Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12   LAUGAEDAGUR 13. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sjálfstæðisstefnan
í nútíð og framtíð
ÞRÍR málefnafundir í fundaröð
undir yfirskriftinni Sjálfstæðis-
flokkurinn í sjötíu ár voru haldnir á
Hótel Sögu í fyrrakvöld í tengslum
við 33. landsfund Sjálfstæðisflokks-
ins.
Flestir virtust kjósa að sækja
fund um sjálfstæðisstefnuna í nútíð
og framtíð í þéttsetnum Arsal en
færri þátttakendur voru á fundi
um Frelsi og framfarir í 70 ár og
fundi undir yfirskriftinni Frjáls
þjóð í frjálsu landi.
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, stiklaði á stóru í sögu
flokksins á fundi um Frelsi og
framfarir í 70 ár og umræður urðu
um kjörorð flokksins, Stétt með
stétt og Frelsi einstaklingsins.
Drífa Hjartardóttir sagði að af-
stæði frelsishugtaksins hefði gefið
fundarmönnum     tilefhi     til
ígrundana. Einnig bar á góma
hvernig umhverfi flokkurinn var
stofnaður í fyrir 70 árum þegar
haftastefna og kreppa var í þjóðfé-
laginu og aðstæðurnar þá bornar
saman við árangurinn í dag sem er
verðbólguhjöðnun og kaupmáttar-
aukning.
„Allir sem til máls tóku á fundin-
um voru á einu máli um að bæta
þurfi kjör öryrkja og aldraðra og
tóku undir orð formannsins við
setningu Landsfundar," sagði
Drífa. Aðrir frummælendur á fund-
inum voru Þorgerður K. Gunnars-
dóttir lögfræðingur, Eyþór Arn-
alds framkvæmdastjóri og Þórunn
Gestsdóttir sveitarstjóri.
Erfitt að spá um
þróun heimsmála
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra vék að sögu íslendinga á
fundinum Frjáls þjóð í frjálsu landi
og hélt því fram að íslendingar
hefðu í raun aldrei litið á sig í öðru
ljósi en sem frjálsa þjóð. Einnig
FUNDARGESTIR í Ársal Hótel Sögu í fyrrakvöld.
Morgunblaðið/Þorkell
gerði hann að umtalsefhi hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn gegndi for-
ystuhlutverki í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar. Hann lýsti þeirri
skoðun sinni að ástandið í Evrópu
væri í raun ótryggara eftir lok
kalda stríðsins. Nefndi hann að Hk-
lega hefði Persaflóastríð aldrei get-
að brotist út á dögum Kalda stríðs-
ins vegna andstöðu Sovétríkjanna
við hernaðaríhlutun Bandaríkj-
anna.
Björn sagði óvarlegt að spá
langt fram í tímann um þróun
heimsmála og benti á í því sam-
hengi að ekki hefðu menn geta
spáð um fall Berlínarmúrsins 1989
né  heldur  að  Ólafur  Ragnar
Grímsson yrði sá forseti íslands
sem færi til Póllands þegar Pól-
verjar gengju í Atlantshafsbanda-
lagið eða að Svavar Gestsson yrði
sendiherra árið 1999. Aðrir frum-
mælendur á fundinum voru Tómas
Ingi Olrich alþingismaður, Stefan-
ía Oskarsdóttir stjórnmálafræð-
ingur og María E. Ingvadóttir við-
skiptafræðingur.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor gerði m.a. að umræðu-
efni frjálsa samkeppni, sérhags-
muni og almannahagsmuni. Hann
sagði að hugsuðir átjándu aldar
hefðu séð það strax að manninum
verður ekki breytt með samþykkt-
um og frómum óskum. Maðurinn
væri að sumu leyti eigingjarn og að
öðru leyti óeigingjarn. Hann keppti
að sérhagsmunum sínum af meiri
krafti en almannahagsmunum ekki
síst vegna þess að hann hefði oft og
tíðum ekki mikla vitneskju um
hverjir almannahagsmunirnir eru.
Eftir ákveðnum leikreglum færu
þó sérhagsmunir hans í sama far-
veg og almannahagsmunir og þá
sprytti friður því þá væru hags-
munir launþega, vinnuveitenda,
karla og kvenna, ungra og gamalla,
þéttbýlisfólks og landsbyggðar-
fólks, þeir sömu. „Það er slík brú
sem er aðalatriðið í sjálfstæðis-
stefnunni," sagði Hannes Hólm-
steinn.
Davíð Oddsson
um forystu
næstu rflrisstjdrnar
Líta þarf
til styrks
og stærðar
flokka
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í svari við fyrirspurn á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins í gær að
ekki ætti að gera kröfu til þess fyr-
irfram að Sjálfstæðisflokkurinn
færi með forsætisráðuneytið yrði
fiokkurinn aðili að næstu ríkis-
stjórn, enda væri það samningsat-
riði á hverjum tíma. Á hinn bóginn
þyrfti þó að líta til styrks og stærð-
ar flokka.
Þetta kom fram í svari við fyrir-
spurn Þorvaldar Þorvaldssonar,
sem spurði hvort kæmi til greina að
afhenda framsóknarmönnum for-
sætisráðuneytið ef flokkarnir end-
urnýjuðu stjórnarsamstarf sitt.
Óskynsamlegt að leiða
ekki ríkisstjórnina 1983
„Við göngum ekki fram og gerum
kröfu til þess í stjórnarmyndunar-
samningum fyrirfram að Sjálfstæð-
isflokkurinn fari með forsætisráðu-
neytið. Á hinn bóginn þarf að líta til
styrks og stærðar flokka. I megin-
atriðum er það eðlilegra að sá flokk-
ur sem hefur meira fylgi á bak við
sig í stjórnarsamstarfi leiði ríkis-
stjórn. Þetta hefur verið samnings-
atriði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
gengið í ríkisstjórnarsamstarf án
þess að hafa forsætisráðherra. Það
var gert 1983. Ég tel reyndar að
það hafi ekki verið skynsamleg ráð-
stöfun þá. Engu að síður hefur
þetta verið gert. Þetta er samnings-
staða og ég held að við eigum ekki
að ganga fram á völlinn fyrirfram
og segja að það eitt komi til greina
að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkis-
stjórn. Það er dálítill frekjutónn í
því, þó að rök getið hnigið í þá átt-
ina. Við göngum opnir til allra
samningaviðræðna um stjórnar-
myndun, við hverja sem það nú
verður," sagði Davíð.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
Skipulagsreglur
flokksins verði
endurskoðaðar
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins
hefur lagt til við landsfund flokks-
ins að henni verði falið að skipa
sérstaka nefnd til þess að endur-
skoða skipulagsreglur Sjálfstæðis-
flokksins og leggja tillögur að nýj-
um reglum fyrir næsta landsfund.
Við endurskoðun skipulagsregln-
anna verði sérstakt tillit tekið til
þeirra breytinga sem orðið hafa á
skipan sveitarfélaga í landinu og
þeirra breytinga sem væntanlega
verða á kjördæmaskipan landsins
um næstu alþingiskosningar. Jafn-
framt verði hugað að þeim þáttum
sem snerta félagslega uppbygg-
ingu flokksins í því augnamiði að
starf hans megi ávallt verða sem
öflugast.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra fagnaði þessari tillögu
miðstjórnar á landsfundinum í
gær, en hann hefur eins og kunn-
ugt er komið fram með þá hug-
mynd að kosin verði fimm manna
framkvæmdanefnd er starfi við
hlið formanns flokksins. „Við kjós-
um hér miðstjórn á þessum lands-
fundi, en ég hef einnig varpað því
fram hvort ekki sé eðlilegt að kjósa
sérstaka framkvæmdastjórn sem
starfi með umboði landsfundarins
að ályktunum flokksins við hlið for-
manns flokksins," útskýrði hann.
Síðar sagði Björn: „Mál hafa
verið skýrð þannig m.a. að ég hafi
lagt til að embætti varaformanns
yrði lagt niður. Að sjálfsögðu þarf í
Sjálfstæðisflokknum að vera skýr
staðgengill formanns flokksins ef
til þess kemur að menn þurfa að
hlaupa í skarðið fyrir hann en það
er hægt að leysa það mál með öðr-
um hætti heldur en að kjósa vara-
formann hér á landsfundinum. En í
sjálfu sér var það ekkert höfuð-
atriði í mínum tillögum hvort hér
yrði kjörinn varaformaður eða
hvort þeirri skipan yrði háttað með
öðrum hætti, heldur hitt að lands-
fundurinn kysi framkvæmdastjórn
sem starfaði við hlið flokksleiðtog-
ans að því að vinna að stefnumálum
flokksins," sagði hann.
Morgunblaðið/Þorkell !
KARLAKOR Reykjavíkur söng fyrir sjálfstæðiskonur. I einu Iaganna fóru þeir á luión fyrir samkomugesti og i
sagðist Sólveig vonast til að slíkt hið sama yrði uppi á teningnum á landsfundinum. „Þetta er sérstakt tæki- '
færi þar sem allir þessir karlmenn falla að fótum okkar," sagði Sólveig og jafnframt vonaðist hún til að það I
yrði góður fyrirboði fyrir kjörið.                              I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92