Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ragnar Bjöms- son fæddist 27. mars 1926 að Torfu- staðahúsum, Torfu- staðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Björn Guðmundur Bjömsson, organisti og smiður, og seinni kona hans, Sigrún Ragnheiður Jóns- dóttir, hjúkrunar- og saumakona. Bæði voru þau hjón Hún- vetningar í báðar ættir, Björn systur- sonur Ólafar, skáldkonu frá Hlöðum. Sigrún þremenningur við séra Jón Auðuns. Systkini Ragnars vom Björn, hálfbróðir hans, en hann var fyrrikonubarn. Jónína móðir Björns, hálfbróður Ragnars, var Jónina, hálfsystir Sveins Jónssonar framtíðar- skálds. Björn lést á fermingar- aldri. Alsystir Ragnars, Jónína Þórey, f. 8.7. 1930, d. 8.10. 1998, var gift Halldóri Sigurgeirssyni lögfræðingi. Hún lést tveimur dögum á undan Ragnari, bróður sínum. Fyrri kona Ragnas var Katla Ólafsdóttir meinatæknir, dóttir Ólafs Ólafssonar, yfir- læknis á Sólvangi, og konu hans, Járngerðar. Dætur þeirra eru Sigrún Ragnarsdóttir framhalds- skólakennari. Hennar böra em: Ragnar Sigrúnarson og Elín Sig- rúnardóttir. Ólöf Gerður Ragn- Þegar líður að haustnóttum og rauðslegið sólarlagið spilar á sinn litasinfón með hlýmjúkri dimmunni leggja menn gjaman frá sér amboð sín og horfa frá sér numdir inn í logaglitrandi fegurðina, er varir oft á tíðum aðeins stutta stund og minnir á það andartak, sem ein mannsævi er. í Ijósbliki minninganna lifnar mynd af unglingum, er saman sitja kennslustund í tónsmíði hjá Ur- bancic og eiga sér stóra drauma, Ragnar Bjömsson, Guðni S. Guðna- son, Guðmundur Gilsson, Ingiberg- ur Reynir Jónsson og undirritaður. Ragnar var okkar umsvifamestur á þessum ámm, vakti athygli sem kórstjóri og var orðinn leikinn á orgel og píanó og fyrstur okkar til að halda utan til námsdvalar erlend- is. Heimkominn átti Ragnar mörg handtökin. Hann tók við starfí kennara síns, Páls ísólfssonar, sem organisti og kórstjóri við Dóm- kirkjuna í Reykjavík og hélt tón- leika víða um heim, við góðan orðstír. Hann var mikilvirkur kenn- ari og markaði djúp spor í þróun tónlistaruppeldis með stofnun Nýja tónlistarskólans, sem um áratuga skeið hefur verið í fremstu röð slíkra stofnana hér á landi. Þá skil- aði hann drjúgum starfsdegi sem kór- og hljómsveitarstjóri, en far- sælt samstarf hans og Karlakórsins Fóstbræðra hafði m.a. mótandi áhrif á þróun karlakórssöngs hér á landi. Leiðir okkar lágu aftur sam- an við ritun tónlistargagnrýni, sem hann rækti af alúð, og þar naut hann góðrar menntunar og marg- þættrar reynslu sinnar á sviði tón- listar. Ragnar var einstaklega vinnu- samur og ósérhlífinn. Þegar veik- indin héldu honum frá starfí undi hann ekki iðjuleysinu á spítalanum og vann við tónsmíðar, meðal ann- ars að gerð óperu, er hann lýsti fyr- ir mér á einu síðsumarkveldi, við út- sýni til Suðumesja, með Vífílfell og Keili sem varðmenn til beggja handa. Þessum vinnusama manni, er aldrei unni sér hvfldar, var gefín ein náttúra, sem mér er minnisstæð, og það var hversu barngóður hann var. Ung og feimin sonardóttir mín var strax komin í fang honum, þá hann átti eitt sinn stutta viðveru á heimili mínu. Þannig vil ég sjá Ragnar og muna hann, bamgóðan, því þar í er arsdóttir. Synir hennar eru: Kristján Óli Jónsson og Davíð Jónsson. Katla og Ragnar slitu sam- vistum. 30. desem- ber 1961 gekk hann að eiga Sigrúnu Björnsdóttur, síðar leikkonu og dag- skrárger ðarmann. Foreldrar hennar vom Björn O. Björnsso, fyrrum sóknarprestur og ritsljóri tímaritsins Jarðar, og Guðríður Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaftár- tungu. Dætur Sigrúnar og Ragn- ars eru: Guðríður Ragnarsdóttir og Birna Ragnarsdóttir söng- kona. Börn Birnu af fyrra hjóna- bandi eru Sigrún Buihty Jóns- dóttir, María Builien Jónsdóttir og Ragnar Jósúa BuiLong Jóns- son. Seinni maður Birnu er Ach- med Essabiani. Sigrún lifir mann sinn. Elst barna Ragnars er Hrefna Nellý Ragnarsdóttir leik- skólakennari. Móðir hennar er Ragna Pálsdóttir. Börn Hrefnu em Barbara Ósk Ólafsdóttir, Hlynur Páll Sigtryggsson og Kristrún íris Sigtryggsdóttir. Ragnar verður kvaddur frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. október kl. 13.30. títför hans fer fram frá Hvammstangakirkju þriðjudag- inn 20. október kl. 15. fólginn lykillinn að fegurð þeirri er býr í allri góðri list og þeir einir fá snert við, er hafa til að bera lítillæti hugans. Nú er sólin um stund gengin und- ir og þakkargjörð fyrir liðinn og annasaman dag fylgir okkur inn í nóttina. En senn mun birta á ný og söknuðurinn gefa litasinfóníu kom- andi dags dýpri hljóman og færa okkur vissuna um að lífíð og eilífðin séu eitt, sem verða mun þeim hugg- un, er misst hafa ástvin sinn, um- hyggjusaman föður og afa. Jón Ásgeirsson. Mágur minn, Ragnar Bjömsson, var maður sem vakti ekki þanka um krankleika hvað þá heilsubrest. Sjaldan held ég honum hafí orðið misdægurt, enda stundaði hann ungur íþróttir og alla tíð mikið fyrir ferðalög og útivist í fallegu og skemmtilegu umhverfi, hvort sem það var á öræfum eða í byggð. Lét sér yfirleitt annt úm að viðhalda góðri heilsu til líkama og sálar. Fékk að vísu hjartaáfall um árið. Fór ásamt eiginkonu og dóttur í að- gerð til Lundúna - og hlaut svo góð- an bata að hjartað ætlaði seint að gefa sig í banalegunni. Það var fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári að hann tók að kenna þess sjúkdóms sem margan leggur að velli - og dró hann loks til dauða. Baráttan var ein sú hetjulegasta sem ég hef orðið vitni að. Ragnar háði hana næstum því með bros á vör og af ótrúlegu æðruleysi, í bjartsýni og trausti til ástvina, lækna og starfsliðs sjúkrahússins. Meðan hann stóð í fæturna sinnti hann stjómunarstörfum við Nýja tónlistarskólann. Mér em sérlega minnisstæðir tónleikar sem hann hélt ásamt hljómsveit skólans á páskum sl., þar sem hann var í senn í hlutverki einleikara og hljómsveit- arstjóra í nokkmm orgelkonsertum Handels, ásamt fallegum flutningi á Eine kleine Nachtmusik. Raunar held ég hann hafí lengst af trúað á bata, þráttíyrir erfíða meðferð - með hléum, en þau nýtti hann vel. Alltaf hafði hann við höndina, hvort sem hann var staddur heima, í sum- arbústaðnum, á ferðalögum, eða á sjúkrahúsinu, drög að jólaóperu fyrir böm á öllum aldri - sem hann hafði unnið að „í frístundum“ síð- asta árið. Ég held reyndar að hann hafí verið langt kominn með verkið, þ.á m. raddsetningu, þegar enda- lokin knúðu dyra. I síðustu heimsókn okkar hjón- anna á sjúkrahúsið ræddi hann um að fara í sumarhúsið sitt í Hvalfirð- inum til að leggja síðustu hönd á óp- eruna. Og það var tilhlökkun í aug- unum. Um kvöldið var hann kominn með lungnabólgu og í öndunarvél daginn eftir. Hálfum mánuði síðar var hann allur. Ragnar var í raun og sannleika merkilega samansettur maður. Tónlistargáfur hans voru ótvíræð- ar, einsog alþjóð veit. An nokkurs vafa var hann í fremstu röð ís- lenskra orgelleikara fyrr og síðar - og jafnvel þótt víðar væri leitað, enda hélt hann tónleika víða í Evr- ópu og einnig vestan hafs. Einnig var hann góður píanóleikari, svo ekki sé minnst á starf hans sem stjómanda kóra og hljómsveita. Og hann samdi tónverk. Nýja tónlist- arskólann stofnaði hann, er hann lét af starfi dómorganista, og stjórnaði honum til dauðadags, einsog fram hefur komið. Hann var sem sé stjómsamur maður, kannski óþarflega að mati sumra. Enda vom samskipti hans við aðra ekki alltaf án árekstra, stundum nokkuð harkalegra. En hann átti fleiri hlið- ar, sem vom meira aðlaðandi. Hann gat verið manna skemmtilegastur og skopskyn hans, sem iðulega sneri að honum sjálfum, aðlaðandi og sérkennilegt - hafði yfir sér næstum „einfeldningslegt" yfir- bragð, sem gat svosem misskilist, ef viðmælandinn hafði ekki mót- tökutækin í lagi. Alla tíð varðveitti hann góða strákinn í sér - sem átti það líka til að vera dálítill prakkari svosem strákar eiga að vera. Og hann var náttúmbarn, sem naut ferðalaga og útivistar. Margar ferð- irnar fóram við að eltast við gæsir. Þetta voru skemmtilegir tímar og útivistin góð, þótt ekki minnist ég þess að við kæmum heim með neina gæsina, sem að mínu mati var hið besta mál. Ragnar var á sinn hátt mjög heill maður - bæði í sátt og ósátt, þótt ekki botnaði maður alltaf í honum. En þegar sáttin tókst var hún 100%, og þráðurinn var tekinn upp af full- komnu heillyndi, einsog ekkert hefði ískorist. Einnig var hann mjög trúr uppmna sínum. Og jarðsung- inn verður hann þar sem hann ólst upp og komst til manns. Það er undarlegt þegar jafn fyrir- ferðarmikill, hæfileikaríkur og lif- andi maður og Ragnar Björnsson hverfur af sjónarsviðinu. Það verð- ur tómlegra, og hans er saknað - ekki síst af barnabörnum, því ég held ég megi fullyrða að hann hafí verið einstakur afi, sem sendi þeim yngstu ævintýri af sjálfum sér alla leið til Ítalíu í sendibréfsformi. Það var áður og eftir að hann veiktist. Þannig var hann innst inni. Systur minni, dætmm hans, litlu bömunum og ástvinum öllum send- um við Beggó innilegustu samúðar- kveðjur. Það er bjart yfír minningu Ragnars, líka þegar hann háði sína lokahildi. Það er stór huggun, sem skiptir miklu. Oddur Björnsson. Ragnar, kæri mágur. Nú hefur þú kvatt og eftir skilur þú stórt skarð, þar sem myndir minninganna, ein af annarri, birtast mér. Hugurinn reikar langt til baka og staldrar við, þar sem þú, glaður og hnarreistur, leiðir hana Sigrúnu „syst“ fram eftir kirkjugólfínu undir dynjandi brúðarmarsi. Arin liðu, við systkinin og makar komum oft saman með litlu bömin okkar heima hjá pabba og mömmu og seinna, heima hjá hvert öðm. I þessum fjölskyldusamkvæmum kom fljótt í ljós hvað þú varst barn- góður; já, ekki bara bamgóður heldur hafðir þú sjálfur swo inni- lega gaman af því að leika þér við krakkana - þá var líf og fjör og ekki veit ég, hvor hlógu hærra þú eða krakkarnir! Já, það er einmitt leikurinn, er þér bjó í brjósti alla tíð, sem mér fannst svo fallegur og einlægur þáttur í fari þínu; - enda þótt hann gæti stundum birst í stríðni - jafn- vel óvæginni stríðni, þá var tónninn ætíð hreinn, glettinn og leikandi. Þú og Sigrún fómð snemma að bjóða til líflegra áramóta-sam- kvæmna, þar sem fjölskylduhópur- inn og nánustu vinir ykkar mættu. Ætíð passaðir þú upp á, að ekkert barnanna yrði út undan í flugelda- stússinu og eftir miðnætti, er þú settist við slaghörpuna, þá byrjaðir þú ætíð á að spila lög sem bömin gátu sungið með, - svona áður en þau rúlluðu sofandi út af! Böm hændust að þér, - og í gegnum lífíð varðveittir þú bamið í sjálfum þér. Kæri mágur, nú mætir þú ekki oftar í fjölskyldusamkvæmin, en eftir lifir minningin um litríkan per- sónuleika og tryggan fjölskyldu- meðlim sem setti mikinn svip á hóp- inn. Blessuð sé minning þín og hvfl í friði. Guð styrki Sigrúnu, dætur þínar og fjölskyldur þeirra. Sigríður Björnsdóttir. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að lifa vin minn Ragnar Bjömsson, þar sem aldursmunur á okkur er mikill, en ég skrifa þessi kveðjuorð með sorg í hjarta. Ég kynntist Ragnari fyrst þegar hann var að koma frá námi erlendis og gerðist skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur, sem Tónlistarfélagið þar var að stofna og ég sem formað- ur þess bar gæfu til þess að ráða Ragnar í starfíð. Fyrstu tvö árin var ég alltaf dauðhrædd um að hann myndi gef- ast upp á starfinu við skólann sök- um þess hversu lélegan húsakost við höfðum. En það var nú ekki al- deilis, hann var bjartsýnn á að úr myndi rætast, sem það og gerði, því bæjarstjómin lét okkur fá heilt hús til umráða á þriðja ári og í því húsi starfar skólinn enn í dag. Þetta breytti öllu fyrir skólann því nú gat Ragnar útvegað úrvals- kennara í öllum greinum og aðsókn- in að skólanum varð mjög mikil, ekki síst vegna þess að enginn ann- ar tónlistarskóli var starfandi á Suðurnesjum. Ragnar vai-ð brátt heimagangur á heimili okkar og vissi hann að hann var ætíð velkominn þangað og mað- urinn minn og hann urðu brátt góð- ir vinir, einnig var góð vinátta milli sonar míns og hans, sem hófst þeg- ar þeir vora samtímis í námi í Þýskalandi. Ragnar gat verið harður í horn að taka ef honum mislíkaði, en hann var með stórt hjarta eins og margir miklir listamenn og mjög tilfínn- ingaríkur maður. Gæti ég nefnt mörg dæmi um það, eins og til dæmis þegar þrír úrvalsnemendur hans vom að kveðja skólann til þess að fara í menntaskóla í Reykjavík, en á þeim árum var enginn mennta- skóli í Keflavík. Þegar þeir kvöddu Ragnar sá ég tár blika í augum hans. Skólinn blómstraði í höndum Ragnars. Á hverju vori vom haldnir nemendatónleikar í bíóhúsinu og ævinlega íyrir fullu húsi. Þegar Ragnar var búinn að vera hjá okkur í Keflavík í sextán ár stofnaði hann Nýja tónlistarskólann í Reykjavík og þá vildi svo einkenni- lega til að á sama tíma vomm við hjónin að flytja til Reylqavíkur, en maðurinn minn var þá að láta af embættisstörfum í Keflavík fyrir aldurs sakir. En þá rofnaði nú ekki samband okkar Ragnars, nema síð- ur væri, því hann lét mig fylgjast með öllu í Nýja tónlistarskólanum og ég fór á alla vortónleika í skólan- um í fjölda ára eða þangað til ég treysti mér ekki lengur. En sam- band okkar Ragnars hélt áfram óbreytt þrátt fyrir það og þegar ég slasaðist fyrir nokkrum ámm og var rúmföst allt sumarið þá kom Ragnar oft í heimsókn til mín og við höfðum alltaf nóg umtalsefni. Ragnar hafði fyrir venju að hringja til mín reglulega og tala heillengi við mig hverju sinni, þá kom hann iðulega í heimsóknir til mín og staldraði þá lengi við, enda voru samræður okkar ævinlega mjög skemmtilegar og sérstakar. Dag nokkum hringdi Ragnar og sagði mér frá veikindum sínum. Ég var harmi slegin en hann var bjart- RAGNAR BJÖRNSSON sýnn og sagði að meðulin legðust vel í sig og hann hefði góðar vonir um að ná fullum bata. Að nokkra gekk það eftir, því á stundum virtist hann vera að ná fullum tökum á veikindum sínum. Svo var það í fyrrasumar að hann hringdi til mín og sagðist eiga erindi til Hveragerð- is og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér, sem ég auðvitað þáði. Það var mikið talað og meðal annars tal- aði hann um Sigrúnu konu sína, sem væri alveg einstök og stæði við hlið sér í blíðu og stríðu í orðsins fyllstu merkingu. Eftir þetta vora aðeins símtöl á milli okkar Ragnars, en hann hélt uppteknum hætti og hringdi oft til mín, þrátt fyrir öll veflrindin. Hann talaði oft um að koma til mín en af því gat ekki orðið. Hann sagði að sér hði vel en þrekið væri alveg þorrið, þetta sagði hann í síðasta símtali sem ég átti við hann fyrir rúmum hálfum mánuði en samt var hann bjartsýnn þrátt fyrir þessi miklu veikindi. Ég sé nú með sökn- uði á eftir einum mínum besta vini og samstarfsmanni í rúma fjóra ára- tugi. Ég og fjölskylda mín sendum Sigrúnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Ragnars Björnssonar. Vigdís Jakobsdóttir. Árið 1954 var vissulega tíma- mótaár í sögu karlakórsins Fóst- bræðra. Jón Þórarinsson tónskáld lét af störfum sem söngstjóri það árið, en undanfarin 4 ár hafði hann haldið á tónsprotanum hjá Fóst- bræðmm. Á undan honum hafði Jón Halldórsson stjórnað kómum í 35 ár samfellt allt frá stofnun hans og mótað hann á sinn sérstæða hátt. Það hefur því verið forvitnilegt og spennandi fyrir ungan og nýútskrif- aðan tónlistarmann, Ragnar Bjömsson, að takast á við stjóm á jafn fastmótuðu og íhaldssömu hljóðfæri sem karlakórinn Fóst- bræður var á þeim tíma. Ragnar hafði þá um vorið útskrifast frá Akademie fúr Musik und dar- stellende Kunst í Vínarborg með próf í orgelleik, píanóleik og hljóm- sveitarstjórn. Fyrstu vortónleikar kórsins undir stjórn Ragnars voru í Austurbæjarbíói í maímánuði 1955. Með Ragnari fylgdu breyttir tím- ar fyrir kórinn og nýir og ferskir vindar blésu í söngstarfi hans. Með- al þeirra nýjunga sem bryddað var upp á í upphafi ferils Ragnars með kómum var, að Jóni Nordal var fahð að semja verk fyrir kórinn, „Sjö lög við miðaldakveðskap", sem var framflutt á afmælistónleikum kórsins 1956. Ekki vom allir á eitt sáttir við nýstárlegt lagaval Ragn- ars í þá daga og það hrikti oft í stoð- unum á þessu breytingatímabili kórsins. En Ragnar hafði sitt í gegn og ljóst er að hinar nýju og breyttu áherslur höfðu mjög veigamikil og jákvæð áhrif á kórinn þegar til lengri tíma er litið. Ragnar stjómaði kómum sam- fellt til ársins 1970 að undanskildu eins árs hléi er hann var við nám er- lendis 1965-66, og síðan aftur sam- fellt frá hausti 1979 til 1991, eða samtals í 27 ár og hefur enginn söngstjóri að undanskildum Jóni Halldórssyni stjómað kómum leng- ur. Undir stjórn Ragnars vann kór- inn marga sigra og tókst á við vandasöm og krefjandi verkefni. Af mörgu er að taka og ein af eftir- minnlegustu stundum Ragnars með kómum var, þegar hann stjórnaði kórnum við opnunarhátíð Scandin- avia Today í Kennedy Center í Washington í september 1982, en kórinn hafði þá verið valinn sem fulltrúi íslands við það tækifæri. Þá má og nefna þegar kórinn hlaut 3. verðlaun í alþjóðlegri kórakeppni í Lindenholzhausen í Þýskalandi árið 1987. Fóstbræður votta eftirlifandi eig- inkonu Ragnars, Sigrúnu Björns- dóttur, og fjölskyldu þeirra innilega samúð sína og minnast skömlegs stjómanda síns í 27 ár með hryggð og söknuði. Stefán M. Halldórsson, formaður Fóstbræðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.