeir telja að þeir séu að missa einhver völd vegna þess að spilin eru stokkuð upp með öðrum hætti en verið hefur,“ segir hann. Þessi ólíku viðhorf endurspeglast að nokkru leyti í misvísandi yfirlýs- ingum forystumanna stjórnarflokk- anna um að hversu dreifðri eignar- aðild beri að stefna þegar ríkið dregur sig út úr eignarhaldi á bönk- unum. Þær könnunarviðræður sem í gangi eru beinast allar að því að kaupendur ríkisbankanna verði svo- kallaðir kjölfestufjárfestar í við- komandi fjármálastofnunum með ráðandi eignarhlut. Að öðru leyti yrði hlutafé selt í dreifðri sölu á markaði. Viðskiptaráðherra hefur sagt að mikilvægt sé að hafa í þess- um fjármálastofnunum hvort tveggja kjölfestufjárfesta, sem ættu stóran eignarhlut, og um leið mjög víðtæka möguleika fólks á að eign- ast hlut í bönkunum. Davíð Oddsson forsætisráðherra gaf stefnumarkandi yfirlýsingu í viðtali við Morgunblaðið 9. ágúst sl. er hann sagði mikilvægt að eignar- haldi í bönkunum verði dreift og það sé tryggt að bankarnir séu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalíf- inu. Davíð sagðist telja að í banka- stofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40% eign- arhlut í bankastofnun. Það sé engin nauðsyn á eigendum með stærri eignarhlut en að ofan greinir og við slíkar aðstæður geti eignaraðilar með 2-3% eignarhlut haft veruleg áhrif á reksturinn, auk þess sem þeir væra líklegastir til þess að knýja á um að arðsemisjónarmið réðu ferðinni. Þótt það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn telji hann að það komi fyllilega til álita að tryggja það með lagasetningu að eignarhaldi I bönkunum, þegar rík- ið sleppi af þeim hendinni, verði dreift. Einn viðmælenda blaðsins og þátttakandi í þeim hræringum sem átt hafa sér stað setur fram and- stæð sjónarmið og segir mikilvægt að sterkir kjölfestufjárfestar komi að sameiningu fjármálastofnana, með þeim rökum að kjölfestufjár- festar veiti stjómendum viðkom- andi íyrirtækis aðhald, sem ekki sé til staðar ef eingöngu er byggt á dreifðri eignaraðild. Því megi jafn- vel halda fram að dreifð eignaraðild geti undir vissum kringumstæðum hvatt til blokkamyndunar, því eðli málsins samkvæmt þurfi einhverjir aðilar að ná saman til þess að stýra viðkomandi fyrirtækjum. Ef hlutafé í bönkunum yrði eingöngu selt í dreifðri sölu og í smáum skömmtum til einstakra aðila muni hagræðing í bankakei-finu ganga hægar fyrir sig og ríkið fá minna í sinn hlut. Því sé skynsamlegast að fara blandaða leið og hafa sterka kjölfestufjárfesta og dreifða eignaraðild samhliða. Ráða- menn séu hins vegar ekki búnir að ræða þessi mál til hlítar. Þörf á verulegri hagræðingu Sú uppstokkun sem framundan er á fjármálamarkaði kann að gjör- breyta íslenska bankakerfinu. Um gríðarlegar fjárhæðir er að ræða og má í því sambandi benda á að heild- areignir allra viðskiptabanka og sparisjóða hér á landi eru taldar nema nálægt 350 milljörðum kr. (yf- ir 400 milljörðum að Fjárfestingar- bankanum meðtöldum). Yfirgnæf- andi meirihluti virðist vera íyrir því innan ríkisstjórnarflokkanna að selja eigi eignarhluta ríkisins í ríkis- bönkunum fyrr eða síðar, og eru flestir einnig sammála um að veru- legrar hagræðingar sé þörf í banka- kerfinu hér á landi. Að mati Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra á að vera hægt að ná fram allt að 2,5 milljarða kr. sparnaði með hagræð- ingu í bankakerfinu. I skýrslu Landsbankans um íslenska banka- kerfið í breyttu umhverfi sem kynnt var í seinasta mánuði kom fram að vaxtamunur er um tveimur pró- sentustigum hærri hér á landi en á Norðurlöndunum og kostnaðarhlut- fallið á sama tíma mun hærra. Fjöldi bankaútibúa hefur nokkurn veginn staðið í stað hér á landi allan þennan áratug. Af samtölum við stjórnarliða má ráða að mjög ólíkar skoðanir eru á því hvemig þessum markmiðum verði helst náð, hvaða bankastofn- anir sé heppilegast að sameina og hvaða aðferðir beri að nota, hvort hefjast eigi handa strax um sölu rík- isbankanna og láta markaðinum eft- ir að koma á nauðsynlegri hagræð- ingu eða hvort ríkisstjórnin á fyrst að grípa til aðgerða til hagræðingar og ákveða næstu skref við endur- skipulagningu í bankakerfinu áður en kemur að sölu bankanna. „Það sem málið snýst um er í rauninni hvort þetta tal allt saman og hugmyndir verði til þess að það Ljóst er af samtölum við stjórnarþingmenn úr báðum stjórnarflokkum að innan beggja flokka er að finna jafnt stuðningsmenn sem andstæðinga allra þeirra kosta sem nú eru uppi gerist ekki neitt. Það verði ekki hægt að taka eina einustu ákvörðun vegna þess að svo margt er að ger- ast. Það væri hörmuleg niðurstaða. Þess vegna legg ég áherslu á að ákveðið verði að gera það sem búið var að ákveða,“ segir einn viðmæl- enda innan stjórnarliðsins. „Þetta er orðið farsakennt," sagði annar. „Sumir halda því fram að úr þessu sé best að draga í land með allt saman og standa við fyrri yfirlýs- ingar um að láta hlutafélagasvæð- inguna ganga fram í einhver misseri og bíða með málið. Sumir telja að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að þetta verði niðurstaðan,“ sagði heimildar- maður innan Framsóknarflokksins. „Eg tel að menn hafi farið ffam úr sér. Það er skoðun flestra í þing- flokknum. Það hefði átt að skapa meiri möguleika á að ræða við inn- lenda aðila um Fjárfestingarbank- ann áður en farið var að gera meira. Þetta gerir málið allt saman erfið- ara,“ sagði sjálfstæðismaður. Mest hagræðing af sameiningu Landsbanka og íslandsbanka Það virðist vera samdóma álit flestra viðmælenda sem þekkja vel til á íslenskum fjármálamarkaði að ná megi mestri hagræðingu í bankakerfinu með sameiningu við- skiptabanka. Mestu möguleikarnir á að lækka tilkostnað felist í sam- einingu Landsbankans og Islands- banka. Sú leið er hins vegar ekki talin fær því yfirburðir þess banka yrðu slíkir að samkeppnisstaða ann- arra banka yrði með öllu óviðun- andi. Hið sama megi raunar segja um sameiningu Islandsbanka og Búnaðarbanka að öðni óbreyttu þótt fáir mæli því mót að mikil sam- legðaráhrif iylgdu slíkum samruna. íslandsbankamenn eru þó annarrar skoðunar og halda því fram að sam- eining þessara banka muni ekki draga úr samkeppni heldur þvert á móti jafna stöðuna. Benda þeir á að sameiginlegur hlutin- þessara banka sé 39% af heildareign banka og sparisjóða á sama tíma og hlutur Landsbankans sé 31%. Ýmsir sjálfstæðismenn hafa hvatt ríkisstjóraina til að ganga harðar fram í einkavæðingu bankanna og gagnrýna þá seinkun sem orðið hef- ur á hlutafjárútboði bankanna. Halda þeir því fram að besta leiðin til að finna sannvirði á eignarhluta ríkisins sé ef bankarnir eru skráðir á Verðbréfaþingi og að það mynd- aðist á þá markaðsverð. Þegar bankamir væru svo farnir að starfa við þann aga sem því fylgir megi taka næstu skref í sölu bankanna. Heimildarmaður sem gjörþekkir aðstæður á fjármálamarkaðinum heldur því fram að ekki sé rétt að ráðast strax í sölu á eignarhlut rík- isins í Landsbankanum. Bankinn hafi gengið í gegnum stjómunar- lega og fjárhagslega erfiðleika og þess vegna sé skynsamlegast að gefa stjórnendum bankans tækifæri til að styrkja eiginfjárstöðuna með útgáfu á nýju hlutafé og búa þannig um hnútana að bankinn verði góð söluvara og selja svo. Margir kostir eru í stöðunni og allir óráðnir. Margir segjast fullir efasemda um að nokkuð verði úr viðræðum ríkisins og SE-bankans, að sinni a.m.k. Innan ríkisstjóraar- flokkanna og á fjármálamarkaðin- um segja viðmælendur mildlvægast að ríkisstjórnin fari nú yfir málið í heild sinni og ákveði annaðhvort að leggja formlega til að breytt verði frá upphaflegri stefnu um einka- væðingu ríkisbankanna eða lýsi því skýrt yfir að stjórnvöld ætli að halda sig við það sem búið var að ákveða og framkvæma það. Innan íslenskra fjármálastofnana hafa menn vitneskju um að fylgst er með þessum hræringum og þróun mála á erlendum fjármálamörkuð- um. Er álitið að í ljósi þeirrar um- ræðu sem átt hefur sér stað og yfir- lýsingar stjórnvalda um að stefnt sé að einkavæðingu yrði það nánast álitshnekkir ef ríkisstjómin ákveð- ur að fresta öllu saman. „Það sem skiptir sköpum núna um frekari þróun þessa markaðar er að ríkið dragi sig út úr þessari starf- semi, þannig að aðilar standi jafnar að vígi í samkeppninni, en það skipt- ir höfuðmáli að ríkisvaldið geri það með réttum hætti,“ segir forsvars- maður á fjármálamarkaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.