Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 55 yfirgefinn í marga daga á eftir, enda saknaði ég þín mikið. Tíminn leið, við töluðum saman nokkrum sinnum, eftir að þú varst farinn heim, til að segja hvor öðr- um fréttir af því sem gerst hafði í millitíðinni. Þegar mamma hringdi í mig að morgni laugardagsins 15. ágúst og sagði: „Heiðar, ég verð að segja þér rosalega, rosalega slæma frétt, bróðir þinn, Hjalti Óli, er dáinn.“ Það var eins og tíminn hefði numið staðar. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða gera, mér fannst einsog lífið hefði engan tilgang framar fyrir mig, mér fannst ég vera einn og yfirgefinn hér í Þýskalandi, ég gat bara grátið og hugsað til þín. Það fór í gegnum huga minn á nokkrum sekúndum: Hvar ertu núna? Hvað gerðist? Af hverju þú? Ég vildi bara komast strax heim til Islands, heim til fjöl- skyldunnar, til mömmu og pabba, heim til þín. Elsku vinur og bróðir, ég þakka þér fyrir öll þau handtök og stund- ir sem við áttum saman í gegnum þitt stutta líf. Það er rosalega sárt að missa svona góðan vin, góðan bróður eins og þú varst. Anja og Olína Jóhanna þakka þér fyrir allar þær indælu stundir sem þær áttu með þér í gegnum tíðina. Það sem við höfum nú er falleg minning um þig, bróðir, vinur og frændi, sem á eftir að lifa í huga okkar þangað til við hittumst næst. Kveðja frá foreldrum og bræðr- um. Við áttum ungan eðalhlyn, sem yndi veitti á leið. Við áttum hann sem okkar vin, um átján ára skeið. En seint um kvöld einn sumardag, er sól í ægi hvarf, þá söng hans harpa síðasta lag, þá síðast vann hann starf. Við kveðjum þennan unga hlyn, með ekka og tár á kinn. Við kveðjum þennan góða vin. Við kveðjum hann um sinn. (Eiríkur Hjaltason.) Heiðar, Anja og Ólína Jóhanna. - þurfti enginn að fara í grafgötur um hvar hann hafði þann mann í meginefnum. Heill og hollur. Fyrir hugskotssjónum er örlítið mynd- skeið. Ég kem að dyrum í Smiðjugötu 13. Kíki aðeins í dym- ar á seglaverkstæðinu hjá Bjarti og skipti við hann nokkrum orðum, drep síðan á dyr hjá Siggu og hún kemur til dyra með málbandið um axlirnar og saumasvuntuna framan á sér og er glöð að sjá mig og af því að eiga nýbakaðar pönnukökur handa mér. Við setjumst inn í eld- hús og tökum upp spjall um trúna og trúarlífið á Isafirði, hún áhuga- söm og sigurviss í baráttu hins góða. Hún fer að hella uppá á með- an. Bjartur reiknar rétt út tímann og kemur þegar hún er búin að leggja á borð og öll setjumst við saman. Bjartur blandar sér ekki mikið í okkar ræður en lætur sér vel líka og leggur gott eitt til. Þeg- ar við gerumst of heit kælir hann okkur niður með glettnislegri at- hugasemd. Talið beinist á almenn- ari brautir og við erum áður en varir farnir að tala um síldveiðar í Álftafirði. Siggu þykir ekkert að því að dragast út úr samræðunum en svo endar samtalið í spjalli um líðandi stund og við kveðjumst. Þau verða bæði í kirkju á sunnu- daginn eins og oftast og það verður gott að horfa á þau af stólnum und- ir ræðunni. Bjartur verður rósam- ur á svip en á andiiti Siggu mun ég sjá hvort ég er á réttri línu með mitt mál. Ég er þakklátur fyrir þessi heið- urshjón og tala fyrir munn fjöl- menns hóps kristinna á Islandi þeg- ar ég þakka verk Sigríðar Ólafar Jónsdóttur í víngarði Drottins. Guði séu þakkir sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottin vom Jesúm Krist! Jakob Hjálmarsson. RAGNAR BJÖRNSSON + Ragnar Björns- son fæddist 27. mars 1926 í Torfu- staðahúsum, Torfu- staðahreppi í Vest- ur-HúnavatnssýsIu. Ragnar var kvadd- ur frá Dómkirkj- unni 19. október. Útför hans fór fram frá Hvammstanga- kirkju 20. október. Ragnar Bjömsson er aUur. Hann var ein meginstoð org- anistastéttarinar, alla ævi virkur. Hann var glæsilegur fulltrúi Is- lands á erlendri gmnd, en um margra ára skeið fór hann í org- eltónleikaferðir víða um lönd, aUt fram til þess tíma er hann var að taka upp baráttu við sjúkdóm þann sem nú hefur lagt hann að veUi. Hann hreifst ungur af orgelinu og orgeltónlist Bachs og annarra tónskálda orgelsins, sat um árabU við fótskör Páls Isólfssonar og varð síðar til þess að taka við org- anistastöðu hans í Dómkirkjunni. Ragnar Bjömsson sat lengi í stjóm Félags íslenskra organleik- ara, lengst af sem ritari. Hann vann félaginu af alúð og skulu hér færðar fram þakkir fyrir það fórnfúsa starf. Úr röðum þess ört vaxandi hóps, sem í dag fæst við orgeltónleika- hald, mun hans sárt saknað og þess minnst að hann hélt merkinu á lofti sem brautryðjendur á þessu sviði hófu tU vegs. A þeim tíma sem Ragnar var virkur organisti í Dómkirkjunni var hvorki það starf né önnur slík met- in til launa sem vert hefði verið, þá var enginn maður á íslandi sem hafði orgelleik að aðalstarfi. Nú munu þeir brátt fylla þriðja tuginn. Ragnar var í hópi þeirra manna sem börðust fyrir því að þessi störf yrðu metin að verðleikum. Þótt hann á sínum tíma drægi sig út úr félagsstarfinu, fann ég það glöggt þegar við hittumst að hann fýlgdist vel með framvindu mála og gaf oft góð ráð. Félag íslenskra organleikara vottar minningu Ragnars Bjöms- sonar virðingu sína og ástvinum hans öllum dýpstu samúð. Kjartan Sigurjónsson, formaður FIO. Ragnar, þakka þér fyrir þessi tíu ár sem ég hef þekkt þig og fengið að vera nemandi þinn. Margt hefur breyst á þessum tíma, þar á meðal þú og ég, en samt fannst mér þú alltaf vera eins. Þú varst einn af stólpunum í lífi mínu - tvisvar í viku öll þessi ár hef ég farið niður í tónlistarskóla að hitta þig. Þú hafð- ir alltaf mikið á þinni könnu, jafnvel of mikið, en barst þó ávallt hag nemenda þinna fyrir brjósti. Þú gast verið strangur en þó alltaf réttlátur. Þú bjóst yfir einstökum baráttuvilja og ósérhlífni. Ragnar, takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þinn nemandi Hilmir Kær vinur okkar, Ragnar Bjömsson, er fallinn frá. Það var sá mikli ógnvaldur krabbameinið sem vann stríðið. Það sem okkur, sem fylgdumst með baráttu Ragn- ars við sjúkdóminn, kom mest á óvart, var hve mikinn styrk, æðra- leysi og kraft hann átti í þeim mörgu orastum sem honum tókst að vinna. Sigrún var aldrei langt undan. Sem klettur stóð hún við hlið bónda síns og gaf honum allan sinn styrk, ást og umhyggju. Þegar minnsta stund var milli stríða sat Ragnar önnum kafinn, upp við dogg í rúminu sínu á spítalanum eða í sófanum heima hjá sér, við að fullgera ópera sem hann hafði í smíðum, eða við að skipuleggja skólastarfið. Þetta gekk stundum svo langt að hann mátti naumast vera að því að tala við þá sem heimsóttu hann. Þetta var hreint með ólíkindum! Ég kynntist Ragn- ari árið 1963 þegar mér tókst að komast inn í Karlakórinn Fóstbræður, mér til mikillar ánægju. Nokkram áram síðar urðum við Kolbrún félagar í Dómkómum þar sem við áttum margar góðar stundir með RB við orgelið. Þá hófst vinátta fjölskyldna okkar, sem haldist hefur síðan. Einnig minnumst við með gleði stundanna í Grandarlandinu, ekki síst áramótagildanna þar sem ríkti söngur, leikir og gleði, ungra sem aldinna. Ragnar var mikilvirkur í tónlist- armálum. Meðal annars stofnaði hann Oratóríukór Dómkirkjunnar, sem auk Dómkórsins starfaði í nokkur ár við kirkjuna. Hann lagði mikinn metnað og alúð við báða kórana, eins og raunar allt sem hann tók sér fyrir hendur, og undir stjóm Ragnars héldu þeir fjölda tónleika. Ragnar var mikili tónlistarmað- ur, einkum frábær orgelleikari, sem gerði garðinn frægan vítt og breitt um Evrópu og vestan hafs. Ég var viðstaddur nokki-ar æfingar þegar hann var að undirbúa org- eltónleika og í eitt skiptið voram við einungis tveir í Kristskirkju. Það var ólýsanleg stund og tók mig drjúgan tíma að ná mér til jarðar aftur. Ragnar réðst í að stofna Nýja tónlistarskólann, sem starfað hefur með miklum glæsibrag, sem ekki er síst að þakka hve lánsamur hann var með val kennara og sam- starfsfólks. Skólinn er meðal ann- ars glæsilegur minnisvarði um tón- listarferil hans. Ýmis áhugamál átti Ragnar, svo sem siglingar og sjóstangveiði, en þar lágu leiðir okkar einnig saman. Við fjárfestum í 18 feta plastbáti, innréttuðum hann sjálfir, gerðum sjókláran og hófum að sækja sjóinn. Árangurinn var misjafn, eins og gengur og ger- ist í útgerðinm, en við höfðum óblandna ánægju af þessu. Að vísu þurfti að draga bát okkar sækóng- anna einu sinni eða tvisvar til hafn- ar, en svona er lífið. Það var aldrei lognmolla yfir Ragnari Bjömssyni, alltaf einhver kraftur sem hreif mann, og hugmyndaflugið var öld- ungis meira en í meðallagi. Við fjölskyldan þökkum Ragnari hjartanlega fyrir trygga og trausta vináttu og allar samverastundir sem við áttum með honum, Sigrúnu og fjölskyldu þeirra. Við biðjum Guð að blessa minningu hans og styrkja þá sem syrgja góð- an dreng. Far í Guðs friði. Svavar, Kolbrún, Sif og Silja. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum íylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, AÐALSTEINN ÓLAFSSON, Lyngholti 20, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. október kl. 13.30. Sigfús Aðaisteinsson, Ragnheiður Baidursdóttir, Guðmundur Ingvi Gestsson, Júlíana Tryggvadóttir, Halldór Gestsson, Sigurður Gestsson, Ingibjörg Jósefsdóttir, Björn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍK EYLANDS, lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. október. Þórunn Eylands Margrét Eylands, Frank Brandsás, Þóra Eylands, Hörður Sigurðsson, Elísa og Eirík. + Móðir okkar, KRISTBJÖRG LÍNEY ÁRNADÓTTIR frá Garði, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést fimmtudaginn 22. október. Borghildur Garðarsdóttir, Hulda Garðarsdóttir, Pátl G. Björnsson. + Móðursystir okkar, ÞÓRDÍS BRIEM fyrrv. bókavörður, Bogahlíð 20, Reykjavfk, lést fimmtudaginn 22. október. Fyrir hönd vandamanna, Eggert Ásgeirsson, Páll Ásgeirsson. + Ástkær móðir okkar, SUMARLÍNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, Suðurgötu 6, Sandgerðl, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 22. október. Börnin. + INGÓLFUR DAVÍÐSSON grasafræðingur, lést að morgni síðasta sumardags, 23. október. Fjölskylda hins látna. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINS SÍMONARSONAR, Arnarhvoll, Dalvík. Alda Stefánsdóttir, Stefán Steinsson, Sfmon Páll Steinsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Sigurlína Steinsdóttir, Samúel M. Karlsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.