Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10     SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
I
FRUMVARP til laga gerir ráð fyrir að friðhelgt land þjóðgarðsins á Þingvöllum verði 237 ferkflómetrar í stað 40 eins og nú er.
Morgunblaðið/RAX
Frumvörp um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og verndun vatnasvæðis Þingvallavatns
Asíðasta ári var samið
frumvarp um breytingu
á lögum frá 1928 um
friðun Þingvalla. í því
frumvarpi var bæði
fjallað um stækkun þjóðgarðsins og
verndun vatnasviðs Þingvallavatns.
Gert var ráð fyrir að friðhelgt land
þjóðgarðsins yrði 237 ferkílómetrar
í stað 40 eins og nú er og að vernd-
arsvæðið yrði alls um 1.193 ferkíló-
metrar. Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra og formaður Þing-
vallanefndar, sagði löngu tímabært
að endurskoða lögin um friðun
Þingvalla. Ekki væri gert ráð fyrir
að hróflað yrði við bújörðum, sveit-
arstjórnir færu áfram með bygg-
ingarmálefni en leyfisveitingar inn-
an þjóðgarðs og verndarsvæðis
yrðu í höndum Þingvallanefndar, í
samræmi við samþykktar skipu-
lagstillögur. íbúar lýstu hins vegar
áhyggjum af því að frumvarpið
gerði ráð fyrir að Þingvallanefnd
fengi með samþykkt þess svo mikið
stjórnskipunarvald, að sveitar-
stjórnir yrðu nær óþarfar, enda
þyrfti að sækja um leyfi fyrir öllum
framkvæmdum til Þingvallanefnd-
ar. íbúar svæðisins samþykktu
meðal annars ályktun, þar sem þeir
sögðust ætlast til þess að þeim yrði
treyst til að lifa við almenn lands-
og stjórnsýslulög eins og öðrum
þegnum landsins.
Eftir að frumvarpið hafði verið
kynnt fyrir heimamönnum og tölu-
vert um það fjallað var tekinn sá
kostur að skipta því í tvennt og
leggja annars vegar fram frumvarp
um þjóðgarðinn sjálfan og hins veg-
ar um verndun Þingvallavatns og
vatnasvið þess. I frumvarpinu um
þjóðgarðinn eru ítrekuð þau ákvæði
laganna frá 1928 að Þingvellir við
Öxará og grenndin þar skuli vera
friðlýstur helgistaður allra íslend-
inga, undir stjórn Þingvallanefnd-
ar. Hins vegar er lagt til að þjóð-
garðurinn verði stækkaður veru-
lega, eins og áður er sagt. „Með því
er stigið mikilvægt skref til að
tryggja vernd hinnar sérstöku nátt-
úru á svæðinu en jafnframt væri
með samþykkt frumvarpsins lagður
grunnur að mikilfenglegu útivistar-
svæði fyrir landsmenn í næsta ná-
grenni við stærstu þéttbýlissvæði
landsins," eins og segir í athuga-
semdum við frumvarpið.
Frumvarpið segir friðun lands-
ins vera í því skyni að varðveita
ásýnd þess sem helgistaðar þjóð-
arinnar og til að viðhalda eins og
kostur er hinu upprunalega nátt-
úrufari.   Almenningur   skal   eiga
Vilja vernd en
deila um leiðir
Stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og verndun Þingvallavatns og
vatnasviðs þess er efni tveggja frumvarpa til laga, sem vart verða
afgreidd á þessu þingi, enda nýkomin fram. Ragnhildur Sverris-
dóttir segir frumvörpin bæði miða að því að auka verulega vernd
Þingvalla og nágrennis, en að töluverðrar óánægju hafí gætt meðal
íbúa sveitarinnar sem eru ekki sáttir við þá leið sem valin er.
kost á að njóta svæðisins sam-
kvæmt þeim reglum sem Þing-
vallanefnd setur. Gróður og villi-
dýralíf á svæðinu skal vera friðað
en Þingvallanefnd er þó heimilt að
gera ráðstafanir til eyðingar á
þeim dýrum sem ekki samræmast
markmiðum friðunarinnar. Þjóð-
garðurinn skal, eftir því sem Þing-
vallanefnd ákveður, varinn fyrir
lausagöngu búfjár og nefndin skal
setja sérstakar reglur um búskap
á þeim bújörðum sem eru í byggð
innan þjóðgarðsins. í athugasemd-
um við þessa grein segir, að þar
sem hið friðhelga land sé stækkað
og taki nú til lands sem nýtt hafi
verið til landbúnaðar sé lagt til að
Þingvallanefnd leggi mat á það
hvernig hið friðhelga land skuli
varið og nefndin geti sett sérstak-
ar reglur um búskap á jörðum sem
eru í byggð innan hins friðhelga
lands. Núverandi leigutakar ríkis-
jarða, sem verða innan hins frið-
helga lands, hafa samkvæmt ábúð-
arskilmálum sínum ákveðnar
heimildir til að nýta jarðirnar til
búskapar og reglur um búskap á
jörðunum verða að taka mið af
þessum heimildum.
Frumvarpið kveður á um að
óheimilt sé að gera nokkuð það sem
spillt geti eða mengað vatn innan
þjóðgarðsins, bæði vatn á yfirborði
og grunnvatn. Vernda skuli lífríki
Þingvallavatns og gæta þess að
raska ekki búsvæðum og hrygning-
arstöðvum bleikjuafbrigða og urr-
iðastofna sem nú lifi í vatninu.
Þingvallanefnd sé heimilt að setja
sérstakar reglur til að framfylgja
þessum ákvæðum um vatnsvernd
innan þjóðgarðsins.
Þá kveður frumvarpið á um að
óheimilt sé að gera nokkurt jarð-
rask eða reisa mannvirki innan
þjóðgarðsins á Þingvöllum nema að
fengnu samþykki Þingvallanefndar
og tekur bann þetta m.a. til hús-
bygginga, vegagerðar, lagningar
raf- og símalína, borunar eftir
vatni, töku jarðefna og vinnslu auð-
linda úr jörðu og ræktunarfram-
kvæmda. Þingvallanefnd er heimilt
að binda samþykki á framkvæmd-
um innan þjóðgarðsins þeim skil-
yrðum sem hún telur nauðsynleg
vegna friðunar.
Þá er nefndinni heimilt að kaupa
einstakar fasteignir, mannvirki og
nytjaréttindi sem eru innan þjóð-
garðsins og ekki eru í eigu íslenska
ríkisins, auk þess sem nefndinni er
heimilt, að fengnu samþykki for-
sætisráðherra, að taka fasteignir,
mannvirki og nytjaréttindi innan
þjóðgarðsins eignarnámi til þess að
framkvæma friðun sem lögin kveða
áum.
Þingvallanefnd á að semja reglu-
gerð um þjóðgarðinn, verndun og
meðferð hans, en forsætisráðherra
staðfestir. I reglugerð má ákveða
þjónustugjöld. Þá er hægt að setja
tímabundnar reglur um umferð
innan þjóðgarðsins og veiðar dýra
og fugla innan hans,  reglur um
meðferð spilliefna, frárennslis og
annars sem hætta er á að mengi
jarðveg og/eða vatn innan þjóð-
garðsins og reglur um fiutning
hættulegra efna og mengandi efna
innan þjóðgarðsins.
Stærsta grunnvatnsauðlind
á Islandi
Samhliða frumvarpinu um þjóð-
garðinn hefur svo verið samið
frumvarp undir forsjá Þingvalla-
nefndar um verndun Þingvalla-
vatns og vatnasviðs þess og nær
það til mikillar víðáttu. I athuga-
semdum með frumvarpinu segir, að
nauðsynlegt sé að tryggja verndun
vatnasviðs Þingvallavatns og vatns-
ins sjálfs, en vatnasvið þess sé
stærsta grunnvatnsauðlind á ís-
landi. Vísað er til þess, að lagasetn-
ing, þar sem kveðið er sérstaklega
á um vernd tiltekinna vatna, vatna-
sviða þeirra og lífríkis, sé ekki eins-
dæmi hér á landi, samanber lög um
verndun Mývatns og Laxár og lög
um vernd Breiðafjarðar. „í þessu
frumvarpi er lagt til að allt svæðið
frá vatnaskilum í Hengli inn í Lan-
gjökul verði sérstakt vatnsverndar-
svæði og fellur þannig Þingvalla-
vatn og mestur hluti yatnasviðs
þess saman í órofa heild með hinum
menningarlegu og náttúrufræði-
legu minjum," segir í athugasemd-
um.
Þá er vísað til þess, að á Þing-
valla- og Brúarársvæðinu ofan við
Brúarfoss, sem alls er um 1.260 fer-
kílómetrar, sé talið að sé um þriðj-
ungur af öllu lindarvatni í byggð á
íslandi. „Þessi friðun kæmi til við-
bótar friðun á því landi, sem lagt er
undir helgistað þjóðarinnar á Þing-
völlum," segir í athugasemdum og
síðar, að enn sem komið er hafi
ekki verið sett almenn lög um
vatnsvernd hér á landi, en talið sé
brýnt að setja þegar lög sem tryggi
verndun vatnasviðs Þingvallavatns.
I frumvarpinu segir að óheimilt
sé að gera nokkuð það innan vernd-
arsvæðisins sem geti spillt vatni
eða mengað það, bæði yfirborðs-
vatn og grunnvatn. Umhverfisráð-
herra setji að höfðu samráði við
hlutaðeigandi sveitarstjórnir og
Þingvallanefnd nánari reglur um
framkvæmd vatnsverndarinnar og
geti ákveðið að jarðrask, bygging
mannvirkja, borun eftir vatni, taka
jarðefna og vinnsla auðlinda úr
jörðu og ræktunarframkvæmdir
séu háðar sérstöku leyfi hans. Ráð-
herra sé einnig heimilt að binda
samþykki á framkvæmdum innan
verndarsvæðisins þeim skilyrðum
sem hann telji nauðsynleg vegna
verndunar samkvæmt lögum þess-
um. Vatnsverndum skuli ekki
standa því í vegi að landeigendur,
ábúendur og aðrir sem þar eigi
nytjarétt geti haft hefðbundin beit-
ar- og búskaparafnot af nytjalandi
sínu nema umhverfisráðherra telji
að sú notkun leiði til þess að vatni á
svæðinu verði spillt. Geti ráðherra
þá ákveðið takmarkanir á beit og
öðrum nytjarétti innan verndar-
svæðisins.
Þá er einnig að finna sérstakt
ákvæði um Þingvallavatn í frum-
varpinu, þar sem kveðið er á um að
vernda skuli lífríki þess og gæta
þess að raska ekki búsvæðum og
hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða
og urriðastofna sem nú lifa í vatn-
inu, líkt og í frumvarpinu um þjóð-
garðinn. Tekið er fram að umhverf-
isráðherra setji nánari reglur um
framkvæmd verndunarinnar, þar
með talið um breytingar á vatns-
hæð og takmarkanir á losun úr-
gangsefna og um frárennmsli og
fráveitur í vatnið. Telji ráðherra að
slík losun í Þingvallavatn samrým-
ist ekki verndun vatnsins getur
hann bannað hana. Ákvarðanir
þessar skal ráðherra taka að höfðu
samráði við hlutaðeigandi sveitar-
stjórnir og Þingvallanefnd. Þá seg-
ir, að þrátt fyrir ákvæði laga um
lax- og silungsveiði sé óheimilt án
leyfis umhverfisráðherra að stunda
fiskirækt eða fiskeldi í eða við Þing-
vallavatn.
{
i
l
r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64