Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 43 opnuð í Kent í lok mánaðarins í nýrri verslunarsamstæðu, Blue- water Front, sem mun hýsa meira en hundrað verslanir. Eina Muji-verslun er að finna í París en gert er ráð fyrir að fjölga þeim þar áður en árið 2001 rennur upp. A döfinni er einnig að opna fyrsta útibúið í Norður-Ameríku innan tíðar. Einfold hönnun og umhverfisvæn „Velgengni fyrirtækisins felst í að hafa á boðstólum vörur sem uppfylla þarfir fólks í daglegu lífi - og það á góðu verði.“ Þetta er haft eftir Ewan Douglas, svæðisstjóra Muji í Bretlandi, í nýlegu viðtali við blaðamann breska tímaritsins Kitchens, Bedrooms and Bath- rooms. „Muji höfðar til allra sem kjósa einfaldar lausnir og eru vak- andi fýrir umhverfinu,“ segir Ew- an Douglas ennfremur. I hugum margra þýðir Muji nefnilega nýr lífsstíll en hjá fyrir- tækinu hefur mikil áhersla verið lögð á umhverfisvemd, til að mynda eru skreytingar og umbúð- ir um vörur hafðar í algjöru lág- marld, meira að segja er litasam- setning varanna náttúruleg, lítið sem ekkert er um æpandi eða skæra liti. Þetta hefur m.a. annars haft í for með sér minni fram- leiðslukostnað og hagræðingu í rekstri. Lækkað vöruverð er markmiðið Lækkað vöruverð er eitt af megin- markmiðum stjómenda fyrirtæk- isins en undanfarin ár hefur mark- visst verið unnið að því að lækka verð varanna. I ár hafa til að I mynda 129 vörategundir verið lækkaðar í verði að meðaltali um 17% en það er talið vera merki þess að hagræðing í framleiðslu skili sér beint tii neytenda. Saman- lagt hafa vöramar lækkað um allt að þriðjung frá því sérstaki-i her- ferð þar að lútandi var hrandið af stað árið 1995. Muji-verslunarkeðjan hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun, meðal annars hjá Sam- bandi framleiðenda í Bretlandi ár- ið 1996. Greinargóðar upplýsingar um Muji ásamt myndum af húsgögn- um, tölvum og ýmsu fleira athygl- isverðu er að finna á vefsíðu fyrir- tækisins: http://www.media- galajdy.co.jp/muji. Næst þegar leiðin liggur til út- landa er sem sagt um að gera að líta á japönsku munina í Muji. meira yfirborð en innihald á ferð- inni. Draumurinn gefur í skyn að angur huga þíns (þú grést í draumnum) eigi við rök að styðj- ast, að X sé meira á yfírborðinu í gerðum sínum en þér hugnist. Hann er fjarri (hann er hvergi nærri á bílaplaninu) þegar þú vilt hann og þarfnast hans og þegar þið hittist er það opinberlega (í búð) á annarra forsendum en ekki eigin, þá vantar í svör hans á irk- inu þó síðasta svarið gefi eitthvað annað í skyn, hvort það er ósk- hyggja þín um vilja hans eða hann að sjá að sér, segir draumurinn ekki. • Þcir Iesendur sem vilju fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fiillu nafni, fæðingardcgi og ári ásamt hvimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Ileykjavík Einnig geta lesendur sent drauma sína með tölvupósti á netfang Kri- stjáns Frfmanns: krifri@xnet.is Úr myndasafni Morgunblaðsins BRESKIR hermenn þramma eftir Suðurgötu í Reykjavík. Hernám Breta stóð formlega í rúmt ár frá 10. maí 1940 en síð- ustu Bretamir yfirgáfu landið vorið 1947. LEIGUBÍLSTJÓRINN Richard Lodge á óbeinar æskuminningar um Island og geymir lúið sel- skinnsveski með sögu. Sumartíminn hlýtur að vera ykkur kær LEIGUBÍLLINN er svartur og gamaldags, ótvírætt breskur. Bílstjórinn er gráhærður og kurteis, ótvírætt breskur. Hann talar með skemmtilega stað- bundnum áherslum og afsakar þétta umferðina í miðborg Lundúna. Spyr hvort ekki sé í lagi að hann fari suður fyrir Thames, þar sé leiðin greiðari. Farþeginn kinkar kolli. „Ertu virkilega frá fslandi?" hváir hann eftir að hafa spurt um upprunann. „Pabbi ntinn var þar í stríðinu, hann bjó í bragga og stundum í tjöldum. Eg geymi enn lúið selskinnsseðlaveski sem hann kom með heim. Islenskur minjagripur, sjáðu til.“ Þetta var jú hersetulið f ljós kemur að faðir leigubíl- stjórans hét Fredrick Lodge og sinnti að sögn sonarins her- skyldu á íslandi á árunum 1941-43. Hann var vélvirki og hefur að líkindum haft aðsetur í Hvalfirði, samkvæmt því sem Richard riljar upp. „Þeir voru nálægt höfuðborginni en bjuggu í sérstöku hverfi og höfðu ekki mikil samskipti við íbúana. Eg hugsa að Islending- um hafi heldur ekki verið gefíð um að blanda geði við þá, þetta var jú hersetulið. En hefðu þeir ekki komið hefðu Þjóðveijarnir einfaldlega sest þarna upp í staðinn. Ætli það hefði nokkuð þótt betra?“ Richard lætur bflinn sigla með seigfljótandi umferðinni af göml- um vana. Hugur hans er hins vegar í þátíðinni, hjá foður hans sem lést fyrir fáeinum árum. „Hann dáði Island,“ segir Ric- hard og horfir á íslendinginn í Það er happdrætti að taka leigubíl í London. Flestir þeirra skila far- þegunum að vísu á rétt- an áfangastað en það er viðmót bílstjórans sem skiptir höfuðmáli. Sig- urbjörg Þrastardóttir fékk far með hinum vinalega Richard Lodge sem sagði sögur af veru föður síns í her- setuliði Breta á íslandi. baksýnisspeglinum. „Síðar sagði hann okkur frá heitu hverunum og snjónum og birtunni á sumr- in. Það hlýtur að vera skrýtið að búa við rökkur nánast allan vet- urinn og viðstöðulaust sólskin á sumrin. Sumartúninn hlýtur að vera ykkur kær,“ giskar hann og lítur við. Hún var aldrei hrædd um hann Richard er fæddur 1945 og það var því fyrir hans daga sem faðir hans dvaldi á Islandi. „Bróðir minn fæddist hins veg- ar skömmu cftir að pabbi hafði verið heima í leyfi og var skírð- ur í höfuðið á honum.“ Á meðan Fredrick eldri gegndi herþjónustu beið eigin- kona hans þolinmóð í Bretlandi. „Þau giftu sig viku áður en stríðið braust út árið 1939,“ segir Richard og þagnar í dá- litla stund. „Pabbi var kallaður í herinn 22 ára að aldri og losn- aði ekki fyrr en undir þrítugt. Einmitt sá tími ævinnar sem á að vera hvað skemmtilegastur.“ Hann segir móður sína hafa verið einstaklega yfirvegaða allan biðtímann. „Þau skrifuð- ust reglulega á og bréf pabba frá Islandi eru enn tU. Það er merkilegt, en hún segist aldrei hafa verið hrædd um hann. Hann tók meira að segja þátt í innrás Bandamanna í Normandí 1944 en aldrei kveðst hún hafa leitt að því hugann að skeyti kynni að berast um lát hans. Kannski er það einmitt best, að hugsa jákvætt,“ segir Richard og snýr sér við til hálfs. Far- þeginn kinkar kolli. Sigldi frá íslandi með fiskiskipi Móðir Richards er enn á lífi, áttræð að aldri. „Þau voru gift í fimmtíu ár. Pabbi lést stuttu eftir gullbrúðkaupið,“ segir hann og bætir við: „Þegar kalt var í veðri urðu fingumir á honum iðulega náhvítir. Hann kenndi það dvöl sinni í frost- hörkunum á Islandi. Hann sigldi þaðan með fiskiskipi árið 1943 og sneri aldrei aftur. En kalið fylgdi honum alla ævi og minnti hann á Island,“ segir Richard. Leigubfllinn er korninn að umbeðnum áfangastað og bfl- sljórinn snýr sér við til þess að rukka. En áður en að því kemur horfir hann góða stund um- hyggjusamur á íslendinginn og ítrekar: „Sumartíminn hlýtur að vera ykkur afar kær.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.