Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6   B   SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER1998
+
MORGUNBLAÐIÐ
A hj ar a
veraldar
Lífið á Svalbarða er með dálítið óvenjuleg-
um blæ, enda er byggðin þar sú nyrsta í
heimi. Vera manna á 78. breiddargráðu er
enda ögrun við náttúruöflin og ekki þrauta-
laus þótt mörgum líði þar vel. Urður Gunn-
arsdóttir kom þangað norðureftir þegar
miðnætursólin var nýlega sest, í fyrsta
__________sinn í fjóra mánuði.__________
ASVALBARÐA er nótt í tvo
mánuði og samfelldur dagur
fjórðung úr ári. Þar vafra ís-
birnir um í næsta nágrenni
byggðarinnar, vélsleðar eru fleiri en
íbúarnir og þeir síðarnefndu fá
klippikort til að tryggja að þeir kaupi
ekki meira en nemi mánaðarlegum
áfengisskammti. Raunar er varla rétt
að tala um íbúa, því á Svalbarða á
enginn lögheimili, fólkið þar er gestir,
til skamms tíma í senn, þótt margir
hafi tengst staðnum órjúfanlegum
böndum og vilji helst bera beinin þar.
Áþreifanlegasta dæmið um það er
Anna Johansen, sem orðin er 75 ára
og á að vera löngu farin til fastalands-
ins. Þá eru þeir æ fleiri sem vilja hafa
áhrif á samfélagið á Svalbarða og
kröfur um sveitarstjórnarkosningar
þar verða æ háværari.
Svalbarði er nær Norðurpólnum en
Ósló, en heyrir engu að síður undir
stjórnvöld í höfuðborginni, „niðri í
Noregi" eins og margir íbúar Sval-
barða segja. Raunar fær maður það á
tilfinninguna að þrátt fyrir að Sval-
barði teljist norskur og íbúarnir séu
flestir Norðmenn, leiki dálítill efi á því
hversu norskar þessar veðurbörðu
eyjar séu. Enda minna þær mest á
frostkalt fríríki, þar sem gilda önnur
lög og aðrar reglur en heimafyrir.
Skattur er 14% á einstaklinga en 20%
á fyrirtæki. Þá er hægt að kaupa toll-
frjálst áfengi, tóbak og fatnað en mat-
ur er hins vegar dýr.
Kröfur um aukin réttindi
Enginn á lögheimili á Svalbarða og í
kosningum greiða menn atkvæði til
sveitarfélagsins á meginlandinu. Hins
vegar hefur verið kosið til svokallaðs
Svalbarðsráðs á tveggja ára fresti frá
árinu 1971. I því eiga sæti fulltrúar
íbúa og er kosningin pólitísk. Valdsvið
ráðsins er nær ekkert, það hefur heim-
ild til að gefa út leyfi tíl leigubílaakst-
urs, og þar með eru bein völd þess
upptalin, segir Turid Telebond, ráð-
gjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Sval-
barða. Að öðru leyti er ráðið einungis
ráðgefandi, en æ háværari raddir eru
um að auka völd þess og það starfi líkt
og sveitarstjórnir í Noregi.
Innan ráðsins vilja fulltrúar Verka-
mannaflokksins og Hægriflokksins,
sem eru þriðjungur, að ráðið verði full-
gild sveitarstjórn, en aðrir, flestir af
lista óflokksbundinna, vilja takmarka
völd ráðsins. „Réttindum fylgja skyld-
ur og útgjöld og ekki eru allir reiðu-
búnir til að taka slíkt á sig," segir Tele-
bond en hún segist enga trú hafa á því
að Svalbarði verði nokkurn tíma full-
gilt sveitarfélag. Hún ætti að vita hvað
hún er að tala um, hefur búið á Sval-
barða með hléum frá árinu 1971. Þá
eru lögfræðingar ekki sammála um
hvort slíkt myndi brjóta í bága við
Svalbarðasamninginn frá 1925.
Með riffil um öxl
Allt er með dálítið öðrum blæ í
Longyearbyen en maður á að venjast.
Ungur maður þrammar með riffil um
öxl á leið heim úr helgarinnkaupun-
um, þó tæplega hlaðinn, því það er
bannað í íbúðabyggð. Nær allir íbú-
anna eiga vopn og verða að geta notað
þau ef stærsta og grimmasta rándýr
jarðar, ísbjörninn, skyldi verða á vegi
þeirra. ísbirnir eru alfriðaðir en
skjóta má þá í nauðvörn og það sem af
er ári hafa fímm dýr verið felld.
Annars eru ungar konur með börn
og háskólanemar algengasta sjónin á
götum úti. Atvinnuleysi er óþekkt á
Svalbarða, þangað kemur enginn til
dvalar nema hann eigi erindi enda
hætt við að líf í aðgerðarleysi á frer-
anum gæti reynst sálartötrinu erfitt.
Um 90% húsnæðis á Svalbarða eru í
eigu ríkisins og fá starfsmenn hins op-
inbera ókeypis húsnæði. Starfsmenn
einkafyrirtækja borga hins vegar fullt
verð, sem þó er lægra en á fastaland-
inu.
Húsin eru öll úr timbri og byggð á
stólpum sem ná 4-5 metra ofan í
sífrerann. Á Svalbarða gildir sú regla,
sem á sér rætur í kolanámuvinnsl-
unni, að enginn fer nokkurs staðar inn
á útiskóm, og víðast hvar eru gesta-
inniskór í anddyrum stofnana.
Stór hluti friðaður
Veðurfar er óvenju þurrt. Úrkoma
er sáralítil á Svalbarða, rakinn kemur
að mestu úr jörðu. Nær allar ár eru
jökulár og mikil leðja í vatninu og því
þarf að hreinsa allt drykkjarvatn.
Hraustlega blæs um eyjarskeggja og
vísindamennirnir segja að loftmeng-
unin hafí náð svona langt norður, þótt
loftið virðist hreint og tært.
Engin tré er að fmna á eyjunum en
um 170 plöntutegundir og er stærstur
hluti Svalbarða friðaður. Bannað er að
hrófla við nokkru nema þeim fáeinu
ANNE Kristin Jacobsen                                                                  Morgunbiaðið/uc
hefur búið á Svalbaröa í tæp fjögur ár. Maðurinn hennar er kolanámamaður og sjálf er hún dagmamma. Segir það þægilegt starf þegar
hún sé með tvö lítil börn og erfitt að fá pössun fyrir þau bæði. Maöurinn hennar er fæddur á Svalbarða, þar sem faðir hans var kolanámu-
maður og foreldrar hennar bjuggu þar um skeið áður en hún fæddist. Fleiri úr fjölskyldunni hafa starfað þar og því þótti henni tilhugsunin
um að flytjast norður á hjara veraldar hreint ekki sem verst. „Kostirnir eru aðallega þeir að þetta er lítið samfélag og mikill samgangur á
milli fólks. Hér hefur maður allt sem þarf; verslanir, skóla, bíó og veitingastaði. Hér er mikið af ungu fólki, og margir sem ég kannast við
frá Norður-Noregi þar sem ég er fædd og uppalin. Við segjumst bara ætla að vera hérna í nokkur ár en það vill dragast, því hér er gott að
vera. Ég viðurkenni þó að þegar myrkrið er sem svartast hefur komið fyrir að ég spyrji sjálfa mig hvað ég sé eiginlega að gera hér?"
SVALBARÐI
'.NýjaÁlasund
r Spitsþérgen
^Tl_      J  •Byramiden
Karlq^S  ár&r^y          Barentsey
Forland    W^Longyearbyen t
m Barentsburg      *§
? Þjóðgarðar
I  I Náttúruverndarsvæði
I  I Gróðurfriðunarsvæði
^2 Fuglaverndarsvæði
«
í
\
open
Anna Johansen elsti íbúinn á Svalbarða
Verður erfitt að kveðja
ÍSKALÐAR
STAÐREYNDIR
Stærð: 62.679 ferkílómetrar á um
90 eyjum. Stærst er Spitzbergen, þá
Norðausturlandið, Edgeey og
Barentsey.
Staðsetning: Á 74-81 gráðu norð-
lægrar breiddar, nyrsta byggð [
heimi.
Loftslag: Vegna golfstraumsins er
gerlegt að búa á Svalbarða. ís þekur
um 60% lands, gróður um 6%.
Sífreri 150-200 m niður í jörð, efstu
2 metramir þiðna aö sumarlagi.
Meðalhiti á sumrin 6°, á veturna-
12°. Sólin sest ekki frá 19. apríl til
23. ágúst. Ekki skfmar af degi frá
14. nóvember til 29. janúar.
Gróður og dýralíf: 165 gróðurteg-
undir en engin tré. 163 fuglategund-
ir, og að auki ísbirnir, hreindýr,
heimskautarefir, selir og rostungar.
íbúar: í Longyearbyen búa um 1.200
manns, 800 í Barentsburg, 30 í Nýja
Álasundi, 11 á Bjarnarey, 11 í
Hornsund, 4 á Hopen og einn á (s-
firði.
Ferðamenn: Um 18.000 á ári og
annað eins með skemmtiferðaskip-
um.
ANNA Johansen, elsti fbúinn á Svalbarða.
ANNA Johansen á orðið erfitt
með gang, enda er hún orðin 75
ára. Anna lét af störfum vegna
aldurs fyrir níu árum og ætti með
réttu að vera löngu flutt frá Sval-
barða. En þessi kaldranalegi
staður heldur fast í Önnu, sem
þrjóskast við, þrátt fyrir óskir yf-
irvalda á Svalbarða. „En nú fer
að koma að því. Þetta verður lík-
lega síðasti veturinn minn hér,
svo flyt ég í húsið mitt í
Br0nn0ysund," segir Anna.
Hún er lífsglöð kona og stdr-
hrifin af því að fá gest frá ís-
landi en þar á hún ættingja, auk
þess sem henni finnst landið fal-
legt. Rétt eins og Svalbarði. „Ég
væri milljónamæringur ef nátt-
úrufegurðin hér væri mæld í
peningum," segir Anna og
kveðst halda sig við köldu svæð-
in; Svalbarða, Island og Norður-
Noreg.
Hún býr í litlu herbergi í húsi
sem eitt hótejanna í Longyear-
byen á. Auk Önnu býr sextug
þýsk kona, Freia Reutersward,
sem einnig er komin á eftirlaun,
í húsinu, svo og ferðamenn, sem
Önnu þykja líflegur félagsskap-
ur.
Anna kom til Svalbarða árið
1981 til að vinna við hjúkrun á
sjúkrahúsinu og gerði samning
til fimm ára. Hún framlengdi
samninginn og vann fram til árs-
ins 1989 þegar hún fór á eftir-
laun. Hún segist hafa ferðast
mikið um eyna fyrstu árin á
snjósleða en nú fer hún lítið út
úr húsi, nema í leigubfl, því leið-
in í matvöruverslanir, banka og
pósthús er löng.
Auk Önnu og Freiu eru tveir
karlar á Svalbarða komnir á eft-
irlaun en þeir eru kvæntir yngri
konum, sem enn eru útivinnandi.
Anna segir að sér finnist samfé-
lagið í Longyearbyen einstakt og
gott að búa þar sem flestir íbú-
anna gætu verið börn og barna-
börn Önnu. „Það er alltaf verið
að spyrja mig hvernig sé að vera
ellilífeyrisþegi hér og ég svara
því jafnan til að það er frábært að
búa hér, allir eru svo hjálpsamir.
Það er vissulega erfitt að dvejja á
Svalbarða er árin færast yfir en
það er ekki síður erfitt annars
-r
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12