Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Reuters GEORGE Graham setur leik- mönnum sínum strangar regl- ur. Hér til hliðar fagna þeir marki gegn Liverpool ( gærkvöldi, David Ginola, Allan Nielson, Darren Anderton og Staffen Iversen, sem skoraði er Tottenham vann 3:1. 1998 MIDVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER BLAD Graham setur strangar reglur hjá Tottenham GEORGE Graham, knattspyrnustjóri hjá Totten- ham, er saniur við sig og vill halda miklum og góð- um aga í því liði sem hann stjórnar hveiju sinni. í gær tilkynnti hann að 72 klukkustundum fyrir leiki iiðsins væri leikmönnum Spurs bannað að fá sér það sem hann kallar skyndibita, áfengi og að nota GSM-síma. Graham segir þetta hluta af því að reisa Totten- ham við og gera það að alvöru knattspyrnuliði. „Það kalla mig örugglega margir gamaldags en þetta er aðeins hluti af því að koma á festu innan fólagsins,“ segir Graiiam sem hefur verið við stjórnvölinn f sex vikur. „Mér sýnist sem ýmislegt hafi verið látið drabbast hér undanfarin ár og mér líkar það ekki. Leikmenn eiga alltaf að nota jakka félagsins þegar þeir koma fram fyrir hönd þess, en ekki vera í einhverjum æfinga- treyjum og íþróttabuxum. Jakki, skyrta og bindi er líka hluti af því að leikmenn beri virðingu fyrir félaginu." Graham var við stjórnvölinn iijá Arsenal í átta ár og þótti þá harður í hom að taka. Nú hefur hanu gi-eiuilega tekið upp sömu stefnu hjá nágrannaliðinu f Lundúnum og verði hann eins sigursæll hjá Spui's og hann var hjá Arsonal munu menn ekki gera grín að aganum hjá honum. Undir stjórn hans vann Arsenal sex bikara. Hópur manna vill kaupa Celtic Kenny Dalglish í forystusveitinni Kenny Dalglish, sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Celtic, og skoska poppstjaman Jim Kerr, aðalsöngvari Simple Minds, fara fyrir hópi manna sem vill kaupa meirihluta í skoska knattspyrnufélaginu Celtic. í yfirlýsingu frá félaginu í gær sagði að þessir menn hefðu óskað eftir fundi með stjóm félagsins. Sá fundur gæti leitt til þess að félagið yrði selt en einnig til að svo yrði ekki. Sagt var að líklega ábyrgðist Glas- gowborg kaupin en verið er að ræða um 80 milij. punda fjár- festingu, 9,2 milljarða kr. f kjölf- ar fréttarinnar var birt tilkynn- ing frá Celtic þar sem kom fram að ekkert tilboð hefði borist. Fergus McCann, formaður Celtic, á umræddan 51% hlut í félaginu en hann vill selja fyrir mars á næsta ári og flytja aftur til Kanada. Billy McNeill, fyrr- verandi leikmaður og knatt- spyrnustjóri Celtic, sagði að fréttirnar kæmu ekki á óvart. McCann hefði tilkynnt að hann væri á förum og margir vildu taka við. Hann hefði sagt að hann vildi ekki að meirihluti félagsins yrði á einni hendi og mikilvægt væri að stuðningsmennirnir, sem væm hluthafar og ársmiðahafar, styddu kaupendur.“Það er sterkt að hafa Kenny í hópnum," sagði hann. Þegar greint var frá hugsan- legum kaupum varð 34% hækk- un á gengi hlutabréfanna, en þau hækkuðu um 90 pens, um 105 kr., og fóru í 352,5 pens. Pétur samdi við Stabæk PÉTUR Hafliði Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við norska úrvals- deildarliðið Stabæk frá sænska liðinu Hammarby í Stokkhólmi. Norska liðið þurfti ekki að greiða krónu fyrir Pétur, þar sem samn- ingur hans við Hammarby var útrunninn, en talið er að fyrir vikið verði Pétur Hafliði meðal launa- hæstu leikmanna norsku úrvals- deildarinnar. Erik Loe, formaður Stabæk, sagðist í gær ekki vilja fara út í smáatriði samningsins, en fullyrti að hann yrði ekki tekjuhæsti leik- maður liðsins á næsta ári. „Hann [Pétur] hafði öll tromp á hendi og fékk gott tilboð frá okkur,“ sagði hann. I frétt norsku fréttastofunnar NTB í gærkvöldi kemur fram að enskt úrvalsdeildarlið auk ítalska liðsins Udinese hafi verið á eftir Pétri, en Stabæk hafi að lokum orðið íyrir valinu. Áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, að m.a. þýsku liðin Duisburg og Kaiserslautern og ítalska liðið Roma hefðu fylgst náið með Pétri að undanförnu, auk þess sem forráðamenn Hammarby hefðu gert hvað þeir gátu til að halda leik- manninum innan sinna raða. Pétur Hafliði hefur verið leik- maður Hammarby undanfarin þrjú ár, lengst af sem fyrirliði. Tímabil- inu í Svíþjóð lauk um síðustu helgi og hafnaði Hammarby í þriðja sæti, eftir að hafa verið á toppi deildar- innar lengst af en gefið eftir á enda- sprettinum. Norska liðið Stabæk vai’ð bikar- meistari á dögunum eftir æsispenn- andi úrslitaleik við Rosenborg. Þar var Helgi Sigurðsson hetja hðsins og skoraði tvö mörk. Það verða því tveir íslenskir landsliðsmenn hjá liðinu á næstu leiktíð. TÆPLEGA 20 MILLJÓNIR KRÓNA FRÁ ÓLYMPÍUSAMHJÁLPINNI / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.