Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50   LAUGAKDAGUR 13. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ef pólitík
er barátta
„Það er eitthvað alvarlega bogið við þá
hugsun að menn geti valið að sinna
eða sinna ekki stjórnmálum."
Páll Skúlason: Siðferöi [ íslenskum stjórnmálum
Því er stundum haldið
fram að það sé ekki
hægt að vera hlutlaus
í stjórnmálum. Engu
að síður eru þeir
margir sem taka varla eftir því
að kosningar eru í nánd, og það
hvarflar varla að þeim að fara
og greiða atkvæði.
Hvað veldur þessum hugsun-
arhætti (sem Páll Skúlason seg-
ir alvarlega athugunarverðan)?
Er þetta yfirdrepsskapur í fólk-
inu? Er þetta einfaldlega bara
heimskt fólk sem veit ekki hvað
kemur því í rauninni við?
Nei, þetta er hvorki yfir;
drepsskapur né heimska. Ég
held að orsökin sé miklu fremur
VIÐHORF
sú, að sam-
kvæmt því
Eftir Kristján    viðhorfi sem
G. Amgrímsson  virðist ríkj-
andi (og þar af
leiðandi endurómað og þar með
ítrekað af fjölmiðlum) á íslandi
og í Norður-Ameríku er alls
ekki óhjákvæmilegt að maður sé
þátttakandi í stjórnmálum.
Kjarninn í þessu ríkjandi við-
horfi er sá, að stjórnmál séu
fyrst og fremst (og jafnvel ein-
vörðungu) valdabarátta.
Ef stjórnmál eru fyrst og
fremst valdabarátta, þá er sigur
í kosningum helsta markmið
þeirra sem taka þátt í pólitfk.
Stjórnmálamennirnir verða þá
eins og sófistarnir í Grikklandi
hinu forna, málskrúðsmenn sem
stóðu í kappræðum - með
áherslu á kapp - í því augnamiði
einu að sigra, en ekki því að
komast að hinu sanna um það
sem þeir ræddu um.
Ef stjórnmál eru fyrst og
fremst valdaþarátta þá er öll
hugmyndafræði, allar hugsjónir,
sveipað grun um óheilindi. Hug-
sjón verður ekki lengur mark-
mið heldur verður hún að tæki
til að ná völdum - en það eru
einmitt völdin sem verða hið
endanlega markmið.
Það er því hætt við að mann
fari að gruna að stjórnmálamað-
ur sem talar um málefni sé bara
að fela það sem er raunverulega
markmið hans, það er að segja,
að ná völdum.
Af þessu leiðir einnig að það
verður álitið allt að því eðlilegt
að stjórnmálamenn fari frjáls-
lega með sannleikann - eða
skreyti að minnsta kosti eitt-
hvað - líkt og maður gerir alltaf
ráð fyrir því að auglýsingar gefi
fegraða mynd af því sem þær
eru um. Það eina sem maður
getur vitað með einhverri vissu
er að það sem maður sér og
heyrir er falskt að einhverju
leyti (ef til vill bara litlu).
Maður veit þetta vegna þess
að maður veit að það sem maður
sér og heyrir af stjórnmála-
mðnnum hefur í fyrsta lagi farið
í gegnum almannatengslamask-
ínur og þar verið mótað jafnt í
samræmi við rýnihópa sem í
samræmi við stjórnmálamann-
inn sjálfan og þær skoðanir sem
hann raunverulega hefur. Og
svo hefur það farið í gegnum
fjölmiðla sem maður veit að
móta og skorða samkvæmt eigin
lögmálum allt sem þeir greina
frá.
Ef pólitík er fyrst og fremst
valdabarátta þá skiptir það kjós-
andann helst máli að „hans
menn" vinni. Þannig verður
hagsmunum kjósandans sjálfs
borgið. En kjósandi sem á enga
„menn", kjósandi sem ekki er
beintengdur neinum stjórnmála-
manni eða -flokki; á nákvæm-
lega ekkert undir úrslitum kosn-
inganna. Þetta er eins og að
halda ekki með neinum í fót-
bolta: Það skiptir mann engu
hver vinnur.
Ef stjórnmál eru fyrst og
fremst valdabarátta, þá er auð-
velt að standa utan þeirra; telja
þau sig engu skipta. Hér eru því
komnar tvær forsendur fyrir því
að maður geti virt kosningar að
vettugi. I fyrsta lagi að maður
telji sig ekiri passa í neinn hags-
munahóp (haldi ekki með nein-
um). I öðru lagi að það eina sem
maður veit með vissu um þátt-
takendurna (keppendurna) er að
það sem maður sér og heyrir er
að einhverju leyti falskt.
Eða hvað? Eru þetta rök fyr-
ir sinnuleysi um pólitík? Það er
öllu líklegra að þetta séu aðal-
lega rök gegn því að líta svo á,
að stjórnmál séu fyrst og
fremst valdabarátta. Ef það er
rétt hjá Páli að maður geti í
rauninni ekki komist hjá því að
láta sig stjórnmál varða, þá er
nauðsynlegt að sjá stjórnmál
sem eitthvað annað (og meira)
en valdabaráttu fyrst og
fremst. En hvað annað geta
þau verið?
Það hlýtur að vera frumskil-
yrði að maður leitist við að horfa
á meira en bara sína eigin hags-
muni - og þeirra sem deila hags-
munum með manni. Nú segir
kannski einhver að allt tal um
heildarhagsmuni sé ekkert ann-
að en dulbúinn áróður fyrir for-
sjónarhyggju og ríkisbákni. En
slík andmæli byggjast á mis-
skilningi.
Tal um heildarhagsmuni er
áróður fyrir fjölhyggju og
minnkuðum ríkisafskiptum. Tal
um heildarhagsmuni krefst þess
að maður reyni að öðlast skiln-
ing á fólki sem er og hugsar
öðruvísi en maður sjálfur. Það
er of algengt að stjórnmála- og
fræðimenn telji það einu lausn-
ina á deilum að allir fari að
hugsa eins og þeir (samanber ís-
lenska hagfræðinginn sem sagði
að ef allir hefðu skilning á hag-
fræði þá myndi margur vandinn
leysast).
Að stjórnmál séu fyrst og
fremst valdabarátta felur hins
vegar í sér forsjárhyggju, því að
í því viðhorfi er fólgið að sá sem
vinnur (kosningarnar) tekur við
völdum í ríkinu og gerir sína
eigin hagsmuni að hagsmunum
ríkisins og þar með að hagsmun-
um allra. Hann þröngvar þannig
eigin hagsmunum upp á þá sem
töpuðu (minnihlutann) og tekur
þar með að sér forsjá þeirra. Og
hann beitir ríkisvaldinu til þess.
Þetta er forsjárhyggja.
Sterkustu rökin gegn því að
líta á stjórnmál fyrst og fremst
sem valdabaráttu eru því þau,
að það viðhorf leiðir til firringar
og sinnuleysis um mál sem í
rauninni varðar alla.
Bættar horfur
á leigumarkaði
NOKKUR umræða
hefur orðið nýlega um
málefni íbúðalánasjóðs
og ástand og horfur á
leigumarkaði. Þess
vegna er ástæða til að
greina frá stöðu mála
hvað leigumarkaðinn
varðar.
Um 20% heimila í
landinu eru í leiguhús-
næði. Með lagabreyt-
ingu frá því í fyrra er
skylda að greiða húsa-
leigubætur í öllum
sveitarfélögum og á
allt     leiguhúsnæði.         Páll
Húsaleigubætur  voru       Pétursson
hækkaðar með reglu-
gerðarbreytingu nú um áramótin
og er það í fyrsta skipti frá því að
lögin tóku gildi 1995.
Húsnæðislöggjöfin nýja gerir ráð
fyrir að íbúðalánasjóður veiti fé-
lagsleg lán fyrir 90% kaupverðs.
Ekki eru lengur veitt 100% lán enda
höfðu þau gefist illa og um þriðj-
ungur þeirra er fengið höfðu slík lán
misstu íbúðir sínar á nauðungarsölu
innan fárra ára. Gert er ráð fyrir að
um 150 bætist árlega í hóp þeirra
sem þurfa á leiguhúsnæði að halda
vegna þess að hætt er að veita 100%
lán.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir
leiguhúsnæði undanfarið, sérstak-
lega á höfuðborgarsvæðinu. Marg-
ar fjölskyldur er flytja af lands-
byggðinni á höfuðborgarsvæðið
geta ekki selt húseignir sínar á
landsbyggðinni og vilja því leigu-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Mjög markvisst er unnið að því að
svara eftirspurn eftir leiguhús-
næði.
500 Ieiguíbúðir til
viðbótar
Á undanförnum ár-
um hefur Húsnæðis-
stofnun ekki getað full-
nægt eftirspurn eftir
lánum til leiguíbúða.
Árið 1994 var úthlutað
lánum til 153 leiguí-
búða en umsóknir um
félagslegar leiguíbúðir
voruþá267.
Á árinu 1999 hefur
íbúðalánasjóður  þeg-
ar veitt lánsheimildir
til 452 leiguíbúða og
hefur enn svigrúm til
50-60     lánveitinga
þannig að gera má ráð
fyrir að yfir 500 leiguíbúðir bætist
við á árinu 1999. Þar er um að
ræða nýbyggingar, kaup á eldra
Leigumarkaðurinn
Unnt er í ár að veita
lánsheimildir til að full-
nægja öllum óskum
sveitarfélaga, segir
Páll Pétursson, um
leiguíbúðalán og 2/3 af
óskum félagasamtaka.
húsnæði og að innlausnaríbúðum
úr eldra félagslegu kerfi verði
breytt í leiguíbúðir.
Unnt er í ár að veita lánsheimild-
ir til að fullnægja öllum óskum
sveitarfélaga um leiguíbúðalán og
2/3 af óskum félagasamtaka. Aldrei
fyrr hefur verið gert jafn myndar-
legt átak til að fullnægja eftirspurn
eftir leiguhúsnæði og þegar þessar
íbúðir verða komnar í gagnið ætti
að vera unnt að fullnægja eftir-
spurn eftir leiguhúsnæði. Það er
markmið Ibúðalánasjóðs og stjórn-
valda að hér þróist heilbrigður og
öruggur leigumarkaður eins og
raunin er í nágrannalöndunum.
Félagsleg íbúðalán
I stað hins þvingaða félagslega
kerfis fyrri ára þar sem húsnæðis-
nefndir skikkuðu lágtekjufólk til að
kaupa ákveðnar íbúðir í ákveðnum
hverfum, hefur með nýjum hús-
næðislögum verið tekið upp félags-
legt viðbótarlánakerfi og hin fé-
lagslega aðstoð færð úr niður-
greiddum vöxtum í samtíma-
greiddar vaxtabætur. Nú geta þeir
sem rétt eiga á félagslegum viðbót-
arlánum valið sér íbúðir við hæfi án
fyrirmæla viðkomandi húsnæðis-
nefnda og selt þær síðar á raun-
virði ef þeim býður svo við að horfa
en þurfa ekki að hlíta reiknireglum
húsnæðisnefnda. Þá er ekki lengur
veruleg hætta á að sveitarfélögin
verði lagskipt í hverfi tekjulágra og
hverfi efnamanna.
900 félagsleg viðbótarlán
Arið 1994 voru veitt 352 lán sam-
tals til kaupleiguíbúða og félags-
legra eignaríbúða en þá voru um-
sóknir 1.026. Ibúðalánasjóður hef-
ur í ár, 1999, getað orðið við öllum
óskum um viðbótarlán og þegar
heimilað 870 lán og hefur enn svig-
rúm fyrir 30-40 lán þannig að gera
má ráð fyrir yfir 900 viðbótarlán-
umáþessuári.
Á þessu sést hve geysilegt átak
er hafið í félagslegum húsnæðis-
málum landsmanna þar sem á ár-
inu bætast við yfir 1.400 leigu- og
viðbótarlánaíbúðir.
Til samanburðar voru tilsvarandi
íbúðir 504 1994 en það var seinasta
árið sem Jóhanna Sigurðardóttir
hafði með húsnæðismál að gera.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
I
Kúabændur og kýr
í TVEIMUR greinum okkar um
innflutning fósturvísa úr norskum
kúm (Mbl. 27/2 og 6/3/ sl.) höfum
við bent á fimm áhættuþætti, ef
fluttir verða inn slíkir fósturvísar
og ræktun á þeim hafin í landinu í
stað íslensku kúnna.
Fimm áhættuþættir
í fyrsta lagi fylgir öllum inn-
flutningi sjúkdómahætta. í öðru
lagi er hætta á að íslenska kúa-
stofninum verði útrýmt. I þriðja
lagi er hætta á aukinni tíðni sykur-
sýki í börnum. I fjórða lagi verður
lækkun á verðmætu ostaprótíni í
mjólkinni við innflutning. I fimmta
lagi er hætta á að innflutningur
skili ekki þeirri hagkvæmni við ís-
lenskar aðstæður sem vonast er
eftir. Þessa þætti höfum við rakið
eftir bestu getu í ofannefndum
greinum.
Okkur kemur því enn og aftur á
óvart að fylgismenn innflutnings
virða þessar viðvaranir að vettugi,
fyrst þeir Þórólfur Sveinsson (Mbl.
2/3) og Jón Gíslason (4/3), sem við
höfum svarað áður, og nú Stefán
Magnússon (10/3).
Við höfum tvívegis óskað þess að
úttekt verði gerð á hagkvæmni
væntanlegs innflutnings áður en
ákvörðun um innflutning fósturvísa
verður tekin. Forsvarsmenn kúa-
bænda hafa virt þær óskir að
vettugi og benda á að hagkvæmnin
verði metin að lokinni samanburð-
artilraun sem þeir ætla að fram-
kvæma hér á landi. Þá er allt útlit á
að ekki verði aftur snúið og ofan-
nefnd áhætta af innflutningi verði
að veruleika. Ábendingar okkar
byggjast allar á rannsóknum frá
virtum erlendum vísindastofnun-
Stefán
Aðalsteinsson
Olafur
Ólafsson
Sigurður
Sigurðarson
Kúainhflutningur
Ábendingar okkar,
segja Stefán Aðal-
--------------------------------------------------y-----------------------------
steinsson, Olafur
Olafsson og Sigurður
Sigurðarson, byggjast
allar á rannsóknum frá
virtum erlendum vís-
indastofnunum.
Stefán Magnússon kemst svo að
orði í sinni grein (leturbr. höf-
unda): „Það hæfir ekki þessum
heiðursmönnum að standa á torg-
um og hrópa „úlfur, úlfur" gegn
betri vitund. Nær væri fyrir þá að
stuðla að málefnalegri og faglegri
umræðu um þetta málefni. Það
væri fremur í takt við langan vís-
inda- og fræðimannaferil þeirra."
Þetta eru sérkennileg viðbrögð
og verður fátt um svör. Umræðan
af okkar hálfu hefur verið fagleg og
málefnaleg eftir bestu getu.
Nú er málið til afgreiðslu hjá yf-
irdýralækni og landbúnaðarráðu-
neytinu. Við leggjum enn áherslu á
að úttekt verði gerð á áhættu og
ágóða af væntanlegum innflutningi
fósturvísa áður en tekin verður
ákvörðun um umræddan innflutn-
ing. Viðbrögð kúabænda benda því
miður til þess að fyrir þeim vaki að
fá leyfi fyrir innflutningi fósturvísa
þrátt fyrir alla áhættu sem á hefur
verið bent. Við treystum því að
heilbrigðisyfirvöld láti þetta mál til
sín taka. Við treystum því einnig að
landbúnaðarráðherra taki viðvar-
anir okkar til greina. Hans er
ábyrgðin í þessu máli.
Höfundar eru fyrrv. framkvæmda-
sljóri Norræna genbankans fyrir
búfé (SA.), fyrrv. bmdlæknir
(Ól.Ol.) og dýralæknir nautgripa-
sjúkdóma (Sig. Sig.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92