Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNB LAÐIÐ Sparisjóðurinn aftur á sporið Sparisjóðurinn í Keflavík virðist aftur vera kominn á sporið eftir margra ára erfiðleika. Fortíðarvandamálin hafa verið hreinsuð út og stjórnskipulagi breytt. Helgi Bjarnason ræddi við Geirmund Kristins- son sparisjóðsstjóra um breytingar í atvinnulífí Suðurnesja og starfsemi sparisjóðsins. SPARISJÓÐSSTJÓRINN í Keflavík, Geirmundur Kristínsson, er ánægður me SPARISJÓÐURINN í Kefla- vík skilaði 55 milljóna króna hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins. Rekstur- inn virðist hafa lagast mikið því sjóðurinn var rekinn með liðlega 55 milljóna króna tapi á árinu 1997 en þá voru verulegar fjárhæðir lagðar í afskriftareikning útlána. Erfíðleikar í atvinnulífí Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri rekur erfiðleika sparisjóðs- ins til síðustu efnahagslægðar og þeirrar ákvörðunar þáverandi ríkis- stjórnar að Byggðasjóði væri óheimilt að lána fé til atvinnurekstrar á Suður- nesjum. „Sjávarútvegur koðnaði niður í stærstu byggðarlögunum, Keflavík og Njarðvík, og okkar var vísað upp á Völl, í vinnu til Varnarliðsins. Breyta varð uppbyggingu atvinnulífsins í gi'undvallaratriðum, hætta á sjónum og snúa okkur að öðru. Petta hafði gríðarleg áhrif á allt atvinnulíf og varð til þess að kreppan kom verr við Keflavík en marga aðra staði á land- inu.“ Ei-fíðleikarnir komu illa við Spari- sjóðinn í Keflavík, eins og mörg önnur þjónustufyrirtæki. „Þeir bitnuðu á heimilum og fyrirtækjum og spari- sjóðurinn þurfti að axla mörg gjaldþrot," segir Geirmundur. Atvinnulífið á Suðurnesjum tók við sér á nýjan leik þótt landshlutinn verði aldrei aftur jafn mikilvægt sjávarútvegssvæði og það var. Ut- gerðin hvarf að mestu úr Keflavík og Njarðvík og byggðarlagið varð þess í stað nokkurs konar þjónustumiðstöð fyrir Suðurnesin en áfram er öflug út- gerð í Grindavík, Sandgerði og Garði. Nýtt skipulag Sparisjóðurinn hefur verið að vinna sig út úr erfíðleikunum með ýmsum aðgerðum sem virkað hafa misjafn- lega vel, að sögn sparisjóðsstjórans. „Við höfum verið í miklum aðhaldsað- gerðum á undanförnum árum, verið að klípa smátt og smátt af kostnaðin- um, ekki síst í útibúunum. Það hefur bitnað á öllum, jafnt stjórnendum sem almennum starfsmönnum. Við höfum ekki þurft að segja upp fólki en ekki ráðið í nærri öll störf sem hafa losnað og með því móti fækkað starfsfólki um fímmtung. Þrátt fyrir þetta höfum við haldið óbreyttu þjónustustigi og það höfum við getað gert með því að tileinka okkur nútíma tækni í vinnubrögðum og nýja upp- lýsingatækni." Erfíðleikar samdráttarskeiðsins hafa hvílt eins og skuggi yfír spari- sjóðnum. Þegar náðst hefur árangur í rekstri hefur alltaf þurft að strika hann út í lok árs með aukaafski'iftum útlána. Á síðasta ári ákvað stjórn Sparisjóðsins í Keflavík að breyta stjórnskipulagi sjóðsins ásamt því að taka á afskriftarmálunum. Ráðinn var einn sparisjóðsstjóri sem hefur með sér fimm forstöðumenn deilda en fram til þess tíma höfðu sparisjóðs- stjórarnir verið tveir ásamt aðstoðar- sparisjóðsstjóra, skrifstofustjóra, af- gi'eiðslustjóra og deildastjórum. Markmiðið var að gera stjórnun skil- virkari og um leið ódýrari. Geirmund- ur var ráðinn sparisjóðsstjóri en hann hafði verið annar tveggja sparissjóðs- stjóra frá árinu 1994. Hreinsað út Jafnframt þessu ákvað stjórn sjóðs- ins, að tillögu sparisjóðsstjóra, að leggja 90 milljónir kr. aukalega í af- skriftareikning til þess að eiga fyrir hugsanlegum útlánatöpum frá fyrri tíma. Varð það til þess að tap varð á sparisjóðnum. „Við höfðum efni á því að hreinsa upp fortíðarvandann, eigið fé Sparisjóðsins er enn vel yfir því lágmarki sem lög áskilja, og því þótti rétt að draga ekki lengur að taka á vandanum," segir Geirmundur. Astandið í atvinnulífinu á Suður- nesjum hefur lagast smám saman og er nú að komast í jafnvægi, að mati sparisjóðsstjórans. „Það er auðvitað svekkjandi að verða fórnardýr þegar lifnaðarháttum fólks er breytt en ég tel þó að við getum ýmislegt af þessu lært. Breytingamar hér á Suðurnesj- um eru dæmi um það hvemig hægt er að breyta algerlega atvinnulífí í heil- um landshluta. Fyrst það tókst hér er hægt að gera það annars staðar á landinu." Hagnaðareining en ekki kostnaðarstaður Geirmundur telur að góður hagnað- ur fyrstu sex mánuði ársins sýni að Sparisjóðurinn í Keflavík sé í mikilli sókn. Bætt afkoma frá fyrra ári bygg- ist að stóram hluta á minni framlög- um á afskriftareikning en tekjur hafa einnig aukist vegna aukinna umsvifa. „Við höfum breytt hugsunarhætti starfsfólksins. Það hugsar nú um sparisjóðinn sem hagnaðareiningu fremur en kostnaðarstað. Það skilar sér í störfum þess.“ í Sparisjóðnum í Keflavík eru gerðar nákvæmar rekstraráætlanir fyrir árið og mánaðarlega eru niður- stöður rekstrarins bornar saman við þær. „Við höfum náð góðum tökum á mánaðarlegum bókhaldsuppgjörum og fullkomin uppgjör, að vísu óend- urskoðuð, eru tilbúin fímm dögum eftir lok hvers mánaðar. Er því mögulegt að bregðast skjótt við þeg- ar lagfæra þarf eitthvað sem er að fara úrskeiðis í rekstrinum," segir Geirmundur. Starfsfólkið er látið fylgjast vel með og uppgjör eru kynnt reglulega fyrir því. „Það er hvetjandi fyrir starfsfólkið þegar árangur næst eins og nú. Það var að sama skapi oft ansi erfitt að halda uppi góðum starfsanda þegar mestu erfiðleikarn- ir voru. En fólkið stóð saman og var ákveðið að leggja sitt af mörkum til að vinna sparisjóðinn út úr erfiðleik- unum. Mér fínnst það þakkarvert hvað starfsfójkið hélt lengi tryggð við fyrirtækið. I dag er starfsandinn góður og við horfum bjartsýn fram á veginn." Hornsteinn í héraði Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður árið 1907 af einstaklingum í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesj- um. Starfssvæði hans er enn í sveit- arfélögunum sunnan Hafnarfjarðar þótt lögum hafí verið breytt og afmáð mörk milli starfssvæða sparisjóðanna í landinu. Sparisjóðurinn er með af- greiðslur í Njarðvík, Grindavík, Sand- gerði og Garði og þar er veitt alhliða bankaþjónusta. Sparisjóðurinn hefur alltaf verið í mikilli samkeppni við viðskiptabank- ana. Þannig voru lengi fjórir bankar með útibú í Keflavík en eftir banka- samrunann era þar nú útibú Lands- banka Islands og Islandsbanka og Landsbankinn er auk þess með útibú í Grindavík og Sandgerði. „Við höfum ávallt, eins og allir sparisjóðir, verið hornsteinn í héraði. Fólkinu fínnst, eins og rétt er, að sparisjóðurinn sé þess stofnun. Við sem vinnum í sparisjóðnum höfum alist hér upp og þekkjum vel aðstæð- ur fólks, bæði það sem gott er og slæmt. Við eigum því auðveldara en ýmsir aðrir með samskipti við við- skiptavinina og að veita þeim per- sónulega þjónustu,“ segir Geirmund- ur þegar hann er spurður að því hvað greini starfsemi sparisjóðsins frá bankaútibúunum. Fullnýta markaðinn „Það er stefna sparisjóðsins að fullnýta þann markað sem við höfum hér á Suðurnesjum, sinna vel þeim sem við höfum þegar í viðskiptum. Það geram við með því að bjóða þeim enn betri og fjölbreyttari þjónustu," segir sparisjóðsstjórinn þegar spurt er um framtíðarsýn. Unnið er að þróun ýmissa þjónustuþátta. Þannig hefur nýr heimabanki verið tekinn í notkun og nýtur vinsælda. Greiðsluþjónusta er orðinn stór þátt- ur í starfseminni og er Sparisjóðurinn í Keflavíkur fremstur sparisjóðanna á því sviði. Þá hafa verðbréfaviðskipti verið vaxandi þáttur í starfsemi hans og er stefnt að því að setja upp við- skiptastofu til að sjá um þau og fjár- stýringu. Loks má nefna að sjóðurinn hefur verið að hraðbankavæða Suður- nesin. Mörg fyrirtæki á landsbyggðinni leita eftir viðskiptum á höfuðborgar- svæðinu, þar sem mestu umsvifín era. Geirmundur segir að vissulega séu möguleikar á höfuðborgarsvæðinu en stjórnendur sparisjóðsins hafí einbeitt sér að því að bæta afkomu rekstrarins og rækta garðinn sinn. Því hafi ekki mikið verið hugað að öðram mörkuð- um. „Við erum lokaðir hér inni og ef við ætlum að sækja á önnur mið þurf- um við að fara til Reykjavíkur eða útlanda." 140 stofnfjáreigendur Éignarhald sparisjóðanna hefur komist til umræðu í tengslum við hagræðingu í bankakerfinu. Því hef- ur verið haldið fram að vegna þess hvernig því er háttað væri erfitt fyrir sparisjóðina að taka þátt í nauðsyn- legri uppstokkun. Geirmundur segir að sparisjóðurinn sé vissulega sjálfs- eignarstofnun en því til viðbótar leggi stofnfjáreigendur honum til eigið fé og fái út á það ýmis réttindi, meðal annars til að kjósa þrjá stjórn- armenn af fímm. Hann bendir á að eigendur stofnfjárbréfa í spari- sjóðunum í landinu séu orðnir um þrjú þúsund og það sé allnokkuð í samanburði við viðskiptabankana. Liðlega sex þúsund hluthafar eru í íslandsbanka en einn hluthafí í Landsbankanum og Búnaðarbankan- um enn sem komið er. Eftir að lögum um sparisjóði var breytt hefur Sparisjóðurinn í Keflavík unnið markvisst að því að afla sér eig- in fjár með sölu stofnfjárbréfa. Á fímm áram hafa 140 einstaklingar og fyrirtæki keypt stofnfjárbréf og með því lagt honum til eigið fé að fjárhæð 142 milljónir kr. Hlutfall stofnfjár af eigin fé er orðið umtalsvert því heild- ar eigið fé sparisjóðsins er 550 millj- ónir kr. „Okkur hefur tekist að af- sanna þá fullyrðingu sem komið hefur fram að sparisjóðirnir geti ekki aflað sér eigin fjár öðravísi en með hagnaði," segir Geirmundur. Hvert stofnfjárbréf er að nafnvirði 150 þúsund kr. og er nú með verðbót- um selt á um 167 þúsund kr. Eitt at- kvæði fylgir hverjum hlut og þótt Lána Norðuráli 700 milljónir króna LANDSBANKI íslands hf. hefur lánað Norðuráli hf. á Grundar- tanga 10 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 700 milljónum íslenskra króna. I kjölfarið lækkar lánveiting til Norðuráls, samkvæmt lánasamningi við tólf alþjóðlegar lánastofnanir, sem þessu nemur. Endurfjármögnunin veitir Norð- uráli aukinn sveigjanleika og möguleika til hagræðingar, segir í fréttatilkynningu. Lánið er veitt til tíu ára og eru vextir breytilegir miðað við sex mánaða Libor-vexti. Landsbankinn hefur þegar lánað þijár milljónir Bandarikjadala, eða sem samsvar- ar um 210 milljónum íslenskra króna, til uppbyggingar aðstöðu við Grundartangahöfn. Landsbank- inn er viðskiptabanki Norðuráls hf. og með þessari lánveitingu er hann jafnframt orðinn stærsti lang- tímalánveitandi fyrirtækisins. Þegar gengið var frá lánveiting- unni lýstu forvígismenn beggja fyr- irtækjanna yfir áhuga á frekara samstarfí vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. „Það er í samræmi við stefnu Landsbankans að auka lán- veitingar sínar til orkuframleiðslu og fyrirtækja í orkufrekum iðnaði. Miðar þessi stefna í senn að því að taka þátt í atvinnuuppbyggingu með afgerandi hætti og jafna áhættu í starfsemi bankans." VIÐ undirritun lánasamningsins. Við borðið sitja f.v. Birgir B. Jónsson, Kenneth D. Peterson jr., Halldór J. Krist- jánsson, Ragnar Guðmundsson og Brynjólfur Helgason. Á bak við standa Hlynur Sigursveinsson og Kristinn Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.