Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						BLAÐ    ALLRA    LANDSMANNA
0tgmM$Mb
1999
HANDKNATTLEIKUR
Bjarki
með
stórleik
STJORNUMENN unnu sinn sjö-
unda sigur í röð í 1. deildar-
keppninni í handknattleik er þeir
Iögðu Hauka að velli í Garðabæ í
gærkvöldi, 28:25. Þeir fylgja
leikmönnum Aftureldingar eins
og skuggi á toppi deildarinnar,
en Afturelding lagði Val að Hlíð-
arenda 28:25. Hér á myndinni til
hliðar fagnar Bjarki Sigurðsson
einu af tíu mörkum sínum, en
hann átti stórleik með Aftureld-
FIMMTUUDAGUR 21. JANUAR
BLAÐ
c
íngu.
¦ Urslit/C2
¦ Staðan / C2
Þórsarar
með enn
einn nýjan
Á LAUGARDAGINN barst
Morgunblaðinu tilkynning frá
körfuknattleiksdeild Þórs frá
Akureyri, þar sem sagt var að
félagið hefði fengið til liðs við
sig Bandaríkjamanninn Luis
Richardson, sem lék í Finn-
landi. Hann var sagður koma í
stað Lorenzo Orr, sem var lát-
inn fara í síðustu viku. Þegar
öll kurl komu til grafar kom í
ljós að Riehardson var í leik-
banni í Evrópu. Ástæðan var
sú að hann varð uppvís að
neyslu kannabisefna í Finn-
landi. Hann kom því ekki til
Þórs um helgina eins og áætl-
að var.
Nú voru góð ráð dýr. Orr
var farinn og enginn kominn í
staðinn. í gær var síðan geng-
ið frá því að annar bandarísk-
ur leikmaður kæmi til félags-
ins. Hann heitir Maurice Spill-
er og spilaði með Keflvíking-
um síðustu umferðirnar í fyrra
og í úrslitakeppninni. Hann
leikur fyrsta leik sinn með Þór
gegn Njarðvík annað kvöld.
„Nú vonum við að hrakför-
um okkar með útlendinga sé
lokið," segir í fréttatilkynn-
ingu félagsins.
Nýr leik-
maður í
herbúðir ÍA
SKAGAMENN hafa sagt upp samningi við
bandaríska leikmanninn Anthony Jones sem
leikur með drvalsdeildarliði félagsins í
körfuknattleik. Hann mun leika síðasta leik sinn
með liðinu í kvöld er ÍA mætir Grindavík. Á
morgun fer hann utan og annar Bandaríkjamað-
ur, Kurk Lee, kemur í staðinn. Hann er bak-
vörður og hefur leikið undanfarin ár með Torp-
an Pojat í Finnlandi. Þetta er þriðji erlendi leik-
maðurinn sem Skagamenn reyna í vetur. Banda-
ríski leikmaðurinn Warren Peebles, sem hefur
leikið með Grindvfkingum í vetur, verður áfram
með liðinu. Um áramótin
stdð til að skipta um leik-
mann og var samningnum
við Peebles sagt upp. Hann
var reyndar beðinn að leika
með liðinu þangað til annar
leikmaður kæmi, en nú er
Ijóst að Peebles verður
áfram.
Morgunblaðið/Golli
Björgvin
annar í
Svíþjóð
BJÖRGVIN Björgvinsson,
skíðamaðurinn efnilegi frá
Dalvík, hafnaði í öðru sæti
á alþjóðlegu stórsvigsmóti í
Svíþjóð um helgina. Hann
var með besta tímann í
fyrri umferðinni, en náði
síðan næstbesta tímanum
samanlagt eftir báðar um-
ferðirnar. Hann hlaut 24
styrkleikastig (fis-stig) fyrir
árangur sinn. Hann var
með 28 fis-stig á síðasta
styrkleikalista FIS um ára-
mótin og hefur því bætt sig
töluvert með árangrinum
um helgina.
Björgvin er 19 ára og
samkvæmt heimslistanum í
stórsvigi um áramótin var
hann þá í 4. sæti listans i
sínum aldursflokki.
KORFUKNATTLEIKUR
45 erlendir leikmenn hafa leikið með íslenskum liðum í vetur - aldrei verið fleiri
Félögin hafa greitt um
1,4 millj. í félagaskipti
Það hefur varla liðið sú vika að
einhver erlendur körfuknatt-
leiksmaður hafi ekki verið sendur
heim og annar komið í staðinn í vet-
ur. Þetta hefur haft slæm áhríf á
íþróttina og eins komið mjög við
pyngju félaganna. Það er áætlað að
það kosti um 300 þúsund krónur að
skipta um erlendan leikmann. Þá eru
meðtalin flugfargjöld sem eru um
100 þúsund krónur, félagaskipta-
gjald og laun. Dæmi er um að félag
hafi fengið fjóra leikmenn á tímabil-
inu.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hafa 45 erlendir körfuboltamenn
komið til landsins það sem af er
tímabilinu, sem er þó aðeins rétt
hálfnað. Hér á landi eru nú 23
stöðugildi fyrir útlendinga, 15 í úr-
valsdeildinni, 611. deild kvenna og
3 í 1. deild karla. Gjald vegna fé-
lagaskipta hvers leikmanns er 30
þúsund krónur. Félögin hafa því
greitt samtals um 1,4 milljónir fyrir
félagaskipti í vetur vegna erlendu
leikmannanna.
Sigurður Hjörleifsson hefur verið
umboðsmaður erlendra leikmanna
sl. fimm ár. Rúmlega 60 leikmenn
hafa komið hingað til landsins á
hans vegum. Hann segir félagaskipti
leikmanna aldrei hafa verið tíðari en
í vetur. Hann segir ástæðurnar
margar, m.a. þær að umboðsmenn
vandi vinnubrögð sín ekki nægilega
vel og eins liggi þetta hjá félögunum
sjálfum. Þau skoði bakgrunn leik-
manna ekki áður en þeir eru keypt-
ir. „Þau renna of blint í sjóinn og
vita í raun ekkert hvernig leikmann
þau eru að kaupa," sagði Sigurður.
„Það þarf að vera búið að undir-
búa leikmenn vel áður en þeir
koma hingað, kynna þeim land og
þjóð þannig að þeir viti að hverju>
þeir ganga. Það hefur orðið mis-
brestur á þessu og leikmenn hafa
hreinlega fengið áfall þegar þeir;
koma hingað og heimtað að fara-
aftur heim með næstu flugvél,"
sagði Sigurður.
I Brottfaliið... / C4    i
i Með allt að... / C4
HANDKNATTLEIKUR: EYJAMENN ENN ÁN SIGURS Á ÚTIVELLI / C3
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4