Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR + Kamilla Sigríð- ur Árnadóttir í Arnarbæli fæddist í Oddgeirshólum í Flóa 3. maí 1907. Hún lést í Reykja- vík 7. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni Árnason, f. 24.7. 1877, d. 10.5. 1936, bóndi í Odd- — " geirshólum, og k.h. Elín Steindórsdótt- ir Briem, f. 20.7. 1881, d. 30.8. 1965, húsfreyja. Foreldr- ar Árna voru Árni Gunnarsson bóndi í Dalbæ í Hrunamanna- hreppi og Katrín Bjarnadóttir frá Tungufelli. Foreldrar Elín- ar voru Steindór Briem prestur í Hruna og Kamilla Sigríður dóttir Rasmusar Peter Hall verslunarmanns í Reykjavík. Systkini Sigríðar eru Steindór, f. 17.6. 1904, d. 1.4. 1906; Stein- dór Briem, f. 3.10. 1908, d. 4.8. 1937; Katrín, f. 26.5. 1910, hús- freyja í Hlíð í Gnúpverja- hreppi. Hennar maður var Steinar Pálsson bóndi, Hlíð, f. 8.1. 1910, d. 8.3. 1997; Ólafur, dó frumvaxta; Ólafur, f. 23.5. 1915, d. 19.5. 1996, bóndi í Oddgeirshólum og síðar á Sel- fossi, var kvæntur Guðmundu Jóhannsdóttur; Guðmundur, f. 27.8. 1916, bóndi í Oddgeirs- hólum en kona hans er Ilse Árnason, f. Wallmann; Jóhann Krisyán Briem, f. 28.8. 1918, bóndi í Oddgeirshólum og síðar Selfossi; Olöf Elísabet, f. 31.1. 1920, húsmóðir á Selfossi en maður hennar er Jón Ólafsson, fyrrverandi skrifstofu- og bankaútibússtjóri. Hinn 25. október 1941 giftist Sigríður Guðmundi Kristjáns- syni, f. 5.3. 1903, d. 15.6. 1991, bónda í Arnarbæli í Grímsnesi. Hann var sonur Kristjáns Sig- urðssonar, f. 4.6. 1870, d. 15.10. 1943, bónda í Arn- arbæli, og k.h., Guðrúnar Jónsdótt- ur, húsfreyju, f. 4.11. 1874, d. 7.12. 1940. Börn Sigríðar og Guðmundar eru: Elín, f. 4.10. 1942, meinatæknir og húsmóðir í Reykja- vík, gift Jósef Skaftasyni lækni, dóttir þeirra er Kamilla Sigríður nemi, f. 11.7. 1980; Kristín Erna, f. 9.10. 1943, íþróttakennari, sjúkraþjálfari og húsmóðir í Reykjavík en maður hennar er Jónas Elías- son verkfræðiprófessor, sonur þeirra er Guðmundur Arnar nemi, f. 26.8 1983; Guðrún Erna, f. 9.10. 1943, kjólameist- ari og deildarstjóri við Iðnskól- ann í Reykjavík; Árni, f. 1.9. 1945, starfsmaður við vinnuvél- ar, búsettur í Arnarbæli í Grímsnesi. Sigríður stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1930-32 og lauk kennaraprófi frá KÍ 1934. Sigríður kenndi við barnaskóla í Vestmannaeyj- um 1934-41, við barnaskóla á Ljósafossi 1957- 59, var þar skólastjóri 1961-62 og stundaði heimakennslu um skeið. Sigríð- ur var ritari Ungmennafélags- ins Baldurs í Hraungerðis- hreppi í nokkur ár, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps 1967-78 og sat í fulltrúaráði KRFÍ um árabil. Hún sat í rit- nefnd fyrir ritið Gengnar slóð- ir, 50 ára minningarrit Sam- bands sunnlenskra kvenna 1978, og í ritnefnd Ársrits SSK 1983-85. títför Sigríðar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú fer fækkandi því fólki sem lifði báðar heimsstyrjaldirnar, kreppurnar í kringum þær og um- brotin sem fylgdu í kjölfarið. Sigríð- ur Árnadóttir var af þessu fólki, þetta er fólkið sem skóp ísland í þeirri mynd sem það er í dag. Petta fólk fæddist á slíkum volæðistímum, ■)éð þegar fátæklingar dóu úr harðræði og pestum var það bara Guðs vilji og lítið við því að gera. En með þeim staðfasta vilja að skapa afkomendum sínum betra líf, lyfti þetta fólk landinu úr örbirgð í allsnægtir með þrotlausri vinnu og ósérhlífni. Við Sigríður kynntumst ekki fyrr en seint á hennar ævi, það var ekki fyrr en nýlega að ég komst að því að hún hét ekki bara Sigríður, heldur Kamilla Sigríður. Enda talaði hún lítið um sjálfa sig og var ekkert margmál yfirleitt. En fróð var hún, vissi ótrúlegustu hluti og fylgdist grannt með öllu. Sigríður var kona lágvaxin, með 'Thikið grátt hár. Hún hafði á sér höfðinglegt yfirbragð og sterkan persónuleika til að bera svo eftir henni var tekið hvar sem hún var. Sigríður var kennari og mikill menningarfrömuður þó ekki kunni ég að rekja þá sögu. En hún hafði líka góða kímnigáfu og hafði gaman af að skemmta sér í kunningjahópi, einkum við sína uppáhaldsiðju briddsinn þar sem hún átti til að koma manni á óvart með lymsku- legum gildrum, sem ég oftar en ekki datt í. Annað áhugamál Sigríðar var skáldskapurinn. Hún las mikið og hlustaði á hljóðbönd þegar sjónin brást. Ekki taldi hún sig til skálda, væntanlega hefur hún bara verið að setja fram sínar skoðanir, en víst er um það, að í hinni ellefu hundruð ára gömlu þjóðaríþrótt íslendinga, vísnagerð, stóðst hún hverjum manni snúning. Margs af því sem ungu skáldin létu frá sér fara þótti Sigríði lítið til koma, og var ekki ein um þá skoðun: Nú er fátæk þessi þjóð þaðraérveldurkvíða ef hún á ei lengur ljóð sem ljúft er á að hlýða. Tunguliprir pólitíkusar sem var sama hvað þeir sögðu, bara ef þeir gátu talað sig inn á þjóðina, áttu heldur ekki upp á pallborðið hjá Sigríði: Blómabúðin öa^Sskom v/ FossvogskirítjwgaríS Sími: 554 0500 Núerbúið nóg að ljúga, nú vill enginn lengur trúa, fleiri munu frá þér snúa, farðu upp í sveit að búa. Sigríður hélt andlegri reisn fram á síðasta dag, en sjálfri fannst henni O ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Elli kerling orðin óþarflega nær- göngul: Ég verð bráðura kreppt í kör, kann þó enn að mæla. Æsku minnar farið fjör, forðast þó að skæla. Það þótti vel ort þegar skáldið gat haldið mynd vísunnar fastri, en skipti ekki um svið í miðri hend- ingu. Eins og sjá má á þessum þremur vísum fór Sigríður létt með þetta. Aðstandendur Sigríðar munu minnast hennar með hlýhug alla sína daga. Blessuð sé minning hennar. Jónas Elíasson. Sigríði tengdamóður mína sá ég fyrst um 1960 er við nokkur bekkj- arsystkini dóttur hennar tókum á henni hús. Fullur jeppi af hungi'uð- um menntaskólanemum getur tekið hraustlega til matar síns. Tvisvar kom ég í slíkum félags- skap. í bæði skiptin var hópnum tekið með rausn, sem ég síðar kynntist betur og aldrei brást. Undravert þótti okkur hve léttilega matarborð fylltist kræsingum. Þau Guðmundur heitinn bjuggu búi sínu að Arnarbæli eins lengi og mögulegt var, uns heilsu Guð- mundar þraut. Þá fluttu þau til Reykjavíkur en Guðrún dóttir þeirra hafði búið þeim athvarf á heimili sínu. Þar gat Sigríður ann- ast Guðmund með dyggri aðstoð dætranna þangað til sjúkrahúsvist varð ekki umflúin, fyrst á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, síðan Sjúkrahúsi Suðurlands. Þá dvaldi hún hjá Ólöfu systur sinni og Jóni Ólafs- syni á Selfossi, til að geta verið hjá honum síðustu mánuðina. Sigríður hafði yndi af lestri og kveðskap, var ágætlega hagmælt. Einnig hafði hún og þau hjón bæði gaman af að spila bridge. Fór hún viku- lega að spila hjá félagsstarfi aldraðra í Bólstaðarhlið, og hafði ánægju af. Hin síðari ár er sjónin dapraðist svo að hún gat ekki leng- ur lesið var gott að geta gripið til hljóðbóka, til að njóta bókmennta. Þá reyndist Blindrabókasafnið betra en enginn, því hafði hún kynnst er bóndi hennar naut þjón- ustu þess árum saman blindur af gláku. Sigríður var lág vexti og grönn, hógvær í allri framgöngu, en henni var ekki fisjað saman ef því var að skipta. Sjötug komst hún loks að í mjaðmaaðgerð, sem hún hafði beðið eftir árum saman bækluð og farlama af slitgigt. Þegar önnur mjöðmin hafði verið tekin , stóð til að útskrifa Sigríði, en hún kvaðst hvergi fara enda aðgerðin tilgangs- laus með öllu ef hin mjöðmin fengi ekki sömu meðferð. Gekk það eftir og þrátt fyrir ýmsa aukakvilla, náði hún svo góðri færni að henni fannst hún ung í annað sinn og undraðist að geta ekki ^ gert allt sem hún gerði tvítug. Á ferð um hringveg- inn fyrir nokkrum árum kunni hún sögur eða vísur frá hverju höfuðbóli og öðrum hverjum bæ sem ekið var framhjá. Ljóðakunnátta hennar var nánast óbrigðul. Það sannreyndi dóttir hennar eitt sinn sem oftar þegar hún og vinnufélagararnir voru að rifja upp ljóð í kaffitímanum og rak í vörðurnar, enda engar Ijóðabæk- ur á þeim vinnustað. Þá var bara hringt í mömmu og stóð ekki á svari um hæl án umhugsunar. Það hefði mátt halda að hún hefði eink- um haft í hávegum hin gömlu gildi en hún var í raun nútímakona og gerði sér ljósa grein fyrir gildi menntunar konum til handa á leið þeirra til jafnréttis. Hlýnað getur innra öllum orku þankans sem að neyta, hitnar einnig köldum köllum kraftinum ef þeir hugar beita. Neista geymir sögn og saga sálu mannsins hitaríka, og endurminning æfidaga omar hinum gömlu líka. Ellin börn í annað sinn oss er sagt að gjöri, í því felast áheitin æsku nýtt um fjörið og betri þroska’ á betra stað búinn oss til handa; vona’ jeg drottinn veiti það og við það láti standa. (Grímur Thomsen) Þökk fyrir samfylgdina. Jósef Skaftason. Eftir að amma var hætt að geta lesið hlustaði hún á hljóðbækur frá Blindrabókasafninu og svo lásu ýmsir fyrir hana, þ.á m. ég. Helst voru það ljóð og greinar í dagblöð- um og tímaritum. Oft kom það fyr- ir að hún þekkti fólk sem minnst var á í greinunum og þá sagði hún oft frá; eins minntu atvik hana á hina eða þessa vísuna sem ég fékk að heyra. Amma hafði ákveðnar stjórn- málaskoðanir og mikinn áhuga á kvenréttindum. Margar af vísun- um sem hún orti fjölluðu um stjórnmálamenn, sem ömmu þóttu nokkuð misvitrir. Þótt ég væri ekki alltaf sammála henni var alltaf áhugavert að hlusta á það sem hún hafði fram að færa. Eins og allir góðir hagyrðingar sagði amma oft akkúrat það sem við átti og ef svo bar undir gat hún með örfáum orðum eytt sárindum sem aðrir ollu. Amma var mikil útivistarmann- eskja og olli það henni vonbrigðum að geta ekki lengur farið í langar gönguferðir upp um hæðir og hóla. Því naut hún þess til fullnustu þeg- ar hún kom að Arnarbæli eða til systkina sinna á Selfossi, Odd- geirshólum eða í Hlíð. Þar kom líka til að henni þótti afar gaman að vera innan um fólk og var hrifin af því að fá heimsóknir og heimsækja aðra. Á sumrin fórum við í Grasagarðinn að líta á gróður- inn. í sumar eyddum við líka ein- um laugardagseftirmiðdegi í að skoða borgina og nutum við þess báðar. Elsku amma, ég minnist með þakklæti samræðna okkar, góð- viðrisdaganna, huggunarorða þinna og ráðlegginga. Það gleður mig að hafa getað orðið að liði þeg- ar sjónin brást og mátturinn þvarr. Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er alltaf ung undir silfurhærum. (Steingr. Thorst.) Kamilla Sigríður. Arnarbæli í Grímsnesi. Vestur- bær, austurbær. Tveir fallegir burstabæir standa hlið við hlið undir tilkomumiklum klettum í grónu umhverfi með fögru útsýni yfir Hvítána og Suðurland. Þannig minnist ég aðkomunnar fyrir nærri 50 árum þegar ég kom fyrst að Arnarbæli, en þá hafði fjöl- skylda mín keypt austurbæinn fyr- ir tilstuðlan móður minnar sem ekki gat hugsað sér lífið í borginni að sumarlagi. í vesturbænum bjuggu myndarbúi hjónin Guð- mundur og Sigríður ásamt fjórum ungum börnum sínum. Þótt við værum ekki ábúendur á jörðinni tókst fljótlega góð vinátta milli bæjanna, sem varð til þess að okk- ur fannst við aldrei vera venjulegir sumarbústaðareigendur, heldur þáttakendur í sveitalífinu. Sigríður var fædd og uppalin i Oddgeirshólum á miklu menning- ar- og myndarheimili í stórum fjölgáfuðum systkinahópi. Sigríður var kennari að mennt og kenndi fyrst í Vestmannaeyjum og síðan á Ljósafossi. Hafa nemendur hennar sagt mér, að hún hafi verið góður kennari, ekki síst þegar íslenskt mál var annars vegar, en Sigríður var einstaklega vel máli farin og vildi veg íslenskrar tungu sem mestan. Hún var óvenju vel gefin kona, ættfróð og stálminnug. Sigríður hafði mikla frásagnar- hæfileika og var hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Einnig var hún vel hagmælt, eins og hún átti kyn til. Sigríður var mikil félags- málakona. Hún starfaði mikið fyrir sitt kvenfélag og var fulltrúi þess og sunnlenskra kvenna á sam- bandsþingum. Hún var mikill jafn- réttissinni og vildi bæta hlut þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu. Ef Sigríður hefði ekki valið sér hið hljóðláta starf húsmóðurinnar og uppalandans hefði hún sómt sér vel i sölum Alþingis fylgjandi fram hugsjóna- málum sínum í jafnréttis og kjara- baráttu. Við kveðjum Sigríði í dag, en í mínum huga kveð ég einnig Guð- mund í Arnarbæli og það vinnu- sama og erfiða en jafnframt menn- ingarlega sveitalíf sem þau og þeirra kynslóð lifði. Mikið jafnræði var með þeim hjónum Sigríði og Guðmundi. Guðmundur var einnig alinn upp í stórum hópi dugmikilla og vel gefinna systkina. Hann vann að búi foreldra sinna í Arnarbæli en stundaði jafnframt sjóróðra á Suðurnesjum í mörg ár, allt þar til hann hóf búskap í Arnarbæli. Guð- mundur var gáfaður maður og fróður og undir stundum hrjúfu yf- irbragði sló hlýtt hjarta með óvenjunæman skilning á mannlegu eðli. Heimili þeirra Sigríðar og Guðmundar var ætíð mannmargt, sérstaklega um sumartímann. Gestagangur var mikill, enda frændgarður beggja stór. Ungling- ar voru margir hjá þeim í sumai'- dvöl til snúninga og vinnu. Oft var vinnutíminn æði langur, enda heimilisfólk allt harðduglegt. Alltaf var þó séð til þess, að nægur tími væri til leikja og hvíldar. Sigríður var góð húsmóðir og oft var þröngt setinn bekkurinn við rausnarlegt matarborðið í Arnar- bæli. Margt af kaupafólkinu unga hélt vináttu og tryggð við Sigríði og Guðmund langt fram á full- orðinsár. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með þeim Arnarbælishjón- um í öli þessi ár. Deilt með þeim gleði og erfiðleikum. Sest í eldhús- hornið í vesturbænum, þegar kom- ið var austur, við kaffi og spjall og alltaf farið fróðari af þeirra fundi. En efst er mér samt í huga þakklæti fyrir hjálpsemi og vináttu Sigríðar og Guðmundar við okkur Guðríði systur mína og fjölskyldu okkar, ekki síst umhyggjuna sem þau báru fyrir móður okkar, sem endaði sína ævidaga eins og hún hefði helst kosið sér, við garðyrkjustörf austur í Arnarbæli. Þegar heilsu Guðmundar fór að hraka fluttust þau Sigríður til Reykjavíkur og bjuggu hjá dóttur sinni Guðrúnu, en Guðmundur lést árið 1991. Sigríður átti notalegt ævikvöld í skjóli sinna góðu barna og fjölskyldu sem allt vildi fyrir hana gera. Hún hélt andlegri heilsu til síðustu stundar, fylgdist vel með og hafði ánægju af að hitta fólk. Við í bridsklúbbnum söknum skemmtilegs spilafélaga og vin- konu. Austurbæjarfjölskyldan þakkar Sigríði samfylgdina og biður börn- um hennar og fjölskyldum þeirra allrar blessunar. Ingibjörg Magnúsdóttir. Það er einkennilegt að manni skuli alltaf bregða við þau einu tíðindi sem örugglega berast. Breytir þar engu hvort eldra eða yngra fólk á í hlut. Ef til vill sýna þessi viðbrögð sjálfselsku manns- ins. Sigríður Árnadóttir verður í huga mínum tengd Arnarbæli í Grímsnesi. Fyrst lágu leiðir okkar saman þegar hún varð skólastjóri á Ljósafossi í Grímsnesi 1961 til 1962, en sá sem hér ritar var þá að feta sig áfram á menntabrautinni. Hún var alvörugefin kona að sjá og ströng við fyrstu sýn. En þessi annar vetur minn í barnaskóla leið áfallalaust ef minnið svíkur ekki. Síðar kenndi Ki'istín dóttir hennar leikfimi við skólann og áð- ur hafði Sigríður kennt þar 1957- 1959 og í Vestmannaeyjum um árabil. Þótt Sogsvirkjanir væru nánast „sveit“ var löngunin til að fara í sveit og kynnast störfum í íslenzk- um landbúnaði mikil. Sumurin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.