Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999   55
I
UMRÆÐAN
Rétturinn til upplýsinga
og rétturinn til að velja
ALÞJOÐADAGUR
neytendaréttar er
haldinn hátíðlegur 15.
mars ár hvert og er
því nk. mánudag. Þá
stilla neytendasamtök
um allan heim saman
strengi sína. Að þessu
sinni er meginverk-
efni dagsins: Neyt-
endaréttur,     hvar
stöndum við? Alþjóða-
samtök neytenda hafa
sett fram átta lág-
markskröfur neyt-
enda. I ár einbeita
neytendasamtök sér
að því að skoða hvern-
ig gengur að ná fram
viðurkenningu á þessum kröfum í
hverju landi og hvað megi betur
gera til að knýja þær allar fram.
Kröfurnar tvær um réttinn til að
fá upplýsingar og til að velja
skipta neytendur mjög miklu máli.
Við viljum hafa frjálst val þegar
við ákveðum hvaða vöru við kaup-
um og hvar við kaupum hana og
þar skipta mörg atriði máli, ekki
síst upplýsingar um vöruna, þjón-
ustuna og markaðinn. Hér á eftir
verður fjallað um hvernig tryggja
megi það.
Atta lágmarkskröfur
neytenda
Réttur til fullnægjandi grunnþarfa.
Réttur til öryggis.
Réttur til upplýsinga.
Réttur til að velja.
Réttur til áheyrnar.
Réttur til bóta.
Réttur til fræðslu.
Réttur til heilnæms og sjálfbærs
umhverfis.
Neytandinn þarf að hafa góða
Jóhannes
Gunnarsson
yfirsýn yfir markað-
inn. Þetta eiga stjórn-
völd að tryggja sam-
kvæmt samkeppnis-
lögum, en minnt er á
að enn þarf að vinna
mikla vinnu hér á landi
til tryggja slíka upp-
lýsingamiðlun. Þessa
vinnu er þó auðvelt að
vinna, sérstaklega með
tilliti til smæðar ís-
lenska markaðarins.
Neytendasamtökin
lýsa sig reiðubúin til
samstarfs við stjórn-
völd til að tryggja eðli-
legt      upplýsinga-
streymi til neytenda.
Þetta geri stjórnvöld m.a. með
samningi við Neytendasamtökin
um rekstur Upplýsingamiðstöðvar
neytenda.
Auk þess að fá upplýsingar um
markaðinn, fá neytendur ýmsar
aðrar upplýsingar, t.d. um lagalega
stöðu sína í viðskiptum og aðstoð
þegar gengið er á rétt þeirra. Slík
þjónusta er fyrir hendi í öllum ná-
grannalöndum okkar. Þegar er vís-
ir að slíkri upplýsingamiðstöð hjá
Neytendasamtökunum, sem starf-
rækja sérstaka upplýsinga- og
kvörtunarþjónustu til að leysa úr
vandamálum neytenda.
Það er þó hægt að gera miklu
betur á þessu sviði en gert er í dag,
viljann hefur vantað hjá stjórn-
völdum og það gerist þrátt fyrir að
gagnrýnn heimamarkaður skapi
öflugra og samkeppnishæfara at-
vinnulíf í heimi þar sem viðskiptin
verða sífellt alþjóðlegri. Starfandi
er nefnd um stefnumótun í neyt-
endamálum og hafa Neytendasam-
tökin lagt þar til að slíkri upplýs-
Neytendaréttur
í ár einbeita neytenda-
samtök sér að því að
ná fram viðurkenningu
á kröfum í hverju
landi, segir Jdhannes
Gunnarsson, og hvað
megi gera til að knýja
þær fram.
ingamiðstöð verði komið á fót. Von-
andi hafa stjórnvöld metnað í þess-
um málaflokki, það hafa Neytenda-
samtökin.
Umboðsmaður
neytenda
Markaðssetning vörunnar og
þjónustunnar skiptir miklu fyrir
neytendur, enda til þess fallin að
hafa áhrif á val neytandans. Oft
leyfa framleiðendur og seljendur
sér æði mikið í markaðssetningu
sinni, t.d. í auglýsingum. Það er því
mikilvægt að öflugt eftirlit sé með
allri markaðssetningu og vilja
Neytendasamtökin að nýtt emb-
ætti Umboðsmanns neytenda verði
stofnað til að styrkja enn betur
slíkt eftirht. Neytendamáladeild
Samkeppnisstofnunar yrði samtím-
is lögð niður og um leið yrði starfs-
svið Umboðsmanns neytenda aukið
frá núverandi starfssviði neytenda-
máladeilarinnar.
Ef þessi breyting á að verða að
veruleika þarf að breyta sam-
keppnislögum. Eins og nefnt var
að framan er starfandi nefnd um
stefnumótun í neytendamálum, en
einnig er starfandi nefnd um hvort
ástæða sé til að breyta samkeppn-
islögum í ljósi reynslunnar. Þannig
er nú lag ef vilji er fyrir hendi hjá
stjórnmálamönnum að leggja stór-
aukna áherslu á neytendastarf,
starf sem samfélagið allt hagnast
á. Um leið þarf að endurskoða
refsiákvæði laganna og herða þau,
þannig að hægt verði með dagsekt-
um eða öðrum markvissum aðgerð-
um að grípa umsvifalaust til að-
gerða, t.d. gegn ólögmætum aug-
lýsingum og samningsskilmálum.
Neytendasamtökin telja mikilvægt
að fara þá leið sem frændur okkar
á Norðurlöndum fóru með stofnun
embættis umboðsmanns, enda er
neytendavernd í þessum löndum
með þeirri bestu í heimi.
Upplýsingar um
vöruna sjálfa
I þriðja lagi eru svo upplýsingar
um vöruna sjálfa sem ýmist koma
fram á umbúðum eða fylgiblaði.
Slíkar upplýsingar eru grundvall-
aratriði ef viðurkenna á rétt neyt-
andans til að velja, enda leggur
hann þær til grundvallar í vali sínu.
Hér þarf að hafa fjölmargt í huga.
Að sjálfsögðu liggja fyrir ýmsar
reglur á þessu sviði, t.d. um upp-
lýsingar um verð vöru og innihald
og næringargildi matvöru. Einnig
hafa nýverið gengið í gildi mikil-
vægar reglur um merkingar á kjöt-
vörum sem skipta miklu fyrir neyt-
endur, svo sem um vatns- og fitu-
innihald unninna kjötvara.
Framleiðendur í nágrannalönd-
um okkar hafa notað og eru að
þróa framleiðsluaðferðir sem fjöl-
margir neytendur gjalda varhug
við. Þar má nefna óhóflega notkun
vaxtarhormóna í landbúnaði Amer-
íkulanda og raunar víðar og viðvar-
andi notkun fúkkalyfja í eldi dýra
bæði vestan hafs og austan. Nú
hefur ný framleiðsluaðferð rutt sér
til rúms með erfðabreytingu á mat-
vælum og raunar fleiri vörum.
Ljóst er að útilokað er að svo
komnu máli að segja hvort síðast-
nefndu vörurnar séu til sölu í versl-
unum hér, það er þó sennilegra að
svo sé, að minnsta kosti í samsett-
um vörum með soja, en soja er ein
vinsælasta erfðabreytta landbún-
aðarvaran í Bandaríkjunum. Neyt-
endasamtökin krefjast þess að ef
vara er framleidd með erfðabreyt-
ingu, hvort sem það er að öllu leyti
eða aðeins hluti hráefna sem er
erfðabreyttur, þá komi það fram á
umbúðum vörunnar á greinilegan
hátt.
Margir neytendur taka auk þess
vaxandi tillit til annarra þátta
framleiðslunnar, eins og hvort var-
an sé lífræn eða umhverfisvæn eða
hvort litlar barnahendur hafi verið
notaðar við framleiðslu hennar.
Hér tölum við um hinn pólitíska
neytanda, hóp neytenda sem fer
stækkandi með hverju árinu. Fyrir
þessa neytendur skipta upplýsing-
ar um vöruna miklu máli og verða
íslenskir framleiðendur, dreifing-
araðilar og setjendur að virða það
ef tryggja á raunverulegt valfrelsi
neytenda.
Önnur atriði
Að sjálfsögðu má nefna fjölmörg
önnur atriði sem skipta máli þegar
neytandi velur vöru, þjónustu eða
verslun. Hef ég reynslu af vöru-
merkinu? Er þjónustan góð?
Versla ég í einhverri keðjunni?
Læt ég tryggðarkortin ákveða?
Spyrja mætti fjölmargra annarra
spurninga, en það verður ekki gert
hér. Neytendur eru hins vegar
hvattir til að velta vöngum, hvar
getum við bætt okkur til að ís-
lenskt samfélag verði neytenda-
vænna?
Höfundur er formaður
Neytendasamtakanna.
Skynsemin ræður
ÍSLENSKIR bænd-
ur höfnuðu innflutn-
ingi á fósturvísum úr
norskum kúm hingað
til lands. Þetta var nið-
urstaða könnunar sem
gerð var þeirra á með-
al fyrir liðlega ári. Og
enn hafa skynsamir
bændur gengið fram
fyrir skjöldu, því hálft
þriðja hundrað bænda
hefur í heilsíðutilkynn-
ingu í Morgunblaðinu
nýverið bent á að
ómæld verðmæti og
einstakir erfðaeigin-
leikar felist í íslenska
kúakyninu. Þetta er
meðal annars rökstutt með því hve
vel afurðirnar nýtist til ostagerðar
og að íslensk mjólk innihaldi mun
minna af prótíninu betakaseín Al,
en norski stofninn. En sem kunn-
ugt er veldur betakaseín Al insúl-
ínháðri sykursýki í tilraunamúsum.
Sérstaða og styrkur íslensks
landbúnaðar felst einnig í því að
hér á landi er minna um sjúkdóma
í búpeningi en erlendis og af þeim
sökum er minna notað af lyfjum og
eiturefnum við framleiðslu hér á
landi en víðast annars staðar.
Þetta er einmitt mergurinn
málsins og ánægjulegt er að heyra
að bændur sem hlutu landbúnaðar-
verðlaun 1999 hafa látið eftir sér
hafa að hreinleiki íslensks landbún-
aðar sé vopn bænda í framtíðinni
til að standast alþjóðlega sam-
keppni.
Fullgild rök þremenninganna
Þrír valinkunnir menn hafa hald-
ið uppi röksemdafærslu gegn hugs-
Steinn
Kárason
anlegum innflutningi á
fósturvísum úr norsk-
um kúm í fjölmiðlum
að undanförnu og er
það þakkarvert. Rök
þremenninganna vega
þungt og eru að mínu
mati fullgild. Rök-
semdafærslan byggist
m.a. á aukinni sjúk-
dómahættu bæði í
nautgripum og sauðfé
sem mun leiða af sér
aukna lyfjagjöf og
óheilnæmar mjólkur-
afurðir til manneldis.
Það kann síðan að
auka útgjöld til heil-
brigðismála og eru út-
gjöldin þó ærin fyrir. Enn fremur
má nefna kostnað við endurbygg-
ingu fjósa og mjaltakerfa vegna
mismunar á líkams- og spenastærð
norska kynsins og aukinn fóður-
kostnað vegna þess að innflutta
gripi þyrfti að hýsa mun lengri
tíma ársins en innlenda gripi. Rök
þeirra sem mæla með innflutningi
bera sumpart vott um óskhyggju,
byggða á lítt grundaðri áætlana-
gerð og raunar vantrú á bændur
sjálfa, því vitaskuld geta bændur
kynbætt íslenska kúastofninn í
samvinnu við til þess hæfa vísinda-
menn. Rofni múrar heilbrigðis og
hreinleika er hætt við að inn í land-
ið flæði útlendar hormóna- og
lyfjaframleiddar landbúnaðaraf-
urðir.
fmyndarkreppu
bænda lokið
Heilsíðu ábending bændanna í
Morgunblaðinu um að við skulum
gæta að framtíðinni til að glata
Kúakyn
Styrkleiki íslensks
landbúnaðar, segir
Steinn Kárason, felst
m.a. í hreinleika og
hollustu afurða sem
framleiddar eru með
lágmarks lyfja- og
efnanotkun.
ekki sóknarfærum og verðmætum
vegna fljótræðis er þungt lóð á
vogarskálarnar til að betrumbæta
ímynd bændastéttarinnar, en þó
einkum     mjólkurframleiðenda.
Þarna standa bændur með sjálfum
sér en láta ekki mðurrifsöfl grafa
sér gröf. En því miður hafa bænd-
ur átt nokkuð undir högg að sækja
hin síðari ár gagnvart almennings-
álitinu, hvað varðar ofbeit lands og
niðurgreiðslur úr ríkissjóði.
Hinn vestræni heimur verður æ
meira neyslu- og markaðsdrifinn
og afkoma á markaðnum byggist
meir og meir á að selja neytendum
ímynd fremur en vöru í hefð-
bundnum skilningi þess orðs.
Hreinleiki, markaðssetning af-
urða, þarfir, langanir og væntingar
viðskiptavina ásamt ímyndarupp-
byggingu atvinnuvegarins verður
því líklega þungamiðjan í væntan-
legri lífsafkomu bændastéttarinn-
ar í framtíðinni. Mjólkurframleið-
endur framleiða að hluta til fyrir
drykkjarvörumarkað og gætu ým-
islegt lært af risanum í ropvatns-
framleiðslunni, en talið er að yfir-
gnæfandi markaðshlutdeild risans
á sölu á lituðu sykurvatni með
bragðefnum, byggist á þeirri
ímynd sem hann hefur skapað sér
á markaðnum. Takist íslenskum
bændum að nýta þann fjársjóð
sem íslenska kúakynið er og hrein-
leika íslenskrar náttúru ásamt nú-
tíma markaðssetningu og þeim
mannauði sem býr í bændum sjálf-
um, kemur bráðum betri tíð með
blóm í haga.
Þjóðin mun fylkja sér á bak við
bændur sem framleiða heilnæma
fæðu eins og hefur sýnt sig, hvað
garðyrkjubændur varðar, en þeir
hafa tileinkað sér lífrænar varnir
gegn meindýrum við framleiðslu
sína í ört vaxandi mæli.
Neytendur
ekki spurðir
Það er athyghvert að engin
könnun virðist hafa verið gerð
meðal neytenda um málið. Olíklegt
má telja að neytendur vilji kaupa
vöru sem getur verið ávísun á syk-
ursýki handa börnum sínum í formi
mjólkur á fernum úr útlendum
kúastofni og verði jafnframt látnir
borga herkostnaðinn. Látum því
börnin og framtíðina njóta vafans.
Áhættan ef til innflutnings kemur
er gríðar mikil og ekki verður aftur
snúið en ávinninngur óljós og afar
fjarlægur. Þeir sem til þekkja í
garðyrkju- og skógrækt vita að
sjúkdómar hafa numið hér land í
kjölfar plöntuinnflutnings þrátt
fyrir lög og reglugerðir er varða
sóttvarnir.
Styrkleiki - veikleiki
Stefnumótun í greininni þarf að
vera fastmótuð en með þeim
sveigjanleika að geta lagað sig að
breyttum aðstæðum á síbreytileg-
um markaði. Menn _þurfa að læra
að nýta sér sóknarfæri án þess að
tapa áttum í augnabliks moldroki.
Augljós sóknarfæri eru nú í líf-
rænni ræktun og lífrænum land-
búnaði, en nokkurn tíma tekur að
endurvekja og tileinka sér þær að-
ferðir. (Njáll bóndi á Bergþórs-
hvoli mun ekki hafa stundað
rányrkju, heldur kunni samkvæmt
sögunni tökin á lífrænni ræktun .
því hann og synir hans óku skarni
á hóla.) Styrkleiki íslensks land-
búnaðar felst m.a. í hreinleika og
hollustu afurða sem framleiddar
eru með lágmarks lyfja- og efna-
notkun. Þetta byggir á einstökum
stofnum húsdýra sem hafa aðlag-
ast aðstæðum hér í 1100 ár. Hverj-
ir eru veikleikarnir? Gæti verið um
að ræða ófullnægjandi stefnumót-
un og áætlanagerð? Eða skortur á
markaðsrannsóknum? Hvað með
hagræðingu í rekstri? Er þörf á
sjálfrýni? Svari hver fyrir sig.
Ríkjandi hugmyndafræði er sú að
nýta styrkleika atvinnugrein til
framdráttar en að lágmarka veik-
leika hennar.
Mun skynsemin ráða?
Mikilsmetinn, fyrrverandi for-
ystumaður flokks núverandi ráð-
herra landbúnaðarmála, sagði á
sinni tíð um stjórnmálamann
nokkurn, eitthvað á þá leið að þar
færi maður sem þyrði að fram-
kvæma hlutina hvort sem þeir
væru skynsamlegir eða óskynsam-
legir.
Landbúnaðarráðherra á þess nú
kost þegar hann á næstunni yfir-
gefur stól sinn og hverfur af vett-
vangi stjórnmálanna, að gera það
með sóma, með því að framkvæma
hlutina af því þeir eru skynsamleg-
ir.
íslenskt kúakyn? Já, þökk fyrir.
Höfundur er garðyrkjufræðingur
og leggur stund á rekstrar- og
markaðsfræði.                 1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92