Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						H
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999   37 '•
MINNINGAR
i
hún af natni og alúð. Tilsvör hennar
voru iðulega hnyttin og stundum
beinskeytt og glettnin hárfín en
stundum einnig hárbeitt. Hún sagði
margt án þess að tala mikið, orð
voru hvorki notuð of eða van. Hún
lifði samkvæmt þeim reglum að
vera sjálfri sér nóg og kunna að
stytta sér stundir. Heimili hennar
og Guðjóns stóð okkur ættingjunum
ævinlega opið og furða var hversu
marga var hægt að hýsa í þessu litla
húsi við Langholtsveg. Þegar
óvæntan gest bar að garði fannst
honum að koma hans hefði verið
undirbúin af kostgæfni. Á Lang-
holtsveginum var einsog allt gengi
fyrirhafnarlaust fyrir sig, allt ein-
hvern veginn tilbúið. Hvergi var
tildur, pjatt eða prjál, allt var ein-
hvern veginn ekta og heilt í gegn.
Árið 1954 stofnuðu þau hjón Silfur-
búðina, og Ragna vann þar í fjölda
ára. Hún sómdi sér vel innan um
gljáfægðan kristal, silfur og gull.
Þrátt fyrir að hún væri útivinnandi
hafði hún ávallt nægan tíma fyrir
allt og alla.
I hvert sinn sem við ættingjarnir
að austan lentum á flugvellinum,
var Guðjón mættur í glæsivagni.
Hann tók á móti okkur glaður í
bragði og með útbreiddan faðminn.
Á leiðinni að Langholtsveginum
fengum við svo að heyra álit hans á
því sem var að gerast í þjóðmálun-
um. Hann kenndi mér að greina
íhald frá félagshyggju og skúrka frá
vönduðum mönnum. Guðjón var
með greiðviknari mönnum og vildi
allra vanda leysa. Hann var ætíð
boðinn og búinn til að greiða götu
okkar á hverju sem gekk. Hann
sagði mér eitt sinn þá sögu að þegar
hann var barn að aldri kom kaup-
maður í heimsókn á heimili hans.
Móðir Guðjóns bar það besta sem
hún átti á borð fyrir gestinn, og
setti þar allan sykurforða heimilis-
ins sem var lítill. Sem lítið barn fá-
tækra hjóna horfði Guðjón á þenn-
an gest borða allan sykur heimilis-
ins. Hann sagði mér að þetta hefði
mótað pólitískt viðhorf hans, þótt
þá hafi hann ekki getað komið því í
orð né farveg. En síðar gerði hann
það.
Þinganessystkinin voru alin upp
við söng og hljóðfæraleik, í upp-
vextinum styttu þau sér stundir við
að segja sögur og herma eftir sam-
sveitungum og leika leikrit. Þessari
dægradvöl héldu þau alla tíð. Bræð-
urnir Guðmundur og Ásgeir voru
þekktir leikarar og söngmenn hvor í
sínu byggðarlagi, en þær systur
létu sér nægja að iðka þessar listir
á heimavelli. Þegar systkinin komu
saman sögðu þau gamlar gaman-
sögur og spaugsemin og glettnin
fengu byr undir báða vængi. Þau
höfðu öll þann vana að raula og
blístra og slá takt í það sem næst
var hendi, s.s. borðplötu eða stól-
brík. Þetta vakti alltaf kátínu okkar
yngra fólksins, sem sum hver hafa
erft þennan sið.
Þær Þinganessystur höfðu
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og sjaldan skiptu þær um
skoðun. Karlakórinn Geysir var
kórinn hennar Rögnu, söngvarar
þjóðarinnar fengu óspart gagnrýni
svo og aðrir listamenn. Davíð var
hennar skáld og Björgvin Guð-
mundsson hennar tónskáld. Rögnu
fannst mikið til um tónskáldin Bach
og Schubert en Mozart hljómaði
ávallt í hennar eyrum sem agalaus
unglingur. Hornafjörður var feg-
ursta hérað heimsins. Esjan var
ekki fjall. Sundin voru ekki svipur
hjá sjón. Stjórnmálin og þjóðmálin
fengu líka sinn skammt.
Þegar Ragna frænka hætti að
vinna, færði Gunnar sonur hennar
henni orgel. Á efri árum fór frænka
mín að spila aftur eftir áratuga hlé.
Þetta varð hennar dægrastytting
ásamt því að hugsa um garðinn
sinn, sem var merkilega fallegur og
lesa og spila á spil. Hún var einnig
alltaf að gera við húsið sitt og vinna
í garðinum. Hún kenndi mér að
rækta garð og njóta þess að erfiða í
garði íslenskrar veðráttu. Það var
makalaust að horfa á hana rúmlega
áttræða klifra í stiga, utanhúss, og
mála faglega gluggapóstana eða
klippa runnana. I eitt af síðustu
skiptunum sem ég greip í að spila
Hornafjarðarmanna við þær systur,
hvíslaði amma að mér þegar Ragna
fór að renna á könnuna, „mildð er
hún systir mín orðin gleymin",
stundarkorni síðar kallaði Ragna á
mig fram og hvíslaði „mikið er hún
systir mín orðin gleymin". Elli kerl-
ing var í þann mund að hremma
þær systur.
I minningunni eru þær systur svo
samtvinnaðar að varla er hægt að
minnast á aðra án þess að nefna
hina. Það sópaði af þeim hvert sem
þær fóru. Þær vöktu ávallt athygli
en án þess að vita af því og án þess
að það skipti þær máli. Þær voru
sjálfum sér nógar. Um margt voru
þær líkar systur en afar margt ólík-
ar. Þær bjuggu við ólíkar aðstæður
og völdu sér ólík störf. En nánar
voru þær. Amma sagði mér oft sög-
ur um systurnar tvær sem voru svo
undurgóðar hvor við aðra. Ragna
frænka sagði mér líka þessar sögur,
þessar sögur voru allar eins. Senni-
lega eru þetta sögur sem þær sögðu
hvor annarri sem börn. Alltaf þegar
ég var óþekk í návist þeirra eða
þegar mér leið illa, fékk ég að heyra
þessar sögur. Þessar sögur byrjuðu
allar eins: Einu sinni voru tvær litl-
ar systur sem áttu tvo litla bræður.
Móðir þeirra var dáin ... og svo og
svo. Móðir alsystkinanna frá Þinga-
nesi, Astríður Sigurðardóttir, lést af
barnsförum þegar Ásgeir fæddist.
Þær systur töluðu stundum um
þennan atburð og hann stóð þeim
ávallt ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um. Sennilega hefur móðurmissir-
inn mótað skapferli þeirra sterkar
en við afkomendur vorum fær um
að gera okkur grein fyrir. Þær
minntust þess með miklu þakklæti
hverjar breytingar urðu á högum
þeirra þegar Björg stjúpmóðir
þeirra kom að Þinganesi. Hún
kappkostaði að börnin væru ávallt
best til fara, og gætti hag þeirra í
hvívetna. Mikill kærleikur var á
milli Bjargar ömmu og allra í fjöl-
skyldunni.
Á þessari kveðjustund er mér
efst í huga þakklæti til Rögnu
frænku og Guðjóns fyrir allt það
sem ég lærði á heimili þeirra.
Ég undirrituð og Garðar og dæt-
ur okkar, Ásta Hrafnhildur og
Ragna Benedikta, sendum samúð-
arkveðjur til Gunnars og Siggu og
þeirra fjölskyldna og um leið viljum
við þakka Rögnu frænku og Guð-
jóni fyrir samfylgdina og alls sem
þau kenndu okkur.
Sölvúia Konráðs.
Ragna granni á 65 er farin í
ferðalagið langa.
Fyrir um fjórum áratugum fylgd-
ist ég sem barn á 63 með henni gera
galdra í garðinum hjá sér að mér
fannst. Hun setti örsmá korn niður í
moldina, strauk mjúkum höndum
yfir, og viti menn, að upp komu ým-
iskonar blóm og grænmeti. Það sem
meira var, að margt, t.d. kálið og
grænmetið, var tekið inn í eldhús og
borðað með matnum. Eitt fannst
mér undarlegra en annað að þegar
hún gaf mér smá hluta af sínum
blómum og ég fór með þau yfir á 63,
urðu þau að stórum blómum líka.
Astæða þess að ég er að rifja þetta
upp er ekki einungis, að ég lærði
meira um náttúrufræði í garðinum
hjá Rögnu en í Langholtsskólanum,
heldur að æ síðan hef ég borið
mikla virðingu fyrir gróðri og sér-
staklega gróðurfari á fjöllum uppi.
Ef til vill er það radísunum að
þakka að í þá áratugi sem samleið
okkar Rögnu lá, þá var hún alltaf
eins, tignarleg, létt á fæti eins og
spörfugl. Eg gæti lengi haldið
áfram að telja upp það sem ég lærði
af öðlingnum henni Rögnu, en því
miður lærði ég ekki allt sem ég
hefði viljað. Má þar til nefna upp-
skrift hennar að rjómaísnum sem
var toppurinn á góðgæti í minni
æsku.
Ragna mín, megi blómin fylgja
þér.
Guðmundur Einar Þórðarson.
Á morgun er til grafar borin móð-
ursystir mín, Ragna Gunnarsdóttir.
Ragna var fædd í Hornafirði, í
Þinganesi í Nesjasveit, 29. ágúst
1905. Ung að. árum giftist hún Guð-
jóni Bernharðssyni gullsmið og áttu
þau sín fyrstu búskaparár á Akur-
eyri en fluttust með son sinn, Gunn-
ar Bernhard, til Reykjavíkur, árið
1944 og settust þá að við Langholts-
veginn þar sem Ragna bjó allt þar
til heilsan brást og kallaði á umönn-
un í hárri elli, en Guðjón lést 1978.
Ragna var glæsileg kona í fram-
göngu, grannvaxin og spengileg,
með þykkt og ljóst hár. I samræð-
um var hún skemmtileg, gagnrýnin
en hafði jafnframt næmt auga fyrir
kímnilegu hliðum tilverunnar og at-
vikum hversdagsins. Eftir að ég
fluttist til Reykjavíkur fyrir sextán
árum urðu samverustundir okkar
nokkuð tíðar og þá einkum þær sem
tengdust samneyti þeirra systra,
móður minnar Signýjar og Rögnu.
Oftar en ekki tóku þær upp spilin
þegar fundum þeirra bar saman og
spiluðu þá rommý eða Hornafjarð-
armanna ef þriðji spilafélaginn
bættist í hópinn. I spilaslagnum liðu
stundirnar með skemmtilegum
augnagotum og orðatiltækjum sem
verða gömlum spilafélögum töm og
skapar stemmninguna sem endur-
speglar persónuleika og viðhorf
þeirra. Þar kom ekki síst fram
stíðnin og glettnin sem framkallað-
ist með smá svindli þegar færi gafst
og sakleysinu uppmáluðu þegar
önnur bar óheiðarleikann, sem fólst
oftast í því að kíkja undir stokkinn,
upp á hina. Fyrir okkur hin sem á
horfðu voru þessar uppákomur leik-
riti líkastar, við höfðum okkar eigið
„Rommý" á leiksviðinu ljóslifandi
og síbreytilegt frá einni sýningu til
annarrar og ekld síður tilefni til
skemmtunar, okkar á milli en þó að
um góða leiksýningu hefði verið að
ræða.
Það bar spilaáhuga þeirra systra
vitni hversu skarpur hugur þeirra
var á því sviði, jafnvel löngu eftir að
önnur viðfangsefni hversdagsins
fóru að renna saman og verða bráð
missis hæfileikans til að fylgja takti
við stað og stund. Þær systurnar
voru skemmtilega ólíkar og oft
ósammála en samt sem áður sam-
rýndar á sinn hátt og báru virðingu
fyrir hvor annarri á sama hátt og
þeim er tamt að gera sem alist hafa
upp við virðingu við þau gildi sem
þeim eru ungum kennd; en virðing
þeirra, sem og bræðranna Guð-
mundar og Ásgeirs og hálfbróður-
ins Jóns Hilmars, við föður sinn,
Gunnar Jónsson bónda og bóksala,
var ætíð augljós. Móður sinni fengu
þær aðeins að kynnast sem ung
börn því hún lést af barnsförum
þegar þær voru börn að aldri.
Heimili þeirra Rögnu og Guðjóns
við Langholtsveginn var um margt
sérstakt. Það bar vitni um einstaka
snyrtimennsku og smekkvísi og var
á sama tíma bæði glæsilegt og laust
við veraldlegt dægurtildur. Fallegir
hlutir nutu sín á sínum stað og hlýja
og notaleg tilfinning umluktu gesti
innan um fallega muni og innan við
skínandi glugga sem skildu heimilið
frá gný umferðarinnar úti við. Eg
Skreytingar við
iill Ixkifori
Aivö'ru skreytinga-
verksuxöi
HILDU
587 9300
Rauðihva
v/Suðurlanttsveg, 110 Rvih.
Kransar
Kistuskreytingar
Brúðarvendir
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 5513485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓIARHRINGINN
AOALSTRÆTl 4B • 101 REYKJAVlk
LI'KKlSTl'YINNl'S'lOI \
EYVINDAR ÁRNASONAR
átti oftar en einu sinni þeirrar gæfu
að njóta að búa á heimili þeirra
hjóna við Langholtsveginn, sem
barn með móður minni og síðar sem
ung móðir og enn aftur er ég var við
skólavist í Reykjavík. Það var skóli
út af fyrir sig að umgangast frænku
mína og bý ég að því að eiga um
hana góðar minningar. Ein þeirra
er minningin um upplifun ungrar
stúlku um fallega frænku sína sem
kom í heimsókn austur á Horna-
fjörð svo heimsborgaraleg í klæðn-
aði og fasi. Þessi minning framkall-
ast í huganum þegar unga stúlkan
sem nú er sjálf komin af léttasta
skeiði skoðar mynd af Rögnu og
Guðjóni sem tekin var á Strikinu í
Kaupmannahöfn á fyrri hluta aldar-
innar, hún hvítklædd með hatt og
hann svartklæddur með staf. Minn-
ingarnar leita líka til bíltúranna í
fínu bflunum þeirra en bflar voru
einmitt eitt af áhugamálum Guðjóns
og lutu gjarnan lögmáli þess tíma;
því stærri, því betri. Síðast en ekki
síst koma fram minningar um fal-
legu búðina sem þau stofnuðu, GB
silfurbúðina við Laugaveginn.
Lífið fór hlýjum höndum um
Rögnu frænku mína og hún fór í
gegnum lífið með reisn og virðu-
leika fram á síðustu ár. Þau Guðjón
umgengust með yfirlætislausri virð-
ingu og stundum var eins og hann
bæri hana á höndum sér, dýrkaði
hana og sveipaði verndarhjúpi. Það
varð mér mikilverður siður að heim-
sækja Rögnu á hverjum aðfanga-
degi jóla. Yfir henni var ætíð friður
en þó alltaf stutt í hennar persónu-
leikabundnu og glettnislegu athuga-
semdir sem báru hárfínu skopskyn-
inu vitni og sem aldrei þvarr. Ragna
talaði um það síðustu æviárin að
drífa sig austur í Hornafjörð; ekki
akandi og því síður með flugvél; hún
skyldi með Esjunni og sigla inn ós-
inn. Svo spurði hún mig hvort ég
væri að koma að austan og ég játti
því þó að það væri ekki nýlega. Fa-
grir staðir móta fólkið og sumt fólk
gerir staði enn fegurri. Ein af þeim
var Ragna Gunnarsdóttir.
Blessuð sé minning hennar.
Karen Karlsdóttir.
Brot minninga um ömmu.
Langir grannir fingur þínir
struku yfir augabrúnir þínar, eilítið
snaggaralega, þú teygðir þig í vara-
litinn í fallega hulstrinu og barst
hæfilegan lit á varirnar, ýttir aðeins
upp í fallega glansandi hárinu þínu
og þú varst tilbúin. Við afi biðum í
bílnum á stéttinni við húsið og hvað
við urðum glöð og hreykin þegar
útidyrnar opnuðust og þú birtist á
tröppunum, há, tíguleg og fögur.
Svona varstu alltaf, glæsileg, hvert
sem förinni var heitið. Þú fórst
þetta með þínu lagi og þínum hraða
sem afa þótti stundum skrítið að
Blóinabwðin
v/ Possvogski**í<ju0at*ð
Símh 554 0500
Blómastofu
Friðfinus
Suöuriandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 5531099.
Opið öil kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öil tilefni.
Gjafavörur.
skilja, en hann dáðist alltaf að þér.
Auk þess að starfa í búðinni
sinntir þú öllum heimilisstörfum af
þeirri vandvirkni sem þér var einni
lagið og stundum sat ég sem dá-
leidd við að horfa á þig vinna. Hæst
ber í minningunni þegar þú rullaðir
þvottinn, mér þótti rullan afar
merkilegt tól og heiður að fá að
hjálpa þér við það og þar þýddi ekk-
ert flaustur. Línið kom dásamlega
mjúkt úr rullunni og sérstaklega
þegar þú varst búin að strjúka
höndum þínum yfir það á eftir. Er
verkinu lauk sagðir þú alltaf „þetta
var nú ekki lengi gert", það verður
allt svo auðvelt þegar allir hjálpast
að. Þú varst ávallt óspör á hrósið og
náðir því allra besta frá hverri
manneskju.
Garðurinn á Langholtsveginum
var þinn unaðsreitur. Þrátt fyrir
það máttum við krakkarnir leika
þar eins og við vildum en þú varst
líka búin að kenna okkur að bera
virðingu fyrir öllum blómum og
trjárunnum sem þú ræktaðir þar og
ekki má gleyma stærstu og bestu
rabarbörum sem til voru. Afkom-
endur fallegu ilmríku rósanna þinna
munu lifa sumar eftir sumar. Aldrei
man ég eftir að hafa séð þig sitja
auðum höndum. Ef þú hafðir stund
aflögu var gefið í manna og spilað af
mikilli innlifun og það var auðvelt
að fá þig til að koma að leika, reynd-
ar varstu mjög eftirsótt í það. Þú
varst okkur systkinunum óendan-
lega góð alla tíð en ef við reyndumst
óþekk fengum við að finna mátt
þinn. Þér til liðsinnis kallaðir þú þá í
Fóu Feykirófu og svarta bola ofan í
kjallara eða þú náðir í Rebba rófu
upp í háa skáp og kímniblandinn
ótti og spenna hríslaðist um okkur,
nú var betra að hafa sig hægan. Á
eftir var síðan hlegið dátt að öllu
saman. Þú varst mikill barnavinur
og á snilldarlegan og fínlegan hátt
gafstu unglingnum ráð og sem full-
orðnum varstu hinn besti vinur. Þú
elskaðir alltaf sveitina þína, Þinga-
nes, og þar var hugur þinn ávallt
hin síðari ár; þar eru fegurstu fjöll á
íslandi, sagðir þú og réttilega. En
nú ertu lögð af stað í heimsreisuna
þína. Þú ert frjáls eins og fuglarnir
sem þú dýrkaðir, þú getur skroppið
til Bessarrabíu eða bara heim í
Þinganes og virt þaðan fyrir þér
æskuslóðirnar og hin dásamlegu
fjöll, há, tignarleg og fögur, eins og
þúert.
Hvfl í friði, elsku amma mín.
Edda.
Utfararstofa Islands sér um:
Útfarars^óri tekur að sér umsjón útfarar
í samráði við prest og aðstandendur.
- Flytja htnn látna af dánarstað i líkhús.
- Aðstoða við val á kistu og líkklæðum.
- Undirbúa Ifk hins látna i kistu og
snyrta ef með þarf.
Útfararstofa fslands útvegan
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu
og útför.
- Legstað í kirkjugarðl.
- Organista, sönghópa. einsöngvara,
einleikara og/eða annað listafólk.
- Kistuskreyfmgu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á
sálrnum.
- Ukbrennsluheimild.
- Duftker ef iikbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og sklltl á leiði.
- Legstein.
- Flutning á kistu út á land eða utan af
landi.
- Flutning á kistu til landsins og frá
iandinu.
Sverrir Bnarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa islands - Suðurhlið 35
- 105 Reykjavík. Sími 581 3300 -
allan sólarhringinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64