Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999   43
MINNINGAR
I
I
I
I
FINNUR KARI
SIGURÐSSON
+ Finnur Kári Sig-
urðsson     var
fæddur 15. júní 1937
í Súðavík í Norður-
Isafjarðarsýslu.
Hann lést á Land-
spítalanum þann 24.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólöf Halldórsdóttir,
f. 9. mars 1896, d. 1.
mars 1985, og Sig-
urður Hallvarðsson,
f. 14. febrúar 1892,
d. 24. febrúar 1977.
Finnur Kári var
yngstur sex systkina,
þau eru: 1) Halidóra, f. 6. desem-
ber 1920, maki hennar er Baldur
Sigurjónsson, f. 14. júlf 1922. 2)
Júlíana, f. 9. október 1922. 3)
Þorsteina Guðrún, f. 22. febrúar
i
-\
Kæri bróðir, okkur langar til að
minnast þín með nokkrum orðum.
Hugur okkar reikar vestur til
Súðavíkur. Við vorum orðin fímm
systkinin, og nú áttum við von á einu
systkini í viðbót. Við óskuðum þess
að við fengjum bróður og helst átti
hann að vera ljóshærður með brún
augu. Okkur varð að ósk okkar, við
eignuðumst fallegan lítinn bróður og
vorum öll afar hrifin af honum. En
því miður kom fljótt í ljós að eitthvað
var að honum bróður okkar. Sjónin
var lítil og líkaminn ekki nógu sterk-
ur.
Kári var hins vegar skýrt barn.
Hann varð fljótt altalandi og lærði
allt sem hann heyrði og fljótlega var
hann farin að syngja og læra alla
texta. Hann átti strax erfitt um gang
og varð að sætta sig við að sitja eftir
þegar aðrir hlupu. Þegar Kári var
fimm ára gamall var farið með hann
til Reykjavíkur í fyrstu augnaðgerð-
ina. Kristján Sveinsson gerði þessa
fyrstu aðgerð. Það kom fljótlega í
ljós að hann þyrfti í aðra aðgerð, Úlf-
ar Þórðarson framkvæmdi hana.
Þær urðu fleiri aðgerðirnar því Úlfar
vildi reyna allt til að bæta sjón Kára,
en Úlfar gerðist heimilislæknir Kára
og reyndist honum traustur og góð-
ur vinur sem hann mat mikils og gat
alltafleitaðtil.
Kári ólst upp í foreldrahúsum við
mikinn kærleika. Hann var svo
heppinn að eiga góða foreldra, sem
önnuðust hann af ástríki og um-
hyggju. Árið 1944 flutti fjölskyldan
til Reykjavíkur því þar var Kári bet-
ur settur í nálægð við lækna, en til
þeirra þurfti oft að leita. Kári gat
ekki stundað venjubundna skóla-
göngu, en foreldrar okkar fengu
handa honum sérkennslu. Honum
tókst með þeirri litlu sjón sem hafð-
ist með aðgerðunum að læra að lesa.
Lestur veitti honum mikla ánægju.
Hann las mikið meðan hann gat,
helst fræðibækur og ævisögur og
alla tíð hlustaði hannmikið á útvarp.
Kári var því fróður um margt og
stálminnugur og oft leituðum við til
hans þegar okkur rak í vörðurnar og
vissi hann þá jafnan svarið.
Kári gat ekki fylgt sínum jafnöldr-
um eftir, en það hjálpaði honum að
hann hafði létta lund á þeim tímum
og kímnigáfu hafði hann líka. Honum
Kára hlotnaðist sú gæfa að sonur
Júlíönu systur hans, Ólafur Freyr,
ólst upp á heimilinu. Með þeim
frændum voru miklir kærleikar. Kári
fylgdist með Óla frá fyrstu tíð og þeg-
ar Óli æfði fótbolta með félögum sín-
um á Víkingsvellinum var Kári þar
með honum og vinum hans. Þeir voru
hans vinir líka. Með Óla lærði hann,
las í bókunum hans og hlustaði á tón-
list með honum og spjallaði, en vinátt>
an var gagnkvæm. En það kemur fyr-
ir marga að missa sína og þeir sem
eiga mikið missa mest. Það var mikið
áfall fyrir Kára, eins og okkur öll,
þegar Óli lést snögglega aðeins 18 ára
gamall úr illvígum sjúkdómi, en með
Guðs hjálp studdum við hvert annað.
Frá þeim árum sem Kári var í for-
eldrahúsum í Steinagerði 14 er margs
að minnast, systkini hans komu oft
með fjölskyldur sínar í heimsókn og
naut Kári þess að vera með litlu
systkinabörnunum og kynnast þeim.
Með árunum versnaði heilsa hans og
1924, maki hennar
Stefán Jónsson, f. 15.
ágúst 1920, d. 27.
ágúst 1969. 4) Ing-
unn, f. 31. júlí 1926,
maki       hennar
Tryggvi      Svein-
björnsson, f. 4. sept-
ember 1921, d. 15.
febníar 1993. 5) Þor-
steinn, f. 24. febrúar
1930, maki hans er
Sigríður Margeirs-
dóttir, f. 12. júní
1934. Finnur Kári
var ókvæntur og
barnlaus,   en   átti
góða og trygga vinkonu,  Erlu
Hafliðadóttur.
Útför Finns fer fram frá Bú-
staðakirkju mánudaginn 8. mars
klukkan 13.30.
var hann oft illa haldinn og var fyrir-
sjáanlegt að hann gæti ekki verið
heima hjá foreldrum sínum, sem voru
orðin aldraðir.
í nóvember 1973 vistaðist hann í
hús Sjálfsbjargar í Hátúni og var
með þeim fyrstu sem fluttu þar inn.
Hann var sjálfur sáttur við flutning-
inn og óskaði eftir honum. í Hátúni
kunni hann vel við sig og kynntist
mörgu góðu fólki þar í gegnum árin.
Arið 1988 kom ný vistmanneskja í
Hátún, Erla Hafliðadóttii-, og tókust
fljótlega góð kynni með þeim Kára.
Það var honum mikil gæfa að kynnast
Erlu og má segja að þau hafi verið
óaðskiljanleg síðan. Erla var honum
afar góð og kærleiksrík og hjálpaði
honum eins og hún gat, t.d. las hún
fyrir hann úr Morgunblaðinu. Hún
var honum sem smyrsli á hans erfiðu
stundum, en þær voru margar. Nú
viljum við þakka þér, kæra Erla okk-
ar, kærleika þinn og ástúð í garð
Kára, við vitum að honum þótti mikið
vænt um þig og við vottum þér okkar
innilegustu samúð við fráfall hans.
í Hátúni leið Kára eins vel og
hægt var, en oft var hann þjáður af
sínum sjúkdómi, sem ágerðist með
árunum, og þurfti hann þá mikinn
skilning og nærgætni. Viljum við nú
þakka öllu starfsfólki og heimilisfólki
sem var honum samferða, fyrir um-
önnun, hjálp, vinsemd og allt sem þið
voruð honum.
Við getum ekki minnst Kára öðru-
vísi en minnast þess með kæru þakk-
læti hvað Baldur mágur okkar var
Kára mikill vinur og hjálparhella frá
fyrstu kynnum. Kári var aðeins 7 ára
þegar Baldur kom inn í fjölskyldu
okkar og það var ómetanlegt sem
hann gerði fyrir hann, ekkert vai' of
gott fyrir Kára. Það voru ófáar öku-
ferðirnar og sunnudagsboðih,\ og
alltaf hafði Baldur tíma. Við systkinin
kunnum að meta það og biðjum Guð
að launa honum allt. Við vitum að
væntumþykja þeirra var gagnkvæm.
Þegar komið er að kveðjustund
þökkum við Kára bróður samfylgdina
611 árin, en við þökkum líka fyrir hans
hvíld frá þrautum. Þú skilur eftir
mikið tóm og eigum við eftir að sakna
þín, nú hringir enginn Kári lengur.
Við biðjum Guð að blessa þig.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Hvíl í friði.
(H.P.)
Systkinin.
Kári frændi var partur af tilveru
minni frá því ég man eftir mér, sér-
staklega þó bemskunni. Þegar ég var
stelpa var ég svo lánsöm að í móður-
fjölskyldu minni var „ættaróðal" -
heímili ömmu minnar og afa, Ólafar
Halldórsdóttur og Sigurðar Hall-
varðssonai,1 í Steinagerði í Smáíbúða-
hverfinu í Reykjavík - eða Steinó eins
og það var alltaf kallað. Systkini móð-
ur minnar hafa alla tíð verið samheld-
in og meðan ég var að alst upp var
farið „inní Steinó" á hverju fimmtu-
dagskvöldi og nánast alla sunnudaga.
Alltaf var gaman að fara þangað enda
bjó þar gott, gestrisið og skemmtilegt
fólk. Það eru ekki síst samvistirnar
við Kára, sem þá bjó í foreldrahúsum,
sem lifa í minningunni þegar litið er
til baka til þessara heimsókna. Fyrir
þær vil ég nú þakka.
Kári var afar góður og natinn við
okkur systkinabörn sín og fann uppá
ýmsu til að stytta okkur stundir.
Hann átti herbergi uppi á lofti í hús-
inu - agnarlítið og þar sátum við, eitt
eða fleiri, og hlustuðum á hann lesa
þjóðsögur og ævintýri úr stórri bók,
eða segja sögur. Sérstaklega man ég
eftir því hvernig hann sagði „trölla-
sögur" af innlifun með dimmri röddu
og tilheyrandi hlátri, en fáir hlógu
innilegar en Kári þegar eitthvað var
til að gleðjast yfir! Hann kunni líka
ýmsa skemmtilega leiki á borð við
frúna í Hamborg og var einkar lag-
inn við að víkja sér undan óþægileg-
um spurningum og greip þá gjarnan
til svarsins „víst er nú svo" eða „svo
er nú vist ekki" og hló dátt þegar
hann sneri á okkur krakkana. Auk
þess var farið í spurningaleiki og
stjórnaði Kári þeim af skörungs-
skap, enda fróður um margt og víð-
lesinn á þessum tíma. Hann var hins
vegar alla tíð ákaflega sjóndapur svo
hin síðari ár gat hann ekki lesið sér
til ánægju. Hann hlustaði hins vegar
alla tíð mikið á útvarp og fylgdist
með atburðum líðandi stundar eftir
mætti. Kári hafði yndi af tónlist og
gaman af söng. Hann hafði brenn-
andi áhuga á knattspyrnu og hélt
ótrauður með sínu liði - Víkingi, alla
tíð. Honum fannst knattspyrnuáhugi
og ástundun aðall „alvöru" stráka og
átti erfitt með að skilja að unga
frændur hans skorti hvorttveggja!
Kári hafði ríka kímnigáfu og sá oft
spaugilegar hliðar hlutanna. Sá eig-
inleiki hefur eflaust oft hjálpað hon-
um á erfiðum stundum, sem voru
margar í lífi hans, ekki síst eftir því
sem árin liðu og heilsu hans hrakaði.
Hin síðari ár hitti ég Kára sjaldan,
en fylgdist þó alltaf með högum hans
í gegnum móður mína.
Við leiðarlok vil ég þakka Kára
liðnar stundir qg allt gott í garð
minn og minna. Eg og fjölskylda mín
sendum systkinum hans og tengda-
systkinum samúðarkveðjur, en sér-
staklega samhryggjumst við Erlu
Hafliðadóttur, heitkonu og besta vini
Kára, og biðjum Guð og engla hans
að hjálpa henni á erfiðum tímum. Við
trúum að Kári sé nú alheilbrigður
hjá Guði og vonum að hann njóti þar
samvista við ástvini sem fóru á und-
an honum úr þessu lífí.
Guðrún Tryggvadóttir.
Sem drengur var ég í sveit í
Fagradal í Vopnafirði og undi mér
vel. Fagridalur er mjög afskektur og
jafnan voru það einu mannaferðirnar
þegar pósturinn kom ríðandi á hálfs-
mánaðarfresti með Tímann, nokkur
sendibréf og ýmislegt smálegt í tösku
sinni sem hann hafði til sölu. I einni
ferðinni var sendibréf til mín með
þeim tíðindum að foreldrar mínir
hefðu keypt hús í Smáíbúðahverfinu.
Mér leist nú ekki á blikuna að flytja
þangað af Öldugötunni því þetta var
eitt nýjasta hverfi borgarinnar og það
orð fór af því að þarna ættu heima
uppivöðslusamir unglingar og
hrekkjusvín. Sem betur fer reyndist
þessi ótti ástæðulaus.
Þegar ég kom úr sveitinni þekkti
ég auðvitað engan í nýja hverfinu. Því
var það mikill léttir þegar brosmildur
drengur ávarpaði mig og bauð mig
velkominn í hverfið. Þarna var kom-
inn Ólafur Freyr Hjaltason jafnaldri
minn, sem átti eftir að verða minn
bezti vinur. Fljótlega bauð hann mér
heim til sín í Steinagerðið. í því litla
húsi yar mannmargt. Amman og af-
inn Ólöf og Sigurður, Júlla mamma
hans Óla og bræður hennar Steini og
Kári, sem kvaddur er í dag. Og svo
auðvitað Óli. Fjölskyldan hafði flutzt
frá Súðavík á fimmta áratugnum til
borgarinnar. Hún reisti sér hús við
Steinagerði fljótlega eftir að Smáí-
búðahverfið byrjaði að byggjast. Þar
lifði fjölskyldan í sátt og samlyndi,
ekta íslenzk fjölskylda þess tíma. Þau
tóku mér strax ákaflega vel og buðu
mig velkominn í sitt hús. Ég tel mig
gæfumann að hafa átt vináttu þessa
góða fólks.
Kári vakti strax athygli mína.
Sjúkdómar höfðu sett á hann mark
allt frá æsku og sjónin var döpur. En
hann fylgdist ákaflega vel með og
mér fannst hann vera inní öllum *
hlutum. Kára lá hátt rómur og hann
lá ekki á skoðunum sínum þegar því
var að skipta. Þótt ekki gæti hann
stundað íþróttir vegna veikinda
sinna studdi hann Víking af lífi og sál
enda æfði Óli með því félagi. Það var
einmitt fyrir orð Ola að ég gekk í
Víking og hef verið þar félagi allar
götur síðan.
Svo dundi reiðarslagið yfir þessa
samhentu fjölskyldu. Oli veiktist af
illkynja sjúkdómi sem lagði þennan
hrausta dreng að velli á skömmum
tíma. Eg man enn glögglega hvað
mér fannst lífið óréttlátt. Oli var ein- l
staklega vel gerður ungur maður,
kurteis, heiðarlegur og hjálpsamur.
Hann var svo sannarlega stoð og
stytta sinnar fjölskyldu. Honum
gekk vel í námi í Verzlunarskólanum
og hafði verið valinn til æfinga hjá
unglingalandsliðinu í knattspyrnu.
Hvernig mátti það vera að einmitt
hann, einkasonur móður sinnar og
haldreipi móðurforeldra sinna og
Kára, væri hrifmn brott svona ung-
ur? Þetta fannst mér gjörsamlega
óskiljanlegt. En fjölskyldan var
sterk í hinni miklu sorg og hún leit-
aði huggunar í trúnni á Guð almátt-
ugan.
Alla tíð síðan hef ég haldið sam-
bandi við fjölskylduna í Steinagerði..-;
Ólöf og Sigurður eru látin fyrir all-
nokkru og nú er Kári búinn að yfir-
gefa okkur. Eftir lifir Júlla. Ég hitti '
Kára nokkrum sinnum á vellinum, ,'
einkanlega á leikjum Víkings. Gengi
Víkings var honum ætíð efst í huga í
okkar samtölum. Síðast hitti ég hann
á Náttúrulækningahælinu í Hvera-
gerði þegar hann dvaldi þar með
Erlu vinkonu sinni. Það var ánægju-
legstund sem égmun ekkigleyma.
Eg hygg að þeir sem kynntust
Kára Sigurðssyni muni geyma minn-
ingu hans í hjarta sínu. Veri vinur !Í
minn Kári kært kvaddur.
Sigtr. Sigtryggsson.
SIGURÐUR
HELGASON
+ Sigurður Helga-
son fæddist í
Reykjavík 19. ágúst
1954. Hann lést 25.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar     hans:
Helgi Kristinn Jóns-
son prentari, f. 27.
maí 1932, d. 3. apríl
1993 og Þóra Guð-
mundsdóttir, aðstoð-
arstúlka hjá Styrkt-
arfélagi lamaðra og
fatlaðra, f. 16. febrú-
ar 1932. Systkini: 1)
Guðmundur, prent-
ari, offsetskeytinga-
maður og nemi í húsasmíði, f. 22.
september 1950. Fyrrverandi
kona hans er Bryndís Birnir
Björnsdóttir, f. 11. júní 1951.
Börn þeirra eru. a) Helgi Björn, f.
1974, b) Margrét Þóra, f. 1976, c)
Davíð Órn, f. 1980 og d) Brynjar
Óli, f. 1985. Unnusta Guðmundar
er Álfheiður Agnes Jónsdóttir,
prentari, f. 24. apríl 1959. 2) Þór-
dís, fulltrúi, f. 12. júní 1952. Fyrr-
verandi maður hennar er Jón
Ágúst Eggertsson, f. 20. ágúst
1953, hann býr í Noregi. Þeirra
börn eru: a) Eggert Þór, f. 1972
og b) Margrét Jóna,
f. 1976. 3) Berglind,
sjúkraþjálfari, f. 22.
september     1956.
Hennar maður er
Björn Hermannsson,
framkvæmdasljóri
Landsbjargar, f. 2.
október 1955. Þeirra
börn eru: a) Birna, f.
1980, b) Anna
Regína, f. 1982 og, c)
Helgi Kristinn, f.
1989. 4) Kristín,
prentsmiður, f. 26.
júní 1963. Hennar
maður er Jakob Við-
ar Guðmundsson, prentsmiður, f.
7. janúar 1956. Sonur þeirra er
Sturla Viðar, f. 1986.
Sigurður tók sveinspróf í off-
setskeytingu 19. júní 1982. Hann
starfaði í prentsmiðjunni Grafík
hf. 1976-1988, ísafoldarprent-
smiðju hf. 1988-1991, prent-
smiðju Árna Valdemarssonar
1991-1994 og í prentsmiðjunni
Odda frá 1995 til dauðadags.
Utför Sigurðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 8. mars og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Á morgun verður til moldar borinn
mágur minn Sigurður Helgason.
Siggi, eins og hann var alltaf kallað-
ur, greindist með illkynja sjúkdóm
seint á haustdögum. Þá var strax
séð að engri lækningu yrði við kom-
ið. Hann lést á heimili móður sinnar
aðfaranótt 25. febrúar sl.
Siggi fæddist og ólst upp fyrstu
árin í Reykjavík en flutti 6 ára gam-
all í Kópavoginn þar sem hann gekk
í barna- og unglingaskóla. Fyrst
eftir að grunnskóla lauk vann hann í
nokkur ár hjá Bókaverslun Snæ-
bjarnar en sneri sér að námi í off-
setskeytingu árið 1978. Hann starf-
aði við fag sitt allt fram á haustdaga
er banastríð hans hófst, síðustu árin
í Prentsmiðjunni Odda. Þeirri
prentsmiðju hafði Siggi verið tengd-
ur frá fæðingu því faðir hans var
prentari þar í 25 ár og fyrstu æviár
Sigga bjó fjölskyldan uppi á lofti
prentsmiðjunnar við Grettisgötu í
Reykjavík. Sem barn og unglingur
var Siggi tápmikill og fjörugur ung-
ur maður en um tvítugt gerðist
hann meiri einfari og leið honum þá
best heima hjá sér. Hann las mikið
og átti mikið safn af góðri hljómlist
sem hann naut þess að hlusta á.
Siggi hafði vindinn oftar í fangið en
við hin og oftast var vindurinn
kröftugur. Þegar lægði á milli átti
hann sína góðu daga.
Nú þegar helstríðinu er lokið vilj-
um við sem næst honum stóðu færa
þeim sem komu honum til hjálpar
við umönnun og linun þjáninga, okk-
ar bestu þakkir. Þar ber helst að
nefna starfsfólk handlækningadeild-
ar Landspítalans og heimahlynning-
ar Krabbameinsfélags íslands.
Fjölskyldan í Daltúni sendir
bróður, mági og frænda hinstu
kveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar
Helgasonar.
Björn Hermannssson.
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máskefyrrenafégveit.
Heilsa, máttur, fegurð, fjör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla hveifull reykur.
(B.Halld.)
Okkur vinnufélögum Sigurðar
Helgasonar var illa brugðið þegar
við fréttum hversu alvarleg veik-
indi hans voru. Og minnir það
óneitanlega á hversu lífið er hverf-
ult, að maður í blóma lífsins skuli
einn dag fara til rannsóknar og síð-
an fá þann úrskurð að ekkert sé^
hægt að gera og örstutt sé til enda-
loka.
Siggi hafði að vísu kennt sér
meins um tíma en fæstir vissu neitt
um það því hann var ekki maður
sem ræddi mikið um eigin hagi.
Hann stundaði sína vinnu var iðju-
samur og duglegur og mikið snyrti-
menni. Hann vildi hafa reglu á hlut-
unum og fengum við að heyra það,
ef ekki var gengið vel frá híutunum
kringum borðið hans á vaktaskipt-
um. Það er sárt að sjá á eftir félaga
sínum hverfa á braut svo fljótt ogi
langt um aldur fram.
Við munum minnast Sigga með
söknuði og hlýhug og óska honum
Guðs friðar og blessunar. Hann var
góður vinnufélagi. Við sendum móð-
ur hans, systkinum og öðrum vinum
og vandamönnum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Vinnufélagar í filmudeild  '
prentsmiðjunnar Odda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64