Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Úr Þjóðsög- um Jóns Múla Arnasonar Fyrsta bindi Þjóðsagna Jóns Múla —-------------------------- Arnasonar kom út fyrir tveimur árum og vöktu mikla athygli. Þar tókst manninum, sem gældi við útvarpseyra Islendinga í nær hálfa öld, að endurvekja þann fína samleik vitsmuna og tilfínninga sem vann honum hylli hlustenda. Nú hefur Jón Múli sent frá sér framhald minninga sinna. Hér birtist kafli úr hinu nýútkomna verki en þar rekur þjóðsagnaþulur ferðalag fjölskylduhljóðfærisins forðum tíð. Mál og menning gefur bókina út. EGAR síðasti faktorinn á Vopnafirði fékk píanóið sitt með fyrstu ferð strandferðaskipsins í árs- byrjun 1917, festist nafnið á það meðan því var slakað úr formastursbómunni niður í uppskip- unarbátinn við bakborðssíðuna. Pótti körlunum þetta réttnefni og voru þó sýnu hrifnari af umbúðunum, píanó- kassinn rammgerður, rekinn saman úr bæstri furu, geirnegldri á sam- skeytum og örlaði hvergi á kvisti en stálboltar hertir að öllum hornum til frekara öryggis. Uppskipunargeng- inu fannst gaman að hantéra þessa níðþungu fragt og rogast með hana á sitt pláss við skutþóftuna og sett fast með kappmelltum rópastúfum. Svo var róið í land og spekúlerað á leiðinni í adressunni. Hún var tjörguð fagurlega á skábretti for- hliðarinnar: Hr. faktor Arni fr. Múl- an, Kirkjuból, Tanga, Vopnafírði. - Þessi fragt kemur áreiðanlega alla leið úr Reykjavík. Svona vand- aðan frágang kunna ekki aðrir en trésmíðameistaramir fyrir sunnan. - Ekki er það nú alveg víst gæsk- urinn, lestu betur áletrunina Hr. og Arni og Múlan, þetta er seyðfirska. Þar tala allir dönsku og þaðan kem- ur kassinn, það er deginum ljósara. -Vel róið, kallaði bátsstjórinn handan við píanóið og hamaðist á stýrisárinni aftur í skut, - leggið að. Svo var slegið köðlum á gripinn og hann rauk upp á bryggju í einu vet- fangi því þar voru nú fleiri lúkur að hífa í en komust að með góðu móti og munaði mjóu að músíkölskustu ákafamenn færu sér að voða í eld- heitri tónlistarást. tlið þér að drekkja mér hér í aðdýpinu, helvítið yð- ar, heyrðist hrópað undir bryggjunni í buslugangi. Sem betur fer var veðrið gott og stilltur sjór innan við Hólmann og því lítil hætta á mannfórnum í þágu listarinnar í þetta sinn. Eftir giftusamlega lend- ingu og mátuleg illindi létu menn sig litlu varða hvaðan píanóið var komið og felldu niður allt þras um það. Nú er það aftur allt á huldu og fyrstu eigendur ekki lengur á meðal vor, en hinir sem eftir lifa búnir að gleyma öllu í slævðri elli. Þeir þykjast þó vita að faktorinn hafi staðið bí- sperrtur á útidyrapallinum heima á Kirkjubóli sparibúinn í tilefni þessa prívat menningarsigurs norður við heimskaut. Hann fylgdist hrifinn með átökum fjögurra kraftajötna sem þrömmuðu með píanó í fanginu upp stíginn frá pakkhúsbryggjunni og hugsaði með sér: Hér spásséra karlar í krapinu í takt við vopnfirska hefð, það er ekki einu sinni víst að ég gerði betur svona upp í móti. Hann var sjálfur þingeyskur jötunn að afli og rakti ættir sínar til Hrólfs sterka í Skagafirði, einkasonar Dep- ilrössu tröllskessu eins og kunnugt er úr þjóðsögum. Píanókvartettinn sveif léttilega upp tröppurnar og marséraði gleiðfættur inn á stofu- gólf, lagði byrðina frá sér varlega og þóttist ekki blása úr nös. Svo var hafist handa við að skrúfa lausar boltafestingar á kassahornunum og forhlið og þarna stóð þá Hornungur Mpller í öllu sínu veldi á miðju gólfi. Og fallegur var hann hvaðan svo sem hann kom, af Seyðisfirði, úr Reykjavík eða Kaupmannahöfn, gljábónað mahóníið glitraði undh- koparlampanum í miðju lofti með ol- íubrennarann á fullu. Asýndin teikn- uð á alla vegu með skrautflúri og bronsaðir kertastjakar yfir bassa og dískanti. Harðviðarlistar dökkbrún- ir lagðir með öllum köntum og tan- gentar úr fílabeini og íbenholti blöstu við þegar lokinu var lyft en læsingin gulli slegin. - Ranka mín, sagði Árni frá Múla, - þetta máttu eiga og njóttu þess vel og lengi. Síð- an þakkaði hann öllum fjórum burð- arkörlunum með þéttingsföstu handtaki, gaf þeim hverjum sinn tú- kallinn og bauð góða nótt. Lokaði útidyrunum á eftir þeim og gekk með þaninn brjóstkassa að faktor- spíanóinu, sló með einum putta kontra-C og söng tóreadorann úr óperunni Carmen eftir Bizet: - Nú sjóðum við saltkjöt og baunir Ranka mín, með feitum síðubitum og digr- um bringukollum, kartöflum úr Brennugarðinum og floti í pottatali útá. Jeg elsker Carmen og Carmen elsker mig, vi er forlovet Carmen og jeg - og gleymdu því ekki yndið mitt að við erum gift og höfum hjóna- bandið í desert. Og ungu hjónin dönsuðu pasodoble í kringum píanó- ið sitt. Daginn eftir var kassinn fluttur niður í pakkhús og hífður upp á efrihæð í gálgatalíunni á vest- urgafli, slakað inn um rislúgumar og dreginn út í suðvésturhornið. Þar í skotinu undir súðinni átti Kristján Jónsson athvarf þegar hann gerðist bamakennari Vopnfirðinga árið 1868. Þar fraus hann í hel í vorhret- inu 8. mars ári síðar „á skrifstofu sinni“ eins og segir í síðustu andláts- fregn úr Arbæjarsafni, þar sem pakkhúsið stendur núna. Fjalla- skáldið var þá tuttugu og sex ára. Svo liðu átta ár og kassinn í kyrrð og ró allan tímann á pakkhúsloftinu og ekki hreyft við honum fyrr en Múlafamilían fór að huga að búferla- flutningum suður í Reykjavík þar sem Alþingi feðranna stóð nú og stendur enn. Nýkjörinn þingmaður Norðmýlinga var reiðubúinn að takast á við verkefni sem biðu við Austurvöll og leysa þar allan vanda til heilla Austfirðingum og landsins börnum öllum með tölu. Faktorinn fyrrverandi á Kirkjubóli kvaddi því kjósendur og prest í skyndi og lét vinnumenn sína sækja píanókassann á pakkhúsloftið. Vinnukonur biðu úti á hlaði með sápuvatn og karklúta og von bráðar kom gripurinn undan MÚLASYSTKININ haustið 1938 - Guðrún, Valgerður, Jónas, Jón Múli og Ragnheiður. FAÐIR og synir í voi'tískunni 1936. kóngurlóavef og ryki og bar svipmót völundanna sem smíðuðu hann um árið. Undruðust hjúin mjög hve furuborðin voru mjúk undir hönd og kassinn næstum eins fallegur og sjálft stofupíanóið og fengu þær upplýsingar frá húsbændum að slík- ar umbúðir einar og ekki aðrar væru við hæfi þegar flytja ætti hljómlist um óravegu hafsins og landið endi- langt og haldiði áfram hreingerning- unni. Suður í Bröttugötu 6 kom því hljóðfærið eins og nýsmíði út úr kassa sínum, en hann fluttur í geymsluhjalla borgarstjómar innan um mublur og málverk og aðra dýr- gripi íhaldsins sem ekki þóttu nauð- synlegir til daglegs brúks í bili. Þar stóð hann og beið síns tíma þar eð ekki þótti taka því að rogast með hann um allan bæ í hvert skipti sem fjölskylda hans lagði í hann, því hún kappkostaði að flytjast búferlum fram og aftur og þvers og kruss um borgina hvert einasta vor og haust að öðra jöfnu. Það var því ekki fyrr en haustið 1930 að dustað var af kassanum rykið er haldið skyldi austur á firði á ný að endurheimta kjördæmið úr klóm Tímahundanna. Þessir líka félegu fjendur höfðu komið aftan að unga íhaldsmannin- um grandalausum í Alþingiskosn- ingunum 1927 og hrifsað af honum þingsætið án þess að hann og sannir Vopnfirðingar fengju rönd við reist. Bar fallni frambjóðandinn enn merki þeirrar verkunar. Það var líka farið að sjá á píanóinu eins og geta má nærri eftir látlausan þeyting út og suður um alla borg í misjöfnum veðrum og ennþá misjafnari hönd- um í sex ár og komnar í mahóníið rispur hér og þar, sumar djúpar. Aftur á móti sá ekki á kassanum og ekki laust við að tónlistarunnendum létti allnokkuð er hljóðfærið hvarf sjónum og kassalokið skrúfaðist fast með ryðfríum stálboltum. Austur á Seyðisfirði ólmaðist svo afturbataframbjóðandinn í pólitíkinni með blaðaútgáfu og fjölbreyttu stjórnmálaþvargi í þágu lands og þjóðar og átti ekki stund aflögu til að stússa í búferla- flutningum svo neinu næmi, lét nægja tvisvar á fjórum árum, það var nú allt og sumt. Margnefnt instrúment slapp vel frá yfirvofandi ógnum í snarbröttum fjallshlíðum í bæði skiptin. Það var ekki fyrr en haustið 1933, er augljóst mátti öllum verða hve vonlaus sigurfór íhalds gegn framsókn var orðin, að reyndi á flutningaþol hljóðfærisins á ný og tók þá að gæta kvíða í hljómum. Ólánið fór að láta á sér kræla þegar píanóburðargengið sveikst um að koma með kassann úr geymslu inn í Pálshús á tilsettum tíma og ekkert gekk að koma hlutum á sinn stað - kassi og píanó í óskiljanlegri hand- vömm og vildu margir leita skýringa í truflandi áhrifum þefjandi kogg- ans. Þegar karlarnir vora loksins búnir að troða píanóinu í kassann var það um seinan. Súðin búin að pípa þrisvar og komin út á miðjan fjörð þegar vörubíllinn skrölti með varninginn niður á Imslands- bryggju. Vár úr vöndu að ráða - næsta skip ekki væntanlegt fyrr en eftir þrjár vikur og var ákveð- ið í loftskeytum milli stjórnklefa á sjó og landi að láta kyrrt liggja en grípa tækifærið í næstu ferð. Súðin sigldi því sína leið og píanógengið labbaði heim til sín en gleymdi að bera hljóðfærið inn í pakkhús. Mátti það því bíða í óvörðum kassa sínum undir gafli Imslandsbúðar en haust- ið á næstu grösum og á stundum bit- urt austur á fjörðum. Það sem verra var, þarna gleymdist það öðru sinni í næstu strandferð Súðarinnar. Vik- urnar þrjár urðu því sex og veður- farið eftir því. Ekki er ein báran stök og ekki tók betra við þegar strandferðaskipið lagði loksins að bryggju í Reykjavík með varning sinn úr Seyðisfirði. Þegar tekist hafði að koma böndum á fragtina þurfti stroffan að slitna er híft var upp og allt pompaði niður með braki og brestum eða eins og segir í þjóð- dansinum: Skulfu lönd og brustu bönd en botngjarðirnar héldu. Svo fór líka í þetta sinn, að vísu brákað- ist píanókassinn dálítið og skekktist eitthvað í geirneglingunni, það svo að enginn viðstaddra áræddi að opna hann og hyggja að innihaldinu. Tóku því hafnarstjórar þann kostinn sem vænstur var - sendu allt heila gillið heim á Hverfisgötu 30 eins og ekkert hefði í skorist, enda mátti einu gilda um draslið að austan úr því sem komið var, ekki svo nöje með það. Fólkið á 30 stóð úti á stétt og söng og fagnaði góðum gestum, eða rétt- ara sagt vinum og frændum sem raunar voru orðin einskonar stjúp- börn og hálfsystkini er óku í hlað á gráum Fordara. Ýmislegt benti til þess að húsbóndinn hefði fengið sér einn hinsegin gráan, og varð hann brátt hrókur alls móttökufagnaðar. Höldum fast í - samkvæmisljóð glað- sinna íhaldsmanna, hljómaði af vör- um hans við stef ferjukarlanna á Volgu um leið og svipt var frá því sem eftir hékk uppi af innkeyrslu- hliðinu. Hinn helminginn voru regn og ryð búin að naga burt fyrir löngu að gamni sínu. Annars var heimreið- in að hinum nýju vistarveram Horn- ungs gamla Moller einkar aðlaðandi og húsakynni á Hverfisgötu neðan- verðri mjög í stíl við glæsimennsku smáborgaranna sem lögðu meginá- herslu á gjörnýtingu landrýmis og þó einkum húsgafla sinna og spöruðu þar með einangrunar- og kyndingar- kostnað í vetrarhörkum. Því var það að öll húsaröðin frá Smiðjustíg upp að Klapparstíg var samansúrruð með steypujárni og sementi en á mikilvægum stöðum rúmgóðar inn- keyrsluhvelfingar og íbúum og farai-- tækjum þeirra þar greið leið að port- inu bakdyramegin og kartöflugarði og öðram jarðargróða í skjóli sunnan undir húsaröðinni endilangri. Húsa- meistarar höfðu svo af mikilli hug- kvæmni látið smíða rammgerð járn- grindahlið að undirgöngunum til að verja eigendur og leigjendur ásókn óviðkomandi manna og annarra óvina. Þau vora nú öll fallin af sjálf- um sér, utan helmingurinn sem hékk uppi í hjörunum á 30. Gamlifordinn bakkaði inn að útidyrunum og bíl- pallurinn stóð þá í flúgt við stéttar- brún hjá anddyri og hægur vandi að ganga beint af augum inn í stofu með píanókassann og innihaldið. Hafnar- verkamennirnir og bílstjórinn ekki lengi að því - maður hefur nú lent í öðru eins í djobbinu - það er nú lík- ast til - fáðérínefið. En nú var runnið upp skeið vonbrigðanna. Þegar hús- bændum og hjúum og full- vöxnum unglingum í barnaskaran- um hafði tekist að rjúfa gat á þekju og hliðar kassans blasti viðurstyggð eyðileggingarinnar við. Ytrabyrði mahónísins bar augljós merki úti- vistar í seyðfirskum fárviðrum og af því mestur glansinn. Kertastjakarn- ir höfðu báðir brotnað af í fallinu niðri á Reykjavíkurhöfn og glóði á koparinn í sárunum gegnum spansk- grænuna. Framhliðar að ofan og neðan höfðu hrokkið úr festingum og sá í sprunginn hljómbotninn og mjóa rifuna niðurúr og hálfa leið upp. Húsbóndinn fölnaði en sló þó í örvæntingu kontra-C-ið upp á von og óvon. Og það var ekki um að vill- ast, hinn mjúki tónn á bak og burt en í staðinn komið kaldranalegt glamur. Söngvarinn hætti við að taka aríuna en skundaði inn á kontór og lokaði á eftir sér. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.