Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999     23
„Mér f innst sárast að
vaBcfla vonbrigðum.
Ég vildi svo gjarnan
gera betur"
„Ég er hraustur á sál
og líkama, ástfanginn
upp fyrir haus og ekki
í neinu rugli"
aðdáendaklúbb þinn og fram-
kvæmdastjórí þess sagði á opinberrí
heimasíðu fyrír Ólympíuleikana í
Nagano að þú værír meðal bestu
svigmanna heims. Slíkt tal er nú
varla vænlegt til þess að slá á vænt-
ingarnarl
„Nei, það er alveg rétt og ég benti
nú framkvæmdastjóranum sjálfur á
þetta. Vissulega var ég næstbestur á
þessum tveimur mótum í fyrra, en
það þýðir alls ekki að ég geti farið að
bera mig saman við menn sem hafa
verið í fremstu röð á þessum mótum
árum saman. Mér dettur slíkt ekki í
hug."
Vendipunktur í Veysonnaz
Og þér gekk ekki vel í næstu mót-
um þar á eftir
„Nei, það tók heldur að halla und-
an fæti hjá mér eftir þessa vel-
gengni. Eg féll úr leik í einu móti,
krækti í hlið á því næsta og átti í ein-
hverjum erfiðleikum sem mér gekk
afar erfiðlega að vinna mig út úr.
Það er eins og einhver vendi-
punktur hafi orðið í Veysonnaz, ég
náði mér aldrei á strik eftir það og
féll það mjög þungt - sérstaklega í
ljósi velgengninnar fram að því."
Vandræðin það sem eftir lifði
keppnistímabilsins settu mark sitt á
samskipti Kristins og Leitners, í fjöl-
miðlum lýsti Kristinn yfir mikilli
ánægju með samstarfið við finnska
liðið og þakkaði Leitner að hluta
hinn góða árangur. Því kom það
mjóg á óvart er tilkynnt var um
þjálfaraskiptin í vor.
„Mér varð það ljóst í fyrravetur að
samstarf okkar Leitners myndi ekki
ganga og ég yrði því að fá nýjan
þjálfara. Eg var afar ósáttur við það
hvernig hann höndlaði mótlætið hjá
mér. Mér þótti hann ekki hafa nein
svör eða neinar lausnir. Hann benti
endalaust á sömu hlutina, hvað ég
væri að gera vitlaust í þessu og hinu
mótinu. Það nægði mér ekki, ég vil
kryfja hlutina frekar og komast að
ástæðunni fyrir mistökunum. Aðeins
þannig kemst maður raunverulega
fyrir þau að mínu mati. Mér fannst
hins vegar alveg skorta á þetta hjá
Leitner sem þjálfara og ég gat alls
ekki leitað til hans með þessi vand-
ræði mín."
Stirð samskipti
Kristinn segir að hann hafi í raun
verið á allt annarri línu en þjálfarinn
í þessum efnum. „Það er ekki svo
erfitt að vera þjálfari þegar vel
gengur og Leitner þjálfaði mig stutt,
aðeins nokkra mánuði. Eg hafði
staðið mig vel tímabilið á undan og
þá var hann hvergi nálægt. Ég tel að
fyrst komi í Ijós kostir og gallar
þjálfara þegar leita þarf lausna á að-
kallandi vandamálum."
Samskipti Kristins og Leitners
voru stirð á þessum tíma, sem Krist-
inn segir að hafi verið mjög erfiður.
„Eg varð alveg ruglaður í ríminu -
varð óöruggur og óánægður. Slíkt
smitar út frá sér og bitnar enn frek-
ar á hugarfarinu í keppni. Við náðum
hvergi að bæta úr þessum vandræð-
um það sem eftir var af tímabilinu og
ég varð aldrei nær því að skilja hvers
vegna ég var skyndilega farinn að
gera slík mistök í brekkunni. Þjálfar-
inn kom ekki fram með neinar hug-
myndir eða lausnir sem breytt gætu
þessu ferli, horfðist ekki í augu við
það. Fyrir vikið var mér hreinlega
hætt að líða vel í návist hans."
En hvers vegna þá þessar yfirlýs-
ingar um áhuga á áframhaldandi
samstarfi og ánægju með störf
Leitners"!
„Ég var ekki tilbúinn í að fara í
hnútukast við eigin þjálfara á yfir-
standandi keppnistímabili. Eg hefði
hins vegar helst viljað vera áfram í
samstarfi við finnska landsliðið og
bæta Hauki inn í það samstarf. Eg
hafði rætt það á sínum tíma lítillega
við Finnana og Leitner og þeir tóku
mjög vel í það. Það hefði getað komið
vel út, enda sinnti Leitner þrekþjálf-
un ekkert - það áttum við bara að
gera sjálfir - og þar hefði Haukur
getað nýst sérlega vel."
Hvers vegna var þá ekki reynt að
Morgunblaðið/Björn Ingi Hrafnsson
SKIÐAPARIÐ Kristinn Björnsson og Hhn Jensddttir. Hlín er frá Norðfirði og starfar á ólympfusvæðinu í Lille-
hammer og rennir sér mikið á skíðum sjálf. Hún hefur fylgt Kristni eftir og stendur þétt við bakið á honum.
bæta Hauki inn í finnska hópinn? I
grein á dögunum segir Krístinn
Svanbergsson, framkvæmdastjóri
SKÍ, að það hafi m.a. verið af fjár-
hagsástæðum, segir að hængurinn
hafi verið sá kostnaður sem Islend-
ingar áttu að bera afrekstri sameig-
inlegs liðs. Hvort réðu peningarnir
þessum þjálfaraskiptum eða per-
sónuleg mál ykkar Leitners?
„Eg þekki þessa peningahlið ekk-
ert, en SKI hefur ekkert sagt mér um
slfkar viðræður við Finnana. Málið er
að peningar skipta alls ekki máli í
þessu sambandi, ég hefði borgað hvað
sem er fyrir áframhaldandi samstarf
við liðið ef Leitner hefði hætt þjálfun
þess. Málin höfðu hins vegar æxlast
þannig að um frekara samstarf okkar
tveggja gat ekki orðið."
Algjörlega ósammála
Hvað gerðist eiginlega milli ykkar
Leitnersl
„Við urðum algjörlega ósammála
um nokkra þætti í þjálfuninni og það
er ekkert hægt að kenna mér um
það frekar en honum og svo öfugt.
Eg er hins vegar ekki tilbúinn að
skýra frá því sem gerðist persónu-
lega milli okkar Leitners, það vitum
við tveir einir og þannig verður það
áfram. Ég vil ekki gera honum þann
grikk að ræða þau mál opinberlega -
okkar beggja vegna. Eg vildi svo
sannarlega halda samstarfinu áfram
við Finnana, en eins og staðan var
orðin var það útilokað."
Það hafði gengið ágætlega um vet-
urinn og þú naust þín vel í félags-
skap Finnanna, það hefur ekM vegið
þyngra en pessi persónulegi ágrein-
ingurykkarl
„Nei því miður. Árekstrar okkar
vógu þar miklu þyngra og frekara
samstarf kom aldrei til greina. Þess
vegna viðraði ég þá hugmynd að fá
Hauk sem þjálfara og kom þeirri
hugmynd á framfæri við forráða-
menn Skíðasambandsins."
„Nú hefur komið fram í viðtali við
Leitner að pessí ákvórðun þín hafi
komið á óvart. Hann sagðist við
Morgunblaðið hafa gert áætlanir
með þig í liðinu. Var honum ekki
ljóst hvert stefndi?
„Greinilega ekki miðað við
þessi orð hans. En ég held raun-
ar að hann tali þarna gegn betri vit-
und. Hann vissi alveg hvernig mál-
in stóðu. Hann er ekki heiðarleg-
ur þarna."
Nú er einnig vitað að Leitner hef-
ur góð sambönd og fær oft bestu æf-
ingaaðstöðu sem hugsast getur. Þú
kvartar yhr slæmu árferði í haust á
undirbúningstímabilinu. Hefði ekki
verið betra að æfa með Finnunum og
Leitner á HinterTux-jökhnum í
Austurríki, þar sem Leitner segir að
þeir hafi æft í haust við frábærar að-
stæður?
„Jú, það hefði verið betra - ef að-
stæðurnar þar hefðu verið frábær-
ar. En því miður er þetta al-
gjört bull í þjálfaranum og hrein-
ustu ósannindi. Ég ræddi við Finn-
ana í Austurríki í nóvem-
ber og þá höfðu þeir sömu sögu að se
gja og aðrir. Það var lítil fönn á jökl-
inum og slæmt færi. Það er hrein-
lega með ólíkindum að maður-
inn skuli láta hafa þetta eftir sér."
Hugmyndin fæddist
ekki á einni nóttu
Kristinn tekur það fram að þessi
hugmynd með að fá Hauk til sam-
starfs hafi ekki fæðst á einni nóttu,
hann hafi lengi vitað af Hauki og farið
hafi gott orð af þjálfun hans. „Hann
hafði hins vegar ekki reynslu af hin-
um harða heimi heimsbikarsins og
þess vegna vissi ég að nauðsynlegt
yrði að fá lið í samstarf með okkur.
Við ræddum þessi mál við Svíana og
þeim leist strax mjög vel á Hauk og
hugmyndir hans um þjálfun. Og sam-
starfið síðan hefur gengið mjög vel."
En árangurinn hefur ekki verið í
samræmi við þaff!
„Nei, alls ekki í heildina. En byrj-
unin var mjög góð og lofaði mjög
góðu. En svo virðist eitthvað hafa
gerst og mér hefur ekki enn tekist
að snúa þeirri þróun við. Það er við
mig sjálfan að sakast, engan annan.
Eg hef staðið mig miklu betur á æf-
ingum en í keppni og það er mikil
breyting frá því í fyrra."
Hafið þið Haukur þá getað rætt
þessi vandamál og hugsanlegar
lausnM
„Já, og við vitum alveg hvað er að
og þetta er aðeins spurning um
hvenær hlutirnir snúast aftur mér í
hag inni í brautinni. Allt annað er í
lagi að mínu mati."
Ná talar árangurinn sínu máli. Þú
varst ósáttur við slakt gengi í fyrra,
en ert sáttari núna. Hver er munur-
inrít
„Munurinn er gríðarlega mikill og
ég hef náð að ræða þessi mál við
þjálfarann - við höfum náð að kryfja
þessi mistök mín og erum að komast
fyrir þau. Þetta er aðeins spurning
um tíma og aðeins stendur á mér. Eg
er einfaldlega ekki að sýna sama
styrk í keppni og á æfingum. Því
miður er það svo í dag að æfingaferð-
irnir mínar eru oft frábærar - ég fell
eiginlega aldrei úr leik og næ samt
mjög góðum tíma. En svo kemur í
keppni og ekkert gerist. Svona var
þetta fyrir síðasta mótið í heimsbik-
arnum - hreinlega eins og svart og
hvítt. Eg sldðaði sérstaklega vel í
upphitun klukkustund fyrir mótið,
átti þá frábæran tíma og var mjóg vel
stemmdur. Ég var mjög spenntur við
rásmarkið, fann að nú myndi allt fara
vel. Síðan urðu vonbrigðin auðvitað
gríðarleg þegar ekkert gerðist í
brekkunni - mér fannst nánast eins
°S teygja væri aftan úr mér og héldi
mér í skefjum. Þetta var hrikalega
sárt. Mér finnst hræðilegt að geta
ekM sýnt það sem í mér býr og ár-
angur af því góða starfi sem við
Haukur höfum unnið í vetur. Mér
finnst sárast að valda vonbrigðum -
ég vildi svo gjarnan gera betur."
Nú sagði gamli kennarínn þinn úr
Skíðamenntaskólanum í Geilo, þar
sem þú varst við nám ífjögur ár, eft-
ir mótið fræga í Park City, að sál-
rænn styrkur sé þinn helsti kostur.
Er það ekki lengur réttl
„Jú, þannig hefur það verið - en
öll þessí áföll að undanförnu hafa ýtt
undir efasemdir mínar og fyrir vikið
hefur kollurinn - hugarfarið - ör-
ugglega ekki verið í lagi. Annað
kemur hreinlega ekki til greina."
Fór langt niður
Fyrstu vikurnar eftir áramót voru
erfiðar fyrir Kristin og hann var
langt niðri um skeið. „Eg er mikill
keppnismaður og geri ávallt mjög
miklar kröfur til sjálfs mín - kannski
of miklar. Ég er sífellt að leita að
hinu fullkomna og eftir röð mistaka
var ég sokkinn niður í neikvæðar
hugsanir, farinn að velta mér upp úr
hlutunum."
Haukur þjálfari var ómetanleg
hjálp á þessum tíma að sögn Kristins
og undraskamman tíma tók að kom-
ast upp úr þessu. „Haukur tók þessu
miklu betur en ég, sérstaklega gagn-
rýni á eigin störf. Mér sárnaði fyrir
hans hönd, þar sem ég vissi að sökin
var mín en ekki hans."
Skapið versnar oft þegar álagið er
mikið og árangurinn er ekki í sam-
ræmi við væntingar. Kristinn segir
að sínir nánustu hafi fengið að fmna
fyrir því og fólk í kringum hann hafi
tekið eftir breytingunni. „Það hjálp-
aði mér einnig mikið að fá góða að-
stoð frá Jóhanni Inga Gunnarssyni
sálfræðingi sem oft hefur veitt
íþróttamönnum undir álagi holl og
góð ráð. „Við Jóhann Ingi ræddum
saman og mér þótti það mjög gott.
Við fórum yfir sviðið og þótt auðvit-
að sé trúnaðarmál hvað okkur fór í
milli get ég alltént upplýst að það
nýttist mér mjög vel."
Skíðamaðurinn tekur þó fram að
hann hafi verið sérlega fljótur að
vinna sig út úr þessu neikvæða ferli.
„Ég áttaði mig einfaldlega á því að
skíðin eru alls ekki allt og náði að
bægja því slæma frá mér. Það var
einfaldlega liðið. Ég er miklu ríkari
en svo - á góða að, yndislega og
skilningsríka kærustu og góða vini
sem trúa á mig."
Óhjákvæmilegar breytingar
Þessi gagnrýni að heiman. Sárnaði
þér húnl
„Já, að sumu leyti en öðru ekki.
Ég er sjálfur tilbúinn að hlusta á
gagnrýni, en virðist ekki jafn opinn
fyrir gagnrýni á störf þeirra sem í
kringum mig eru. Mér finnst gagn-
rýni sjálfsögð - ef hún er málefnaleg
og byggist ekki á óraunhæfum vænt-
ingum."
En nú hlýtur það að hafa verið
talsverð áhætta að ráða reynslulaus-
an mann, kom þessi gagnrýni nokk-
uð á óvartl
„Hann er auðvitað alls ekki
reynslulaus, þótt vissulega hafi hann
ekki tekið þátt í heimsbikarundir-
búningi áður. Hins vegar er hann af-
ar fljótur að læra og tileinka sér
hlutina. Nei, líklega er gagnrýnin
ekkert óvænt, en mér sárnar samt
þegar fólk er að ræða um þessi mál
án þess að kynna sér okkar hlið á
málum. Það er alltaf talað um þessi
þjálfaraskipti sem mistök. Vissulega
höfðu þau breytingar í fór með sér -
en þær voru óhjákvæmilegar."
Þú ert íslenskur afreksmaður og
nýtur opinberra styrkja sem slíkur.
Finnst pér ekki að menn hafi rétt á
að gagnrýna þegar illa gengurl
„Jú, vissulega og ég geri það sjálf-
ur, t.d. ef landsliðin í knattspyrnu
eða handknattleik eiga í hlut. Þarna
tel ég hins vegar að gagnrýnin sé
ekki á rökum reist, ekki þegar hún
beinist að þjálfuninni. Við höfum
verið að feta okkur áfram í þeim efn-
um og miðar örugglega að mínu viti.
Aðeins er eftir að finna herslumun-
inn fyrir mig - skipulagning Hauks
og hugmyndir hafa reynst afar vel.
Síðan má ekki heldur gleyma því að
við erum í samstarfi við sænska liðið
og þar eru reyndir þjálfarar og
stjórnendur á ferð - margreyndir í
keppni. Mér finnst stundum að menn
tali eins og við séum tveir einir í
heiminum."
Athygli vakti á dógunum, er fram-
kvæmdastjóri SKI lét að því liggja í
beinni útsendingu frá Ofterschwang
í Þýskalandi að Kristinn ætti við per-
sónulega erfiðleika að stríða. Hvað
átti maðurinn vfd?
„Eg get allteins spurt þig að því.
Eg heyrði af þessum ummælum og
fólk hafði áhyggjur af þeim - hélt
kannski að ég væri kominn út í eitt-
hvert rugl. En staðreyndin er sú að
ég er hraustur á sál og líkama, ást-
fanginn upp fyrir haus og ekki í
neinu rugli, þótt mér gæti gengið
betur á skíðunum mínum. Eg kann-
ast því ekkert við þetta,"
Árangurinn oft
eini mælikvarðinn
Kristinn segist þó skilja að árang-
urinn sé oft eini mælikvarðinn í
íþróttum og eftir honum séu menn
dæmdir. „Mér finnst sárast að valda
þessum vonbrigðum, því ég á miklu
meira inni. Fólk er fljótt að dæma og
þegar illa gengur er sökinni alltaf
skellt á einhvern - þjálfarann í mínu
tilfelli. Það verður hins vegar að vera
öllum ljóst að ég styð Hauk í öllum
efnum, við höfum náð sérlega vel
saman og ætlum okkur að komast í
gegnum þetta ferli saman."
Nokkur minni mót eru eftir af
keppnistímabilinu hjá Kristni, þar á
meðal þátttaka í landsmótinu hér
heima undir lok mánaðarins. Alþjóð-
leg FlS-stig ráða röðun skíðamanna
fyrir utan lista þeirra þrjátíu efstu í
heimsbikarnum og því er mikilvægt
að sögn Kristins að ná árangri í vor
og vera eins ofarlega og kostur er.
„Það er samt ekki jafh mikilvægt
og áður að vera með fyrstu mönnum.
í vetur hefur verið kynnt ný tækni í
frystingu brautanna sem gerir þær
miklu jafnari en áður. Þess végna
hafa menn neðarlega í rásröðinni'
náð að standa sig vel - það er ekki
lengur jafn fjarlægt. Þess vegna er
allt hægt. Sveiflurnar eru miklar í
heimsbikarnum, t.d. varð Norðmað-
urinn Jagge í 18. sætinu á HM, en
sigraði svo í næsta heimsbikarmóti á
eftir. Næsta mót ræður einfaldlega
öllu og sigur í því síðasta gefur ekki
neitt. Ég er sannfærður um að þetta i
mun koma hjá mér - sannið þið til,"
sagði Kristinn Björnsson.            x     K
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64