Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 25 Finnur Ingólfsson á fundi með frammámönnum atvinnulífsins Ný uppspretta aukins hagvaxtar Aðalfundur RAFRÆN viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum við- skiptaháttum. Petta kom fram í máli Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á hádegisverða- fundi með frammámönnum atvinnu- lífsins nýverið þar sem áherslur og aðgerðir iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis á sviði rafrænna viðskipta voru kynntar. Sagði Finnur að við- teknar viðskiptavenjur myndu breytast við tilkomu rafrænna við- skipta, milliliðum fækka, viðskipta- kostnaður lækka, nánara samband myndi ríkja milh fyrirtækja og nýir markaðir og vörur myndu spretta upp. Því væri ekki að undra, að tal- að væri um hinn fullkomna markað sem muni koma til með að reynast öflugasta uppspretta hagvaxtar á næstu árum. I fréttatilkynningu kemur fram, að ráðherra hafi hvatt fulltrúa við- skiptalífsins til að taka höndum saman með stjórnvöldum til að vinna að framgangi rafrænna við- skipta. Markmið þeirrar vinnu er að tryggja að rafræn viðskipti njóti viðurkenningar að lögum þannig að frjór jarðvegur skapist fyrir ís- lenskt viðskiptalíf til að vera í farar- broddi á þessu sviði, sagði Finnur. Viðskiptaráðherra kynnti á fund- inum úttekt á íslenskum lögum með tilliti til rafrænna viðskipta sem tveir lögfræðingar, þeir Gunnar Thoroddssen og Skúli Magnússon, hafa unnið fyrir ráðuneytið. I skýrslunni, sem nefnist „Rafræn viðskipti - umfjöllun um íslensk lög“, komast höfundar að þeirri meginniðurstöðu, að ekki sé unnt að fullyrða að núgildandi lög tryggi það, að rafræn viðskipti verði metin til jafns við viðskipti sem staðfest eru með hefðbundinni undirskrift í viðskiptum þar sem venjan er að krefjast skriflegrar staðfestingar á viðskiptunum. Því sé rétt að al- mennar reglur séu settar, sem tryggi að löggerningar sem stofnað er til með rafrænum hætti njóti sambærilegrar stöðu cg hefðbundn- ir löggerningar. Lagagrundvöllur rafrænna viðskipta treystur I fréttatilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi skipað tvær nefndir til að treysta lagagrundvöll raf- rænna viðskipta. Önnur er fjögurra manna nefnd sem fjallar um rafræn- ar undirskriftir í viðskiptum, og er henni stýrt af Gunnari Jónssyni hæstaréttarlögmanni. Hinni nefnd- inni er ætlað að vinna að mótun reglna um rafrænan greiðslumiðil, eða rafeyri, og meta hvort þörf sé á sérstökum lögum um greiðslukorta- starfsemi. Er það níu manna nefnd með Yngva Öm Kristinsson, fram- kvæmdastjóra peningamálasviðs Seðlabanka Islands í forsæti. Auk þessara tveggja atriða eru megin aðgerðir ráðuneytisins á sviði rafrænna viðskipta á þessu ári á sviði greiðslumiðlunar, neytenda- verndar og þess að skapa sóknar- færi fyrir Islendinga á þessu sviði, enda eru rafræn viðskipti óháð tíma og stað. Hyggst ráðuneytið gera út- tekt á því hvar íslendingar geti látið til sín taka í þessari nýju tegund viðskipta, og hvað stjórnvöld geta gert til að tryggja að svo geti orðið. [ Dagskrá aðalfundar FBA árið 1999 Aðalfundur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 1999 kl. 15.00 í Borgarleikhúsinu. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda félagsins verða lögð fram til staðfestingar. 3. Meðferð hagnaðar. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðanda. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir síðastliðið og næstkomandi kjörtímabil. 7. Breyting á samþykktum félagsins, vegna tilkomu rafrænnar skráningar verðbréfa. 8. Önnur mál. \ 5 í Gögn sem lögð verða fyrir fundinn eru hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Ármúla 13a, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 17. mars 1999. I FJARFESTINGARBANKl ATVINNULÍFSINS H F Armúli 13a 108 Reykjavík Sími: 580 50 00 Fax: 580 50 99 www.fba.is NÝBYLAVECI 2 S í M 1 551, 2600 JIÖFUR Rúm fyrir fjölskylduna PEUGEOT PRÓFIÐ 'ST 1800 cc, ii2 hestafla vél * Viðarlnnrétting * Geislaspilari * Álfelgur * Vindkljúfur * ABS * Loftpúðar * Fjarstýrðar samlæsingar * Þjófavörn og margt fleira 406 Lion d’Or - 7 manna skutbíll 1,890.000 kr. PEUGEOT LjÖn A Vejinitnfí --- Opið ----- laugardag 13-17 sunnudag 13-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.