Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 C 3 FRÉTTASKÝRING Kaup Skinney.jar og Þinganess á meirihlutanum í Borgey skapa nýja möguleika í Hornafírði FREMUR stuttur aðdragandi var að kaupum Skinneyjai' hf. og Þinga- ness ehf. á meirihluta hlutafjár í Borgey hf. á Höfn í Hornafirði. Vegna rekstrarerfiðleika hjá Borg- ey hafa stjórnendur félagsins og stærstu hluthafar haft áhuga á að sameinast öðrum félögum, einkum útgerðarfélögum sem styrkt gætu hráefnisöflun félagsins. Hafa málin verið athuguð innan og utan héraðs. Fyrir rúmu ári náðust samningar um sameiningu fímm útgerða á Höfn við Borgey en þeir komu ekki til framkvæmda vegna þess að for- sendur brustu. KASK opnar á sölu Síðan hafa stjórnendur félagsins athugað aðra möguleika og meðal annars átt í viðræðum við sjávarút- vegsfyrirtæki annars staðar á land- inu án þess að það hafi leitt til já- kvæðrar niðurstöðu. Borgey er fyr- irtæki af millistærð í sjávarútvegi og nýtur ekki margvíslegi'a kosta stórfyrirtækis. Hefui' verið fai-ið skipulega yfír það hvers konar sam- eining hentaði best hagsmunum þess og reyndist það vera samruni við fyrh-tæki eins og nú hafa keypt meirihlutann og hyggjast sameina þessi þrjú stærstu sjávarútvegsfýr- irtæki á Höfn. Viðræðui' eigenda Borgeyjar, Skinneyjar og Þinganess komust af stað í þessari umferð þegar Kaupfé- lag Austur-Skaftfellinga (KASK), sem átti ráðandi hlut í Borgey eða 42,3%, lýsti því yfír fyrir um það bil þremur vikum að það væri tilbúið að selja öll sín hlutabréf. Samningar tókust í síðustu viku og þá var einnig gengið frá kaupum Skinneyj- ar og Þinganess á öllum hlutabréf- um sveitarfélagsins Hornafjarðar og Lífeyrissjóðs Austurlands. Hvor aðili átti um 10% þannig að nú eiga Skinney og Þinganes um 62% hluta- bréfa í Borgey hf. Kaupverð hlutabréfanna er ekki gefið upp. Nafnverð þeirra er um 300 milljónir og samkvæmt heimild- um blaðsins var gengið nálægt tveimur þannig að heildarkaupverð 62% hlutafjár í Borgey hefur verið einhvers staðar á bilinu 500-700 milljónir kr. Um 250 einstaklingar og félög eiga þau 38% hlutafjár sem ekki skiptu um eigendur að þessu sinni og eru Olíufélagið hf. og Vá- tryggingafélag Islands þar stærstu aðilarnir. Hættir í sjávarútvegi Með sölu hlutabréfa sinna í Borg- ey hættir KASK afskiptum af sjáv- arútvegi en Borgey var stofnuð árið 1992 upp úr sjávarútvegsrekstri KASK og dótturfélaga þess. Reynd- ar á kaupfélagið áfram eignarhlut sinn í Islenskum sjávarafurðum. „Það er ánægjulegt að fara frá sjáv- arútveginum við þessar aðstæður. Tvö sterk fyrirtæki heimamanna hafa gengið til liðs við okkar félag. Við hefðum viljað sjá reksturinn ganga betur síðastliðin tvö ár en við náðum viðunandi verði fyrir hluta- bréf okkar og fáum inn duglega menn sem hafa sterkar rætur hér. Það er mikilvægt í okkar huga að efla sem mest þessa starfsemi á Höfn því kaupfélagið er með sinn rekstur hér og verður áfram,“ segir Pálmi Guðmundsson kaupfélags- stjóri KASK og stjórnarformaður Borgeyjai' hf. KASK undirbýr byggingu nýs verslunarhúss í miðbæ Hafnar og munu peningarnir sem það fær fyr- ir Borgey meðal annars verða not- aðir til þeirrar fjárfestingar. Tryggvi Þórhallsson, staðgenginn bæjarstjórans í Homafirði, segir að hlutur sveitarfélagsins sé búinn að vera lengi til sölu. Borist hefði við- unandi tilboð og bæjarstjórn ákveð- ið að taka því. Einnig hefði verið lit- ið tii þess við ákvörðunina að kaup Skinneyjar og Þinganess á Borgey myndu efla atvinnulífíð á staðnum og verða öllum fyi'irtækjunum til framdráttar. Vaxandi fyrirtæki Fyrirtækin sem keypt hafa meiri- hlutann í Borgey hafa vaxið veru- Mikil samlegðaráhrif við sameininguna Hornfirðingar binda vonir við að kaup tveggja útgerðarfélaga á meirihlutanum í Borgey hf. og samein- ing þriggja stærstu sj ávarútvegsfyrirtækj a staðarins treysti atvinnulífið. I grein Helga Bjarnasonar kemur jafnframt fram að með sölu á ráðandi hlut í útgerðarfélaginu Borgey er lokið langri sögu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í rekstri sjávarútvegs. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson VERÐANDI framkvæmdastjóri og stjórnarformaður sameinaðs sjávar- útvegsfyrirtækis á Höfn, Aðalsteinn Ingólfsson og Gunnar Ásgeirsson. Sameining sjávarútvegsfyrirtækja á Höfn í Hornafirði Borgey hf. Skinney hff. Þinganes ehf. Húnaröst SF 550 nótarskip Akurey SF 41, dragnótarbátur Hvanney SF 51, dragnótarbátur >SS»3I*. Fiskvinnsla á Höfn ■ (frysting og söltun) KVÓTI (í upphafi fiskveiðiárs): 3.916 þorskígildistonn Jóna Eðvalds SF 20, nótarskip m. sjókælitönkum Skinney SF 30, neta- og dragnótarbátur' Steinunn SF 10, . . .... . neta- og togveiðibatur Fiskvinnsla á Höfn Fiskvinnsla á Reyðarfirði 20% hlutur í Óslandi hf. (fiskimjölsverksmiðju) Þinganes SF 25, togveiðibátur Þórir SF 77, neta- og togveiðibátur KVÓTI (í upphafi fiskveiðiárs): 2.274 þorskígildistonn O Reyðar- fjörður KVÓTI (í upphafi fiskveiðiárs): 3.648 þorskígildistonn ú*Höfn lega á undanförnum árum og verið rekin með hagnaði flest árin. Þeim er stjórnað af duglegum mönnum. Helstu eigendur Skinneyjar hf. eru Ingólfur Ásgi'ímsson skipstjóri, Guðrún Ingólfsdóttir, ekkja As- gríms Halldórssonar, sem stofnaði íyrirtækið, en þau eru foreldrar Ingólfs, og Birgir Sigui'ðsson skip- stjóri. Framkvæmdastjóri er Aðal- steinn Ingólfsson, sonur Ingólfs, og verður hann framkvæmdastjóri hins sameinaða félags. Skinney á þrjú fiskiskip, er með fjölbreytta fískverkun á Höfn og rekur frysti- hús á Reyðarfirði eftir að Kambfell hf. sameinaðist félaginu. Það á auk þess 20% hluti í fískimjölsverk- smiðjunni Óslandi hf. á Höfn á móti hluthöfum Borgeyjar hf. Skinney hf. velti um það bil einum milljarði kr. á síðasta ári. Mikil samlegðaráhrif Þinganes ehf. er hreint útgerðar- félag sem gerir út tvo báta. Það er í eigu bræðranna Gunnars og Ing- valds Ásgeii'ssona sem sjálfir eru skipstjórar á bátunum. Velta Þinga- ness er um það bil 300 milljónir kr. á ári. Samanlögð velta Skinneyjar og Þinganess var á síðasta ári svip- uð og áætluð velta Borgeyjar hf. það ár sem reyndar var lélegt ár hjá fyrirtækinu. Gunnar verður stjórn- arformaður hins sameinaða sjávar- útvegsfyrirtækis. „Við erum alltaf að leita að sóknarmöguleikum og sáum ákveðna möguieika þarna,“ segir Gunnar aðspurður um tilgang- inn með kaupunum. Nýir meirihlutaeigendur Borg- Veðjað á uppsjávarfíska BORGEY hf. tók til starfa í nú- verandi mynd á niiðju ári 1992, eftir endurskipulagningu sjávar- útvegsstarfsemi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Félag með þessu nafni var eitt af útgerðar- félögum KASK og undir nafni Borgeyjar var allur rekstur kaupfélagsins í sjávarútvegi sam- einaður. Bæjarfélagið á Höfn lagði fram viðbótarhlutafé og ýmsir fjárfestar. Hið nýja sjálfstæða útgerðarfé- lag lenti í mikluni byrjunarörð- ugleikum og mátti litlu muna að það stöðvaðist á fyrsta starfsári. Ráðast þurfti í róttæka endur- skipulagningu og enduríjár- mögnun, meðal annars með greiðslustöðvun og nauðasamn- ingum á árinu 1993 þar sem seinni togari félagsins var seldur ásamt kvóta. Frystingu bolflsks var hætt. Margir misstu trúna á félaginu við þessar ráðstafanir en stjórnendur þess sáu fyrir sér nýja framtíð í vinnslu uppsjávar- físka og veðjuðu á sfld og loðnu. Virtist þeim hafa tekist að rífa félagið upp með þessum ráðstöf- unum og rekstur Borgeyjar skil- aði hagnaði. Eftir sölu togarans voru afla- heimildir Borgeyjar komnar nið- ur í 1.850 tonn en höfðu verið um 6.000 þorskígildistonn í upphafi. Borgey keypti loðnuskipið Húna- röst í tveimur áföngum og eign- aðist við það verulegan kvóta í uppsjávartegundum. Félagið tdk þátt í kaupum á fiskimjölsverk- smiðjunni Oslandi, fjárfesti í kola- vinnslu og fullkominni en dýrri frystilínu fyrir sfld og loðnu. Eftir tvö ágæt rekstrarár fór aftur að halla undan fæti í rekstri Borgeyjar á árinu 1996. Fyrirtækið var rekið með 209 milljóna kr. halla á árinu 1997 þegar það varð fyrir áföllum í nær öllum þeim greinum sem það stundar. Og vertíðirnar héldu áfram að bregðast þannig að tap varð af reglulegri starf- semi fyrri hluta síðasta árs. Hlut- hafar félagsins leystu til sín fiski- nijölsverksmiðjuna Ósiand og vinna að endurbyggingu hennar. Ekki hafa verið birtar tölur um reksturinn á síðasta ári í heild. Áætlanir gerðu ráð fyrir hagnaði en síðan hefur sfldarvertíð brugðist í annað sinn. eyjar lýsa því yflr að þeir stefni að því að reka starfsemina í einu fyr- irtæki en Gunnar Ásgeirsson segir enn ekki ljóst hvaða félag hentug- ast verði að nota í þeim tilgangi. Vonast þeir til að unnt verði að sameina reksturinn fyrir mitt ár. Aðalsteinn Ingólfsson segir að framundan sé mikilvægt tímabil hjá Borgey. Ákveðið hafi verið að framfylgja þeim áætlunum sem gerðar hafi verið fyrir vertíðina og láta eigendaskiptin trufla starf- semina sem minnst á þessum tíma. Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar, stýrir rekstrinum til 1. apríl en lætur þá af störfum hjá félaginu. Sameinað fyrirtæki virðist eiga alla möguleika á að spara í rekstri. Aðalsteinn og Gunnar segja að vinna við undirbúning samrekstrar hefjist á næstunni og segjast ekki þekkja rekstur Borgeyjar nægi- lega vel til þess að fjölyrða um samlegðaráhrif. Halldór Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri, seg- ir að gríðarlega miklir hagræðing- armöguleikar felist í sameining- unni. Bendir hann á að Borgey og Skinney séu með nánast samskon- ar vinnslu, þannig séu bæði fyrir- tækin með frystilínur fyrir síld og loðnu, saltfisklínur og humarlínur. Við sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja verður yfirleitt til mikið hús- næði sem ekki komi að notum við reksturinn. Halldór telur það ekki vandamál við þessa sameiningu. Allt húsnæði muni nýtast og ekki þurfi að fjárfesta í viðbótarhúsnæði eins og Borgey hefði annars þurft að gera. Lóðirnar við höfnina þar ; sem fyrirtækin eru með aðalstarf- semi sína liggja saman. Augljósir hagræðingarmöguleik- ar eru einnig í útgerðinni. Sameig- inlega ráða fyrirtækin yfir kvóta sem nemur tæplega 10 þúsund þorskígildistonnum og er þá miðað við úthlutaðan kvóta í upphafi fisk- veiðiárs. Úthlutunin byggist á bráðabirgðakvóta til loðnuveiða og eykst kvóti fyrirtækjanna verulega ef endanlegur kvóti verður meiri. Kvóti fyrirtækjanna nemur um það bil tveir þriðju hlutum af aflaheim- ildum skipa í Hornafirði. Búast má við að unnt verði að færa heimild- irnar saman, veiða upp í kvótann með minni kostnaði á færri skipum, en Aðalsteinn Ingólfsson tekur fram að útgerðin verði óbreytt fyrst í stað og öll skipin gerð út. Halldór Árnason segir að vöntun á öflugu skipi til að veiða síldina á haustin eins og nú háttar til hafi verið erfiðasta mál Borgeyjar. Það leysist ekki með sameiningu en Halldór telur að sameinað félag verði miklu öflugra til að leysa mál- ið en Borgey var ein. Stefnt á markað Ljóst er að verulegar breytingar verða á starfsemi íyrirtækjanna þriggja þegar þau renna saman í eitt. Það verða einnig viðbrigði fyrir stjórnendur minni fyrirtækjanna tveggja að taka við stjórnun hins sameinaða stórfyrirtækis. „Vissu- lega er þetta mikil breyting en starfsemin er á sama sviði og við höfum unnið á. Til samans teljum við okkur hafa þekkingu á allri þeirri starfsemi sem Borgey er með,“ segir Gunnar. Aðalsteinn sér ástæðu til að taka fram að þeir séu ekki neinir kraftaverkamenn þegai- hann er spurður að því hvað þeir telji sig geta gert betur í Borgey. „Við höfum trú á að þetta geti geng- ið, annars værum við ekki að kaupa fyrirtækið," segir hann. Gunnar segir nokkuð ljóst að ef Borgey hefði verið í góðum rekstri, þá hefðu þeir aldrei átt þess kost að koma að málinu með þeim hætti sem varð. Aðalsteinn sér það fyrir sér að sameinaða sjávarútvegsfyrirtækið fari á almennan hlutafjármarkað í framtíðinni en tekur fram að það hafi ekki verið ákveðið. „Ég tel að fyrirtækið hafí alla burði til þess. Fyrst verðum við þó að sýna ár- angur og sanna að fyrirtækið eigi þangað erindi," segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.