Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 Eplið og í sveitinni Stjórnarliðarnir Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson þykja sláandi líkir á sviði. Sama spilagleðin, sama fas, sami taktur. Sigurbjörg Þrastardóttir þáði kaffí hjá hinum glaðbeittu feðgum sem hafa óblandað tónlistarblóð í æðum. MORGUNBLAÐIÐ Draumar og vín GRETAR Örvars- son gerði það sama og margir feður gera þegar synir þeirra eru á unglingsaldri. Hann sendi soninn í sveit. Það var hins vegar engin venjuleg sveit með fjósi og flórmokstri heldur hljómsveit. Og það var heldur ekki nein venjuleg hljómsveit heldur stórhljómsveitin Stjómin sem skemmt hefur landanum í yflr tíu ár. Og stráksi stendur sig vel. Bara sagt að mæta „Það var alfarið mín hugmynd að fá Kristján til liðs við bandið,“ segir Grétar eins og til þess að bera til baka grunsemdir um að Kristján hefði suðað um að fá að vera með. „Hann hafði verið í nokkrum hljómsveitum á Akranesi með jafnaldra músíkanti, Davíð Þór Jónssyni, og það varð úr að þeir tóku báðir sæti í Stjórninni. Okkur Siggu [Beinteins] þótti tími til kom- inn að fríska upp á hljómsveitina - fá unga menn inn á völlinn." Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að Kristjáni var hent út í laug- ina án mikils undirbúnings. „Eg Morgunblaðið/Jón Svavarsson SAMSPILIÐ í Sljórninni hefur að sögn feðganna Grétars og Kristjáns styrkt samband þeirra. Margir halda reyndar að ungu tónlistarmennirnir tveir séu bræður ... fékk prógrammið í hendur og svo var mér bara sagt að mæta,“ rifjar hann upp. Staður og stund: sumar- kvöld árið 1997 á Kaffí Akureyri. Þótt Kristján hafí vart verið orð- inn tvítugur var hann vanur á sviði og kveðst því ekki hafa verið sér- lega taugaóstyrkur vegna áheyr- endanna. „Eg var frekar stressaður yfir því að vera undir smásjá pabba og Siggu," viðurkennii’ hann. „Já, við erum kröfuhart fólk og búumst við þvi besta. Mottóið er að gera hlutina vel eða sleppa þeim ella,“ skýtur Grétar inn í. „Það er líka ákveðinn mælikvarði á getu manna hvort þeir geti fylgt hljómsveit eftir á fullri keyrslu fyrirvaralaust." - Og hvernig stóð stráksi sig? „Nú, hann er allavega ennþá í bandinu," svarar Grétar að bragði og þeir hlæja báðir. Faðirinn segir það ekkert hafa að gera með þá staðreynd að þeir séu feðgar, hæfí- leikar hljóti að ráða för. „Kannski hjálpa fjölskyldutengsl eitthvað til, en ég vil að minnsta kosti fá að haida að ég sé ekki í hljómsveitinni bara vegna þess að ég er sonur Grétars Örvarssonar," segir Krist- ján staðfastlega. Ekki ómerkari maður en Friðrik DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns VINIÐ og áhrif þess hafa löngum haft sterk áhrif á manninn, bæði í vöku sem svefni. Um áhrif þess á svefn og drauma má segja að þau séu frekar letjandi en hvetjandi því vínandinn ruglar draumamynstrið, gerir það tætingslegt og tilviljana- kennt svo draumamir verða slitur af minningum, blikum af sálarlífi og ófrágengnum hlutum í lífinu. Þannig verður myndin sem birtist í draumminninu brotin, bjöguð og lítt marktæk sökum skekkjuáhrifa vínsins. En öl er innri maður og því er merking í slitrunum fólgin, sú merking getur verið hlaðin upplýs- ingum um hag viðkomandi því eng- inn lýgur að sjálfum sér. Þeir sem þjálfaðir eru í drykkju og skapandi störfum eiga oftar en aðrir betur með að höndla víndraumana og ráða í þá, en til hvers? Þeir drekka jú til að gleyma. Þegar flöskunni er svo snúið við og hellt úr tákn- myndasafni draumsins um vín, birt- ist nýr sannleikur. Öll þau gildi sem maðurinn hefur búið til tengd víni og víngerð eru þar sem tákn fyrir einhvern verknað draumsins og vín- draumar geta verið merkilegir. 1984 dreymdi mig draum sem var eitthvað á þessa leið. „Mér fannst ég hitta bróður minn fullan og gekk hann framhjá ryðgaðri vélasam- VÍNANDI vegur draum. stæðu með hvítvínsglas og flösku í hendi, sem hann gengur framhjá samstæðunni slettist úr glasinu á hluta vélarinnar. Ég stend álengdar og fylgist með og sé að þar sem vín- ið slettist á vélarhlutann, gerist nokkuð merkilegt, hluturinn líkt og endurnýjast, ryðið hverfur og hlut- urinn verður glampandi sem nýr.“ Þennan draum sá ég sem forspá um iausn á ráðgátunni eyðni og lyf gegn þeim vágesti, að hvíta vínið í draumnum væri lausnin á einhvem hátt eða efni því tengt. í draumnum sá ég bróður minn sem tákn með- bróður og ryðguðu vélina sem gangverk mannsins sem ryðgar og eyðist af HlV-veirunni en sem hvíta vínið endumýjar. Sem draumtákn er léttvínið gefandi og hreinsandi kraftur líkt og blóð Krists, rauðvín- ið. Það geymir merkingar um trú- festu, sannleika, öryggi og orku. Að drekka létt vín í draumi veit á góða tíma í fleiri en einum skilningi, það getur boðað farsæld þína og þinna eða heillar þjóðar, jafnvel alþjóðar. Draumur frá „Ósk“ Ég sé sjálfa mig ganga í halarófu á eftir fjölskyldu minni þ.e. fóstur- faðir minn er fremstur, síðan kem- ur mamma og systkini, ég er öftust í röðinni. Við emm að ganga gegn- um stóra vömskemmu með „föður minn“ í broddi fylkingar og hann stjórnar. Ég sé að þau em að plokka upp alls kyns hluti svo sem kertastjaka og fleira. Ég átta mig á því að hann og þau séu hreinlega að stela þessum munum og mér líst ekkert á það og vil ekki taka þátt í þessu. En vegna hræðslu við hann (þau) finnst mér eins og ég verði að þykjast gera þetta líka. Svo þegar út úr skemmunni er komið bíður þar lögreglubíll og lögregla tilbúin til þess að taka á móti „föður“ mínum, hún bendir honum að koma inn í lögreglu- bílinn því það sé verið að taka hann fastan og málið eigi að rann- saka þar sem upp um hann hafi komist. Þá lít ég á hann og sé að hann er kominn með rautt sítt hár í tagli og er að afsaka sig við lögregluna með því að hann sé læknir. Hann stígur upp í bíl- inn og við öll á eftir en nú er hárið á hon- um orðið eins og á dóttur minni. Ráðning Helstu tákn draumsins eru: Vöra- skemman/þú, kerta- stjaki og fleira/hlutar af þér, halarófan, „faðirinn“ og lög- reglan/ósjálfrátt og tilbúið vald, hárið og litur þess/orsök hegðunar og dulinn kraftur. Draumurinn tal- ar um erfða og áunna innri erfið- leika (skapgerð?) sem þú virðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.