Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16     SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
SÖNGKONURNAR Sólrún Bragadóttir og Elsa Waage með píanóleikarann Gerrit Schuil á milli sín.
SONGKONURNAR Elsa Waage
alt og Sólrún Bragadóttir sópran
koma fram á tónleikum Styrktar-
félags Islensku óperunnar í Oper-
unni þriðjudagskvöldið 9. mars kl.
20.30. Báðar eru þær búsettar er-
lendis og koma sérstaklega til
landsins vegna tónleikahaldsins,
en Elsa býr nú á ítali'u og Sólrún í
Þýskalandi. Með þeim á píanó
leikur Gerrit Schuil.
Meðal efnis á tónleikunum
verða dúettar eftir Britten og
Mendelssohn og einsöngsaríur og
dúettar úr Carmen, Ævintýrum
Hoffmanns, Samson og Ðalílu og
Madam Butterfly. „Það verður því
miður ekkert íslenskt að þessu
sinni, enda ekki mikið til, það þarf
að fara að leggja drög að því að
skrifa einhverja dúetta," segir
Elsa og beinir orðum síiium til ís-
lenskra tónskálda.
Valkyrjur í Torino
Elsa segir það svolítið skemmti-
legt hvernig það kom til að þær
Sólrún syngja nú saman á tónleik-
um í Öperunni. „Við Sóla erum
jafngamlar og byrjuðum báðar að
læra hjá sama kennara, Elísabetu
Erlingsdóttur, þegar áhuginn
vaknaði á menntaskðlaárunum,"
segir hún. Svo skildu leiðir eins
og gengur, þær héldu hvor í sína
Gömul
kynni
endur-
vakin
áttina til náms og starfa. Fyrir
tveimur árum hittust þær svo aft-
ur á sviði í Torino, sem valkyrjur.
Upp úr því endurnýjuðu þær
kynnin og hafa nú ýmislegt á
prjónunum, að sögn Sólrúnar, án
þess þó að hún vilji upplýsa nánar
að sinni hvað það er.
„Svo var Sóla beðin um að
syngja á þessum tónleikum í
Operunni og hún spurði hvort ég
vildi vera með henni. Eg náttúr-
lega vildi það endilega," segir
Elsa. Hún hrósar einnig píanó-
leikaranum, Gerrit Schuil, óspart.
„Hann er mjög fær og það er
mjög gaman að vinna með hon-
um," segir hún.
Báðar hafa Elsa og Sólrún átt
mikilli velgengni að fagna í söng-
heiminum á undanförnum árum.
Strax að námi loknu var Sólrún
fastráðin við óperuna í Hannover
þar sem hún var í fjögur ár,
ásamt því að hafa fastan gesta-
samning við óperuna í Diisseldorf.
Hún hefur einnig sungið hlutverk
við helstu óperuhús Þýskalands.
Þá hefur hún sungið í fjölmörgum
óperuhúsum víða í Evrópu, t.d. í
París, Bern, Belfast, Avignon og
einnig í Japan.
Elsa hefur sungið á tónleikum
og í óperuuppfærslum í Banda-
ríkjunum, Italíu og víðar. A und-
anförnum árum hefur húnlagt
mesta áherslu á tónleikahald og
komið fram með ýmsum hljóm-
sveitum í Evrópu. Þar má nefna
flutning hennar á Wesendonk-
Ijóduni Wagners með Kammer-
hljómsveit Lausanneborgar í
Sviss og flutning Das Lied von
der Erde með Carinthi-sinfóníu-
hljómsveitinni í Austurríki sl.
haust undir stjórn Wolfgang
Czeipek.
Báðar hafa söngkonurnar
sungið á fjölmörgum einsöngs-
tónleikum hér heima sem erlend-
is, komið fram með Sinfóníu-
hljómsveit Islands og sungið titil-
hlutverk í uppfærslum Islensku
óperunnar.
Nóbelsskáldið Gabriel Garcia
Marquez kemur löndum sínum í
Kólumbíu í opna skjöldu
Snýr sér
aftur að blaða-
mennsku
HANN hefur þeg-
ar unnið Nóbels-
verðlaunin í bók-
menntum, segist enn
eiga nokkrar bækur
óskrifaðar og mun brátt
halda upp á sjötíu og
tveggja ára afmæli sitt.
Það kom því íbúum Kól-
umbíu nokkuð á óvart
þegar rithöfundurinn
Gabriel Garcia Marquez
festi nýlega kaup á dag-
blaði, sem átti við fjár-
hagserfiðleika að stríða,
og hóf sjálfur störf á rit-
stjórn þess.
Fyrir Garcia Marquez
er þessi ákvörðun hins
vegar fullkomlega rök-
rétt. Hann hafði um ára-
bil látið sig dreyma um
að nota peningana, sem
hann fékk ásamt Nóbels-
verðlaununum, til að
koma á fót dagblaði og
þegar hópur ungra rit-
I
Reuters
GARCIA Marquez veifar til blaðaljós-
myndara við upphaf friðarviðræðna í
Kólumbíu í janúar.
stjóra og blaðamanna bauð hon-
um að kaupa vikufréttaritið
Cambio, og blása nýju lífi í blaðið,
fagnaði hann því sem tækifæri til
að snúa aftur í blaðamennskuna,
sem svo lengi átti hug hans og
hjarta. Segja kunnugir að starfið
nýja hafi hresst Nóbelsskáldið við
svo um munar og veiti honum
tækifæri til að flýja ofan af þeim
stalli sem hann hefur verið settur
á sem frægasti rithöfundur hins
spænskumælandi heims.
„Blaðamennska er , eina at-
vinnugreinin sem mér líkaði vel
við og ég hef alltaf litið á mig sem
blaðamann," sagði Garcia
Marquez en hann vann fyrir sér
sem fréttaskrifari áður en hann
sló í gegn árið 1967 með bók sinni
„Hundrað ára einsemd". Eftir að
hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið
1982 „vildi hins vegar enginn
ráða mig í vinnu" bætir Garcia
Marquez góðlátlega við, „af því
að það var of dýrt fyrir menn.
Þannig að nú borga ég fyrir að fá
fréttir mínar birtar."
Aðrir blaðamenn líta
á Garcia Marquez sjálfan
sem frétt
Opinberlega situr Garcia
Marquez í forsæti sjö manna
stjórnarnefndar hjá Cambio, og
er helsti hluthafi í blaðinu, en
hann á hvorugu hlutverkinu að
venjast. En Garcia Marquez læt-
ur sér þetta ekki nægja heldur
tekur virkan þátt í rekstri blaðs-
ins, les yfir prófarkir og velur
ljósmyndir. Þegar stjórnvöld
hófu friðarviðræður við uppreisn-
armenn af vinstri vængnum í jan-
úar fór skáldjöfurinn meira að
segja til að fylgjast með fram-
gangi viðræðnanna sem einn af
blaðamönnunum og voru skrif
hans fléttuð inn í megin umfjöllun
blaðsins, án þess að það væri tek-
ið sérstaklega fram.
Mauricio Vargas, nýr ritstjóri
Campio, segir helsta kostinn við
það að hafa frægasta rithöfund
hins spænskumælandi heims sér
til halds og trausts þann að
Garcia Marquez geti lokið upp
dyrum sem ella væru blaðinu lok-
aðar. Hefur staða hans m.a. vald-
ið því að blaðið hefur getað birt
einkaviðtöl við þjóðarleiðtoga og
viðskiptajöfra.
Frægð Garcia Marquez getur
hins vegar einnig skapað vanda-
mál. „Ég vil auðvitað skynja and-
rúmsloftið þegar ég fer á vett-
vang í þeim tilgangi að skrifa
fréttir, en á hins vegar við vanda
að stríða," viðurkennir rithöfund-
urinn, og vísar þar til þess æsings
sem varð er hann mætti til að
fylgjast með friðarviðræðunum.
„Vera mín á staðnum veldur því
að aðrir blaðamenn koma ekki
fram við mig eins og kollega held-
ur sem frétt. Ég hef því beðið
aðra fjölmiðlamenn um að veita
mér nægilegt svigrúm til að
stunda þetta starf, sem við eigum
sameiginlegt, í næði."
Cambio veitir Garcia Marquez
ekki síst tækifæri til að tjá sig um
menn og málefni, sem honum eru
hugleikin. Margar af greinum
hans hafa nú þegar hlotið dreif-
ingu í öðrum löndum S-Ameríku
og í Evrópu, og þannig aukið
mjög hróður blaðsins, og ekki síst
sölu þess.
Frægasta greinin fram að
þessu er án efa sú sem Garcia
Marquez ritaði til varnar Bill
Clinton Bandaríkjaforseta vegna
sambands hans við Monicu
Lewinsky, en þar tókst Garcia
Marquez að reita kvenréttinda-
konur mjög til reiði.
Keppinauturinn fagnar
þátttöku Garcia Marquez
Hvort sem er um að ræða þátt-
töku Garcia Marquez eða eitt-
hvað annað þá hefur upplag
Cambio aukist mjög síðan nýir
herrar tóku við blaðinu. Er upp-
lag blaðsins nú fjörutíu og fimm
þúsund, en helsti keppinauturinn
Semana, sem er stærsta frétta-
tímarit Kólumbíu, hefur upplag
upp á eitthundrað sjötíu og eitt
þúsund.
Vekur nokkra eftirtekt að
Miguel Silva, ritstjóri Semana,
fagnar þessari þróun mjög, en
hann segir þátttöku Garcia
Marquez marka hápunkt þróunar
sem blásið hefur nýju lífi í kól-
umbísku pressuna, sem hagnist
bæði lesendum og fréttamönnun-
um sjálfum. Kveðst Silva sann-
færður um að markaður sé fyrir
fleiri en eitt fréttatímarit í Kól-
umbíu, þar sem búa fjörutíu mOlj-
ónir manns. „Það þýðir ekkert
fyrir mann að etja kappi við Ga-
bo," segir Silva, og notar viður-
nefnið sem Garcia Marquez geng-
ur undir í heimalandi sínu, „en þú
getur keppt við tímaritið hans."
•Heimild: The New York Times

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64