Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						<40   FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ANDRÉS BJÖRNSSON
v -i- Andrés     Björnsson
I fæddist í Krossanesi í
Vallhólmi, Skagafirði, 16.
mars 1917. Hann lést á
Landspítalanum 29. des-
ember síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Ingi-
björg Stefanía Olafsdóttir,
f. 14. ágúst 1878, d. 27.
janúar 1974, og Björn
Bjarnason bóndi, lengst i'
Brekku, Seyluhreppi, f.
30. ágúst 1854 , d. 30. des-
ember 1926. Systkini
Andrésar voru Andrés,
** samfeðra, f. 15. desember
1883, d. 16. mars 1916,
Sigurbjörg, samfeðra, f.
18. nóvember 1886, d. 12.
janúar 1984, Margrét, f.
12. janúar 1897, d. 27. maí
1988, Sigurlína, f. 22. maí
1898, d. 11. október 1986,
Kristín, f. 14. febrúar 1900, d.
26. maí 1978, Anna, f. 23. febrú-
ar 1903, Jórunn, f. 14. desember
1904, d. 2. febrúar 1966, og Sig-
urlaug Sigrún, f. 27. ágúst 1908.
Andrés kvæntist 3. júlí 1947
Margréti Helgu Vilhjálmsdótt-
ur, f. 22. maí 1920. Börn þeirra
eru: 1) Valgerður, f. 12. janúar
- 1949, gift Ögmundi Jónassyni, f.
17. júlí 1948. Þeirra börn eru
Andrés, f. 14. júní 1974, Guð-
rún, f. 17. mars 1979, og Mar-
grét Helga, f. 24. janúar 1981.
2)  Vilhjálmur Kristinn,  f.  16.
í áramótaávarpi sem Andrés
Björnsson eitt sinn flutti þjóðinni
fjallaði hann sem oftar um hið hug-
læga og hið efnislega í tilverunni,
veraldir efnis og anda. Og hann
aagði okkur dæmisögu af ungri fá-
" tækri stúlku sem snemma á ævinni
missti foreldra slna en hafði þó not-
ið ástar og umhyggju föður síns
fyrstu æviárin. Frá níu ára aldri,
eftir að hans naut ekki lengur við,
ólst þessi litla stúlka upp hjá
vandalausum, vann hörðum hönd-
um langa ævi, fátæk að verald-
arauði. Þrátt fyrir óblíðar aðstæður
öðlaðist hún langt og gifturíkt Iíf,
átti marga afkomendur og ennþá
fleiri skjólstæðinga. Hún var dáð
og mikils metin vegna góðmennsku
sinnar og manngildis. Þess vegna
fóru menn að óskum hennar. Fáar
siðareglur hafði hún að leiðarljósi, í
raun aðeins eina: „Verið góð við þá
sem hafa lítinn mátt. Það er stór
"%ynd að neyta aflsmunar." Þessi
kona var móðir Andrésar Björns-
sonar.
Þessi frásögn leitar á hugann við
fráfall tengdaföður míns. Oftar en
einu sinni hafði hann á orði að hann
hugleiddi að skrifa sögu móður
sinnar, saga hennar væri merkileg
og ætti erindi við samtímann. Ekki
varðúr þessu en í fyrrnefndu ára-
mótaávarpi dró hann upp í
nokkrum setningum mynd af lífs-
hlaupi móður sinnar og þeim eigin-
leikum í fari hennar sem hann mat
mest. Svo sterk er sú mynd að eng-
inn verður ósnortinn. En um leið
segir þessi frásögn margt um sögu-
mann sjálfan, Andrés Björnsson,
hvað honum fannst mest um vert í
lífinu.
Ég kynntist Andrési Björnssyni
sem föður konunnar minnar, ástrík-
um afa barna minna og góðum vini.
Ég kynntist honum einnig sem
stjórnanda á stórum vinnustað því
flest þau ár sem ég var starfsmaður
Ríkisútvarpsins var Andrés Björns-
son útvarpsstjóri. Sú mynd sem
þjóðin hefur af Andrési sem út-
varpsstjóra er af manní andans, ís-
lenskrar menningar og boðbera sið-
rænna gilda í þjóðmálaumræðu.
.Sem slíkum stóð honum enginn
framar.
Það sem færri vita, nema að sjálf-
sögðu þeir sem til þekktu, var hve
góður stjórnandi Andrés var og hve
metnaðarfullur og framsýnn hann
var fyrir hönd sinnar stofnunar.
Þessu gerði núverandi útvarpsstjóri
prýðileg skil í ávarpi sem hann flutti
%i fréttatímum útvarps og sjónvarps
við lát Andrésar Björnssonar. Þar
september 1951, kvæntur Krist-
ínu Jóhannsdóttur, f. 25. febrúar
1953. Þeirra börn eru Helga Sig-
urlaug Erlingsdóttir, f. 2. sept-
ember 1976, Jóhann, f. 17. aprfl
1979, og Andrés, f. 12. desember
1983. 3) Ólafur Bjarni, f. 14. jan-
úar 1955. 4) Margrét Birna, f. 14.
september 1957, gift Jóni Þóris-
syni, f. 12. janúar 1954. Þeirra
börn eru Þórir Gunnar, f. 3. júlí
1986, og Vigdís, f. 26. janúar
1988.
Andrés lauk cand.mag.-prófi í
í'slenskum  fræðum  frá Háskóla
voru rifjaðir upp ýmsir áfangar í
sögu Ríkisútvarpsins í útvarps-
stjóratíð Andrésar, stofnun Rásar 2,
undirbúningur að svæðisútvarpi og
opnun fyrsta svæðisútvarpsins á
Akureyri, flutningur í nýtt og glæsi-
legt útvarpsjhús og þannig mætti
áfram telja. í þessari framkvæmda-
sögu var Andrés atkvæðamikill. En
það er á sviði menningarinnar sem
spor hans eru dýpst bæði innan út-
varpsins og utan þess. Ríkisútvarp-
ið hefur verið einn helsti miðill og
uppspretta íslenskrar menningar
sem íslenska þjóðin hefur búið yfir.
I þeim efnum hefur framlag
Andrésar Björnssonar verið ómet-
anlegt bæði sem stefnumótandi
manns og einnig sem veitanda í ár-
anna rás. Sem kennara, fræði-
manns, heimspekings og þýðanda
hefur framlag hans til íslenskrar
menningar verið mikið.
Andrés Björnsson var ekki gef-
inn fyrir tilskipanir við stjórnunar-
störf. Hann gat hins vegar verið
ákveðinn ef því var að skipta og
harðfylginn ef þess gerðist þörf. En
alltaf var hann sanngjarn og rétt-
sýnn og í því fólst hans mikli styrk-
ur, menn fóru að vilja hans og ósk-
um vegna þess hve mjög þeir
treystu á réttsýni hans og góða
dómgreind; hann hvorki vildi né
þurfti að neyta aflsmunar.
Andrés Björnsson lifði viðburða-
ríku lífi. Hann ólst upp norður í
Skagafirði og alla tíð átti Skaga-
fjörðurinn hug hans allan. Það lá
jafnan vel á honum þegar haldið
var norður og bros færðist yfir and-
litið þegar skagfirsku fjöllin blöstu
við. Einhverju sinni spurði ég
Andrés hvort hann væri flug-
hræddur. „Aldrei þegar ég flýg yfir
Skagafirði," svaraði hann að bragði.
Lengra varð svarið ekki.
Að loknu námi fór Andrés utan
og á stríðsárunum starfaði hann við
breska útvarpið BBC og flutti þjóð-
inni fréttir frá Lundúnum. Löngu
síðar lagði Andrés stund á fjölmiðl-
un í Bandaríkjunum og reiknast
mér til að hann sé fyrsti íslenski
fjölmiðlafræðingurinn.
Aldrei kom maður að tómum kof-
unum hjá Andrési Björnssyni. Alls
staðar var hann vel heima, hvort
sem um var að ræða samtímavið-
burði eða sögu liðinnar tíðar og ís-
lensk Ijóð hafði hann á hraðbergi.
Ljóðlistin var honum í blóð borin,
hún var hluti af honum sjálfum.
Allir sem kynntust Andrési
Björnssyni náið og áttu hann að
vini munu sakna hans sárt, hlýju
hans og góðmennsku. í aldarfjórð-
íslands árið 1943. Hann stund-
aði nám í útvarps- og sjónvarps-
fræðum við Boston-háskóla í
Bandaríkjunum 1956. Á árun-
um 1943-44 starfaði hann við
breska útvarpið BBC. Hann var
starfsmaður Rfkisútvarpsins
1944-84, settur skrifstofustjóri
útvarpsráðs 1951-52, skipaður
dagskrárstjóri 1958-67 og út-
varpsstjóri frá 1. janúar 1968 til
ársloka 1984. Andrés var lektor
í íslenskri bókmenntasögu við
Háskóla íslands 1965-68,
kenndi við Menntaskólann í
Reykjavík 1942, 1944-45 og
1957-58 og við Verslunarskóla
Islands 1952-55. Andrés var í
úthlutunarnefnd listamanna-
launa 1966-70. Stjórnarformað-
ur Sinfóníuhljómsveitar íslands
1968-82. Ritari í stjórn Listahá-
tíðar í Reykjavík 1968-74. í
stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisút-
varpsins frá 1956. Formaður
Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins
frá 1968. í útvarpslaganefnd
1969. Formaður byggingar-
nefndar útvarpshúss 1971-81. I
stjórn Hins íslenska fornritafé-
lags. Andrés var heiðursfélagi
Þjóðræknifélags íslendinga í
Vesturheimi. Eftir Andrés ligg-
ur mikið ritað efni, bæði eigin
ritsmíðar og þýðingar.
Útför Andrésar Björnssonar
fer fram frá frá Dómkirkjunni í
dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
ung hef ég haft skjól í faðmi
tengdaforeldra minna, Andrésar
Björnssonar og Margrétar Helgu
Vilhjálmsdóttur, og notið hjálpsemi
þeirra og ástríkis. Fyrir það verð
ég ævinlega þakklátur.
Andrési Björnssyni hafa hlotnast
margar viðurkenningar og vegtyll-
ur á lífsleiðinni. Um dagana hefur
hann gegnt háum embættum og
margvíslegu ábyrgðarhlutverki. En
aldrei hefur veraldlegur ávinningur
byrgt honum sýn á það sem mest er
um vert í lífinu. „Enginn, karl né
kona," hefur Andrés Björnsson
sagt sjálfur, „verður nokkru sinni
stórmenni af háu embætti einu
saman. Það verða menn aðeins af
mannkostum og sjálfsafneitun, og
þeir eiginleikar koma í ljós.... eftir
því sem manngildi endist." Það er
af manngildinu sem við munum
minnast Andrésar Björnssonar.
Megi minningin um hann lýsa okk-
ur um ófarinn veg.
Ögmundur Jónasson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast tengdaföður míns
Andrésar Björnssonar.
Eg kynntist Andrési fyrst fyrir
rúmum tuttugu árum þegar ég gift-
ist Vilhjálmi syni hans og tengdist
þannig fjölskyldunni. Hann hafði
ljúfa og fágaða framkomu, var frá-
bitinn öllum hávaða og látum og
ætíð samkvæmur sjálfum sér.
Andrés hafði gaman af að spjalla og
vildi fá að fylgjast vel með börnum
sínum og barnabörnum og bar hag
þeirra fyrir brjósti. Hann fylgdist
vel með öllum þjóðfélagsmálum, las
mikið og ræddi málin, kímnin var
aldrei langt undan og hlýhugur
fylgdi öllum gerðum hans.
Tengdapabbi var með eindæmum
gestrisinn maður og gat aldrei boð-
ið uppá nóg, hann var nægjusamur
fyrir sjálfan sig en óskaði fjöl-
skyldu sinni alls hins besta.
Elsku tengdapabbi, við söknum
þín sárt, það verður tómlegra á
Hofsvallagötu þegar enginn Andrés
kemur til dyra og býður okkur vel-
komin og enginn Andrés sem geng-
ur með okkur að bílnum þegar við
kveðjum. Ég er stolt yfir þvi að
vera tengdadóttir þín og að hafa
kynnst þér. Guð geymi þig og hvíl
þú í friði.
Þín
Kristi'n.
Afi minn Andrés Björnsson bjó
yfir hlýju sem yljar mér þegar ég
minnist hans. Ég var ekki hár í loft-
inu þegar ég flutti ásamt foreldrum
mínum í kjallarann hjá afa mínum
og ömmu á Hofsvallagötunni. Þar
bjó ég um nokkurt skeið þar til við
fluttum okkur um set en þó ekki
svo langt að alltaf vorum við í góðu
göngufæri við afa Andrés og ömmu
mína Margréti Helgu.
Fyrr á öldinni fóru börn og ung-
lingar í sveitina á sumrin til afa og
ömmu. Þar kynntust þau viðhorfum
eldri kynslóða og lífsspeki sem
yngra fólkið hafði ekki enn náð að
temja sér. I þessum skilningi var
sveitin mín alltaf í kallfæri. I þeirri
sveit var vandfundinn betri leið-
sögumaður en Andrés afi minn,
mér fannst hann hafa allan fróðleik
og sannindi sögunnar á valdi sínu.
Ég sakna hans mikið. En ég mun
geyma minnninguna um hann í
hugskoti mínu eins og fjársjóð sem
ég er sannfærður um að ég mun
eiga eftir að leita í oft á lífsleiðinni.
Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að
hafa átt hann afa minn að vini og
bið Guð að blessa minningu hans.
Andrés Ogmundsson.
Hvert helst sem lífsins bára ber,
er bátnum hingað rennt,
í sínum stafni situr hver,
og sjá! þeir hafa lent.
Svo kveður Grímur Thomsen í
Kirkjugarðsvísum. Fyrir tveimur
árum átti ég þátt í að ganga frá á
geisladiski allstóru úrvali úr Ijóða-
lestri Andrésar Björnssonar sem
geymdur er í safni útvarpins. Okk-
ur þótti sjálfsagt að skipa þar
fremst kvæðum Gríms. Hann var
kjörskáld Andrésar sem fjallaði
með ýmsum hætti um ævi hans og
skáldskap fyrr og síðar. Meðal
kvæðanna á diskinum eru Kirkju-
garðsvísur. Og nú hefur Andrés
sjálfur lokið sinni siglingu og lent
fleyi sínu þar sem við öll tökum
höfn að síðustu.
í dag er kvaddur einn helsti
menningarfrömuður þjóðarinnar
um sína daga og forustumaður í út-
varpsmálum. Þó er mér það ofar í
huga að nú sé ég á bak manni sem
ég á margt upp að unna frá ára-
tugalöngum kynnum, hef metið
meira og þótt vænna um en flesta
aðra mér óvandabundna.
Eins og flestir aðrir af minni
kynslóð og eldri kynntist ég
Andrési Björnssyni fyrst sem rödd
í útvarpi. Þá var hann dagskrár-
stjóri og las oft bæði bundið mál og
óbundið. íslenskt mál lék honum
fagurlega á tungu. En persónuleg
kynni mín af Andrési hófust haustið
1966 þegar ég settist á nemenda-
bekk hjá honum í íslenskudeild Há-
skólans. Það var dálítið sérkenni-
legt að sjá hann og heyra flytja fyr-
irlestra með þessari hljómfögru,
kunnuglegu rödd. Hann fór yfir
nokkur Eddukvæði og íslendinga-
sögur með okkur fyrsta stigs nem-
um. Veturinn eftir kenndi hann
okkur ekki og á miðjum þeim vetri,
í ársbyrjun 1968, hætti hann
kennslu og gerðist útvarpsstjóri.
Ríkisútvarpið hafði verið starfs-
vettvangur hans frá upphafi og nú
hvarf hann þangað á ný eftir
skamma viðdvöl í Háskólanum. Eg
spurði hann aldrei að því hvað vald-
ið hefði, enda kom þar sjálfsagt
fleira en eitt til. Á starfsferil hans
toguðust þessir tveir þættir á: ann-
ars vegar útvarpsmál, hins vegar
íslensk fræði og bókmenntir. Ég
þykist vita að útvarpsmaðurinn og
bókmenntafræðngurinn hafi ekki
alltaf lifað í sátt og samlyndi, en
líka studdu þeir hvor annan, eins og
útvarpsflutningur bókmenntaverka
er best dæmi um.
Það fór svo að ég las í fyrsta sinn
í dagskránni fyrir tilstuðlan
Andrésar. Hann var svo nýorðinn
útvarpsstjóri þegar ég hóf þular-
störf kornungur. Síðar fól hann
mér að sinna dagskrárstjórn um
skeið og eftir það hefur þráðurinn
aldrei slitnað milli okkar, ekki held-
ur sá þráður sem tengir mig Ríkis-
útvarpinu. Eftir að Andrés lét af
starfi útvarpsstjóra héldum við
áfram að hittast af ýmsu tilefni. Þá
kom ég til hans á heimili þeirra
hjóna, hans og Margrétar, á Hofs-
vallagötunni; við sátum þar saman í
krók í stofunni og ræddum margt.
Ég fræddist af honum um sögu út-
varpsins og ýmislegt fleira í menn-
ingarsögu þjóðarinnar og bók-
menntum, en menn og málefni sam-
tíðarinnar voru ekki síður til um-
ræðu. Þetta voru góðar stundir sem
ég minnist nú og trega að ekki
verða fleiri.
Af þessu má ráða að ég kynntist
Andrési Björnssyni býsna vel,
þeirri hlið mannsins sem sneri frá
hinu opinbera lífi þar sem hann
starfaði í augsýn alþjóðar. Vissu-
lega var hann ekki fremur en við
hin laus við mótsagnir, enda mikill
tilfinningamaður og viðkvæmur.
Þó er mér hugstæðast hversu heill
hann reyndist mér jafnan. Kynnin
dýpkuðu þá mynd sem ég fékk af
honum forðum, ungur nemandi og
síðar nýgræðingur á stofnun hans.
Andrés var ekki maður sem lét
mikið yfir sér og hefur sjálfsagt
sumum virst hann fálátur og fjar-
lægur þegar við hann var rætt sem
embættismann. Hann gætti þess
að halda virðingu embættisins og
stofnunar sinnar. Það kom fyrir að
okkur starfsmönnum þótti hann
ekki taka nógu skörulega á málum
og veita óljós svör. En það var þá í
dægurmálum sem litlu skiptu.
Þegar á reyndi þurfti enginn að
efa árvekni Andrésar, hollustu
hans við þá stofnun sem hann
stjórnaði eða góðan hug hans
gagnvart starfsfólkinu, enda naut
hann vinsælda þess. Þótt hann
væri seinþreyttur til vandræða var
hann jafn einbeittur þegar ákvörð-
un hafði verið tekin. Ég hef kynnt
mér sögu Ríkisútvarpsins sérstak-
lega og ritað bók um fyrstu áratugi
hennar. Mér blandast ekki hugur
um að hlutur Andrésar í þessari
sögu er mikill og góður, hann stóð
trúan vörð um hag stofnunarinnar
og átti mikinn þátt í að efla sjálf-
stæði hennar, en það er forsenda
þeirrar sterku stöðu sem hún nýt-
ur í þjóðlífmu.
Andrés var þannig sem persónu-
leiki bæði það ljúfmenni sem við
kynntumst í daglegu lífí, glettinn
og gamansamur, og einnig harð-
skeyttur og staðfastur eins og
nauðsynlegt er í því starfi sem
hann gegndi. I einkasamtölum gat
hann verið nokkuð dómharður og
fyrirtektarsamur, jafnvel öfgafull-
ur, en sú hlið mildaðist jafnharðan
af húmornum og þeim ríka mann-
lega skilningi sem hann var gædd-
ur. Hann mótaðist ungur af gróinni
alþýðumenningu, var henni samlíf-
ur og unni þjóðlegum erfðum um-
fram aðra menn sem ég hef þekkt.
Jafnframt öðlaðist hann víðan sjón-
deildarhring, fyrst sem nemandi
hins gáfaða heimsmanns, Sigurðar
Nordals, í Háskólanum, síðan við
störf í London á stríðsárunum. Að
öllu þessu bjó hann í starfi sínu við
útvarpið. Þar lifði hann umbrota-
tíma í margvíslegum skilningi, en
hann missti aldrei sjónar á því að
Ríkisútvarpið á framar öllu að
þjóna íslenskri þjóðmenningu og
efla hana.
I fyrsta áramótaávarpi sínu sem
útvarpsstjóri ræddi Andrés þá fjöl-
miðlabyltingu sem hafin var og
sagði í því sambandi: „Það er ekki
unnt að segjast úr lögum við um-
hverfi sitt, hversu mjög sem mönn-
um kann að misþóknast það. Hin
nýja heimsmynd gerir harðar kröf-
ur til mannsins sem félagsveru."
Þessi ummæli endurtók hann í
kveðjuræðu sinni sautján árum síð-
ar. Þá hafði fjölmiðlaveldi færst
mjög í aukana. Vissulega var það
margt í umhverfinu sem Andrési
misþóknaðist. Honum var samt
ljóst af langri reynslu að ekki tjóar
að líta undan né draga sig í hlé,
maðurinn verður að taka á sig alla
brotsjói samtímans. Þá skiptir máli
að hafa trausta heimanfylgju og
fastan grundvöll að standa á. Það
hafði Andrés. „Saga, tunga, trú og
siðalögmál eru verðmæti sem allir
þegnar þjóðarinnar eiga hlut í,"
sagði hann í kveðjuræðu sinni sem
útvarpsstjóri. Tryggð, virðing og
ábyrgðarkennd gagnvart þessu öllu
var aðalsmerki hans.
Kynni mín við Andrés Björnsson
voru dýrmæt reynsla og menntun
sem ég mun ætíð búa að. Vinir hans
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68