Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 29 Ljósmynd/Úr safni Krabbameinsfélags Reykjavíkur HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins er ein mikilvægasta tekjulind félagsins og stendur það að miklu leyti undir fræðslu- og útgáfu- starfsemi þess. Krabbameinsfélag Reykjavíkur efndi til bflahapp- drættis 1955 og hefur séð um rekstur happdrættisins sfðan. ÞORVARÐUR Örnólfsson og Halldóra Thoroddsen, leiðtogar í starfi félagsins um árabil. Þorvarður var framkvæmdastjóri félagsins til fjölda ára og var fræðslustarf félagsins mikið til byggt á hans hug- myndum. Halldóra hóf störf hjá félaginu fimm árum eftir að það var stofnað og hefur hún gengið í flest störf á þess vegum. Það er líf eftir krabbamein „ÉG HELD að það sé hægt að deyja úr hræðslu," segir Ingileif Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Ki-abba- meinsfélagi Reykjavíkur en hún greindist með krabbamein fyrir fimm árum. „Maður verður ekki var við slík viðbrögð þótt fólk fái sjúkdóma eins og sykursýki, liðagigt og astma þótt það séu ólæknandi sjúkdómar sem geta koll- varpað lífi fólks,“ segir Ingileif og grípur svo desem- ber-tölublað fréttabréfs Krabbameinsfélagsins, Tak- mark, þar sem það liggur á borðinu við hliðina á henni. „Ég hef reynt að vekja athygíi á nauðsyn þess að breyta viðhorfum til sjúkdómsins sem nefnist „krabbamein". Ég vil að rætt sé um krabbamein eins og aðra langvinna og oft ólæknandi sjúkdóma sem fólk lærir að lifa með. Ég vil að fólk tali um að lifa með sjúkdómsgreininguna krabbamein í stað þess að berjast við „sjúdóminn ógurlega" árum saman. Mað- ur verður svo þreyttur ef maður er alltaf að berjast. Hvað svo ef sjúkdómurinn tekur sig upp aftur? Hef- ur maður þá tapað baráttunni? Ég held að ef maður lærir að lifa með sjúkdómsgreininguna krabbamein upplifi maður það öðruvísi ef sjúdómurinn tekur sig upp. Maður hefur ekki tapað fyrirfram fyrir sjúk- dómnum heldur hfír maður áfram með sjúdóminn. Maður heldur áfram að lifa,“ les Ingileif upp úr hug- leiðingu sem hún skrifaði í Takmark í tilefni jólanna. „Við verðum að breyta viðhorfum fólks til sjúk- dómsins," segir hún. „Þegar maður les minninga- greinar í dagblöðum er tæpast eins og nokkur maður deyi úr ki-abbameini. Fólk deyr úr illvígum sjúkdómi, ólæknandi sjúkdómi, óvininum ógurlega eða átti við ofurefli að etja. Við þurfum að kalla sjúkdóma réttum nöfnum, hvort sem þeir eru líkamlegir eða andlegir, og læra að umgangast þá, en ekki endalaust að hvísla og fela.“ Ingileif segir að miklu máli skipti hvernig fólk fær þær fréttir að það hafi krabbamein og breyta verði þeim hugsunarhætti að allt sé búið greinist fólk með sjúkdóminn. Sjálf segist hún ekki hafa haft áhuga á að verða „sjúklingur í fullu starfi“ svo hún hafi innrit- að sig í Háskóla Islands og lokið þar B.S. prófi í hjúkrunarfræði til viðbótar við gamla hjúkrunarpróf- ið. ,,Ég vildi frekar vera stúdent,“ segir hún. í háskólanum ski'ifaði hún ritgerð um það sem á ensku kallast „selftranscendence". „Æðruleysi kemst næst þessu fyrirbæri," segh' hún og útskýrir þetta aðeins nánar. „Það má skilgreina þetta með því að maður getur þegið hjálp frá öðrum, miðlað af reynslu sinni og maður æðrast ekki. Þetta má finna hjá öldruðum, hjá krabbameinssjúkum og hjá alnæmis- sjúkum, svo dæmi séu tekin. Þegar ég greindist með ki'abbameinið fann ég fljótt að ég kæmist í gegnum þetta. Ég var sallaróleg. Þetta er það sem margir tala um og kalla hinn æðri styrk. Það er self- transcedence. Þetta minnir mig einna helst á trú, von og kærleika.“ Ingileif segir að ef rétt er staðið að því að færa fólki fréttirnar komist það fljótt á þetta stig æðru- leysis og að ekki þurfi allir að finna fyrir reiði og hræðslu. „Reiði og hræðsla tærir fólk og étur að inn- an,“ segir hún. Hún segir ennfremur að þetta fyrir- bæri sé ekki endilega nýtt fyrir fólki sem hafi fengist við trúfræði, eins og prestum og djáknum, en þetta sé tiltölulega nýtt innan hjúkrunarfræðinnar. Ingileif dregur ekki dul á að sjálf hafi hún aldrei á ævinni orðið eins hrædd og þegar hún greindist með krabbamein. Það sé eins og að hanga í ósýnilegum þræði yfir svörtu hyldýpi vitandi það að ef hún dytti kæmist hún ef til vill ekki upp aftur og aldrei hjálp- arlaust. „Þetta er línudans og það er mikilvægt að halda jafnvægi því það fer svo mikil orka í að ná jafnvægi aftur. Þeirri orku er betur varið í að græða sárin. Því er svo mikilvægt að breyta viðhorfum til krabba- meins og það er hlutverk okkar sem vinnum við þetta, þeirra sem hafa fengið bata og þeirra sem eru með krabbamein. I flestum tilvikum er líf eftir krabbameinið, mislangt og misgott eftir atvikum, en sannarlega þess virði að lifa því.“ Þær Þóra Magnea og Ingileif segja að með Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og norsku krabba- meinssamtökunum hafi tekist mjög gott samstarf þannig að íslenska fé- lagið hefur fengið að nota náms- og kennsluefni í tóbaksvömum sem samið er fyrir skóla í Noregi. Námsefnið fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekkja heitir „VERTU FRJÁLS - reyklaus“. „Markmiðið er að unglingamir séu virkir þátt- takendur og taki ábyrga afstöðu til reykinga út frá fræðslu og þekk- ingu. Þetta er mjög kennsluvænt efni, þvi fylgja glærur og önnur kennslugögn og auðvelt er að end- urnýja það og bæta við köflum eftir því sem þurfa þykir. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, segir stolt, að í maí ár- ið 1998 hefði komið í ljós að 73% allra gmnnskólabarna höfðu fengið einhverja tóbaksvarnafræðslu sem byggðist á námsefni félagsins. ég studdist við hjúkmnarfræðing eftir gangi deildarinnar, að við urð- um að stansa á miðjum ganginum meðan hláturgusumar gengu yfir vegna þessarar samlíkingar," segir Asthildur og hlær að minningunni. .jVuðvitað finnur maður fyrir sársauka og sorg en það er margt sem hjálpar manni við að takast á við það. Ég fann mikinn kærleik | bæði frá fólki og til fólks. Ég á góða að, fjölskyldu, tengdafjöl- skyldu, vini og kunningja. Ég lét alltaf vita hvað væri að gerast í j minni „vinnu“ um leið og ég fann i hversu mikilvægt það var að fá að taka þátt í lífi annarra og finna j hvernig lífið hélt áfram sinn gang. j Tilhlökkunin við að komast aftur inn á „aðalæðina" var líka mikil- væg.“ Asthildur segir að öllu skipti að fólk sem veikist hafi trú á að það nái bata og að hver og einn verði að finna það sem honum hentar best ' þannig að hann finni hið innra jafn- vægi. 011 skilningarvit séu opin fyr- ir leiðum sem gætu hjálpað en að mikilvægt sé að velja úr og hafa ekki samviskubit yfir því sem mað- ur kýs að sleppa. Hún tekur einnig undir með Ingileif og segist vilja sjá viðhorf fólks til krabbameins breytast. „Setningar eins og, „krabbameinið sem engu eirir,“ og „vágesturinn ógurlegi sem oftast fer með sigur af hólmi,“ eigi ekki að sjást á prenti. Það þyrmir yfir krabbameinssjúka og aðstandend- ur þeiiTa þegar þeir lesa þetta þó að þeir viti að setningarnar stand- ast ekki þar sem fjölmargir krabbameinssjúkra ná bata. Við heyrum og lesum minningagreinar um þá sem látast en vitum ekki að margir þeirra sem við t.d. horf- umst í augu við í Kringlunni hafa náð sér af krabbameini. Því er það vel að þeir sem hafa náð bata opni umræðuna um þessa hlið málsins." Allar viðvörunarbjöllur af stað Þegar krabbameinsmeðferð lýk- ur tekur við nýtt tímabil sem Ast- hildur segir að geti reynst erfitt. „Á meðan maður er í meðferð er öll hugsun bundin því að halda lífi og öðru er ýtt til hliðar. Síðan er mað- ur skyndilega kominn út í lífið á ný og þá hefst nýr kafli. Maður er undir stífu eftirliti fyrst á eftir og segja má að fyrsta árið hafi allar viðvörunarbjöllur farið af stað þeg- ar verkir eða bólgur gerðu hið minnsta vart við sig í líkamanum. Það þarf að læra að lifa með því og markviss uppbygging er nauðsyn- leg eftir svona meðferð," segir Ást- hildur. „Þegar fólk verður fyrir áföllum í lífinu finnur það að sjálfsögðu fyrir hversu hverfult lífið getur verið og hversu háð það er öðrum um aðstoð. Þá er trúin mikilvæg mörgum sem standa andspænis sorginni. Það er dýrmæt reynsla að upplifa þá tilfinningu sem fylgir því að beðið sé fyrir manni í bæna- hringjum, meira að segja af fólki sem þekkti mig ekki fyrir. Ég fæ líkast til aldrei tækifæri til að þakka þeim. Allt þetta kennir manni auðmýkt og í auðmýktinni býr þakklætið. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort sú hamingjukennd sem ég upplifi oft í hversdagslífinu sé ekki meiri en ella vegna þessar- ar reynslu. Það er stundum sagt að eftir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika bíti ekkert á mann. Margt fölni í samanburðin- um. Mér finnst það ekki vera svo. Lífið heldur áfram og færir manni ný verkefni sem sum veita gleði en öðrum fylgir sársauki sem maður er að upplifa á allt annan hátt en áður. Sem betur fer finnur maður fyrir því að vera á lífi en gengur ekki um dofinn. Ég er þakklát fyr- ir að fá að takast á við lífið og þar með alla þess erfiðleika." „Við gefum einnig út efni sérstak- lega ætlað foreldrum barna í 8., 9. og 10. bekk. Afstaða þeirra, hvort sem þeir reykja sjálfir eða ekki, skiptir miklu máli í tóbaksvörnum og þeir geta gert ýmislegt til að koma í veg fýrir að börn þeirra byrji að reykja,“ segja Þóra og Ingi- leif. „Við höfum engan hitt sem vill að barnið þess byrji að reykja," bendir Ingileif á. Fram að þessu hefur fræðslu í tó- baksvörnum í skólum landsins aðal- lega verið sinnt af fræðslufulltrúum Krabbameinsfélagsins sem heim- sóttu skólana reglulega. Nú hefur hún verið flutt inn í skólana sjálfa enda segir í Aðalnámskrá grann- skólanna að fíknivamir séu einn lið- ur í því heilbrigðisuppeldi sem grannskólum er ætlað að sinna. „Við semjum námsefnið og gefum það út fyrsta árið sem það er kennt. Síðan tekur Námsgagnastofnun við dreif- ingu og endurprentun í samráði við okkur,“ segir Guðlaug. Hún efast ekki um að vel á eftir að takast til með tóbaksvamir í grannskólunum nú þegar þeir taka við framkvæmd- inni. Milli skólanna og Krabbameins- félagsins era góð tengsl sem gott er að byggja á, segir hún. Stuðningshópar fyrir krabba- meinssjúka Krabbameinsfélag Reykjavíkur stendur gjarnan fyrir fræðslufund- um og ráðstefnum um krabbamein og krabbameinsvarnir. Á afmælis- árinu er t.d. ætlunin að koma á fót þverfaglegum stýrðum stuðnings- hópum fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra. Slíkir hópar hafa ekki verið starfræktir hér á landi en fyrirmyndin er upphaflega sótt til Bandaríkjanna. Hóparnir hittast einu sinni í viku í átta skipti. Markmið stuðningshópanna er að styðja við bakið á fólki á með- an það fótar sig í nýjum aðstæðum. Áuk þessa hefur Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur gert kannanir á reykingum barna og unglinga í skólum landsins í samvinnu við embætti héraðslækna. Kannanir þessar eru gerðar á fjögurra ára fresti og var sú síðasta gerð í fyrra. Tilkynning frá óbyggðanefnd Óbyggðanefnd, sem starfar á grundvelli laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, hefur ákveðið að taka til meðferðar landsvæði sem afmarkast svo: Austurmörk: Þjórsá. Vesturmörk: Mörk Amessýslu og Borgarfjarðarsýslu og vestur- og suðurmörk Þingvallalands. Norðurmörk: Suðurmörk Hofsjökuls og Langjökuls og á milli jöklanna, mörk milli afréttar Biskupstungnahrepps í Amessýslu og Auðkúluheiðar í Húnavatnssýslu, skv. dómsátt frá 9. september 1983 fyrir aukadómþingi Amessýslu. Suðurmörk: Suðurmörk þeirra jarða í Þingvallahreppi, Grímsneshreppi, Laugardalshreppi, Biskupstungnahreppi, Hrunamannahreppi og Gnúpverjahreppi, sem liggja að hálend- inu eða afréttum. Um nánari lýsingu á suðurmörkum svœðisins vísast til tilkynningar í Lögbirtingablaðinu 5. mars 1999. Afréttir á svæðinu eru afréttir ofangreindra hreppa auk afréttar Flóa- og Skeiðamanna. Óbyggðanefnd áskilur sér rétt til þess að minnka eða stækka það landsvæði sem hér er lýst. Slík breyting yrði auglýst sérstaklega. Á þessu svæði mun óbyggðanefnd: a) kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, b) skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu nýttur er sem afréttur og c) úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendu. Hér með er skorað á þá, er telja til eignarréttinda yfir landi eða annarra réttinda á ofangrein- du landsvæði, að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir Óbyggðanefnd, Hverfisgötu 4a, 101 Reykjavík, fyrir 5. júní nk. Með kröfum þurfa að fylgja þær heimildir og gögn, sem aðilar byg- gja rétt sinn á, ásamt uppdrætti af mörkum þess landsvæðis/jarðar sem kröfur lúta að, allt í fjórriti. Sérstaklega er áréttað að tilkynning þessi nær til allra þeirra aðila, sem telja til réttinda á ofangreindu landsvæði, án tillits til þess hvort þeir koma fram í lýsingu á afmörkun svæðisins. Reykjavík, 1. mars 1999. Óbyggðanefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.