Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÞORSTEINN Valdimarsson - Ljóð er XII. bindi í ritröðinni Is- lensk rit. Ritstjórar eru Ásdís Egilsdóttir og Heiga Ki’ess. Bókin hefur að geyma úi-val ljóða Þor- steins, frumort og þýdd. Þorsteinn Valdimarsson (1918-1977), sem var guðfræðing- ur að mennt, sendi frá sér átta Ijóðabækur, hina fyrstu, Villta vor, árið 1942 og þá síðustu, Smalavísur, árið 1977, en auk þess liggur eftir hann mikill fjöldi þýðinga á ljóðum, óp- erutextum og öðrum söngtextum sem hafa birst í tímaritum, blöðum og söngskrám, enda var Þorsteinn menntaður í tónlist. í kveðskap Þorsteins mætast íslensk sveita- menning og heimsmenning og þótt náttúruljóð séu mest áberandi eru honum einnig þjóðfélagsmál ofar- lega í huga og auk þess kann hann að bregða fyrir sig glettni, einkum í limrum sínum. Eysteinn Þorvalds- son, prófessor við Kennaraháskóla Islands, býr ljóðin til prentunar og ritar ítarlegan inngang þar sem hann rekur ævi Þorsteins og skáld- feril og gerir grein fyrir einkennum hans og stöðu á tímum mikilla straumhvarfa í íslenskri ljóðagerð. Þá er í bókinni skrá yfir allt það efni sem birst hefur eftir Þorstein og um hann. Utgefandi er Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Islands og Há- skólaútgáfan. Bókin er 232 bls. inn- bundin. Verð: 3.180 kr. • FJÓSAKONA fór út í lieim. Sjálfsmynd, skáldskapur og raun- veruleiki í ferðasögum Onnu frá ■ Moldnúpi er eftir Sigþrúði Gunn- arsdóttur. Bókin er 2. bindi í ritröði Bókmennta- fræðistofnunar, Ung fræði. Hún er byggð á BA- ritgerð Sigþrúð- ar um ferðasög- ur Önnu frá Moldnúpi og fyrsta fræðilega umfjöllunin um sögu henna. Alþýðukonan Anna frá Moldnúpi (1902- 1979) gaf út fimm bækur sem sögðu frá ferðalögum hennar um megin- land Evrópu og til Bandaríkjanna. En þótt ferðalögin séu tilefni skrifa Önnu er persóna hennar sjálfrar ekki síður áberandi í textanum og í bókinni Fjósakona fór út í heim er rýnt í ferðasögumar með hug- myndir ferðalangsins um sjálfan sig í brennidepli. Hvers konar sjálfs- mynd birtist í bókunum, hvemig er hún tjáð og hvað hefur áhrif á þá tjáningu? Sigþrúður Gunnarsdóttir leggur nú stund á framhaldsnám í al- mennri bókmenntafræði við Há- skóla Islands. Útgefandi er Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands og Há- skólaútgáfan. Bókin er er 128 bls. j. og kostar 1.790 kr. • AÐ handan - Bók um lífið eftir dauðann er eftir Grace Rosher í þýðingu sr. Sveins Víkings. Bókin er helguð þeim sem harma látinn vin og velta fyrir sér spurningunni um framhaldslíf. „Boðskapur bókarinnar er bjartur og fagur og hverjum manni hollt og hugbætandi að vermast við sól- skin hans,“ segir þýðandi í eftir- mála. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 150 bls., kom fyrst úr árið 1968. Prentvinnsla í Odda hf. Verð: 2.680 kr. Grace Rosher Sigþrúður Gunnarsdóttir BÆKUR Bókmenntasaga SÖGUR, LJÓÐ OG LÍF „Islenskar bókmenntir á 20. öld“ eftir Heimi Pálsson. Prentvinnsla Prent- smiðjan Oddi hf. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1998. 174 bls. Allmargir árgangar framhalds- skólanema hér á landi hafa lært ís- lenska bókmenntasögu af bók Heim- is Pálssonar, bókmenntafræðings, Straumum og stefnum í íslenskum bókmenntum frá 1550, sem fyrst kom út árið 1978. Heimir hefur sett saman aðra bók sem ætluð er til kennslu í íslenskri bókmenntasögu á framhaldsskólastigi en nú um tuttug- ustu öldina eina sem hlaupið var heldur hratt yfír í fyrmefndu bókinni af eðlilegum ástæðum. Hin nýja bók nefnist Sögur, ljóð og líf og fjallar um bókmenntir aldarinnar „allt frá nýrómantík til póstmódemismá* eins og segir í káputexta. Efnistök þess- arar bókar eru ekki ósvipuð og í hinni fyrri en gerð er grein fyrir straumum og stefnum í íslenskum bókmenntum á tímabilinu með hlið- sjón af þjóðfélagsþróun. Sú ný- breytni hefur þó verið tekin upp að birta skáldatal á spássíum þar sem gerð er sérstök grein fyrir rúmlega hundrað skáldum og rithöfundum í stuttu máli. Vissulega er þetta nokk- uð djarft tiltæki þar eð slíkt val getur orkað tvímælis en um leið lífgar þetta mjög upp á bókina og færir skáld og rithöfunda nær nemendum sem lík- lega sjá margir hverjh- skákl og rit- höfunda í goðsögulegri fjarlægð. Almenn við- horf, hefð- bundin sýn Heimir segir í for- mála bókarinnar að skrif um bókmenntir hljóti alltaf að markast af almennum viðhorf- um til bókmennta eða því sem hann segir suma kalla viðhorfum bókmenntastofnunar- innar og þekkingu og viðhorfum þess sem skrifar. Sé bókin skoð- uð með þetta í huga er óhætt að segja að hér sé bókmenntasaga tutt- ugustu aldar rakin á af- ar hefðbundinn hátt. Það verði með öðrum orðum ekki sagt að Heimir leggi margt nýtt til túlkunar á viðfangsefninu. í kennslubók sem þessari þarf þetta ekki að vera ókostur, flestir myndu jafnvel telja það óæskilegt að í slíkri bók væru ríkjandi einhver önnur viðhorf en þau sem almenn geta talist og viður- kennd. Þó myndi það geta talist kostur að bent væri á ný sjónarhom, nýjar túlkunarleiðir, nýja lykla að bókmenntunum. Þannig mætti koma í veg fyrir að bókin yrði einradda, dragi upp einlita mynd af bókmenntasögunni. Heimir leggur mest upp úr því að skoða bók- mennth- tuttugustu ald- ar í ljósi þjóðfélagsþró- unar tímabilsins. Sögu- legir viðburðir eru í bakgmnni og skoðað hvernig þeir endur- speglast í skáldskap tímabilsins. Heiti meg- inkafla gefa þetta ber- lega til kynna: „Borgar- menning í vöggu 1900-1930“, „Frá kreppuárum að köldu stríði 1930-1950“, „Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum 1950-1970“ og „Frá stúdentauppreisn til aldar- loka“. Straumar og stefnur í íslensk- um bókmenntum aldarinnar eru sömuleiðis sett í erlent samhengi. Hvortveggja gerir höfundur á mjög átakalausan hátt en þama birtist okkur sú bókmenntasaga sem flest Heimir Pálsson okkar hafa lært í skólum. Ánægjulegt er að sjá að þýddar bókmenntir era komnar inn í bók- menntasöguna. Sömuleiðis hafa kvennabókmenntir hlotið aukinn þegnrétt í henni. Heimir tekur raun- ar upp umræðu um stöðu kvenna- bókmennta hér á landi. Hér nýtir hann sér fræðilega umræðu sem far- ið hefur fram um hlut þýðinga og kvennabókmennta í bókmenntasög- unni. Einnig fá barnabókmenntir sitt rými í bókinni. Það er sömuleiðis kostur þessarar bókar að höfundur hennar skýtur sér ekki undan því að fjalla um það sem verið hefur að gerast á allra síð- ustu árum í íslenskum bókmenntum þó að verkefnið sé erfítt. Hér er jafn- vel leitast við að skýra þá marghöfða ófreskju póstmódernismann. Og þótt aðeins sé rótað í yfirborðinu og hið póstmódemíska ástand mistúlkað á þann veg að það einkennist af algeru „afstöðu- og skeytingarleysi" þegar aðal þess er einmitt róttækt endur- mat og gagnrýnið viðhorf þá verða þessi síðustu ár í íslenskum bók- menntum vafalítið skiljanlegri, eða að minnsta kosti aðgengilegri, nem- endum en ella. Eins og Heimir segir í formála er bókin skrifuð með það íyrir augum að kveikja löngun lesenda til að skoða meira. Eflaust nær bókin þessu markmiði að einhverju leyti en það er kannski líka kominn tími til að kynna fyrir íslenskum framhalds- skólanemendum ný sjónarhom á bókmenntimar, nýjar aðferðir, aðrar túlkunarleiðir. Þröstur Helgason Tilraun um ástina BÆKUR Skáldsaga NÆTURGALINN eftir Jón Karl Helgason. Bdkaútgáf- an Bjartur 1998. 94 bls. SÖGUMAÐUR í Næturgalanum hefur það fyrir satt að ,,[n]æst því að nærast á fjarlægðum og skorti, magnast ástin í laumuspili“ (30). Þessi staðhæfíng kjarnar viðfangs- efni þessarar stuttu skáldsögu eða nóvellu: Næturgalinn, eins og nafn- ið gæti gefíð til kynna, fjallar, a.m.k. á yfirborðinu, um „rómantíska ást“, þessa góðu gömlu, ekta, þegar orð eins og „tilhugalíf ‘ hafði enn merk- ingu, eða alltént aðra merkingu en í dag. Kveikjan að frásögninni Nætur- galanum eru sendibréf sem piltur og stúlka, Helgi og Kristín, skrifuðu hvort öðru við upphaf aldarinnar. Þessi bréf sem frásagnarmaður er að „stelast til að lesa“ á bjartri sum- amótt fyrir framan gluggann sinn, hartnær öld síðar, eru sannkölluð ástarbréf og eins konar „lokahnykk- ur“ í tilhugalífi ungra elskenda. En þetta tilefni fyrstu skáldsögu Jóns Karls Helgasonar eða sú skáldaða frásögn sem höfundur spinnur í kringum og upp úr bréfunum á sér upphaf í „raunveruleikanum", ef þannig má að orði komast, en Helgi og Kristín sem „voru eitt sinn fólk af holdi og blóði, eins og þú og ég“ (10) eru reyndar engin önnur en langafi og -amma höfundar sjálfs. Þessa „sönnu“ og eflaust nærri týndu sögu þýðir frásagnarmað- ur/höfundur yfir á tungumál ástar- innar; hann dregur fram og út úr bréfunum „tilhugalíf ofið úr bleki“ (10) og fellir að hefðinni með því að flétta inn í frásögnina myndir úr klassískum ástarsögum heimsbók- menntanna. Veigamestar af þessum sögum era smásaga Tsjekhovs um ástarparið Önnu og Gúrov í „Kon- unni með hundinn", og „Laustiks- ljóð“ úr Strengleikum Marie de France um eiginkonu riddarans frá Malo og unga riddarann sem hún verður ástfangin af. Cyrano de Bergerac eftir Edmond Rostand leikur líka stórt hlutverk. Allar eru þessar sögur um ástir í meinum og allar enda þær á harmrænan hátt með því að elskendumir ná ekki saman, a.m.k. ekki í þessu lífi. Ástarsaga Kristínar og Helga hefst á „að- skilnaði elskendanna eins og hefðin kveður á um“ (10) þegar Kristín heldur til Skotlands þangað sem hún hefur ráðið sig ásamt vinkonu sinni til vetrardvalar. Samdráttur þeirra Helga hefur varað um nokkurn tíma en þau haldið sambandi sínu leyndu. Þau reyna líka að halda bréfaskrifun- um leyndum, m.a. með því að senda árituð um- slög með bréfunum sín- um til að hitt geti sent bréf sitt í þeim þannig að engan gruni hver sendandi sé og þar með eðli bréf- anna. Ást Helga og Kristínar er þannig ást í meinum en ólíkt hinum bók- menntalegu og upphöfnu ástarsög- um sem veita henni aðhald eru meinbugir þeirra eigin tilbúningur. Lausn ástarsögunnar og jafnframt sköpun hennar felst í því að Helgi og Kristín fari eftir þeim helgisiðum sem hefðin heimtar af þeim. Þau fara varlega í sakimar, enda Helgi ekki enn, eins og rómantíkin krefst af karlmanninum, búinn að segja „orðin innantómu“ (eins og Barthes hefði sagt) sem þarf til að ástarsag- an kvikni og Kristín ekki búin að veita það eina svar sem ástarjátn- ingin krefst til að öðlast merkingu: Ég elska þig líka. Könnun Jóns Karls á ástarsög- unni sem hann skáldar úr bréfum langafa síns og -ömmu er ekki gagn- rýnislaus upphafning á rómantískri ást: Höfundur er sér meðvitaður um textalegt einkenni ástarinnar, um það að „ást í orðum [er] unaðsfullur leikur meðan lífið sjálft flæðir áfram með öllum sínum skemmtilegu og leiðinlegu stundum“ (91). Enda kall- ar hann ástina í upphafi bókar „sak- leysislegt samsæri gegn raunvera- leikanum“. Ástin nýtur samt fullrar virðingar í Næturgalanum og bókin getur þrátt fyrir allt skoðast sem óð- ur til hennar: Ástin er ekki verri þótt hún sé einber orðræða. Það er vel til fundið að láta ís- lensku ástarsöguna, þessa „raun- verulegu", spegla sig í heimsbók- menntunum. Með því tekst höfundi að skapa vissa eftirvæntingu en upphafin og skáldleg ástin bregður líka skemmtilegri birtu á íslenska ævintýrið. Höfundur leynir ekki skoplegum hliðum sambandsins; hjákát- legu pukrinu, dulmál- inu (Kristín kallar sig „Dultop" en Helgi skrifar „Sarley“ undir sín bréf!) og yndislegu innantómu hjalinu í ástarbréfunum: „Mun- ið þér fyrir hálfum mánuði, þá vorum við saman“ (21). Megin fyiárstaðan fyrir því að elskendurnir opinberi ást sína er móðir Helga; ekki að hún hafi á nokkum hátt sett sig upp á móti ráðahagnum heldur þorir sonurinn ekki að bera erindið upp við hana. (Það er þó ekki grín að þessu ger- andi, því hafa ekki einmitt þekktir sálgreinendur haldið því fram að forsenda ástarinnar sé aðskilnaður- inn við móður(líkamann)?) Höfundur er þannig fráleitt að gefa ástarsögunni langt nef. Nema ef vera skyldi tragí-kómíska nefið hans Cyrano de Bergeracs (sem er reyndar aldrei langt undan í Nætur- galanum). En risastórt nef manns- ins, sem ber eflaust með sér víðtæka táknlega merkingu, er ekki bara tákn fyrir íyrirstöðu og þann sjálf- skapaða meinbug sem ást í meinum hlýtur að vera að einhverju leyti heldur líka fyrir „sanna ást“ þá sem nær út yfir líf og dauða. Næturgalinn er stutt bók sem leynir á sér. Hún minnir að sumu leyti á nóvellu Steinunnar Sigurðai'- dóttur, Astin fískanna, einkum að því leyti hvað hún er vel samin og þolir vel að vera lesin aftm-. Textinn er þéttur og vísar í sjálfan sig fram og til baka og bókin vinnur á við frekari lestur. Sagan er könnun á ástinni sem orðræðu en jafnframt könnun á skáldskapnum og skrifum; á því hvemig við búum til texta úr okkar eigin „raunverulega" lífi. Framar- lega í Næturgalanum er sagt að ást- in „nærist á fjarlægðum, löngunin á skorti“. Það sama mætti segja um frásögnina og skrifin - lífið sjálft. Geir Svansson Jón Karl Helgason Nýjar bækur • TVEGGJAheima skil hefur að geyma ljóð og ljósmyndir eftir Björn Erlingsson. Þar kemur gamalt sveitafólk við sögu sem kann þá list besta að ljfa í sátt við Guð og menn. Við landið, veðrátt- una og unga fólkið sem oftast er í kapphlaupi við tímann, án þess að vita með vissu í hverju keppnin er fólg- in. En gamla fólkið heldur sfnu striki. Fer með bænir að morgni og lofar góðan dag að morgni. I kynningu segir að ljóðin, líkt og Ijósmyndimar, hafi höfundur fangað á fáeinum augnablikum milli stríða í önnum dagsins. Og fátt heillað hann meira en birta lands- ins, fegurð þess og deyjandi kyn- slóð sveitafólks sem ræktað hefur jörð sína af alúð og uppskorið hóf- samt líferni. I bókinni renna ljóð og ljósmyndir saman á sérstakan hátt og endurspegla fortíðina í nútíma- legu ljósi. Útgefandi er Kjölur. Bókin er 64 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Li- bris. Höfundur tók Ijósmyndir á kápu. Bókband: Bókbandsstofan Kjölur. Verð 1.850 kr. • LEIKRITIÐ Solveig eftir Ragnar Arnalds er sýnt í Þjóðleik- húsinu um þessar mundir. I kynningu segir: „Ragnar birtir hér töluvert ólíka mynd af Miklabæjar-Sol- veigu en þá sem munnmælin og þjóðsagan segja frá enda um- hverfist Solveig í augum samtíma- manna í hataða fordæðu með að- stoð hálærðra manna. Hér birt- ist mannlega hliðin á alþýðustúlkunni.“ Nokkrar myndir sem Grímur Bjarnason hefur tekið af sýningu Þjóðleikhússins er að finna í bók- inni ásamt öðru efni um verkið.. Útgefandi bókarinnar er Leikur en Háskólaútgáfan annast dreif- ingu. Bókin er 87 bls. Prentumsjón: PMS. Verð: kr. 880. Ragnar Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.