Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36   LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
#SWk
'r'V STUTT
Árásir á
Irak
BANDARÍSKAR herþotur,
sem hafa eftirlit med flugbann-
svæðinu yfir Norður-írak,
gerðu í gær árásir á loftvarn-
arstöðvar íraka norður og
norðvestur af borginni Mosul
eftir að flugmenn urðu varir
við að vélarnar höfðu verið
miðaðar út af jörðu niðri.
Sneru allar vélanna heilar á
húfi aftur til bækistöðva sinna
í Tyrklandi að árásunum lokn-
um. Tyrkir hafa að undanförnu
gert athugasemdir við árásir
Bandaríkjamanna en í gær
sögðu talsmenn Bandaríkja-
hers að Bandaríkjamenn og
Tyrkir hefðu leyst ágreinings-
mál sín í þeim efnum.
Laar forsætis-
ráðherra
Eistlands?
FULLTRÚAR miðfiokkanna
þriggja, sem tryggðu sér
meirihluta á eistneska þinginu
í kosningum í síðustu viku,
sögðu í gær að Mart Laar yrði
forsætisráðherraefni flokk-
anna. Lennart Meri, forseti
Eistlands, getur hins vegar
ekki útnefnt Laar forsætisráð-
herra fyrr en eftir að nýtt þing
hefur komið saman, en þing-
fundur er ráðgerður 25. mars
næstkomandi. Margir þakka
Laar þær gagnvirku efhahags-
umbætur sem landið fór í
gegnum í fyrri forsætisráð-
herratíð hans, en Laar varð
forsætisráðherra árið 1992,
einungis 32 ára gamall. Urðu
þær til að stuðla að hagvexti í
landinu og því að Evrópusam-
bandið ákvað að hefja viðræð-
ur við Eistland um aðild lands-
ins að ESB. Flokkur Edgars
Savisaars, fyrrverandi forsæt-
isráðherra, tryggði sér flest
sæti á eistneska þinginu í ný-
liðnum þingkosningum en
Meri er sagður mótfallinn því
að veita honum stjórnarmynd-
unarumboð.
Sendiherra
heim frá
Kongó*
BRESK stjórnvöld tilkynntu í
gær að þau hygðust kalla
sendiherra sinn í Lýðveldinu
Kongó heim eftir að sex bresk-
um og bandarískum stjórnar-
erindrekum var vísað þaðan
vegna gruns um njósnir. Mikil
spenna hefur verið í Afríkurík-
inu eftir að tilraun var gerð til
að steypa Laurent Kabila, for-
seta landsins, af stóli. Bretar
sögðu aðgerðir Kabilas gegn
stjórnarerindrekunum hins
vegar „tilhæfulausar og óvið-
unandi".
Spenna í
Angóla
RÍKISSTJÓRNIN í Angóla
hvatti í gær alla útlendinga til
að yfirgefa borgina Kuito, en
herlið UNITA-uppreisnar-
manna nálgast nú borgina,
sem er í miðju landinu.
UNITA náði borginni Cata-
bola, sem er um 50 kílómetrum
norðaustur af Kuito, á sitt vald
á þriðjudag og bardagar geysa
nú í nágrenni Kuito.
Reuters
Yehudi Menuhin
Yehudi Menuhin látinn
Lundúnum. Reuters.
FIÐLULEIKARINN heimskunni,
Sir Yehudi Menuhin, lést á sjúkrahúsi
í Berlín í gær, 82 ára að aldri. Bana-
mein hans var hjartaslag. Menuhin
fæddist í New York í Bandaríkjunum,
sonur rússneskra foreldra af gyðinga-
ættum, en varð breskur ríkisborgari
árið 1985 og var aðlaður árið 1993.
Menuhin var undrabarn í tónlist-
inni og þótti einn besti fiðluleikari í
heimi. Hann kom fyrst fram árið 1924
í New York, þá sjö ára gamall, og
hafði leikið á tónleikum í París, Lund-
únum og Berlín áður en hann náði 13
ára aldri. Hann fékkst einnig við
hljómsveitarstjórn og kennslu. „Nú
veit ég að til er guð á himnum," var
haft eftir Albert Einstein er hann
hafði hlýtt á fiðluleik Menuhins á tón-
leikum.
Yehudi Menuhin var í fullu fjöri
þar til í byrjun þessarar viku er hann
þurfti að aflýsa tónleikum í Berlín
vegna veikinda.
N-Kóreumenn
harðorðir í garð
Bandaríkjanna
Munu ekki hætta framleiðslu
langdrægra eldflauga
Tókýtí. Reuters.
NORÐUR-KÓRESK stjórnvöld
lýstu því yfir i gær að þau myndu
ekki slaka á stefnu sinni hvað fram-
leiðslu á eldflaugum varðar. Sökuðu
talsmenn N-Kóreu Bandaríkjastjórn
um að stefna að hernaðarlegum yfir-
ráðum í Asíu. Norður-Kóreustjórn á
um þessar mundir í viðræðum við
Bandaríkjamenn í New York vegna
neðanjarðarmannvirkis sem líklegt
þykir að hýsi kjarnorkurannsókna-
stöð.
„Eldflaugamálið í [Norður] Kóreu
er algert grundvallaratriði og er því
ekki hægt að leyfa neinar tilslakan-
ir," sagði talsmaður n-kóreska utan-
ríkisráðuneytisins.     „Bandaríkja-
stjórn skjátlast ef hún telur sig geta
„hindrað" eldflaugaframleiðslu N-
Kóreu með því að hefja „samvinnu"
við önnur ríki."
Talsmaður Starrs segir af sér
eftir rannsókn á fréttaleka
Washington. Reuters.
CHARLES Bakaly, talsmaður Kenn-
eth Starrs sagði af sér á fimmtudag.
Uppsögnin kom í kjölfar niðurstaðna
frumrannsóknar á fréttaleka frá
skrifstofu Starrs til fjölmiðla í tengsl-
um við rannsókn á málum Bill Clint-
ons, Bandaríkjaforseta. Málið hefur
nú verið sett í hendur bandaríska
dómsmálaráðuneytisins og liggur
Bakaly undir grun.
Fréttaskýrendur telja ljóst að
sterk tengsl séu á milli uppsagnar
Bakalys og rannsóknar á upplýsinga-
lekanum en lögmaður Bakalys segir
skjólstæðing sinn saklausan af ásök-
unum.
Málið snýst um frétt sem birtist í
New York Times 31. janúar sl. þar
sem fram kom að Starr hafði komist
að þeirri niðurstöðu að hægt væri að
sækja CUnton til saka fyrir meinsæri
og misbeitingu valds meðan hann
sæti í embætti Bandaríkjaforseta.
I fréttinni var vísað í „nokkra sam-
starfsmenn Starrs" sem heimildar-
menn og voru samstarfsmenn hans
yfirheyrðir í kjölfarið.
Þegar frumrannsðkn var gerð inn-
an embættis Starrs kom í ljós að ým-
islegt benti tO þess að Bakaly hefði
lekið upplýsingunum, en hann hafði
áður haldið sakleysi sinu fram.
Howard Shapiro, lögfræðingur
Bakalys, sagðist fullviss um að sak-
leysi Bakalys yrði sannað.
Shapiro sagði tímabært að Bakaly
segði nú af sér þar sem hann hefði
verið upplýsingafulltrúi Starrs með-
an á rannsókninni á máli Clintons
stóð. Ennfremur væri það eðlilegt
skref hjá Bakaly að snúa sér að
„einkageiranum," á ný.
Fulltrúar Bandaríkjanna og N-
Kóreu hafa fundað í New York í nær
tvær vikur. Hafa bandarísk stjórn-
völd farið þess á leit að þau fái að-
gang að neðanjarðarmannvirkinu. Ef
tekið er mið af yfirlýsingum N-
Kóreumanna er varla mikils árang-
urs að vænta af fundahöldunum.
Bandaríkjamenn sögðu hins vegar
í gær að þeir hefðu náð árangri í við-
ræðunum við Norður-Kóreumenn.
James Rubin, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, sagði að í við-
ræðunum hefði náðst viss árangur og
að málið hafi „þokast áfram".
Norður-Kórea er efst á lista leyni-
þjónustu Bandaríkjanna (CIA) yfir
þau ríki sem flytja út eldflaugar eða
tæknibúnað þeim tengdan. Er talið
að ríki á borð við írak, íran og Sýr-
land séu á meðal viðskiptavina Norð-
ur-Kóreustjórnar. Sérfræðingar telja
að stjórnvöld í Pyongyang hafi selt
elflaugar og annan vígbúnað fyrir allt
að 70 milljarða króna á ári.
Kim Jong-il, „ástkær leiðtogi"
Norður-Kóreu til dauðadags, lagði
mikla áherslu á þróun í eldflauga-
tækni og hefur n-kóreski herinn til
umráða þrjár gerðir meðal- og lang-
drægra eldflaugna sem allar geta
borið lífefna-, sýkla- og kjarnaodda.
Tilraunir N-Kóreuhers með Ta-
peo-dong-eldflaug í ágúst sl. vöktu
japönsk stjórnvöld til umhugsunar
um bágar eldflaugavarnir. Hafa Jap-
anir ákveðið að byggja upp gagneld-
flaugakerfi í samvinnu við Banda-
ríkjamenn. I heimsókn sinni til Japan
í vikunni sagði William Perry, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, að
Bandaríkjunum stafaði „alvarleg
ógn" af áformum Norður-Kóreu um
framleiðslu gereyðingarvopna.
Aldarafmælis Friðriks IX, síðasta krónprins Islendinga, minnst í Danmörku
Konungurinn sem lagði grund-
völlinn að nútíma konungdæmi
FYRSTI Danakonungurinn, sem
virti lýðræði, sá fyrsti, sem lét taka
við sig viðtal í útvarpinu og síðan í
sjónvarpinu. Með öðrum orðum:
Fyrsti nútímakonungur Dana.
Þannig hefur Friðriks IX Danakon-
ungs verið minnst í Danmörku í vik-
unni, en fslendingar geta rifjað upp
að öld er liðin frá fæðingu síðasta
íslenska krónprinsins, sem lést
1972. Konungsfjölskyldan minntist
afmælisdagsins, sem var á miðviku-
dag, með því að leggja krans í Hró-
arskeldudómkirkju, þar sem hann
er grafinn. Síðdegis var vinnuher-
bergi hins látna konungs opnað í
minningarstofum Amalíenborgar-
hallar og um kvöldið efndi Margrét
Þórhildur Danadrottning, elsta
dóttir Friðriks IX, til minningar-
tónleika um fóður sinn í Konung-
lega leikhúsinu.
Baldinn krónprins
Friðrik IX þótt með eindæmum
alþýðlegur, en var ástríðufullur
tónlistarmaður og fékk að stjórna
hljómsveitum. Hann var sjóliðsfor-
ingi og bar oftast einkennisbúning
sjóhersins við hátíðleg tækifæri.
Hann var snöggur að svara fyrir
sig og aragrúi spaugilegra sagna
er til af honum. Eitt sinn kom hann
í þingið, þar sem hann kom auga á
nútímamálverk. Honum var þá
sagt að þessi svarta mynd með
rauðum blettum væri af Viggo
Kampmann, fyrrverandi forsætis-
ráðherra. „Veit hann það sjálfur?"
spurði þá konungurinn. Nútímalist
Hann þótti villtur á yngrí árum, en það
var áður en kóngafólk var lagt í einelti af
fjölmiðlum, svo hann fékk nægan tíma til
að sanna sig sem góður og virtur kon-
ungur, segir Sigrún Davíðsdóttir um
--------------------------------------------------------------------------------r------------------------------------------------------
____ síðasta krónprins Islendinga.
féll honum aldrei.
Friðrik fæddist
1899, sonur Kristjáns
X, síðasta konungs ís-
lendinga. Á þeim tím-
um voru alvöru kon-
ungar fjarri lýðnum
og prinsar ekki aldir
upp til að eiga góða
æsku, heldur til að
búa sig undir framtíð-
ina. Faðir hans var
ekki mildur upp-
alandi, en Alex-
andrína drottning átti
ríkan þátt í að milda
hann og gera uppvöxt
sonanna Friðríks og       Friðrik IX
Knúts    bærilegri.
Friðrik reykti og skemmti sér, ekki
síst með kvenfólki, en stilltist eftir
að hann kvæntist.
Arfurinn eftir Friðrik IX
Þó Kristján X yrði nokkurs konar
sameiningartákn Dana undir her-
setu Þjóðverja er hann reið daglega
um Kaupmannahöfn þá
hafði hann ekki verið
vinsæll. Sem krónprins
sýndi Friðrik strax á
sér annað snið og sama
gilti um hann sem kon-
ung. Hann leit ekki svo
á að konungsfjölskyld-
an ætti aðeins að hafa
samband við embættis-
menn og æðstu stjórn-
málamenn, heldur
einnig við almenning.
Hann tók því upp á
að ferðast um landið og
það stundaði hann ötul-
lega,  líkt  og  Dana-
drottning hefur haldið
áfram að gera.  H.C.
Hansen sem var leiðtogi jafnaðar-
manna  og  forsætisráðherra  um
miðja öldina hafði á orði að Friðrik
konungur hefði verið fyrsti danski
konungurinn, sem skildi eðli lýð-
ræðis. Konungurinn sá að með nýj-
um timum yrði konungsfjölskyldan
einnig að breytast.
Þegar Friðrik varð konungur við
lát föður síns 1947 var tekið við
hann viðtal í útvarpinu. Þetta var í
fyrsta sinn sem danskur konungur
var tekinn tali í útvarpinu, svo það
var óneitanlega söguleg stund, þeg-
ar allir landsmenn áttu kost á að
heyra konunginn tala um starf sitt.
Hann undraðist reyndar að hann
hefði svo mikið að gera að hann
þyrfti jafnvel stundum að vinna líka
eftir hádegi. Og um leið og hann
sagði að konungsfjölskyldan byggi
bara eins og aðrar danskar fjöl-
skyldur sýndi hann útvarpsmannin-
um Góbelínsalinn, sem er heldur
stærri vistarverur en flestir þegnar
hans búa í.
Seinna fengu Danir svo að sjá
konunginn í sjónvarpsviðtali. Þarna
sat hann makindalega með pípuna
sína og rabbaði við spyrilinn, rétt
eins og þeir væru tveir einir. Þetta
var fyrir daga fjölmiðlaþjálfara og
enginn hafði sagt honum að langar
þagnir kæmu illa út, svo áhorfendur
fengu bæði að heyra konung sinn
tala og hugsa.
Með ferðum sínum og framkomu
í fjölmiðlum bjó Friðrik í haginn
fyrir komandi kynslóðir ríkisarfa,
því sterkar raddir meðal jafnaðar-
manna um miðja öldina um að
leggja konungdæmið af heyrast
ekki lengur í Danmörku. Jafnaðar-
menn líkt og aðrir rísa úr sætum
þegar konungsfjölskyldan mætir í
salinn. Það má því leiða að því
sterkum líkum að Friðrik hafi mjög
treyst konungdæmið danska.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92