Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26  ¦ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Falsanir leiða til
fangelsisdóms
Hálfs árs fangelsisdómur sá er kveðinn var
upp yfír eiganda og framkvæmdastjóra
Gallerís Borgar á föstudag í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir verslun með fölsuð mál-
verk markaði endalokin á rannsóknar- og
málaferlum, sem spönnuðu allt að tveim
árum. Fjöldi manns kom um lengri eða
skemmri veg til að bera vitni eftir að málið
var tekið fyrir í héraði 22. janúar.
HIÐ svokallaða málverkafblsunar-
mál var höfðað með ákæru 1. júlí
1998 og var ákæran í tveimur lið-
um. f fyrri lið ákærunnar var fjall-
að um þá hlið sem snéri að meint-
um fjársvikum og skjalafalsi, þ.e.
að ákærði Pétur Þór Gunnarsson
eigandi Gallerís Borgar hefði
blekkt þrjá viðskiptavini gallerísins
til að kaupa hver sitt málverk, sem
Pétur Þór bauð til sölu með röng-
um upplýsingum í uppboðsskrám
um að þau væri eftir Jón Stefáns-
son listmálara og með falsaðri höf-
undarmerkingu Jóns.
Var ákærða gefið að sök að hafa
selt tvö verkanna, „Uppstillingu" á
kr. 396 þúsund (Opstiíling med vin,
krus samt frugter) og „Páskaliljur"
á kr. 473 þúsund (Nature morte
med frugter og Nature morte med
blomster) á uppboði 1. september
1994, sem hann hafði átt að hafa
keypt sjálfur á listmunauppboði
Bruun Rasmussen í Jótlandi 7. júní
og 18. ágúst sama ár. Var sakborn-
ingurinn ákærður fyrir að hafa af-
máð sjálfur höfundarmerkingu
danska málarans Wilhelm Wils og
blekkt viðskiptavini sína til að kaupa
málverkin sem verk eftir Jón Stef-
ánsson fyrir samtals 869 þúsund
krónur eða á tíföldu því verði sem
myndirnar voru keyptar á í Jótlandi.
Þriðja myndin, „Uppstilling"
(Opstilling med potteplant samt lig-
gende n0gen model) var síðan seld
á uppboði á Akureyri 21. maí 1995 á
50 þúsund krónur en ákærða var
gefið að sök að hafa keypt hana um
leið og „Páskaliljur", en á mun
lægra verði, tæplega 20 þúsund
krónur.
Sakfelldur fyrir tvo
liði af þremur
Þótt ekki hefði sannast að ákærði
hefði falsað málverkin þrjú með
eigin hendi, þótti sannað að hann
hefði vitað af því að verkin voru
fólsuð og að hann hefði selt þau í
auðgunarskyni þar sem verk Jóns
Stefánssonar eru margfalt dýrari
en verk Wilhelm Wils.
Seinni liður ákærunnar fjallaði
um brot á lögum um bókhald og
lögum um sölu notaðra lausafjár-
muna og var þrískipt. Var sakborn-
ingur ákærður fyrir að hafa ekkert
fært í bókhaldi gallerísins um kaup
framangreindra málverka eða mót-
töku þeirra og ekkert fært um kaup
eða sölu þeirra listmuna sem seldir
voru á uppboði fyrirtækisins 21.
maí 1995. Akærði var sakfelldur
fyrir þennan hluta ákærunnar og
ennfremur fyrir þann hluta sem
snéri að því að hafa látið undir höf-
uð leggjast að skrá viðskipti galler-
ísins rekstrarárin 1995 og 1996
þegar keyptir voru munir erlendis
og halda til haga tekjuskráningar-
gögnum árið 1996 og færa bókhald
það rekstrarár. Hins vegar var
ákærði sýknaður af þeim hluta
ákærunnar sem fjallaði um það að
ákærði hefði rekið sölu notaðra
lausafjármuna frá 1994-1996 og
halda skipulega skrá þeirra muna
sem bárust galleríinu og færa upp-
gjör í samræmi við það.
Sinnti ekki áskorun
lögreglunnar
Akærði var handtekinn 10. des-
ember 1997 þar sem hann hafði
ekki sinnt ítrekaðri áskorun lög-
reglu um að leggja fram umbeðin
gögn í þágu rannsóknar málsins
þrátt fyrir langan frest, en þá voru
liðnir um níu mánuðir frá því að
kærur hófu að berast ríkislögreglu-
stjóra um meint falsmálverk.
Á síðasta ári stóð rannsókn yfir
og öflun gagna og stóð til að hefja
aðalmeðferð í september en því
varð að fresta vegna ónógra sönn-
unargagna. Þann 22. janúar sl.
hófst síðan aðalmeðferð í málinu
þar sem vitni voru yfirheyrð hvert
af fætur öðru.
Minnti ekki á verk
Jóns Stefánssonar
Viktor Smári Sæmundsson for-
vörður, sem rannsakaði verkin að
beiðni ríkislögreglustjóra, bar fyrir
dómi að hann hefði gert við mörg
verka Jóns Stefánssonar, en efnið í
umræddum verkum og efnismeð-
ferðin minnti hann ekki á verk
Jóns. Hann sagði um verkið „Upp-
stillingu"     (Opstilling    med
potteplant samt liggende nogen
model) að 4 sýni hefðu verið tekin
úr því, m.a. úr áletruninni „Jón
Stefánsson" og á þeim stöðum sem
sýndust vera yfirmálaðir þegar
myndin væri skoðuð undir útfjólu-
bláu ljósi. Eins og fram hafi komið í
litrófsgreiningu dr. Sigurðar Jak-
obssonar á öllum þremur verkun-
um hafi komið fram að alls staðar í
yfirmáluninni hafi komið fram
alkýð. Alkýð væri í tveimur sýn-
anna og mjög sterk fylgni hafi verið
milli þess, sem útfjólubláu Ijósin
gáfu til kynna og þeirra niður-
staðna sem komu frá greiningunni
á bindiefninu. Flúrljómunin hafi
fyrst og fremst ráðið því hvar sýnin
voru tekin úr myndinni og hinum
tveimur myndanna.
Viktor Smári sagði að það væri
viðurkennt að því eldra sem efhi
væri, því meiri væri flúrljómun
þess ef það flúrijómaði á annað
borð. Hins vegar flúrljómuðu til-
tölulega fá ný efni. í útfjólubláu
ljósunum sæist hins vegar mikið
misræmi í aldri á olíunni eða á litn-
um. Það sem væri fjólublátt og
dökkblátt væri yfirleitt ungt.
Viktor Smári sagðist ekki telja
að yfirmálunin í verkinu gæti verið
frá árunum 1930-1940, þar sem svo
gömul málning ætti að vera ljósari
á litinn og meiri flúrljómi að koma
fram, en hér hafi við flúrljómun
komið fram dökkfjólublár litur.
Hann sagði ennfremur að afar
ólíklegt væri að Jón Stefánsson
hefði notað alkýðliti í undirritun
málverks þar sem gamlir málarar,
sem voru samtíða Jóni, hafi sagt, að
hann hefði haft mikinn áhuga á olíu
og alltaf verið að breyta og þróa
nýjar aðferðir, sérstaklega með til-
liti til olíunnar.
Ákaflega markviss
vinnubrögð
I vitnisburði Júlíönu Guðrúnar
Gottskálksdóttur forstöðumanns
safnsviðs Listasafns íslands kom
fram að það sem helst einkenndi
verk Jóns Stefánssonar væru ákaf-
lega markviss og meðvituð vinnu-
brögð, mjög skýr myndbygging þar
sem leitast sé við að skapa ákveðið
samræmi með samstillingu. I verk-
um Jóns væri mjög formræn hugs-
un, hann stillti saman andstæðum
formum, þ.e. láréttum og lóðréttum
línum sem í huga áhorfandans
vektu upp hugmyndir um kyrr-
stöðu.
Nánar um „Uppstillingu" sagði
Júlíana að höfundareinkenni Jóns
Stefánssonar kæmu ekki fram í
henni. Höfundareinkennin sem Júl-
íana talaði um voru frávik frá
miðju, fjarvídd og mótun forma og
Morgunblaðið/Kristinn
JÓN H. Snorrason saksóknari (fyrir miðju) og Arnar Jensson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn skoða dómsniðurstöðu ásamt aðstoðarfólki sínu.
rýmis með mörgum litatónum þar
sem neðri litalög rifa í gegn um þau
efri ásamt stuttum og þéttum pens-
ilstrikum. Áhrif þeirrar litameð-
ferðar væru m.a. þau, að blæ-
brigðaríkir fletir virtust virkir,
formin mótuð litunum og þéttir í
sér og Ijósstyrkur litarins væri
efldur. I myndinni kæmu þessi ein-
kenni ekki fram.
Sagði Júlíana að heildaráhrif við
áhorf myndarinnar væru þau að
myndin væri ákaflega flöt. Efri
hluti myndarinnar, sem væri mó-
gulur flötur og neðri hlutinn, sá
rauði, virtust vera í „sama plani".
Ekki væri hægt að átta sig á því
hvort Ijósið félli frekar á þann flöt,
sem er í lóðréttri stöðu eða þann
flöt sem hugsanlega ætti að vera í
lóðréttri stöðu. Mótunina, birtu lit-
arins, þar sem birtan væri hluti af
formmótuninni, vantaði. Júlíana
taldi einnig að blóm, sem er á
myndinni, væri mjög ólíkt því sem
Jón hefði málað. Þarna vantaði líf
safa og ákveðna munúðartilfinn-
ingu í blómið.
Öðruvísi en önnur
verk Jóns
Ólafur Ingi Jónsson forvörður í
Morkinskinnu, sem óskaði eftir því
að lögð yrði fram kæra vegna
myndarinnar eftir að hafa skoðað
hana vel á verkstæði sínu er nýbak-
aður eigandi hennar hafði komið
henni til Ólafs eftir uppboðið 21.
maí 1995, sagði að hún hefði verið
öðruvísi en önnur verk sem hafi
verið kærð, þar sem hún hefði verið
máluð á þunnan pappa, en ekki
masónít, sem væri einkennandi fyr-
ir Jón Stefánsson.
Hann sagðist síðar hafa séð núm-
erin á bakhlið myndarinnar, sem
væru mjög einkennandi fyrir upp-
boðshús Bruun Rasmussen. Núm-
erin væru skrifuð með blýanti og
með sömu skrift og fyndust á mörg-
um öðrum verkum sem Ólafur
kvaðst hafa haft til rannsóknar frá
uppboðshúsinu. I kjölfar þess að
hafa fengið staðfestingu úr bæk-
lingi í eigu Listasafns íslands um
að þetta væri uppboðsnúmer Bruun
Rasmussen hafi hann skoðað
myndina betur þar sem hann hafi
séð yfirmálanir á myndinni áður. í
þessum uppboðsgögnum Bruun
Rasmussen hafi komið fram að
myndin væri merkt Wils 12.
Ólafur gerði prufur á yfirmáln-
ingunni og athugaði hvort hún hefði
áhrif á málverkið sjálft. Ekki hafi
margir staðir á verkinu komið til
greina að undir væri skriftin Wils
12. Ólafur leitaði á þeim stað sem
var líklegastur og kom strax niður
á tölustafinn 2. Ólafur sagðist ekk-
ert hafa gert annað við myndina
annað en að hreinsa hana og skildi
eftir hluta af yfirmáluninni yfir
árituninni og gerði ráðstafanir til
að kæra yrði lögð fram.
Vitnisburður tveggja Dana,
Svens Juhl Jörgensens, starfs-
manns Bruun Rasmussen, og Hans
Jensens, sem báðir komu fyrir
dóminn, staðfesti síðan að verkið
hefði verið selt sem málverk eftir
Wilhelm Wils 18. ágúst 1994 og
komst dómurinn ennfremur að því
að ákærði hefði keypt hana sjálfur
og selt hana í auðgunarskyni.
Otrúverðugur framburður
flóamarkaðskonu
Verkið „Uppstilling", sem
ákæruvaldið taldi ákærða hafa
keypt á sama uppboði sem Wilhelm
WÍls málverk (Opstilling med vin,
krus samt frugter) fyrir nærri 30
þúsund krónur sagðist ákærði hafa
keypt af dönsku konunni Patrieiu
Aagren á flóamarkaði í Kaup-
mannahöfn í maí eða júní árið 1994.
Tæknirannsóknir Viktors Smára og
annarra og listfræðileg greining
Júlíönu Guðrúnar Gottskálsdóttur í
sama anda og sú sem reifuð var
framar í greininni, sýndu að verkið
var sannanlega ekki eftir Jón Stef-
ánsson, en vegna þessa málverks
kom Patricia sjálf fyrir dóminn og
bar vitni. Hvorki ákærði né Patrieia
gátu sýnt fram á viðskiptin með
viðeigandi greiðslugögnum og þótti
dómurum vitnisburður Patriciu
ótrúverðugur, sem og framburður
ákærða. Þótti dómurum sem fram-
burður ákærða af kaupum myndar-
innar væri skáldsögu líkastur.
Dómurinn gerði það að sérstöku
umtalsefni við vitnaleiðslurnar, að
ákærði hefði farið út til Danmerkur
og hitt Patriciu eftir að henni var
birt fyrirkall í málinu. Dómurinn
I
i
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja gera þjónustusamninga við grunnskóla
BORGARFULLTRUAR Sjálfstæð-
isflokksins lögðu til á borgarstjórn-
arfundi í fyrrakvöld að gerðir yrðu
rekstrar- og þjónustusamningar við
grunnskóla borgarinnar til að
tryggja þeim faglegt og fjárhags-
legt sjálfstæði. Var lagt til að settur
yrði starfshópur á laggirnar til að
undirbúa málið. Tillögunni var vísað
frá og sagði Sigrún Magnúsdóttir,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans
og formaður fræðsluráðs, hana
óþarfa þar sem fræðsluráð ynni
þegar að málinu.
Guðrún Pétursdóttir og Eyþór
Arnalds, varaborgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins og fulltrúar í
fræðsluráði, kynntu þessa tillögu á
blaðamannafundi   á   fimmtudag
Skólar verði fjárhagslega
og faglega sjálfstæðir
ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur,
oddvita sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn. Sögðu þau að þótt hver skóli
væri á við stórt fyrirtæki og sumir
með stærstu fyrirtækjum í borg-
inni, með yfir hundrað starfsmenn
og tvö hundruð milljóna króna
veltu, hefðu þeir sáralítið svigrúm
til að ráða nokkru um rekstur
þeirra og starf. Allt væri njörvað
niður og sögðu þau hramm miðstýr-
ingar hvfla yflr öllu starfi grunn-
skóla.
Hugmynd sjálfstæðismanna er að
það vald sem nú er hjá Fræðslumið-
stöð Reykjavíkur verði fært til skól-
anna, að hver og einn skóli verði
gerður ábyrgur fyrir starfi og fjár-
hagslegum rekstri eftir því sem
námskrár og lög gera ráð fyrir. Þeir
yrðu fjárhagslega og faglega sjálf-
stæðir en með því væri jjtt undir
frumkvæði þeirra, ráðdeild og hag-
kvæmni við rekstur. Hlutverk
Fræðslumiðstöðvar verði hins veg-
ar einkum gæðaeftirlit í skólunum.
Lagt er til að gerður verði rekstrar-
og þjónustusamningur við fjóra
skóla frá og með næsta skólaári og
að tilraunin verði gerð til þriggja til
fímm ára svo að raunhæf reynBla fá-
ist af þeim nýju starfsháttum.
Sigrún Magnúsdóttir sagði til-
lögu um starfshóp til að fjalla um
málið óþarfa. Það væri þegar til
umfjöllunar hjá fræðsluráði og
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og
væri unnið að því að gera skólana
bæði fjárhagslega og faglega sjálf-
stæða. í viðtali við Morgunblaðið
sagði hún skólana í raun fjárhags-
lega sjálfstæða, þeir fengju sín fast-
ákveðnu framlög og hefðu skóla-
stjórnendur ákveðinn sveigjanleika
við meðferð þeirra. Formaðurinn
taldi það ofmetið að flestir skóla-
stjórar sæktust eftir þjónustu-
samningum en sagði slíka samn-
inga í burðarliðnum við tónlistar-
skólana og að þegar hefði verið
gerður þjónustusamningur við
Isaksskóla.
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64