Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999     11
Eignaumsýsla og verklegar
framkvæmdir
Frá lagasetningunni 1928 hefur
Þingvallanefnd, sem skipuð er
þremur alþingismönnum, farið með
yfirstjórn þess lands sem lögin um
friðun Þingvalla ná til. Verkefni
Þingvallanefndar hafa einkum verið
umsýsla með eignir ríkisins á Þing-
völlum og nálægum jörðum og
framkvæmdir innan þjóðgarðsins til
að auðvelda fólki umferð og dvöl
innan þjóðgarðsins. Akvarðanir
nefndarinnar hafa því fyrst og
fremst lotið að eignaumsýslu og
verklegum framkvæmdum, en ekki
hreinum stjórnsýsluákvörðunum,
eins og segir í athugasemdum með
nýja frumvarpinu um þjóðgarðinn á
Þingvöllum. „Eðlilegt er, m.a. í
sögulegu Ijósi og með tilliti til hefð-
ar, að fela forsætisráðuneytinu að
fara með stjórnsýsluleg málefni
þjóðgarðsins á Þingvöllum, þar með
talið úrskurðarvald í tilefni af
stjórnsýslukærum vegna ákvarðana
nefndarinnar. Forsætisráðuneytið
er einnig sá bakhjarl sem Þingvalla-
nefnd getur þurft að leita til þurfi
hún stuðning við viðfangsefni sín
innan stjórnkerfisins, enda fjallar
hún um málefni, sem í sumum til-
vikum snerta fleiri en eitt ráðu-
neyti," segir í athugasemdunum.
Tel.ja almenn lög í
landinu nægja
íbúar og landeigendur á því
svæði, sem fellur undir friðlýsingu
eða vernd, hafa lýst áhyggjum sín-
um af fyrirhuguðum breytingum,
einkum vegna þess að þeim þykir
forræði sitt skert, þvi Þingvalla-
nefnd taki sér vald sveitarstjórna.
Þeir hafa lýst sig mjög fylgjandi
friðun Þingvalla og að allt sé gert
til að vernda náttúru svæðisins, en
vísa til þess að ekki sé þörf á sér-
stakri lagasetningu, þar sem skipu-
lagslög og önnur sérlög nái sama
árangri. Þegar árið 1994 mótmæltu
eigendur landa og jarða í Þingvalla-
og Grafningshreppum því að sett
yrðu sérstök lög til verndunar
Þingvallavatni og umhverfi þess,
þár sem þeir töldu almenn lög í
landinu á hverjum tíma veita land-
svæðinu næga vernd.
Á síðasta ári voru íbúar og land-
eigendur mjög ósáttir við það frum-
varp sem samið hafði verið og náði
bæði til þjóðgarðs og verndun
vatnasvæðis, til dæmis að Nesja-
vellir féllu ekki undir vatnsverndar-
svæðið og sögðu það óskiljanlegt,
þar sem mengunarhætta hlyti að
vera af starfsemi Hitaveitu Reykja-
víkur þar. Samkvæmt nýja frum-
varpinu um vernd vatnasvæðisins
nær það hins vegar til Nesjavalla
og þykir íbúum það til mikilla bóta
og eins að sá hluti verndarinnar
skuli heyra undir umhverfisráð-
herra, svo ekki sé allt á sömu hendi.
Sem dæmi um afstöðu íbúa má
nefna umsögn ábúenda á Miðnesi
um frumvarpið sl. haust. Þar segir,
að hægt sé að taka undir háleit
sjónarmið laganna frá 1928 um að
Þingvellir skuli vera friðlýstur
helgistaður, landið vera undir
vernd Alþingis og ævinlega eign ís-
lensku þjóðarinnar. Hins vegar sé
þessum sjónarmiðum ekki vel borg-
ið hjá Þingvallanefnd. Nefndin hafi
stuðlað að því að ábúendum hafi
fækkað í Þingvallahreppi og afsalað
jörðunum til annarra með sumar-
bústaðalóðum til persónulegrar
hagnýtingar. Flest þessara landa
séu girt í vatn fram og aðgangur
annarra íslendinga þvi ekki greið-
ur. Með úthlutun sumarbústaða-
lóða, nær lungann úr tímabilinu frá
1928, hafi Þingvallanefnd gjörsam-
lega brugðist trausti landsmanna
og hafi ekki öðlast það á ný þar sem
hún virðist ekkert gera til þess að
ná til sín lóðum þegar leigutíma er
lokið og virðist heimila nýjar bygg-
ingar án nokkurs vanda. Þá ítreka
ábúendur _að þeir telji almennar
stofnanir íslendinga fullfærar um
að annast stjórnsýsluleg málefni
þjóðgarðsins, þeir kæri sig ekki um
að fara undir stjórn annarra aðila
og telji það óþarft. Þarna er því enn
komið að(,því atriði sem er eins og
í frumvarpinu er lagt til að
allt svæðið frá vatnaskilum í
Hengli inn í Langjökul verði
sérstakt vatnsverndarsvæði
og fellur þannig Þingvalla-
vatn og mestur hluti vatna-
sviðs þess saman í órofa
heild með hinum menningar-
legu og náttúrufræðilegu
minjum.
íbúar svæðisins segjast ætl-
ast til þess að þeim verði
treyst til að lifa við almenn
lands- og stjórnsýsíulög eins
og öðrum þegnum landsins.
rauður þráður í andstöðu heima-
manna.
Óttast afdrif búskapar
Það ber hins vegar að hafa í huga
að „heimamenn" skiptast í þrjá
hópa, í fyrsta lagi bændur sem sitja
þar jarðir, í öðru lagi landeigendur,
sem eiga margir sumarhús á jörð-
um sínum en nýta þær í fæstum til-
vikum til hefðbundins búskapar og
í þriðja lagi sumarbúastaðaeigend-
ur. Þótt þessir hópar hafi verið
nokkuð samstíga í mótmælum sín-
um gegn stjórnskipulegum þætti
frumvarpsins eiga þeir eðli máls
vegna ekki allir sömu hagsmuna að
gæta. Bændur á ríkisjörðum hafa
áhyggjur af að þeim verði gert
erfitt um vik að reka bú sín, vegna
rúmra heimilda Þingvallanefndar
til að banna ýmsar framkvæmdir.
Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsa-
stöðum og oddviti Þingvallahrepps,
segir til bóta að fallið hafi verið frá
því að Þingvallanefnd réði öllu, bæði
innan friðaðs þjóðgarðs og á vatns-
verndarsvæði. „Við vitum hins vegar
ekki hvað verður um búskap hér.
Brúsastaðir og Kárastaðir verða til
dæmis innan friðhelga svæðisins.
Ég fæ ekki séð að við megum girða
landið og samtímis er lausaganga
búfjár bönnuð, svo niðurstaðan hlýt-
ur að vera sú að það eigi að fjar-
lægja allt búfé út sveitinni. Því hefur
verið lýst yfir að engin breyting eigi
að vera á búskaparháttum, en á
meðan hægt er að túlka lögin á ann-
an hátt get ég ekki séð að bændur í
sveitinni geti sætt sig við ný lög.
Hvað verður þegar ný Þingvalla-
nefnd tekur til starfa?"
Ragnar segir óeðlilegt ef þjóð-
garðurinn og nágrenni hans verði
mannlaus. „Ég sé heldur enga
ástæðu til þess að hrekja bændur á
brott. Hvorki Brúsastaðir né Kára-
staðir eru heppilegt útivistarsvæði,
enda vill fólk fara niður í gjá en ekki
vera á opnu svæði hérna. Mér hefði
þótt eðlilegt að sleppa því að leggja
þessar jarðir undir lögin og stækka
frekar friðhelga landið í átt að
Skjaldbreið eða Langjökli, þar sem
þegar er eftirsótt útivistarsvæði."
Landeigendur telja umráðarétt
sinn á einkajörðum skertan og
verðgildi þeirra rýrt. Aðalfundur
félags þeirra, sem haldinn var í síð-
asta mánuði, krafðist þess enn á ný
að ríMsvaldið „hætti þegar í stað
áralangri viðleitni sinni til þess að
búa til sérstakt fyrirkomulag
stjórnsýslu á svæðinu umhverfis
Þingvallavatn," eins og segir í
ályktuninni, sem fordæmir harð-
lega áframhaldandi tilraunir nefnd-
arinnar til afskipta af öllu vatna-
sviði Þingvallavatns.
Sumarbústaðaeigendur hafa ekki
haft sig jafn mikið í frammi og
bændur og eigendur einkajarða, en
þeir stofnuðu með sér félag í árs-
byrjun 1994 þegar skipulag svæðis-
ins var til umfjöllunar. Þá óttuðust
þeir að ætlunin væri að þrengja að
þeim með óþörfu ofskipulagi og
reglum. Þeir telja hins vegar að
vera þeirra við vatnið þurfi ekki að
skarast við dvöl annarra lands-
manna sem vtiji njóta þar náttúru-
fegurðar og útivistar.
Á fundi með íbúum Þingvalla-
sveitar fyrir rúmu ári lagði Björn
Bjarnason,    formaður    Þingvalla-
nefndar, á það áherslu að verndun-
arsjónarmið réðu samningu frum-
varps, en ekki stæði til að færa út
valdsvið Þingvallanefndar. Hún
væri ekki að auka vðld sín heldur
stefndi hún að samvinnu við sveita-
stjórnir pg náttúruverndaryfirvöld.
Guðni Ágústsson, sem sæti á í
Þingvallanefnd, lagði á það áherslu
að vernd og friðun í sveitinni væri
ekki það sama og auðn og tóm og
þriðji nefndarmaðurinn, Össur
Skarphéðinsson, sagði að ekki ætti
að hrekja neinn í burtu úr sveitinni,
hvorki núlifandi menn né afkom-
endur. Hann sagði ugg heima-
manna við stjórnsýsluþáttinn skilj-
anlegan, en enginn ágreiningur
væri um meginmarkmið.
Frumvörpin um þjóðgarðinn á
Þingvöllum og verndun Þingvalla-
vatns og vatnasviðs þess eiga án efa
eftir að fá töluverða umfjöllun á
þingi. Allir sem að málinu koma
styðja vernd þessa einstæða land-
svæðis, sem vekur vonir um að
hægt verði að ná sáttum um niður-
stöðuna.
ARAMMNIRj^rAUA
smwmBm
kynntu þér málefni landsfundar
á heimasíOu SjálfstæOisflokksins
33. landsfundur Sjálfstæðisflokksins
Laugardalshöll 11. -14. mars 1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64