Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þrælsóttinn Hvar er það eftirsótta og margumtalaða og háprísaða frelsi, ef enginn hefur dug í sér til að nýta sér það? spyr Ellert B. Schram í þessum pistli. Hvar er frelsið sem kynslóð hans og eldri kynslóðir börðust fyrir í nafni lýðræðis, einstak- lingsfrelsis og sjálfstæðis ef það er fjötrað niður af ótta þrælsins og þýsins, um að molarnir hrökkvi ekki til þeirra af borði allsnægtanna og metorðanna, nema þögnin ljái samþykki sitt fyrir áframhaldandi arðráni „hinna fáu“? s g kom stundum austur fyrir járntjald í kalda stríðinu. Einkum í tengslum við íþrótta- ferðir og hitti þá að máli margs konar fólk, sem verður að teljast til hins almenna borgara, forsvarsmenn íþróttafé- laga eða -samtaka, ferðafulltrúa, þílstjóra, þjálfara o.s.frv. Venjulegt fólk. Það sló mig jafnan í viðræðum við þetta fólk, að það hafði varann á sér. Sagði bara það sem það þurfti og helst minna og nokkum veginn ekki neitt þegar kom að stjórn- málaástandinu, efnahagsmálunum eða líf- inu sem það lifði. Ekki var þó sjáanlegur neinn heyrandi í holti og ekkert var það sem benti til að fólkið kynni ekki deili á umhverfí sínu eða högum, en yfir því grúfði hin almáttuga hönd alræðisins sem lagði fjötra á hugann og þaggaði niður í því. Alltaf var þetta jafn óhugnanleg lífs- reynsla og maður blessaði frelsið hér heima til að tjá sig og vera til. Jafnvel þótt margt mætti fínna að. Þessi kúgaða þögn lagðist á ferðamanninn líka og varð óþæri- leg áþján. Hún var þögn þrælsins, þrælsóttinn gagnvart yfirvaldinu. essari sömu kúguðu þögn mætti ég einnig á fundi Alþjóðaólympíu- hreyfíngarinnar á dögunum. Þar þorir enginn sem hagsmuna hefur að gæta að stugga við forsetan- um og þegar ég sendi honum til- lögur mínar um að leggja niður einveldið gripu margir andann á lofti hér heima og sögðu: „Nú verður Samaranch móðgaður, nú verður hann reiður.“ Rétt eins og ég hefði framið harakiri! Reyndar er þrælsóttinn ekki óþekktur með öllu hér á landi. ís- lendingar kynntust honum í gegnum aldimar, þegar vinnu- fólki var haldið í vistarbandi og helftin af þjóðinni fjötruð í hreppsómegð, þar sem húsbóndavaldið ríkti af fullkomnu mis- kunnarleysi. Á unglingsárum mínum var þetta hús- bóndavald enn til staðar og birtist kannske hvergi betur en í þeirri eymdarsýn, sem blasti við á hverjum morgni niðri við höfn, þegar verkamenn þyrptust í kringum verkstjórann og hann pikkaði þá út sem honum vorum þóknanlegir þann og þann daginn. Verkalýðurinn þurfti að bugta sig og beygja og gera hosur sínar grænar fyr- ir valdsmanninum til að hlotnast sú náð að fá vinnu yfir daginn. Og þá komst enginn upp með að brúka munn eða heimta betri kjör eða standa upp í hárinu á verkstjóran- um. Refsingin var tekin út í atvinnuleys- inu. Ef til vill mætti segja að hin skipu- lagða verkalýðshreyfíng og oddvitar henn- HUGSAÐ UPPHÁTT ar hafí átt stærstan þátt í að gera þjóðina sjálfstæða, lýðinn uppréttan, að berjast gegn og afnema þetta ómannúðlega fyrir- komulag vinnuráðningarinnar. Þeir þorðu þótt þeir í hina röndina tækju ofan fyrir fána þess þjóðskipulags, sem kúgaði verkalýðinn til þrælsótta og undirgefni gagnvart öðru og máttugra valdi. En það er önnur Ella. Já, frelsið er mikils virði og nú hafa allir frelsi til að vinna og frelsi til að græða og það þykir fínt að tala fyrir frelsinu til orða og athafna. Ein- staklingsfrelsi, athafnafrelsi, kosninga- frelsi og öll erum við sögð svo himinlifandi frjáls að það tekur engu tali. Frelsið var jú kjörorð okkar Heimdellinganna í gamla daga og frelsisbaráttan hélt lífi í flokkum og borgurum og öllu því mannfólki, sem sá fjötrana í heimskommunismanum, og víst er kalda stríðinu lokið og vonandi hefur fólkið fyrir austan járntjald fengið málið aftur. En mitt í öllu þessu frelsi til orðs og æðis get ég ekki neitað því að það er aftur farið að brydda á þrælsóttanum. Það er aftur farið að glitta í múlann og aðgát höfð í nærveru valdsins. Ekki valdsins í austri. Ekki valdsins í vopnunum. Heldur valdi fjármagnsins, valdi óttans. Og hvert er þá orðið okkar starf og allt okkar frelsi? Samfylkingarprófkosningar hafa höfðað til þúsunda karla og kvenna og nýjustu skoðanakannanir benda til nýrra strauma, nýrrar undir- öldu í pólitíkinni, sem enginn skyldi þó of- meta, og eitt er víst að sú á rennur ekki að neinum ósi, öðrum en þeim sem enginn veit hvar er. Frambjóðendur Samfylking- arinnar hafa nefnilega haria lítið og óskipulega nefnt það í ræðu sinni hvaða stefnu þeir hafi í því máli sem hæst ber í íslenskri pólitík um þessar mundir. Þar á ég við fiskveiðistjórnina. Ekki fer heldur mikið fyrii- skýrum eða skeleggum málflutningi stjórnarliða þegar kemur að kvótastefnunni og er sú þögn meir en lítið æpandi. Hverju má það gegna að fólk, sem ýmist hefur setið á þingi eða vill á þing, skuli hafa það til hlés í tali sínu, hvað því finnst um þá hróplegu eignaupp- töku, þegar fámennur hópur útvegsmanna fær þjóðareignina í hafinu á silfurfati? „Það var nú aldrei meiningin að kvótakerf- ið væri fyrir hina fáu,“ sagði Halldór Ás- grímsson og segir ekki meir af því. Við viljum veiðileyfagjald segja aðrir og virðast ekki skilja að veiðileyfagjaldið tryggif „exklúsívan“ rétt hinna fáu til var- anlegrar auðsöfnunar. Flestir horfa þó í gaupnir sér og beygja sig fyrir auðvaldinu, beygja sig fyrir stefnunni, beygja sig í krafti þrælsóttans, um að vera reknir úr vinnunni ef þeir opna munn. Hvar er það eftirsótta og marg- umtalaða og háprísaða frelsi, ef enginn hefur dug í sér til að nýta sér það? Hvar er frelsið sem mín kynslóð og eldri kynslóðir börðust fyrir í nafni lýðræðis, einstaklingsfrelsis og sjálfstæðis ef það er fjötrað niður af ótta þrælsins og þýsins, um að molarnir hrökkvi ekki til þeirra af borði allsnægt- anna og metorðanna, nema þögnin ljái samþykki sitt fyrir áframhaldandi arðráni „hinna fáu“? Það hvarflar nefnilega ekki að mér að allt það góða fólk sem nú gefur kost á sér til þingmennsku, né heldur hið fjöl- menna þinglið stjórnarflokkanna, sjái ekki ranglætið og ragnarökin sem felast í því að fáir útvaldir slái eign sinni á sameign þjóð- arinnar. Hvers vegna rís ekki þetta fólk upp til andmæla? Er það sama tilfinningin, sami óttinn og hjá sveitarómaganum, hafnarverkamann- inum, ólympíuhirðinni, hjá öreiganum austan jámtjalds, sem vildi ekki styggja valdið, vill ekki stugga við hinni almáttugu, ósýnilegu hendi yfirvaldsins? Þrælsóttinn? SKAK Taflfélagið Hellir SKÁKMENN HELLIS 1998 Taflfélagið Hellir, í samvinnu við Eimskip, hefur nú bryddað upp á þeirri nýbreytni að velja og heiðra skákmenn ársins. Valið skiptist í þrjá flokka: Skákmaður Hellis 1998, skákkona Hellis 1998 og efnilegasti skákmaður Hellis 1998. HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari var valinn skákmaður Hellis 1998. Val hans kemur eng- um á óvart, enda var árangur hans á síðasta ári einstakur. I júlí sl. varð Hannes efstur á Politiken Cup með 814 v. af 11. Árangur hans var upp á 2.568 stig. Hann tók einnig þátt í sjötta Lost Boys-skákmótinu í Antwerpen í Belgíu í júlí og varð einn í efsta sæti með 7!4 vinning af 9. Mótið var gríðarlega sterkt og árangur Hannesar einn sá besti sem íslenskur skákmaður hefur náð, en frammistaðan svar- aði til 2.744 stiga. I september mætti Hannes sterkustu skák- mönnum Norðurlanda á svæðis- móti Norðurlanda, sem haldið var í Danmörku. Hannes sigraði á mótinu og tryggði sér þar með rétt til þátttöku í næstu heims- meistarakeppni FIDE. í október leiddi Hannes Ólympíulið Islands og hlaut 514 vinning í 9 skákum gegn sterkum andstæðingum. I október til nóvember tefldi Hann- es í landsliðsflokki á Skákþingi íslands og sigraði. Þar með tryggði hann sér í fyrsta skipti titilinn Skákmeistari Islands. I nóvember tefldi Hannes á fyrsta borði fyrir A-lið Hellis í Deilda- Hannes Hlífar skák- maður Hellis 1998 keppni SÍ. Hann hlaut 3 vinninga af 4 og er lið hans nú í efsta sæti fyrstu deildar. Hannes tefldi einnig á fyrsta borði fyrir Helli í Evrópukeppni taflfélaga. Síðasta mót Hannesar á árinu var síðan Rilton Cup í Svíþjóð, þar sem hann lenti í 5.-11. sæti með 6!4 v. af 9 og frammistaðan svarar til 2.627 stiga. Þetta mót var liður í VISA-bikarkeppninni, en í þeirri keppni er Hannes í einu af efstu sætunum. Skákkona Hellis 1998 var valin Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Svipað og með Hannes kemur þetta val ekki á óvart. Lilja hefur verið sterkasta skákkona landsins undanfarin ár og níu sinnum orðið Islandsmeistari kvenna. Hún starfar erlendis um þessar mundir og notaði tækifærið til að tefla í nokkrum alþjóðlegum skákmót- um. Einum besta árangrinum á skákferlinum náði hún á alþjóð- legu kvennaskákmóti í Svíþjóð í ágúst sl. Þar endaði hún í 6.-7. sæti með 514 vinning af 9, árangur sem svarar til 2.168 stiga. Erfiðasta valið var þegar komið var að efnilegasta skákmanni Hellis 1998. Að vissu leyti sýnir það þó gróskuna í starfinu að jafn margir komu til greina og raun bar vitni. Titilinn hlaut að þessu sinni Björn Þorfinnsson. Björn náði ágætum árangri á síðasta ári. I apríl sl. tefldi Björn með Skákfélagi Framtíðarinnar í Klúbbakeppni Hellis. Sveitin sigraði keppninni og Björn náði bestum árangri allra keppenda á 4. borði. í október varð Bjöm Norðurlanda- meistari framhalds- skóla með sveit Menntaskólans í Reykjavík. Björn vann allar skákir sín- ar í keppninni. Hann var einnig valinn full- trúi Islands á Norð- urlandamót í skóla- skák 1999, þótt hann nýtti sér ekki keppnisréttinn. í október-nóvember tefldi Bjöm á Meistaramóti Hellis og varð Skák- meistari Hellis annað árið í röð. í stuttri sögu félagsins hefur enginn náð þeim áfanga oftar. I nóvember tefldi Björn í fyrstu deild í Deilda- keppni SÍ með B-liði Hellis. Hann hlaut 214 vinning af 4 og varð ann- ar af tveimur liðsmönnum sveitar- innar sem vora með yfir 50% vinn- ingshlutfall. Glæsilegasti árangur Björns á árinu var á Guðmundar Arasonar-mótinu sem fram fór í desember. Björn lenti í 10.-13. sæti með 5 vinninga af 9 á móti mjög sterkum andstæðingum. Vinningafjöldi hans var +2.75 um- fram það sem stigin sögðu til um, sem er óvenju mikið í alþjóðlegu skákmóti. Oformlegir stigaút- reikningar sýna að eftir mótið var Bjöm annar stigahæsti skákmaður landsins 20 ára eða yngri á ís- lenska stigalistanum. Eimskip gaf þrjá glæsilega farandbik- ara og þrjá eignarbik- ara til skákmanna Hellis 1998. Bikarkeppnin í skák að heljast Bikarkeppnin í skák er nýjung sem hefst með Meistaramóti Hellis 1999. Mótið hefst mánudaginn 15. febrúar klukkan 19:30. Mótið verður 7 umferða opið kappskák- mót. Umhugsunartíminn er VA klst. á 36 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skákinni. Mótið er öll- um opið. Umferðir hefjast alltaf klukkan 19:30. Teflt er í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Þetta er í áttunda sinn sem mótið fer fram. Hægt er að skrá sig í mótið með tölvupósti: hellir@sim- net.is. Einnig tekur Gunnar Björnsson við ski'áningum í sím- um 581-2552 og 861-9416. Þátttak- endur era hvattir til að skrá sig sem fyrst. Meistaramót Hellis er hið Hannes Hlifar Stefánsson fyrsta í Bikarkeppninni í skák sem Taflfélag; Garðabæjar, Taflfélag Kópavogs, Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagið Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar standa fyrir. Félag- ar í þessum taflfélögum borga allir sama þátttökugjald í Meistara- móti Hellis og sama regla verður viðhöfð í öðrum mótum í Bikar- keppninni. Heildarverðlaun í Bik- arkeppninni í skák era kr. 150.000, auk sérstakra verðlauna í hverju móti. Reglur keppninnar má finna á heimasíðu Hellis: www.sim- net.is/hellir. Verðlaun í aðalkeppni Bikar- keppninnar eru kr. 50.000 fyrir fyrsta sæti, kr. 30.000 fyrir annað sæti og kr. 15.000 fyrir þriðja sæti. Sérstök verðlaun era veitt skákmönnum undir 2.000 stigum: 1. vl. kr. 20.000, 2. vl. kr. 10.000 og 3. vl. kr. 5.000. Einnig era veitt góð peningaverðlaun fyrir bestan árangur unglinga og í kvenna- flokki. Þátttökugjald á Meistaramóti Hellis er kr. 2.000 fyrir félaga í Helli, TK, TR, TG og SH, en kr. 3.000 fyrir aðra. Þátttökugjald fyrir unglinga 15 ára og yngri er kr. 1.300 (kr. 2.000 fyrir unglinga í félögum utan Bikarkeppninnar). Fyrstu verðlaun á mótinu era kr. 20.000, önnur verðlaun kr. 12.000 og þriðju verðlaun kr. 8.000. Umferðataflan: 1. umf. mánudagur 15. febrúar 2. umf. miðvikudagur 17. febrúar 3. umf. föstudagur 19. febrúar 4. umf. mánudagur 22. febrúar 5. umf. miðvikudagur 24. febrúar 6. umf. föstudagur 26. febrúar 7. umf. mánudagur 1. mar Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.