Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GOSIÐ í GRÍMSVÖTNUM Samgönguráðherra Tilkomu- mikil sjón „ÞETTA var tilkomumikU sjón og skemmtileg. Það virtist vera einn aðalstrókur upp og síðan aðrir smærri fyi-ir vestan og austan,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í viðtali við Morgunblaðið þegar hann steig úr úr flugvél Flug- málastjórnar eftir ferð yfir gosstöðvamar í Grímsvötnum um 13.20 í gær. Halldór sagði öskuna hafa dreifst til austurs og litað jökul- inn svartan. Hann sagði goss- trókinn hafa verið síbreytilegan og efst í honum mátti öðru hverju sjá eldingar. Vísinda- menn á vegum Norrænu eld- fjallastöðvarinnar fengu vél Flugmálastjómar til að fara strax á vettvang. Karl Grön- vold, starfandi forstöðumaður stofnunarinnar, sagði mikil- vægt að komast á staðinn á fyrstu klukkutímunum til að gera sams konar mælingar á vatnshæð Grímsvatna og lands- laginu og gert var við síðasta gos. Þær mælingar annaðist þá og nú Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur og fóru þær einnig íram úr flugvél Flug- málastjórnar. Flognir em sömu ferlar og vatnshæðin mæld. Ásamt samgönguráðherra vom ráðherramir Halldór Ás- grímsson og Finnur Ingólfsson með í fór. Trúlega náð hámarki Halldór sagði að ekki virtist hætta á flóðum sem stefnt gætu mannvirkjum á Skeiðarársandi í hættu og að vísindamenn teldu að gosið væri kraftmest fyrst, trúlega búið að ná hámarki sínu og fljótlega gæti hægst um. Samgönguráðherra sagði ráð- herra hafa frétt af gosinu inn á ríkisstjómarfund og þá hefði verið ákveðið að nokkrir ráð- heiranna fæm með vél Flug- málastjómar. Karl Grönvold sagði gosið kraftmikið og bjóst við að það gæti staðið í vikutíma eða svo. Karl sagði gosið á svipuðum slóðum og gosin árið 1934 og 1983. Hann sagði gosið nú marktækt kraftmeira en gosið 1983 sem stóð í um vikutíma en vegna þoku þá var ekki unnt að fylgjast stöðugt með því. Staldrað var við yfír gosstöðv- unum f um 40 mínútur. Hæð gosmakkarins var mæld og reyndist vera 31 þúsund fet. Gosmökkurinn sást víða Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þannig blasti gosmökkurinn við fólki víða um land í gærmorgun. Myndin er tekin í nágrenni Selfoss. GOSMÖKKURINN frá eldgosinu í Grímsvötnum sást víða af landinu í gær, enda vom veðurskilyrði hag- stæð. Talið er að mökkurinn hafi náð 10-11 kílómetra hæð í gær. Mökkurinn sást vel úr hæstu blokk- um í Reykjavík. Hann sást úr Borgarfirði, sunnan af Faxaflóa og um allt sunnanvert landið. Flugmenn og farþegar í flugvél íslandsflugs urðu fyrstir til að fljúga upp að eldstöðvunum í Grím- svötnum, en þar var vélin um kl. 9:30. Vélin var að koma frá Egils- stöðum á leið til Reykjavíkur. Al- bert Baldursson flugstjóri sagði að hann hefði komið auga á gosmökk- inn strax og vélin var komin á loft frá Egilsstöðum. „Þegar ég kom auga á gosmökk- inn var hann ekki kominn í nema um 10.000 fet, en hann steig hratt upp og þegar við komum að honum var hann kominn upp í 17-18.000 feta hæð. Það vora miklar spreng- ingar í mekkinum og því mjög tign- arlegt að sjá hann. Það var talsvert mikil aska í mekkinum og strax var kominn svartur litur á jökulinn." sagði Albert. Albert sá gosið í Gjálp fyrir rúm- um tveimur áram. Hann sagðist telja að um sambærileg gos væri að ræða. Hann sagðist reyndar ekki hafa séð upphafið að því gosi og ekki geta dæmt um hvort það hefði verið öflugra til að byrja með. Albert sagði að farþegarnir hefðu að vonum haft mikinn áhuga á að fylgjast með gosinu. Allir hefðu hópast öðru megin í vélina til að sjá náttúrafyrirbærið sem best. Sást vel frá Sultartanga Starfsmenn Sultartangavirkjun- ar sáu gosmökkinn þegar þeir voru að koma upp úr jarðgöngunum norðan við virkjunina um kl. 10:30. „Þá sást mökkurinn lyfta sér yfir Búðarhálsinn. Gosið hefur þá verið tiltölulega nýbyrjað," sagði Birgir Jónsson jarðverkfræðingur við Sultartanga. Birgir sagði að mökkurinn hefði sést vel í allan gærdag meðan bjart var. Talsvert mikið hefði verið um að eldingar hefði lostið ofan í gosmökkinn. Gosið sást vel úr Borgarfn-ði að sögn Ólafs Egilssonar, bónda á Hundastapa á Mýrum. Hann sagði að gosmökkinn hefði borið skýrt við himin sunnan við Langjökul. Auð- velt hefði verið að sjá mökkinn hækka á lofti enda hefði verið sér- staklega heiðskírt í gær. Þegar leið á daginn hefði gosmökkurinn orðið óskýrari. Órói á jarðskjálftamælum á Kvískeijum Eldgosið kom Sigurði Björns- syni, bónda í Kvískerjum, ekki svo mikið á óvart. Jarðskjálftamælar era staðsettir að Kvískerjum og þeir létu órólega í fyrrinótt. „Það rak hver jarðskjálftinn annan í nótt. Það var auðséð að það var eitthvað að gerast,“ sagði Sigurður. Gosmökkurinn sést ekki frá Kvískerjum, en Sigurður sagði að það þyrfti ekki að fara langt frá bænum til að sjá mökkinn. Hann sagðist ekki hafa orðið var við neitt öskufall, enda væri þess tæplega að vænta miðað við vindátt. Askan hefði dreifst meira til austurs. I Freysnesi niður við Skeiðará voru fjölmiðlamenn farnir að safn- ast saman líkt og fyrir tveimur ár- um þegar síðast gaus í Vatnajökli. Magnús Kristinsson í Freysnesi sagði, að sér væri ekki kunnugt um neina breytingu á rennsli Skeiðai'- ár. Hann sagði að gosmökkurinn sæist ágætlega frá Freysnesi, en ekki hefði orðið vart við neitt ösku- fall. Morgunblaðið/RAX ÞAÐ var bjart yfir Vatnajökli í gærmorgun og gosmökkurinn var tilkomumikill þar sem hann braust upp á yfirborðið og stóð um 10 þúsund metra upp í háloftin. HOITAGARÐAR OPIÐ I DA« KL. 10-22 BÓNUf FRÁ 12-22 GOSMÖKKURINN frá Gríms- vötnum náði yfir 10 km hæð í gær. Aska, gufa og íshröngl þeyttust hátt í loft upp og öðru hverju laust eldingum niður í gosmökkinn. Hins vegar sást ekki hraun koma frá eldstöðvun- um. Gosmökkurinn reis hærra og sást víðar en mökkurinn sem kom frá gosinu í Gjálp í október 1996. Það skýrist að einhveiju leyti af veðui'skilyrðum en eins því að fyrir tveimur árum þurfti gosið að bijóta sér leið upp úr þykkri íshellunni áður en það náði upp á yfirborðið. Þetta gos kemur upp rétt við Grímsíjall og á því tiltölulega greiða leið upp. Gosmökkurinn sést vel um leið og tekið er á loft úr Reykja- vík. Um hádegisbil í gær hafði mökkurinn náð um 10 km hæð. Hægur vindur og léttskýjað var yfir gosstöðvunum og þess Eldingum laust nið- ur í gos- mökkinn vegna stóð gosmökkurinn nokkurn veginn beint upp í loft- ið. Aska barst yfír Grímsfjall og í suðaustur. Öðru hverju laust eldingum niður í gosmökkinn, sem jók enn á mikilfengleik gossins. Reglulegar öskusprengingar Eldgosið er ofan í sjálfum Grímsvötnum við vestri Svía- hnjúk. Þar sem gosið kemur upp við hamravegg Grímsfjalls þarf það ekki að brjóta sér erfiða leið í gegnum íshelluna eins og gerð- ist í gosinu í Gjálp í október 1996. Þarna er því ekki að finna þá hrikalegu jökulgjá sem mynd- aðist í gosinu í Gjálp. Sjálft eld- gosið minnir hins vegar um margt á það gos. Þetta er fyrst og fremst öskugos. Nokkuð reglulega koma öskusprengingar upp úr gossprungunni og þá þeytist íshröngl með. Þar sem eldgosið kemur upp úr jökulvatni fylgir gosinu mikil gufa, sem blandast öskunni. Engar eldtung- ur eru hins vegar sjáanlegar. Gosið kemur upp úr sprungu sem er um einn kílómetri að lengd. Gosið kemur upp á 2-3 stöðum og er mestur kraftur í gosinu vestast. Ekki er sjáanleg mikil breyting á fshellunni sem þekur Grímsvötn. Ekki er hægt að sjá að íshellan sé óvenjulega mikið sprungin þrátt fyrir gos- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.