Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-56   SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Þ
AÐ er eitthvað kæru-
. leysislegt í fari Benieio
I Del Toro; eins og hann
vilji helst liggja bara í
rúminu alla daga; eins og
honum standi nákvæmlega á sama
um allt og alla. Og alveg örugglega
þetta viðtal. En samt hefur maður á
tilfinningunni að hann geri allt vel
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Hann er grannur og dökkur yfirlit-
um en hann var ekki svona grannur
á sama tíma í fyrra. Þá hafði hann
bætt á sig 20 kflóum fyrir hlutverk
dr. Gonzo í Hræðslu og viðbjóði í
Las Vegas. Hvernig fór hann eigin-
¦ lega að því?
„Ég borðaði mikið af kleinuhringj-
um," svarar hann grafalvarlegur.
„Eg varð að vera fljótur."
- Hversu langan tíma hafðirðu?
„Um níu vikur."
- Varþetta skemmtiiegt?
„Já," svarar hann og brosir. „Það
var gaman að borða. Hins vegar var
erfitt að ná því af sér aftur. Ég gerði
það hægt og bítandi á þremur mán-
uðum."
Líkið fannst aldrei
- Hvert er álit þitt á bókinni sem
myndin er gerð eftir?
„Eg lagði handritið frá mér í miðri
lesningu og las bókina í fyrsta skipti.
h Ég varð þegar aðdáandi stfibragða
Hunters S. Thompsons. Ég las líka
um Oscar Costas, náungann sem dr.
Gonzo var byggður á. Það var
sjálfsævisaga hans sem nefnist
Sjálfsævisaga brúna vísundarins."
- Hittirðu Osear? Er hann á lífi?
„Hann  er  gufaður  upp.  Hann
hvarf árið 1974 og enginn veit hvort
hann er dauður því líkið hefur aldrei
fundist. Það eru uppi kenningar um
hvað varð um hann en ekkert hald-
bært hefur komið í ljós."
-Nú?
-   ,Að hvarfið hafi tengst eiturlyfja-
viðskiptum á hafi úti; hann hafi verið
skotinn og líkinu kastað fyrir borð.
En það er ekki vitað fyrir víst."
-Hvernig gekk samstarfíð við
Terry Gilliam?
„Vel," svarar Del Toro. „Ég er
mikill aðdáandi myndarinnar Brasil-
íu. Honum virðist takast að búa til
eigin veröld, heim Terrys Gilliams.
Auðvitað tekur hann mið af viðfangs-
efninu en hann skapar engu að síður
heim sem er einstaklega leikara-
vænn."
Eins og Humphrey Bogart
- Hvaða tilfmningu hefurðu gagn-
vart dr. Gonzo?
„Um það bil þá sömu og gagnvart
1 Hunter. Eini munurinn er sá að ég
dái Hunter S. Thompson og óttast
hann kannski svolítið líka. Svo var ég
líka svo heppinn að hitta Hunter. Ég
spurði hann: Hvernig var samband
ykkar Osears?"
[Benicio líkir eftir Hunter hásri
viskíröddu.] „Hann var mjög
óheflaður og ruddalegur. En þegar
þú leikur hann, leiktu hann þá eins
og Humphrey Bogart."
En hvernig var sambandið á milli
ykkar? spurði ég aftur.
Benicio Del Toro í Hræðslu og viðbjóði í Las Vegas
Bætti á sig 20 kflóum
í kleinuhringjum
Það hefði heldur ekki gengið að
vera undir áhrifum vímuefna. Undir-
búningsvinnan fyrir myndina, fyrir
vímuatriðin, fólst að miklu leyti í
lestri bókarinnar. Hunter lýsir því til
dæmis hvernig er að taka inn eter.
Það kemur fram í myndinni. En
maður þarf ekki að upplifa það sjálf-
ur."
- Varástu ekki forvitinn?
„Jú, ég kannaði þetta," svarar Del
Toro, „og komst að því að á þriðja
áratugnum voru starfræktir barir
sem buðu upp á eter. Þá hefur verið
gaman að lifa."
Enginn glamúr að æla
- Hver er reynsla þín af eiturlyfj-
um?
„Sígarettur, áfengi, kaffín."
- Engin harðari efhi?
„Nei, raunar var ég 23 ára þegar
ég byrjaði að reykja. Eg er hræddur
við sterkari efni. En ég skil brjálæð-
ið, ofsóknarkenndina, sem þeim fylg-
ir. Ég hef rætt við fólk sem hefur
verið á þessum efnum dögum saman.
Einn þeirra hafði unnið í anddyrinu
á Holiday Inn, oft tekið sýru og
sagði mér að enginn hefði tekið eftir
því í vinnunni."
-Getur það verið? Eru áhrifin
ekki einmitt þannig að menn halda
að enginn taki eftir neinu þegar þeir
eru í raun eins og taugabilaðar end-
ur í teiknimynd Disney á hraðspól-
un?
„En getur ekki verið að menn sem
eru á kafi í vímueftram byggi upp
sterkara þol?" spyr Del Toro á móti.
- Ekki nennir blaðamaður að rök-
ræða um það og spyr næstu spurn-
ingar: Myndin hefur verið gagnrýnd
fyrir að dásama eiturlyf.
„Hvað um atriðin þegar ég æli úr
mér lungunum á klósettinu?" svarar
Del Toro háðskur. „Ég sé ekki hvað
er svona dásamlegt við það. Vissu-
lega hefur myndin skemmtanagildi
og er fyndin. En mér finnst hún ekki
vera  full  af glamúr.  Mér finnst
„Persónan sem ég
leik er undir áhrifum
meskalíns, sýru,
kókaíns, áfengis,
áfengis, meiri sýru.
Hversu samkvæmur
sjálfum sér getur
maður verið?"
JOHNNY Depp og Benicio Del Toro í Hræðslu og viðbjóði í Las Vegas.
„Hann var vondur maður; það var
ekki mikið í hann spunnið." í al-
vöru!? spurði ég. „Heyrðu mig,"
svaraði hann. „Ég hef aldrei eignast
betri vin en hann.",,
Del Toro bætir við af þunga: „Þá
varð ég djúpt snortinn." Hann held-
ur áfram: „Vinátta þeirra var mjög
athyglisverð, ekki ósvipuð og í bók-
inni. Þeir voru alltaf að ögra hvor
öðrum á ólíklegasta hátt. En ef mað-
ur les ævisögu Oscars Sjálfsævisögu
brúna vísundarins
þá lýsir hann fyrsta skipti sem hann
hitti Hunter S. Thompson. Hann lýs-
Byrjendanámskeið hefst  /KRAI7\
9m.*m             \JnUS90
SÍMI 551 5103
ir Hunter með orðinu „kóngur" og
lýsingin er mjög svipuð lýsingu
Hunters á dr. Gonzo: Illa innrættur,
brjálaður, árásargjam og ef til vill
kynþáttahatari."
Rústaði framtíðinni
-Hvernig lynti þér við Johnny
Depp? Var vinátta ykkar eitthvað í
líkingu við vinasamband þeirra fé-
laga?
„Ekki utan tökustaðar," svarar
Del Toro og hlær. „Ég held að sam-
band okkar Johnnys hafi verið
þannig að við höfðum báðir ást
bókinni og ástrfðu fyrir textanum.
Við vildum fara meira eftir bókinni
en gert var í upprunalega handritinu
og Terry leyfði okkur það. Ég held
að við það hafi myndast traust á milli
okkar. Eftir það var ég að sinna mín-
um verkefnum og hann sínum. En
við treystum hvor öðrum. Eg dáist
að honum sem leikara og veit að
hann leggur sig fram."
- Ég heyrði utan afmér á sýningu
myndarinnar að þú litir mun betur
út en dr. Gonzo og menn höfðu
áhyggjur afþví að þú værir að rústa
framtíðarmöguleikum þínum í
Hollywood með því að táka að þér
þetta hlutverk.
„Það er ég alveg viss um,"tekur
hann glaðhlakkalega undir. „Ég hef
sagt það alveg frá byrjun. Þessi
mynd á eftir að rústa ferli allra sem
koma nálægt henni. Ég hef greini-
lega haft rétt fyrir mér."
-Þetta getur varla talist hefð-
bundin stórmynd frá Bandaríkjun-
um. Voruð þið ekki undir neinni
pressu að fylgja betur formúlunni úr
Hollywood?
„Órugglega," svarar hann. „Bókin
er sérkenmleg og ég held að myndin
komist ekki nær henni. Ekki er hægt
á     BEmci°»enZ
er heídur rfin,.   .
að gera alla bókina að kvik-
mynd. Eg las um mig í gagnrýni að
ég væri ekki nógu samkvæmur sjálf-
um mér í myndinni. En persónan
sem ég leik er undir áhrifum meska-
líns, sýru, kókaíns, áfengis, áfengis,
meiri sýru. Hversu samkvæmur
sjálfum sér getur maður verið? Bók-
in er óreiðukennd og það réttilega."
Vakti alla nóttina
- Neyttir þú vímuefna til að búa
þig undir tókur á myndinni?
„Nei," svarar hann. „Ég vakti alla
nóttina fyrir tökur á einu atriðinu en
það féll út á klippiborðinu. Hug-
myndin var sú að ég yrði rauðeygður
með bauga undir augunum, en raun-
in varð sú að ég byrjaði að drekka
kaffi klukkan sex um morguninn út-
taugaður og varð að setja á tónlist til
að komast í réttu stemmninguna.
Þegar sólin byrjaði að gægjast
fram úr skýjunum um ellefuleytið
leið mér eins og það þyrfti að leggja
mig inn á spítala; ég yrði að fá svefn.
Þetta voru stór mistök. Ég var bara
virkilega þreyttur í tökunum og það
gengur ekki í þessari mynd.
"^fnyndinni.
margt ljótt í henni."
- Myndin var frumsýnd í Cannes.
Er það ekki nákvæmlega staðurinn
til að frumsýna mynd á borð við
bessa, þar sem stemmningin er öfga-
kennd og yfirdrifin?"
,Alveg áreiðanlega," svarar hann.
„Ég held að New York sé líka öfga-
kennd og yfirdrifin. Maður sér
margt skrýtið á götum úti. Ef til vill
eru Cannes og New York viðeigandi
staðir fyrir myndina og þar með er
það upptalið." Hann bætir við eftir
stutta þögn: „Við skulum ekki
gleyma heimili Hunters S. Thomp-
sons."
- Og Reykjavík? spyr blaðamaður.
„Ert þú þaðan?"
-Já.
„Vá," segir hann, horfir gaum-
gæfilega á blaðamann og bætir við:
„Víkingar!"
-Að lokum: Hvernig leikstjórar
eru aðþínu skapi?
„Ég vil vinna með leikstjórum sem
þora að taka áhættur og vinna út frá
hjartanu."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64