Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.t

40   ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999

MORGUNBLAÐIÐ

UMRÆÐAN

Menningarhús á

landsbyggðinni

I UPPHAFI ársins

kynnti ríkisstjórnin at-

hyglisverð áform um

uppbyggingu menning-

armiðstöðva úti um

landið. Þessum áform-

um ber að fagna, enda

er lista- og menningar-

líf einn af hornsteinum

hvers samfélags og öfl-

ug starfsemi á þessum

sviðum er ein af for-

sendum þess að byggð

blómgist úti um landíð.

Hér er því um að ræða

mikilvægt markmið

sem stjórnarflokkarnir

hafa sett sér og miðar

að því að treysta byggð

og búsetu fólks á lands-

byggðinni.

Ekki menningarhús

á Vesturlandi!

Þegar ríkisstjórnin kynnti þessi

áform var lögð áhersla á að byggja

upp menningarhús á fimm stöðum í

jafn mörgum kjördæmum landsins.

Jafnframt er gert ráð fyrir að veru-

legur kostnaður verði vegna þessa,

meðal annars vegna byggingar-

framkvæmda. Helstu rök fyrir vali

á þessum stöðum munu vera fjar-

lægð frá höfuðborgarsvæðinu og að

viðkomandi staðir eru kjarnasvæði í

viðkomandi kjördæmum. Það vekur

hins vegar athygli að á sama tíma er

ekki gert ráð fyrir að ráðast í slíka

uppbyggingu á Vesturlandi, sem

þar með situr eftir eitt landsbyggð-

arkjördæma.     Greinarhöfundur

gerði athugasemd við þetta þegar

málið var kynnt í þingflokki fram-

sóknarmanna. Þrátt fyrir þessar at-

hugasemdir er ekki gert lítið úr

mikilvægi málsins og þeim áform-

um sem uppi eru annars staðar á

landinu.

Góð aðstaða

fyrir hendi

Það er ljóst að uppbygging menn-

ingarmiðstöðvar er ekki síður mikil-

væg á Vesturlandi en í öðrum Iands-

hlutum. Hins vegar kemur upp sú

Magnús

Stefánsson

spurning hvar slík

menningarmiðstöð ætti

að vera staðsett í kjör-

dæminu. Landfræði-

lega séð væri Borgar-

nes og nágrenni líklega

heppilegasti staðurinn

þar sem það svæði er

miðsvæðis í kjördæm-

inu. Hins vegar má

benda á að í Reykholti

hafa heimamenn og

aðrir aðilar byggt upp

glæsilega menningar-

miðstöð sem hefur gert

heimamönnum kleift að

efla mjög menningar-

starf að undanfórnu.

Reykholt er ein elsta

menningarmiðstöð

landsins og býr yfir mikilli sögu á

því sviði.

Þess vegna væri eflaust óheppi-

Menning

Það er ljóst, segir

Magnús Stefánsson, að

uppbygging menning-

armiðstöðvar er ekki

síður mikilvæg á Vest-

urlandi en í öðrum

landshlutum.

legt gagnvart uppbyggingunni í

Reykholti að byggja upp menning-

arhús í Borgarnesi, frekar ætti að

skjóta styrkari stoðum undir menn-

ingarmiðstöðina og starfsemi henn-

ar í Reykholti.

Vegna fjarlægðar frá höfuðborg-

arsvæðinu beinast því sjónir að

Snæfellsnesi þar sem eru nokkrir

þéttbýlisstaðir með yfir 4.000 íbúa

og má vekja athygli á því samstarfi

sem íbúar á því svæði hafa átt á

lista- og menningarsviðinu. I Ólafs-

vík er stórt og glæsilegt félagsheim-

ili, sem er líklega fullkomnasta og

best búna félagsheimili  á lands-

byggðinni. Sveitarfélagið byggði fé-

lagsheimilið, sem var tekið í notkun

árið 1987 og heimafólk hefur síðan

lagt mikið af mörkum við að fjár-

magna fullkominn búnað í húsið.

Með því að hagnýta þessa góðu að-

stöðu sem er fyrir hendi má auð-

veldlega ná þeim markmiðum sem

ríkisstjórnin hefur sett varðandi

uppbyggingu menningarhúsa á

landsbyggðinni. Kostnaður vegna

þessa væri lítill en aukið menningar-

starf á þessu svæði myndi skipta

norðanvert Vesturlandskjördæmi

miklu máli. Byggðin í þessum hluta

kjördæmisins hefur staðið höllum

fæti undanfarin ár, en ýmsir mögu-

leikar og sóknarfæri geta snúið

þeirri þróun við ef tekst að nýta þau.

Vesturland verði með

Af framansögðu er niðurstaðan

sú að ríkisstjórnin ætti að beita sér

fyrir því að Vesturland fái að fljóta

með í þeim jákvæðu áformum sem

fram hafa verið sett um uppbygg-

ingu menningarlífs á landsbyggð-

inni. Menningarhús í félagsheimil-

inu Klifi í Ólafsvík og það að styrkja

stoðir menningarmiðstöðvarinnar í

Reykholti skiptir miklu máli varð-

andi búsetuskilyrði á Vesturlandi

og myndi virka á jákvæðan hátt á

þróun búsetu í kjördæminu. Slíkar

áherslur eru skynsamlegar og

hljóta að falla vel að markmiðum

ríkisstjórnarinnar í þessum efnum,

að auki væri um lágmarkskostnað

að ræða fyrir ríkissjóð þar sem að-

staðan hefur nú þegar verið byggð

upp að mestu leyti. Það að Vestur-

land verði ekki talið með í þeim

áformum sem uppi eru virkar nei-

kvætt á búsetuþróun í kjördæminu

og eru ekki góð skilaboð til fólks í

kjördæminu. Það er því mikilvægt

að samstaða náist um að Vesturland

verði með í þeirri mikilvægu för

sem ríkisstjórnin hefur lagt upp í

með það að markmiði að efla menn-

ingarstarfsemi á landsbyggðinni.

Höfundur er alþingismaður Fram-

sóknarfíokks í Vesturlandskjör-

dæmi.

Félag sam-

kynhneigðra

stúdenta

I UNDIRBUNINGI

er stofnun Félags sam-

kynhneigðra stúdenta

(FSS) við Háskóla ís-

lands. Stofnun þess

markar tímamót því

þetta er í fyrsta sinn

sem slíkt félag er

stofnað við íslenskan

háskóla. Undanfarna

mánuði hefur hópur

háskólastúdenta hist á

óformlegum fundum til

þess að ræða stöðu

samkynhneigðra við

Háskólann.     Mikill

áhugi  virðist  vera  á       Páll Freyr

málefninu  og  hefur        Jónsson

hópurinn farið ört

stækkandi síðustu misseri. í kjöl-

farið hefur verið ákveðið að stofna

formlega nemendafélag innan Há-

skólans sem lætur til sín taka mál-

efni sam- og tvíkynhneigðra.

Vettvangur

samkynhneigðra

Víðast hvar við erlenda háskóla

þykja félög samkynhneigðra sjálf-

helsti vettvangur sam-

kynhneigðra háskóla-

stúdenta en eðlilegra

má teljast að fólk geti

hist og rætt sín mál án

þess að þurfa að gera

það á skemmtistöðum

um helgar. Samkyn-

hneigðir háskólastúd-

entar eiga margt sam-

eiginlegt umfram kyn-

hneigð sína og félagið

því kjörinn vettvangur

fyrir þá. Það er því rík

ástæða fyrir þennan

hóp að stofna með sér

félagsskap þar sem

stúdentar geta leitað

stuðnings   skilnings-

Háskólínn

Stofnun félagsins

markar tímamót, segir

Páll Freyr Jónsson, því

þetta er í fyrsta sinn,

sem slíkt félag er

stofnað við íslenskan

háskóla.

sagður hluti af háskólamenning-

unni. Samkynhneigðir á háskóla-

aldri finna oft fyrir félagslegri ein-

angrun og er félaginu ætlað að

koma til móts við þarfir þessa

fólks.  Skemmtistaðir  hafa verið

ríkra jafningja.

Aukin fræðsla

Félag samkynhneigðra stúdenta

hefur að markmiði að vera sýnilegt

afl innan Háskólans og vera í for-

svari þegar málefni samkyn-

hneigðra ber á góma. Það mun

standa að aukinni fræðslu og um-

ræðu innan Háskólans og vinna að

réttindabaráttu í samvinnu við

önnur nemendafélög HÍ. Menning-

arviðburðir og aðrar uppákomur

verða á vegum félagsins efbir því

sem aðstæður leyfa. Síðast en ekki

síst mun félagið vera óþvingaður

vettvangur fyrir fólk til að hittast

og kynnast öðrum á sama reki.

Stofnfundur í dag

Félag samkynhneigðra stúdenta

verður formlega stofnað þriðjudag-

inn 19. janúar. Stofnfundurinn

markar upphaf þemadaga á vegum

jafnréttisnefndar Stúdentaráðs,

sem nefnast „hinsegin dagar", þar

sem málefni homma og lesbía

verða í brennidepli. Félagið vill

bjóða alla háskólastúdenta sem

áhuga hafa á þessum málum vel-

komna í hópinn.

Höfundur er einn af stofnendum

FSS.

Blessaður karlinn

hann Vfkverji

VIKVERJI Morgun-

blaðsins er skernmti-

legur þáttur, einn af fá-

um nafnlausum pistlum

í gegnum árin sem hafa

kunnað að fara með þá

ábyrgð að skrifa undír

dulnefni.

Víkverji er glaðlynd-

ur náungi og því kær-

kominn gestur í morg-

unkaffi á heimilum

landsmanna, veltir upp

sjónarmiðum, tekur

undir skoðanir eða

hafnar þeim á þeim

nótum að engan meiðir.

Auðvitað finnur mað-

ur að  þekkingu Vík-

verja eru takmörk sett

og bundin því mannlega hjarta sem

pennanum stýrir.

Hvort Víkverji er tvíhöfði eða

ekki, skrifaður af einum manni eða

fleirum skiptir ekki máli. Víkverji

er persóna sem oft fjallar um mál

með athyglisverðum hætti. Víkverji

kann að vera kona, þær fara oft í

skrifum og málflutningi fram af

meira næmi og hógværð.

Miðvikudaginn 6. janúar sl. gerir

Víkverji að umræðuefni þingsálykt-

un sem við flytjum þrír þingmenn

_ Guðni

Agústsson

Framsóknarflokksins,

um að komið verði á fót

landsliði hestamanna,

er komi fram við opin-

berar móttökur o.s.frv.

í þessari grein Vík-

verja kemur í ljós að

hann þekkir lítið til

hestamennsku og enn

síður hvar hún er mest

stunduð í landinu og

blessaður karlinn skil-

ur ekki inntak tillög-

unnar og reynir að

gera hana tortryggi-

lega. Hann virðist

haldinn nokkrum for-

dómum í garð sveita-

manna og gerir tals-

vert úr því að þre-

menningarnir  sanni  að  flokkur

þeirra sé dreifbýlisflokkur.

Hvar er Mekka

hestamennskunnar?

Hestamennska er ekki síður

íþrótt og tómstundagaman þeirra

sem í þéttbýli búa. Á höfuðborgar-

svæðinu einu eru um 10 þúsund

hross og ætla má að 7-8 þúsund

manns stundi hestamennsku þar. f

Reykjavík eru flest hross í einu

sveitarfélagi, hátt í 4 þúsund sam-

Landslið

Hvers vegna kemur

Víkverji eins og álfur

út úr hól, spyr Guðni

Agústsson, þegar

færustu reiðmenn

okkar hafa vakið

heimsathygli?

kvæmt forðagæsluskýrslum. Marg-

ir af fremstu hestamönnum landsins

búa á höfuðborgarsvæðinu, þar er

reiðhöllin, þar verður næsta lands-

mót hestamanna í Víðidalnum

o.s.frv. Þangað munu koma 4-5 þús-

und erlendir gestir vegna lands-

mótsins, hesturinn trekkir.

Sú ómerkilega umræða gegn

sveitum, gegn bændum sem niður-

rifsöfl ástunduðu hér á tímabili

heyrir vonandi fortíðinni til. Margir

þéttbýlisbúar eiga sterkar taugar

og tilfinningar í sveitirnar og vilja í

dag telja sig sveitamenn og eru

stoltir af. Heimsborgarar úti í Evr-

ópu, sem bundist hafa tryggðabönd-

um við íslenska hestamenn og hest-

inn, klæðast lopapeysum, eiga ís-

lenskan hund og telja sig sveita-

menn, jafnvel íslenska. Svona snýst

nú tískan sitt á hvað. Margt fólk í

höfuðborginni skammast sín ekki

fyrir að teljast til sveitamanna. Það

er reyndar áhyggjuefni hvernig

sveitirnar eru að fara. Þar örlar að

vísu á sókn á ný, en ef íslensk

bændamenning tapast er skarð fyr-

ir skildi. íslenski bóndinn, sem í eðli

sínu er ættjarðarvinur í góðri merk-

ingu þess orðs, þarf að ná stolti sínu

og una glaður við sitt.

Júrí Resitov, sendiherra Rúss-

lands, sagði við greinarhöfund eftir-

minnileg orð sem segja mikið um

aðalsmerki íslenskra bænda í gegn-

um söguna. Hann sagði: „Á íslandi

býr gott fólk en sveitafólkið er þó

best, íslenskir bændur sameina

þetta tvennt sem er svo mikilvægt

að vera, hvort tveggja í senn þjóð-

ernissinni og heimsborgari." Oft

hafa útlendingar hrifist af frelsi og

fasi bóndans, jafnvel afdalabóndinn

var líkari heimsborgara á erlendri

grund en íslenskum erfiðisvinnu-

manni. Ég er þakklátur fyrir að

Framsóknarflokkurinn hefur alla

tíð lagt upp úr að landið allt verði

byggt en jafnframt er flokkurinn

stjórnmálaafl sem á erindi til allra

íslendinga, hvar sem þeir búa.

Hvað kostar landslið

hestamanna?

Víkverji býsnast yfir þeim kostn-

aði sem fylgja myndi landsliðinu og

skilur ekkert hvernig slík starfsemi

verði rekin. Hann spyr utangátta:

„Hvað þarf margra ára þjálfun

stóðs og landsliðs áður en um boð-

lega sýningarvöru verður að

ræða"? Hvers vegna kemur Vík-

verji eins og álfur út úr hól þegar

færustu reiðmenn okkar hafa vakið

heimsathygli? Sjónvarpsstöðvar

sýna vikulega þætti sem sýna sam-

spil og snilli knapa og hests. Hest-

arnir eru til reiðu og knaparnir

einnig. Síðan yrði gerður verktaka-

samningur við færa reiðmenn sem

tækju þetta að sér.

Nú þjóta menn um landið með

heilu stóðin í hestakerrum og þykir

ekkert mál, kerrum sem taka 5-8

hesta eða vel útbúnum flutningabíl-

um. Hægt væri t.d. að semja við fé-

lag tamningamapna um að annast

þessa þjónustu. Ég fullyrði að hér er

ekki verið að ræða um háar upp-

hæðir og aðeins brot af því tilstandi

öllu sem fylgir móttökum og hátíð-

um.

íslenski hesturinn er mikill segull.

Hingað koma margir ferðamenn

eingöngu af ást til hestsins. Það er

talið að 20 þúsund erlendir ferða-

menn komi árlega og fari í lengri og

styttri hestaferðir um landið. I

könnun, sem gerð var meðal er-

lendra ferðamanna, kemur í Ijós að

27% þeirra nefna hestinn sem það

eftirminnilegasta frá íslandsferð-

inni. Ekki myndi vegur hestsins

minnka ef hann fengi nýtt hlutverk

við hátíðlegar athafnir. Að lokum

þetta: Skrautreiðin niður Almanna-

gjá á Þingvöllum yrði nýtt ris á

góðri ferð til íslands og slík sýning

gæti trúlega staðið undir sér, því

ferðamenn myndu glaðir greiða

gjald fyrir hina tignarlegu reið.

Höfundur er alþingismaður.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68