Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40     LAUGAKDAGUR 13. MARZ 1999
ver Cafe
Það hafa fáir staðir notið jafn gífurlegra
vinsælda í London undanfarin ár og River
Cafe í Hammersmith. Steingrímur Sigur-
geirsson fjallar um River Cafe og ræðir við
matreiðslumann staðarins, Peter Begg, sem
er gestakokkur á La Primavera til 17. mars.
RIVER Cafe í Hammersmith
í London hefur á undanförn-
um árum unnið sér sess sem
einhver umtalaðasti og vin-
sælasti veitingastaður Bretlands líkt
og öllum þeim sem fylgjast með um-
fjöllun breskra fjölmiðla ætti að
vera ljóst. Það voru vinkonurnar
Ruth Rogers og Rose Gray sem
opnuðu staðinn í ónotaðri vöru-
skemmu árið 1987 eftir að Rose
hafði rekið Nell's Restaurant í New
York um skeið. Þær byrjuðu frá
grunni, hvorug þeirra er lærður
kokkur, og fyrst í stað var River Ca-
fe einungis opið í hádeginu og þjón-
aði aðallega eiginmanni Ruth, arki-
tektinum Richard Rogers, og starfs-
fólki hans. Smám saman fór rekst-
urinn að vefja upp á sig, staðurinn
varð vinsæll meðal starfsmanna höf-
uðstöðva BBC, sem eru í næsta ná-
grenni og ítalska veitingahúsið með
frábæru hráefnin var brátt á allra
vörum. Ekki hefur bókin River Cafe
Cookbook spillt fyrir, en hún hefur
selst í tæpri hálfri milljón eintaka og
framhaldsbókin River Cafe Cook-
book Two virðist ætla að verða álíka
vinsæl. Enda einstaklega fallegar og
vel gerðar bækur, þar sem spenn-
andi uppskriftir eru settar upp með
það skilmerkilegum hætti að flestir
ættu að ráða við þær.
Hvaðan koma vinsældirnar?
Margir hafa reynt að skilgreina
vinsældir River Cafe þannig að veit-
ingahúsið sé í raun tákn um Bretland
tíunda áratugarins. Einfalt en glæsi-
legt, ítalskt bændafæði og breska
þotuliðið. Ekki síst hefur Tony Blair
og hið „svala Bretland" hans verið
spyrt saman við River Cafe. Þótti
Peter Lilley, varaformanni íhalds-
flokksins, ástæða til að kvarta yfir
því í ræðu á flokksþingi íhaldsmanna
í fyrra að Bretland væri nú farið að
snúast um „Britpopp og River Cafe".
MORGUNBLAÐIÐ
h
Þegar litið er fram hjá öllu þessu
er hins vegar tvennt sem einkennir
River Cafe: bestu hráefni sem völ
er á og sígild, einföld ítölsk mat-
reiðsla. Sumir hafa viljað skýra
matreiðslu River Cafe sem Cucina
Rustica. Aðrir hafa lýst
henni sem „Italian Chic"
(ítölsk tískumatreiðsla).
Peter Begg, einn af matreiðslu-
meisturum River Cafe, sem þessa
dagana er gestakokkur á La Prima-
vera í Austurstræti, segist sjálfur
vilja lýsa matreiðslunni þannig að
um sé að ræða ítalskan mat og
ítalskt hugarfar. Vissulega séu ekki
ávallt notuð ítölsk hráefni, enskur
aspas sé t.d. stundum sá besti sem
sælkerinn
Morgunblaðið/Golli
fáanlegur sé, en hins vegar séu mat-
reiðsluaðferðirnar aldrei enskar,
segir Begg, sem starfað hefur á Ri-
ver Cafe síðastliðin þrjú ár. „Þetta
er blanda af ítalskri veitingahúsa-
og heimilismatarmenningu. Ruth og
Rose hafa báðar búið á
ítalíu og þær byggja á
þeirri reynslu. Margar
þeirra uppskrifta sem við notum má
rekja til lítilla veitingastaða eða
trattoria á ítalíu."
Hann segir breska fjölmiðla hafa
gert allt of mikið úr því að staðurinn
væri staður fína fólksins og að aðrir
ættu erfitt með að fá borð. Vinsæld-
irnar mætti frekar rekja til þess að
matargerðin félli fólki í geð og það
skildi hana. Menn stæðu ekki
frammi fyrir þeirri hættu líkt og á
fínum frönskum veitingahúsum að
vera hræddir við að gera eða segja
eitthvað rangt. Þá sé stemmningin
afslöppuð og það sama megi segja
um starfsfólkið, sem á sumrin klæð-
ist stuttbuxum og sandölum. Hann
segir það jafnframt yfirdrifið þegar
verið sé að spyrða staðinn saman við
Blair og Nýja Verkamannaflokkinn,
þótt River Cafe hafi stundum verið
kallað „Tonys Canteen" í gaman-
sömum tón í breskum blöðum. Þó
segir hann að eitt það skemmtileg-
asta sem hann hafi tekið þátt í hafí
verið er Blair hringdi og pantaði
mat á kosninganóttina er fyrir lá að
hann hafði unnið stórsigur. „Við eld-
uðum fullt af mat, pökkuðum honum
niður og sendum hann í leigubílum.
Það var skemmtilegt að það fyrsta
sem hann vildi eftir að hafa sigrað
var matur frá okkur. Þá er þetta
einnig í eina skiptið sem við höfum
útbúið mat til heimsendíngar."
Hráefhin skipta iilln máli
Hráefnisöflunin er einn mikilvæg-
asti þátturinn í rekstri River Cafe og
ekkert er sparað til að geta boðið
upp á bestu fáanlegu hráefni. Gagn-
rýni á verð einfaldra rétta er jafn-
framt yfirleitt vísað á bug með því að
vilji menn bestu hráefnin verði jafn-
framt að borga fyrir það. Vikulega
kemur ferskur mozzarella með flugi
frá Napólí, víninnflytjandi River Ca-
fe sér þeim jafnframt fyrir hágæða
ólívuolíum og litlir ræktendur sjá
staðnum fyrir fersku grænmeti auk
þess sem Rose Gray
ræktar grænmeti og
kryddjurtir á sumrin í
garði fyrir utan veit-
ingastaðinn. Begg
segir þær stöllur ekki
hafa verið ánægðar
með þau matvæli er
buðust á matvæla-
mörkuðum og því hafi
þær komið sér upp
sínum eigin birgjum.
Þegar þess er kostur
er notað lífrænt rækt-
að grænmeti, ekki af
hugsj ónaástæðum
eða pólitískri réttsýni,
heldur         hreinlega
vegna þess að það
bragðast betur, segir
Begg. Raunar er það
hráefnisöflunin sem
stendur líklega helst í
vegi fyrir því að River
Cafe opni útibú á
fleiri stöðum. Ef opn-
aðir yrðu staðir í New
York og Sydney yrði
að byrja upp á nýtt
með að finna réttu
birgjana og ekki yrði
hægt að bjóða upp á
mat úr sambærileg-
um hráefnum og í
London frá fyrsta
degi.
Það er því kannski ekki nema von
að eitt fyrsta verk Beggs hafi verið
að kanna hráefnisstöðuna á íslandi.
Hann hefur ekki mörg orð um græn-
metisúrvalið, það jafnist ekki á við
það sem hann á að venjast, en segir
það sjávarfang sem á boðstólum er
vera stórfenglegt. Því verði lögð
mikil áhersla á fisk og reynt að
föndra sem minnst við hráefmð. Boð-
ið er upp á þriggja rétta seðil á fóstu
verði í hádeginu og stærri og aðeins
dýrari seðil á kvöldin og verða allir
réttirnir teknir af matseðlum River
Cafe. Þarna er meðal annars að
finna sígilda River Cafe rétti á borð
við grillaðan smokkfisk með chili-
mauksósu og ofnbakaðan svínabóg í
saMumjólk og sítrónu. Rétti sem
hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess
á seðlinum í London, sem sífellt tek-
ur breytingum að öðru leyti, og eiga
sér fastan hóp aðdáenda sem fá sér
sömu réttina aftur og aftur. Sjálfur
segist Begg raunar vera svo hrifinn
af matreiðslunni að þegar hann fari
út að borða á frídegi borði hann yfir-
leitt á River Cafe og yfirleitt sama
réttinn, kolarétt, sem hann hyggst
elda hér úr lúðu. Lúðu segir hann
hins vegar lítið notaða í London,
ekki síst sökum þess hve dýr hún er.
Hann hlakki því til að nota hana hér.
Hvað kjöt varðar þá notar River Ca-
fe mikið af svínakjöti og einnig eitt-
hvað af lambakjöti. Nautakjöt hefur
hins vegar ekki verið á matseðlinum
um nokkurra ára skeið, vegna
kúariðumálsins, og mun það einnig
eiga við um þá rétti sem hér verða á
boðstólum.
Eirðarleysi í fótleggjum
MAGNÚS JÓHANNSSON SVARAR SPURNINGUM LESENDA
VEGNA allmikils fjölda fyrir-
spurna á undanförnum mánuðum
er hér birt aftur spurning og svar
um eirðarleysi í fótleggjum sem
birt var í þessum þáttum á árinu
1997.
Spurning: Að undanförnu hef
ég fundið fyrir kláða á fótunum.
Þetta byrjaði sem pirringur í
skinninu á öðrum hælnum og
færðist síðan fram með fætinum
utanverðum. Svo fór ég að finna
fyrir sams konar kláða ofan á
ristinni á hinum fætinum. Þetta
lýsir sér eins og að litlir maurar
séu að skríða á fótunum. Þetta
heldur oft fyrir mér vöku. Hvað
getur þetta verið?
Svar: Eftir lýsingunni að dæma
finnst mér líklegt að hér sé um
að ræða sjúkdóm sem á ensku
heitir „restless legs syndrome"
og kalla mætti eirðarleysi í fót-
leggjum á íslensku. Eirðarleysi í
fótleggjum hefur stundum verið
kallað „algengasti sjúkdómur
sem þú hefur aldrei heyrt talað
um" og er þeirri ábendingu beint
bæði til almennings og lækna.
Þessum sjúkdómi var líklega lýst
fyrst árið 1685 en honum voru
gerð rækileg skii 1945 og þá fékk
hann það nafn sem mest hefur
verið notað síðan (restless legs).
Þessi sjúkdómur getur hrjáð
fólk á öllum aldri, hann er sjald-
gæfur meðal barna en verður al-
gengari eftir því sem fólk eldist
og hann er yfirleitt langvarandi.
Yngra fólk fær oft hvíldir inni á
milli, nokkrar vikur, mánuði eða
jafnvel nokkur ár, en svo byrjar
þetta oftast aftur. Þegar fólk eld-
ist fækkar þessum hvíldum hjá
flestum og þær styttast. Sjúk-
dómurinn hrjáir jafnt konur sem
karla og talið er að 2-5% fólks fái
hann. I sumum tilfellum finnst
skýring og getur eirðarleysi í fót-
leggjum verið afleiðing járn-
skortsblóðleysis (lagast með járn-
gjöf), skorts á B12-vítamíni eða
YFIRLEITT
LANGVARANDI
fólínsýru (lagast við gjöf þessara
vítamína), meðgöngu (lagast eftir
fæðingu), sykursýki eða nýrnabil-
un. Einnig getur eirðarleysi í fót-
leggjum fylgt drykkjusýki, Park-
insons sjúkdómi og jafnvel fleiri
sjúkdómum. Kaffi eða annað sem
inniheldur koffein getur gert
ástandið verra. Algengast er að
ekki finnist skýring á sjúkdómn-
um og það form hans er talið ætt-
gengt. Nánast ekkert er vitað um
orsakir sjúkdómsins í þessum til-
vikum og deila menn t.d. um
hvort orsakir hans sé að finna í
miðtaugakerfinu, úttaugakerfinu
eða annars staðar.
Algengar lýsingar á óþægind-
unum eru á þann veg að þau
byrji 5-30 mínútum eftir að við-
komandi leggst útaf, sest inn í
bíl, kvikmyndahús eða fyrir
framan sjónvarpið. Óþægindin
eru venjulega á svæðinu frá ökkl-
um upp á mið læri en þau geta
náð niður fyrir ökkla og stöku
sinnum eru þau einnig í hand-
leggjum. Þessu er lýst sem verkj-
um, óróa, eirðarleysi, pirringi eða
óstöðvandi þörf fyrir að hreyfa
fætur og fótleggi. Ein lýsing var
þannig að sjúklinginn langaði
mest til að berja fætur sína með
hamri og honum fannst hann
vera að ganga af vitinu. Öðrum
fannst eins og fótleggir sínir
væru fullir af iðandi ormum.
Sumir ganga um gólf heilu og
hálfu næturnar eins og dýr í búri.
Sumum tekst að sofna eftir
nokkra stund en aðrir vaka, jafn-
vel fram undir morgun. Af þess-
um lýsingum má sjá hve erfitt og
alvarlegt ástand margra þessara
sjúklinga er.
Fyrir utan þau fáu tilvik þar
sem tekst að finna læknanlega
orsök, er því miður ekki hægt að
bjóða upp á neina örugga lækn-
ingu. Sumir sjúklingar fá bót af
því að taka lyfin levódópa (notað
við Parkinsons sjúkdómi) eða
kódein (verkjalyf) en árangurinn
er ekki sérlega góður og þessi lyf
geta haft slæmar aukaverkanir.
Nokkur önnur lyf hafa verið
reynd án teljandi árangurs. I
Bandaríkjunum hafa verið stofn-
uð samtök áhugafólks um þennan
sjúkdóm (Restless Legs
Syndrome Foundation, Southern
California Restless Legs Support
Group, o.fl.) og hafa þau á stefnu-
skrá sinni að veita sjúklingum
stuðning og stuðla að rannsókn-
um á sjúkdómnum.
• Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt lækninn um það sem þeim
liggur á hjarta. Tekið er á móti
spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 ogUísíma 569 1100
og bréíum eða símbréfum merkt:
Vikulok, Fax: 569 1222.

L
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92