Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.22     SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ

Vetrarbærinn Lillehammer stóð
svo sannarlega undir nafni sl.
miðvikudag þegar blaðamaður steig
út úr lestinni frá Ósló. Jörð alhvít og
raunar snjór út um allt. Bullandi
fannfergi hefði einhver sagt, en það
er heimsins eðlilegasti hlutur í Lil-
lehammer. Þar eiga menn ekki litlar
skóflur og moka með þeim inn-
keyrsluna að híbýlum sínum. Nei - í
Lillehammer eiga menn sína eigin
snjóblásara, margir hverjir. Minna
dugir ekki.
Vetrarólympíuleikarnir fóru fram
í Lillehammer árið 1994 og þess má
enn sjá merki víðsvegar í bænum,
byggingar bera merki leikanna og
minnisvarðar standa vörð um minn-
ingar þeirra vikna er hundruð þús-
unda skíðaáhugamanna sóttu bæinn
heim og fylgdust með afreksfólki í
keppni.
I Lillehammer býr Olafsfirðingur-
inn Kristinn Björnsson. Hann er
mestur afreksmanna íslands í skíða-
íþróttinni og snjóþyngslin í norska
ólympíubænum ættu ekki að koma
honum á óvart eins snjóþungt og
verið getur fyrir norðan. Hann segir
enda sjálfur að fjölmargt í Lil-
lehammer minni hann á heimaslóð-
irnar.
Kristinn býr ásamt unnustu sinni í
lítilli tveggja herbergja blokkaríbúð
ofarlega í bænum, leigir íbúðina fyrir
drjúgan skilding á mánuði. Heimili
hans og Hlínar Jensdóttur er
smekklegt og hlýlegt, en óneitanlega
lítið og er sönnun þess að íslenskur
afreksmaður í skíðaíþróttum á ekki
fúlgur fjár.
Kristinn heillaði landsmenn upp
úr skónum undir árslok 1997, nánar
tiltekið 22. nóvember það ár. Hann
stal þá heldur betur senunni á
heimsbikarmótinu í svigi í Park City
í Utah-ríki í Bandaríkjunum, náði
óvænt öðru sæti þrátt fyrir að hafa
haft rásnúmer 49 og kom eins og
stormsveipur fram í sviðsljósið.
Ungur og óþekktur skíðamaður var
skyndilega kominn í fremstu röð og
allir vildu við hann tala. Norðmenn
vegna þess að hann var búsettur þar í
landi pg menntaður þar í skíðaíþrót1>
inni. íslendingar af þyí af þeir áttu í
honum hvert bein. Ólafsfirðingurinn
Kristinn Björnsson var orðinn óska-
barn þjóðarinnar.
Fyrir heimsbikarmótið í Park City
hafði Kristinn tekið þátt í fimm svig-
mótum heimsbikarsins og einu í
stórsvigi en aldrei náð að klára. Frá-
bær tími hans í seinni ferð reið
baggamuninn, þar náði Kristinn
langbesta tímanum og var í raun að-
eins hársbreidd frá sigri á mótinu.
Mesti stórviðburður
sögueyjunnar
„Mesti stórviðburður sögaeyjunn-
ar" var fyrirsögn stórrar greinar
norska dagblaðsins Aftenposten af
mótinu. Þar var ítarlega greint frá
afreki íslenska svigkappans og þeirri
athygli sem hann fékk í kjölfarið.
„An þess að vita mikið um íslenskar
vetraríþróttir fullyrðum við hiklaust
að annað sæti Kristins Björnssonar
er mesti stórviðburður sögueyjunn-
ar. Og hann býr í Lillehammer,"
sagði ennfremur í frétt blaðsins og
stoltið leyndi sér ekki.
Norðmenn voru í aukahlutverki
þennan nóvemberdag og þeirra
sterkasti maður í keppninni, Finn
Christian Jagge, var fenginn til að
lýsa íslensku hetjunni. „Hann er
mjög yfirvegaður og alvörugefinn
íþróttamaður. Hann getur orðið
skelfilega góður, það hefur okkur
lengi verið ljóst," sagði Jagge, einn
besti skíðamaður heims í áraraðir og
Ólympíumeistari í svigi 1992. Hann
hafði orðið að láta sér lynda þriðja
sætið á mótinu í Park City.
íslendingar höfðu skyndilega eign-
ast skíðakappa sem var í fremstu röð.
Auðvitað hafði Kristinn lengi stefnt
að þessu og verið við æfingar og
keppni á meðal þeirra bestu í árarað-
ir. En hinn óvænti árangur hans vakti
geysilega athygli heima fyrir og
grannt var fylgst með kappanum í
keppni. Hann brást heldur ekki aðdá-
endum sínum og kom aftur á óvart á
heimsbikarmóti í Veysonnaz í Sviss í
janúar 1998. Náði þá öðru sæti og var
kominn í sjötta sæti í samanlagðri
stigakeppni heimsbikarsins.
Glæst gengi Kristins jók vitaskuld
væntingarnar í hans garð. Hann
hækkaði jafnt og þétt á styrkleika-
listanum, fékk rásnúmer framar í
röðinni og allt gekk honum í hag. Að
vísu tókst honum ekki jafnvel upp í
		
1		
		
1		
		
að maður komist ekki upp aftur
Hann er fæddur árið 1972 á Olafsfírði og hefar unnið tólf Islands-
meistaratitla á ferlinum. Þar með telst hann sigursælasti skíðamað-
ur Islands í alpagreinum á landsmóti. I nóvember árið 1997 breytt-
ist hins vegar allt í lífí Kristins Björnssonar, hann náði silfurverð-
launum í svigkeppninni á heimsbikarmótinu í Park City og varð fyr-
ir vikið eitt af óskabörnum þjóðarinnar. Því var mikils vænst af
kappanum en árangurinn á yfírstandandi keppnistímabili hefiir alls
ekki verið í samræmivið þær væntingar. Björn faigi Hrafhsson
sótti Kristin heim þar sem hann býr í norska skíðabænum
Lillehammer og ræddi við hann um sorgir og sigra svigkappans.
næstu heimsbikarmótum, hann féll
úr keppni í þeim öllum, einnig
Ólympíuleikunum í Nagano í Japan.
Eftir stóð samt frábær árangur á
fyrsta ári svigmannsins á meðal
þeirra bestu og miklar væntingar
voru gerðar fyrir næsta tímabil.
Nokkuð kom á óvart er tilkynnt
var að Kristinn væri hættur að æfa
með finnska landsliðinu, en með því
hafði hann verið við æfmgar og
keppni í tvö ár. Undir stjórn Austur-
ríkismannsins Christians Leitners
hafði hann komist í fremstu röð og
ítrekað lýst opinberlega yfir ánægju
sinni með þjálfarann og samstarfið
við Finnana. Jafnframt var tilkynnt
um ráðningu Hauks Bjarnasonar
sem þjálfara Kristins og samvinnu
þeirra við sænska landsliðið.
Timabilið byrjaði ágætlega, Krisi>
inn náði 11. sæti á fyrsta mótinu í
Park City þar sem hann hafði slegið
svo eftirminnilega í gegn árið áður.
„Eg er rosalega ánægður með þetta
sæti," sagði Kristinn í samtali við
Morgunblaðið eftir það mót. „Það var
gott að komast í gegnum fyrsta mót-
ið. Markmiðið yar að skila sér í gegn
og það tókst. Ég tók enga áhættu og
setti öryggið á oddinn. Það er viss
léttir að hafa klárað, enda er þetta að-
eins þriðja svigið sem ég kemst niður
í heimsbikarnum. Ég veit líka að ég á
mun meira inni," sagði Kristinn 24.
nóvember í fyrra.
Þrátt fyrir ágæta byrjun á heims-
bikarmótinu í Park City tókst
Kristni ekki að ná stöðugleika og
hann féll úr leik í sex næstu heims-
bikarmótum í röð. Kristinn náði svo
20. sæti í svigkeppninni á heims-
meistaramótinu í Vail i síðasta mán-
uði, en tókst ekki að fylgja því eftir í
næstsíðasta móti heimsbikarsins í
Ofterschwang í Þýskalandi í byrjun
mánaðarins - varð í 39. sæti og fær
fyrir vikið ekki að keppa á síðasta
mótinu í Sierra Nevada á Spáni þar
sem hann er ekki lengur í hópi þrjá-
tíu efstu. Kristinn er nú kominn nið-
ur í 39. sæti í stigakeppninni í svigi
og verður að ná einhverjum stigum á
minni svigmótum í vor til þess að
hækka sig á listanum og ná þannig
hagstæðara rásnúmeri fyrir næsta
tímabil.
Hörð gagnrýni
í kjölfar hins slaka árangurs
Kristins í vetur hefur borið á gagn-
rýni á frammistöðu hans, sumir hafa
jafnvel gengið svo langt að kalla ár-
angur hans á mótunum tveimur í
fyrra heppni. Aðrir hafa varpað sök-
inni á þjálfaraskiptin, sagt Hauk
Bjarnason skorta reynslu í keppni
þeirra bestu og að mistök hafi verið
gerð með því að hætta samstarfi við
finnska landsliðið og austurríska
þjálfarann Leitner.
I allri orrahríðinni hefur næsta lít-
ið heyrst frá skíðamanninum sjálf-
um. Hann hefur verið á faraldsfæti í
Evrópu ásamt þjálfara sínum við æf-
ingar og keppni - í því augnamiði að
gera betur. Nú þegar heimsbikarinn
er að baki hægist um og Kristinn
samþykkti að segja frá reynslu sinni
af svigkeppninni í vetur og því mikla
álagi sem fylgir því að ná ekki ætluð-
um árangri í íþróttagrein sinni.
Við Kristinn fáum okkur sæti í
litlu kaffihúsi í miðbæ Lillehammer,
Lille blá heitir það. Úti er alltaf að
snjóa, eins og bræðurnir Árnasynir
ortu, en innan dyra er hlýtt og nota-
legt að vera.
„Það er vissulega skemmtilegra
þegar vel gengur, en þetta er líklega
lexía sem mér er ætlað að ganga
gegnum," segir Kristinn þegar hann
ræðir um vonbrigði vetrarins. „Allar
áætlanir okkar Hauks þjálfara hafa
brugðist, það er ekkert hægt að
leyna því. En mikilvægast er að
halda haus og berjast áfram - það er
engin lægð svo djúp að maður kom-
ist ekki upp aftur," segir hann
ákveðinn á svip.
Eftir þjálfaraskiptin æfði Kristinn
ásamt sænska svigkappanum Martin
Hansson og þjálfurunum Hauki
Bjarnasyni og Joakim Wállner. Erf-
iðar aðstæður í haust gerðu þeim og
fleiri skíðamönnum erfitt fyrir, lítili
snjór var víðast hvar í fjöllum Evr-
ópu og undirbúningstímabilið gekk
því ekki sem skyldi.
„Nei, það gekk alls ekki nógu vel,
þetta var eiginlega barátta um þá
hálfu daga sem buðust af og til. Eigi
að síður vorum við þokkalega sáttir
við undirbúninginn og byrjunin í
Park City lofaði góðu að mínu mati.
Ég var raunar rosalega ánægður
með þá byrjun, miðað við þennan
erfiða undirbúningstíma og eins það
að standa báðar ferðirnar. Það hafði
mér ekki tekist síðan í mótunum
tveimur í fyrravetur og því var það
afar mikilvægt."
Athygli vakti í Park City að Krist-
inn fór ekki jafn geyst, virtist ekki
taka sömu áhættu og áður. „Nei, það
er rétt. Mér þótti mikilvægast að
klára fyrsta mótið og komast þannig
aftur í takt við stórmótin og halda
mér í hópi efstu manna. Ég skíðaði
ekkert sérstaklega en varð samt
meðal fimmtán efstu og kannski hef-
ur það gefið mér fölsk fyrirheit."
Ofstórtstökk?
Því var líkt við stormsveip er
Kristinn náði 2. sæti í Park City fyr-
ir tveimur árum og Kristinn tekur
undir það. „Þetta var heilmikil
sprengja og kom öllum á óvart. Það
bjóst enginn við þessu. Ég bjóst alls
ekki við þessu og þess vegna var
þetta gríðarlegt stökk - ekki síst
andlega."
Skyndilega voru fjölmiðlamenn
farnir að biðja um viðtöl, farnir að
spyrja Kristin spjörunum úr. „Þetta
var mikil breyting fyrir mig og það
fór talsverður tími í öll þessi viðtöl.
Ég eyddi líka nokkrum tími í undir-
búning fyrir þau, enda líður mér satt
að segja ekki allt of vel í sviðsljósinu.
Ég er miklu meira fyrir að halda hlut-
unum fyrir mig og mína nánustu."
Kristinn segir þó að hann hafi van-
ist kastljósi fjölmiðlanna furðu fljótt.
„Ég er þó ekki öruggur enn þegar ég
er í viðtölum, sérstaklega ekki í sjón-
varpi og útvarpi. Þá líður mér satt að
segja ekki allt of vel. Þetta var stórt
stökk, kannski of stórt, en þetta hef-
ur samt lagast mikið."
í Ijósi gengisins í vetur hafa sumir
gengið svo langt að kalla árangur
Kristins í Park City og Veysonnaz
heppni - hann hafi aðeins verið
heppinn og geti ekki náð sama ár-
angri aftur.
„Þessir aðilar eru einfaldlega allt
of fljótir að draga sínar ályktanir,"
segir Kristinn spurður um þessar
raddir. „Vissulega þarf alltaf ein-
hverja heppni í íþróttum, en þessi
frammistaða byggðist ekki á heppni.
Ég hafði áður náð að skíða svona vel,
bara ekki á heimsbikarmótum. Þetta
var í rauninni aðeins framhald á frá-
bæru tímabili veturinn áður og ein-
staklega velheppnuðu undirbúnings-
tímabili."
Ymislegt hefði mátt betur fara
I kjölfar hins góða árangurs í
Park Cityhefur Skíðasamband ís-
lands (SKI) lagt sig í líma við að
koma Kristni á framfæri í fjölmiðl-
um, ekki síst með beinum útsending-
um í sjónvarpi frá keppni í heimsbik-
arnum. Þær raddir hafa heyrst að
SKÍ hafi jafnvel stuðlað að of mikilli
pressu á Kristin með þessu, jafnvel
keyrt væntingarnar úr hófi.
„Það er alltént yóst að ýmislegt
hefði mátt betur fara," segir Krist-
inn. „Það er ekki ólíklegt að öll þessi
umfjöllun hafi keyrt væntingamar
fram úr hófi. Fólk hefur þess vegna
kannski gert ráð fyrir því að ég yrði
áfram við toppinn í hverju einasta
móti. Það getur vel verið að SKÍ hafi
gert of mikið í því að koma mér á
framfæri, alltént bað ég ekki um all-
ar þessar sjónvarpsútsendingar frá
heimsbikarnum. En á móti kemur að
það er kannski skiljanlegt að fjár-
vana íþróttasamband reyni að nýta
öll þau sóknarfæri sem bjóðast."
Skíðasambandið heldur utan um
I
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64