Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 6
6 B . SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Úr hdmi harmonihu IMANNLEGU lífi eru margskonar kennileiti sem varða veginn. Sum þessara kennileita þykir okkur vænt um vegna þess að þau minna okkur á glaðar og góðar stundir eða tengja okkur tímabilum sem okkur þykir gaman að heyra um. Harmon- ikan er eitt þessara kennileita sem tengja okkur við skemmtilegar stundir í fortíð og nútíð. Síðast liðið mánudagskvöld var saga harmon- ikunnar rakin í Þjóðleikhúskjallaran- um að viðstöddum mörgum harmon- ikuspilurum og áheyrendum. Olafur Kristjánsson formaður Harmoniku- félags Reykjavíkur hefui- kannað sögu þessa hljóðfæris sem svo ríkan sess hefur áunnið sér í skemmtanlífí Islendinga á þessari öld. Upphaf harmonikunnar er að sögn Ólafs rak- ið til hjóðfærisins cheng, sem Marco Polo kom með með sér frá Kína um 1500, en upphaf þess er aftur rakið allar götur til 3000 fyrir Krist. Á slíkt hljóðfæri er enn spilað í Asíu og það hefur titrandi hljóma líkt og harmonika. Orgelsmíðalærlingurinn Fredrich Bussman gerði sér hljómborð með belg til þess að eiga auðveldara með að stilla orgel og það tiltæki varð svo trúlega upphaf þeirrar hugmyndai- að smíða hljóðfæri sem létt væri að ferðast með og spila undir dansi, svo sem t.d. sígaunar gerðu. Um 1827 fékk Christian Messner einkaieyfí á hljóðfæri sem nefndist Mundéoline og Cyril Demian smíðaði svo harm- oniku árið 1829. Sama ár smíðaði Charles nokkur Wheatstone átt- strengt hljóðfæri sem hann nefndir Concsetinu, hljóðfæri með munn- hörputónum. Fjölmargar gerðir af harmonikum hafa verið smíðaðar, tvær aðal gerðh- eru til af harmonik- um, það er píanó- og hnappaharmon- ikur. Frakkar hófu smíði á harmonik- um árið 1830 og tveimur árum síðar voru nítján verksmiðjur í París teknar að framleiða harmonikur. I framhaldi af því voru stofnaðir skól- ar og kennslugögn gerð til þess að kenna harmonikuspil eftir nótum. Frakkar voru ieiðandi í framleiðslu á harmonikum til 1860, þá fór Paolo Soprani, ítalskur bóndasonur í Castelfídardo, að smíða harmonikur sem þóttu taka öðrum fram um tón- gæði. Aðdragandi þess var sá að austurríkskur pílagrímur sem var á heimleið frá Lorato gisti hjá Soprani-fjölskyldunni. Meðferðis hafði hann franska harmoniku (My- sterious Sound box) sem Paolo fékk að taka sundur og skoða kerfið í. Italir framleiða núna flestar harm- onikur, en þær hafa einnig verið framleiddar í mörgum öðrum lönd- um, svo sem í Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Englandi, Ameríku, Rússlandi, Tékkóslóvakíu, Kína og víðar. Við tóna harmonikunnar Nú skulum við víkja okkur niður í Þjóðleikhúskjallara. Þai- stendur mikið til. Menn í hvítum skyrtum eru önnum kafnir við að taka upp harmonikur sínar og gera þær klár- ar fyrir spilamennsku, meðan aðrir stappa laust niður dansfætinum, óþolinmóðir eftir að harmonikutón- arnir fari að hljóma. Flest sæti eru skipuð en ég fæ leyfi til að setjast við borð hjá tveimur mönnum þar ÓLAFUR er formaður Harmönikufélags Reykjavíkur Harmonikan hefur skipað veglegan sess í skemmtanalífí Islendinga, við undirleik hennar hefur mörg ástarsagan byrjað, og í framhaldi af þvi margt lífíð kviknað. Guðrún Guðlaugsdóttir fór um daginn á menningarkvöld harmonikunnar í Þjóðleik- húskjallaranum og fræddist þar um sögu þessa fræga hljóðfæris og tók menn tali sem gert hafa veg harmonikunnar ----------------- —,r -■■ ■ ....—..... mikinn á Islandi. sem nýtur góðs útsýnis til sviðsins. Meðan kynnirinn, Björn Ólafur Hailgrímsson, greinir frá að nú fari í hönd óæfð dagskrá sem hafí ekki einu sinni „generalprufu" á bak við sig þá litast ég um í salnum. Greini- lega er meðalaldur harmonikuunn- enda vel yfir unglingsmörkunum, ef marka má áheyrendurna sem þarna sitja og bíða. Mennimir sem ég sit hjá eru þarna að eigin sögn fyrir misskilning. Þeir ætluðu að hlusta á Ijóðadagskrá sem hafði nokkuð löngu áður verið fyrirhuguð þetta kvöld - þar átti að flytja ástarljóð eftir Pál Ólafsson. Dagskráin hefst með því að nokkur pör feta sig fram á gólfíð og taka að stíga dans við eigið raul. Kynnir segir að þannig hafí landinn skemmt sér fram til þess tíma er harmonikan nam hér land um 1850. Það voru franskir sjó- menn sem höfðu hana í farteskinu og kenndu Islendingum að spila á hana. Frakkar höfðu manna helst milligöngu um að útvega hingað harmonikur aliar götur fram yfir seinna stríð að Norðmenn bættust í hóp þeirra sem sáu íslendingum fyr- ir harmonikum og kenndu mörgum þeirra fyrstu tökin á þessu þá æ vin- sælla hljóðfæri. Tengsl við ytri og innri fortíð I Þjóðleikhúskjallaranum kemur nú fram á sviðið maður með pínu- litla hnappaharmoniku, forvera þeirra sem síðar komu fram á sjón- arsviðið. Þótt nikan sé lítil eru dans- arar greinilega allshugar fegnir framlagi hennar og herða dansinn - sumir snúast þó hraðar en aðrir. Tvöfalda harmonikan kemur svo fram á sjónarsviðið þetta kvöld í fangi Ólafs Þ. Kristjánssonar sem leikur á hana Dansið þið sveinar - öðru nafni Húrra, nú ætti að vera ball. Kynnirinn lætur þess getið að engir tveir menn spili eins á harm- oniku og að engar tvær harmonikur hljómi alveg eins. Sessunautar mín- ir eru óánægðir með hvað rómantík- in ræður litlu í þessari harmoniku- dagskrá og taka að ókyrrast. Þeim ætti þó ekki að vera í kot vísað hvað fortíðarþrána snerth- því Ulrick Falkner tekur nú að þenja 75 ára gamla Hohnerharmoniku og hefur það Herragarðspolka. Dansfólkið gerir skyldu sína og meira til. Eg hlusta á fjöruga en gamaldags dans- tónlistina og velti fyrir mér hvort „sjarmi“ harmonikutónlistarinnar sé ekki einmitt tengsl hennar við fortíð fólksins í landinu og fortíðina innra með okkur sjálfum. Því verð- Ljósmynd:Morgunblaðið/Kristinn KARL Jónatansson spilar í Þjóðleikhúskjallaranum. Vorum „populerir“ Karl Jónatansson spilaði fyrst opinberlega árið 1935 í sfldarverksmiðjunni að Krossa- nesi. Hann var ellefu ára gamall og sat nú þarna og spilaði fyrir dansi svo norsku sjó- mennirnir og verksmiðjustarfsmennimir gætu skemmt sér svolítið milli vinnutarn- anna. „Á ballinu var skotið saman handa stráknum og fékk ég 7 krónur 30 aura í hattinn sem látinn var ganga á milli rnanna fyrir mig. Eg var mjög ánægður og montinn. Þá var tímakaupið í verksmiðjunni 1 króna og tíu aurar. Þá fengust 22 vínarbrauð fyrir tímakaup verkamanns en nú fást Qögur - og helst voru þau gömlu betri en vínarbrauð nútímans," segir Karl. Karl var eldra bam foreldra sinna Jónatans Hallgrímssonar og Sigurborgar Daníelsdóttur sem bjuggu fyrst í Blikalóni á Melrakkasléttu. Þar eignaðist Karl sína fyrstu harmoniku. „Eg var níu ára og pabbi kom einu sinni til mm og segir við mig: „Langar þig ekki til að prófa harmoniku?" Eg vissi varia hvað það var en sagði samt undir eins já. „Viltu þá fóma öllu sem þú átt til að eignast harmoniku?“ sagði pabbi. Ég játti því líka. Þá seldi hann fyrir mig tvær rollur sem ég átti og ég fékk í staðinn 60 bassa hnappaharmoniku og spilaði á hana til 12 ára aldurs. Foreldrar Karis fluttu skömmu síðar með fjölskyldu sína í Krossanes, rétt við Glerárþorp á Akureyri og þar byijaði Karl að spila á harmonikuna fyrir alvöm og reyndar lika fótbolta. „Ég var miðvallarmaður í Þór í mörg ár, ég átti þátt í því að rífa það félag upp,“ segir Karl. „Við höfðum yfirburði yfir KA þá. Illskan milli félaganna var mikil, menn töluðust yfirleitt ekki við, það var bara barist. En ég hafði þann hátt á að fara fram á völlinn og heilsaði KA-strákunum með handabandi og gerði að gamni mínu við þá. Þegar félagar mínir í Þór sögðu: „Að þú skul- ir tala við þessi helvíti," þá svaraði ég: „Þetta era bara andstæðingar mínir meðan við eram að spila, þar fyrir utan em margir þeirra vin- ir mínir eins og þið,“ og við það sat. En ekki var þessi afstaða mín vinsæl. Á sumrin vann ég í Krossanesverksmiðj- unni frá því ég var ellefu til tólf ára. Við strákarnir vomm á eitthvað lægra kaupi en eldri verkamenn. Við vorum settir í mjölhús- ið og áttum að koma þungum sekkjum upp í stæður, kannski lengst uppi. Við roguðumst með 50 kflóa sekkina í stæðumar og bölvuð- um oft hraustlega á meðan, enda löðrandi sveittir. Þá sagði einu sinni einn karlinn: „Blessaðir drengir mínir, þið þurfið nú ekki að kvarta. Þið eigið framtíðina fyrir ykkur og tæknin er alltaf að verða meiri. Þegar þið verðið fullorðnir þá getið þið bara staðið og ýtt á takka og þá labbar sekkurinn upp í stæðuna og kemur sér fyrir. Tæknin mun gefa mönnum svo mikinn pening að þið þurf- ið ábyggilega ekki að vinna nema kannski þijá eða fjóra tíma á dag, þá hafið þið nóg til að framfleyta fjölskyldu." Tæknin kom vissu- lega en hinn mikli ágóði og góða frí hefur látið á sér standa. Mér verður stundum hugs- að til þessa spádóms gamla verkamannsins." Var stundum syfjaður í barnaskólanum Frá því að Karl spilaði fyrir norsarana í Krossanesi þá tók hann til við að spila fyrir dansi. „í öllum Eyjafirði, má segja,“ segir hann þar sem ég króa hann af baksviðs í Þjóðleikhúskjallaranum í kaffihléi á harmon- ikukvöldinu, en þar fer þetta viðtal fram inni á miðju eldliúsgólfi. „Ég spilaði alltaf einn og ég var stundum syfjaður í barnaskólanuni á mánudajgsmorgnum,“ bætir hami við og hlær. „Eg náði strax vinsældum, ekki vantaði að ég væri reglusamur, svo ungur sem ég var, það vom ekki allir harmonikuleikarar á þessum tima, sumir vom talsvert blautir." Svo kom að því að Karl vildi fá sér kraft- meira hljóðfæri en gömlu hnappaharmonik- una. Hann keypti nýja harmoniku af Norð- manni einum sein var sjómaður á einum norska bátnum. „Harmonikan kostaði 400 krónur sem var svo mikið fé að ég sá enga leið til að útvega það,“ segir hann. Daníel Illugason afi Karls bjó á æskuheimili hans og hafði löngum gaman af að hlusta á dóttur- soninn æfa sig á nikkuna. „Afí var þannig maður að fólk bað hann ógjarnan um lán, _ hann var mjög passasamur um alla hluti. Ég hafði eitthvað rætt um löngun mína til þess að kaupa umrædda harmoniku, en ég komst að því að pabbi átti ekki peninga til að lána mér svo ég hætti bara að tala um þetta. Svo þegar Norðmaðurinn var að fara að tveimur dögum liðnum þá segir afi allt í einu: „Hvemig var þetta með harmonikuna, vant- ar þig ekki peninga fyrir henni?“ Ég tók þessu fálega en afi hélt áfram: „Ætli ég verði ekki að lána þér fyrir nýrri harmoniku, það er best að við fömm inn á Akureyri á morg- un og sækjum peninga í bankann,“ sagði hann. Svo lánaði hann mér 400 krónur og ég var að borga honum til baka næstu tvö árin. En það urðu allir mjög hissa að gamli maður- inn skyldi vilja leggja peninga í þetta. Þegar kom að því að ég eignaðist sonarson vildj Ingi sonur minn gefa honum mitt nafn. Ég sagðist aldrei hafa verið hrifinn af Karls- nafninu. „En ef þú vilt gefa mér nafnið þá láttu strákinn heita í höfuðið á afa mínum Damel - og það var gert,“ segir Karl. Drekk aldrei á pallinum Blaðamaður víkur talinu aftur að dans- leikjaspilamennsku Karls og spyr hann hvort öllu því skemmtilífi hafi ekki fylgt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.