Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64   LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
RAGNAR
JÓNSSON
+ Ragnar Jónsson
fæddist í Bolla-
koti í FUótshiíð 4.
ágást 1913. Hann
andaðist 28. febrúar
síðastliðinn. For-
eidrar hans voru
hjónin í Bollakoti,
Jón Björnsson frá
Stöðlakoti í Fljóts-
hlíð, f. 28.2. 1871, d.
1938, og Arndís
Hreiðarsdóttir frá
Stóru-Hildisey,
Austur-Landeyjum,
f. 19.6. 1876, d.
1929.
Ragnar átti 7 systkini og var
sá fjórði í röðinni. Elst var
Halla verkakona í Reykjavík
(1898-1993), dóttir Jóns og
Svanhildar Jónsdóttur. Næstir
voru: Júlíus, trésmíðameistari í
Reykjavík (1902-1992), sonur
Jóns og fyrri konu hans, Þór-
unnar Teitsdóttur (1876-1911),
kvæntur Rannveigu Guðjdns-
dóttur, og eignuðust þau fjögur
börn, tvö létust í æsku. Helgi,
bóndi í Bollakoti, f. 1904, nú til
heimilis að Kirkjuhvoli á Hvols-
velli, albróðir Júlíusar.
Börn Jóns  og seinni  konu
hans, Arndísar, voru
5 og var Ragnar elst-
ur þeirra. Hin eru:
Þorbjörn, bóndi á
Grjótá í Fljótshlía, nú
til heimiiis á Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli, f.
1914, kvæntur Helgu
Sveinsdóttur (1925-
1992) og eignuðust
þau 5 börn. Sigur-
liiug, húsmóðir í
Reykjavík, f. 1915,
gift Hannesi Agústs-
syni, forstjóra (1912-
1996), og eignuðust
þau 2 börn. Hreiðar,
bóndi í Arkvörn í Fljótshlíð
(1918-1996), síðast til heimils á
Selfossi, kvæntur Guðrúnu Sæ-
mundsdóttur og átti 8 stjúpbörn.
Þórunn, húsmóðir, f. 1919, gift
Sigurgeiri Guðmundssyni, sjó-
manni, og eignuðust þau eina
dóttur. Þórunn eignaðist 5 börn
með fyrri eiginmanni sínum,
Leifi Guðiaugssyni, eitt þeirra
Iést í æsku.
Ragnar ólst upp hjá foreldrum
símnii  í Bollakoti  í Fljótshlíð.
Hann tók við búi ásamt Helga
bróður sínum árið 1937.
Eiginkona Ragnars var Þor-
björg Björnsdóttir, f. 1. nóv.
1907, d. 11. febrúar 1993, dóttir
Björns Einarssonar (1863-1941)
og Kristínar Þórðardóttur
(1870-1940), sem bjuggu á Fag-
urhóli í Austur-Landeyjum.
Þorbjörg átti dóttur fyrir
hjónaband, Vilmundu Guð-
bjartsdóttur. Ragnari og Þor-
björgu varð ekki barna auðið,
en þau tóku virkan þátt í upp-
eldi margra barna er dvöldu á
heimili þeirra iengri eða
skemmri tíma, þ. á m. eru syn-
ir Vilmundu, þeir Olafur Þorri
Gunnarsson, bóndi í Boliakoti,
kvæntur Sigrúnu Þórarinsdótt-
ur og eiga þau tvö börn, og
Ragnar Björn Egilsson, tré-
smiður, Bollakoti. Onnur börn,
sem þau fóstruðu eitt ár eða
lengur eru: Elsa G. Vilmundar-
dóttir, Kristín Ingibjörg Haf-
steinsdóttir, Birna Kristín Lár-
usdóttir og Guðrún Leifsdóttir.
Ragnar gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir sveit sína og
var meðal annars kirkjuhaldari
og meðhjálpari við Hlíðarenda-
kirkju til margra ára. Ragnar
og Þorbjörg brugðu búi árið
1985 og fluttu að Dvalarheimil-
inu Kirlquhvoli á Hvolsvelli þar
sem þau dvöldu til æviloka.
Utför Ragnars Jónssonar fer
fram frá Hlíðarendakirkju í
Fljótshlíð í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Ég er ein af mörgum fósturbörn-
um Ragnars og Þorbjargar í Bolla-
koti. Ég kom þangað átta ára gömul
árið 1941. Þorbjörg réð sig sem
ráðskona til Helga og Ragnars í
Bollakoti með tvær telpur, dóttur
sína Vilmundu og undirritaða.
Ragnar sótti okkur á hestum að
Fagurhóli í Austur-Landeyjum, og
fórum við þaðan ríðandi að Bolla-
¦+, koti. Yfir einn farartálma var að
fara, sem var Þverá, en á þeim ár-
um var hún mikið jökulfljót áður en
stíflugarðarnir voru byggðir milli
Þórólfsfells og Stóru Dímon. Ég
man að einhverjir sveitungar Ragn-
ars komu til móts við okkur og að-
stoðuðu okkur við að fara yfir ána.
Ragnar reið samsíða mér yfir
stærstu kvíslirnar og fylgdist með
mér. Hann sagði mér að gæta þess
vel að horfa ekki niður í strauminn
annars mundi mig sundla og ég
gæti dottið af baki. Heldur skyldi ég
horfa á einhyern fastan punkt hand-
an árinnar. Ég fór eftir þessum ráð-
um hans og komst klakklaust yfir.
Þetta og margt fleira kenndi hann
mér þegar ég var barn.
Ragnar og Helgi höfðu reist
myndarlegt íbúðarhús í Bollakoti og
voru önnum kafnir við ýmsar jarða-
bætur. Skömmu eftir að við fluttum
til þeirra keyptu þeir jörðina Mið-
kot, sem átti lönd að Bollakoti og
stækkuðu búið og endurnýjuðu all-
an húsakost smám saman.
Ragnari og Þorbjörgu varð ekki
barna auðið, en börn voru á heimili
þeirra allan þeirra búskap. Börn
sem að einhverju eða öllu leyti ólust
þar upp voru sjö talsins, en auk
þess voru fjölmörg börn þar í sum-
ardvöl. Heimilið var myndarlegt og
vel hirt um allt bæði innan húss og
utan.
Frá upphafi dvalar minnar í Bolla-
koti var ég mjög hænd að þeim
bræðrum og fylgdi þeim við bústörf-
in og fékk það hlutverk að vinna létt
verk og vera í snúningum fyrir þá.
Fyrsta veturinn í Bollakoti sótti oft
að mér leiði. Ég saknaði heimilisins í
Fagurhól og afa og ömmu og þráði
heitt að komast þangað aftur þótt afi
og amma væru dáin og allt væri
breytt. Þetta fór ekki fram hjá
Ragnari og einn daginn kom hann til
mín og bauð mér tvo kosti. Annar
var sá, að fara með mig í heimsókn
að Fagurhóli næsta vor. Hinn, að við
gengjum á Þríhyrning. Ég valdi Þrí-
hyrning. Þótt langt væri til vors leið
mér betur eftir þetta og ég hlakkaði
mikið til fjallgöngunnar, sem yrði
mín fyrsta. Ragnar stóð við orð sín
og við gengum á Þríhyrning fagran
dag í júníbyrjun 1942. Mér verður
oft hugsað til þessarar ferðar og
hvað lausnin sem hann fann til að
losa mig úr viðjum sorgar og eftir-
sjár lýsir miklu innsæi og lífsvisku.
BOÐVAR
PÉTURSSON
+ Böðvar Péturs-
son verslunar-
maður fæddist á
Blönduósi 25. des-
ember 1922. Hann
lést á Grensásdeild
Sjúkrahúss Reykja-
vfkur 21. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju   2.
Böðvar   Pétursson
*^ var um áratuga skeið
einn af traustustu og
kunnustu félagsmönnum og stuðn-
ingsmönnum Ferðafélags íslands.
Hann var lengi í hópi þeirra manna,
sem lagði sérstaka stund á göngu-
ferðir á vegum félagsins, og ferðirn-
ar, sem hann fór þannig í góðum fé-
lagsskap, vítt og breitt um land
okkar, átti hann áreiðanlega fleiri
en flestir aðrir Ferðafélagsmenn.
Með þessum hætti varð hann afar
kunnugur landinu, á öllum árstím-
um, og skapaði sér einnig sérstaka
og ómetanlega lífsfyllingu og til-
"* breytingu frá daglegum störfum
sínum, sem oft voru erilsöm. Mörg-
um er vel kunnugt, að um árabil var
Böðvar einn hinn harðsæknasti og
fræknasti göngumaður, sem sögur
fara af innan félagsins - og undruð-
ust reyndar ýmsir þrek hans og
gönguhraða meðan hann var upp á
~ sitt besta. Það var sannarlega ekki
* heiglum hent að fylgja honum eftir
á göngu - en hann ætl-
aðist heldur ekki til
þess að samferðamenn-
irnir gerðu það. Eins
og að líkum lætur eign-
aðist Böðvar marga
góðkunningja í þessum
ferðum öllum og jók
samneytið við þá að
sjálfsögðu á ferðagleð-
ina. Eftir að heilsu
Böðvars tók að hraka á
síðari árum fór hann
enn ferðir með Ferða-
félaginu, þótt færri
væru en áður, og alltaf
hélt hann tryggð við fé-
lagið, sem hann sýndi með ýmsum
hætti. Ætíð var hann aufúsugestur
á skrifstofu félagsins og lagði oft
gott til mála í samræðum við starfs-
menn og aðra, er hann hitti þar fyr-
ir.
Böðvar var mikill félagsmála-
maður. Hann kom víða við á því
sviði og eru sammæli um það meðal
þeirra, sem best til þekktu, að mik-
ið hafi munað um framlag hans á
öllum þeim mörgu og margvíslegu
sviðum félagsmála þar sem hann
beitti sér. Ferðafélag íslands fékk
sannarlega að njóta krafta og
reynslu Böðvars. Um níu ára skeið,
þ.e. frá 1976-1985, sat hann í stjórn
félagsins. Kom hann þar ýmsu góðu
til leiðar, eins og samræmdist
dugnaði hans og áhuga, en einkum
beitti hann sér að þróun ferðamála
á vegum félagsins, og sat m.a. lengi
í ferðanefnd, sem skipuleggur ferð-
ir þær sem farnar eru. Varð veru-
leg framför í ferðastarfseminni á
þeim árum sem Böðvar sat í stjórn,
en þar áttu reyndar ýmsir góðir
liðsmenn og forvígismenn félagsins
hlut að máli auk Böðvars. Löngu
áður en Böðvar tók sæti í stjórn fé-
lagsins hafði hann reyndar látið að
sér kveða um málefni þess, t.d. með
flutningi tilllagna á aðalfundum og
þátttöku í umræðum þar um ýmis
mikilvæg málefni. Með hinni tíðu
þátttöku sinni í gönguferðum á veg-
um félagsins hafði hann einnig vak-
ið á sér athygli löngu áður en hann
hóf stjórnarstörfin. Böðvar var
áreiðanlega vel kunnugur allri
starfsemi Ferðafélagsins og bar-
áttumálum þess, þegar stjórnarset-
an hófst, en sem stjórnarmaður gat
hann síðan einbeitt sér að viðgangi
ýmissa framfaramála, sem félagið
býr enn að.
Atorka Böðvars birtist einnig m.a.
í framlagi hans í vinnuferðum félags-
ins fyrr á árum, t.d. þegar þurfti að
dytta að skálum eða nýbyggingar
voru á döfinni. Þar munaði sannar-
lega um handtök hans. I þeim efnum
sem öðrum var Böðvar ósérhlífinn
og ötull.
Ferðafélag íslands þakkar nú, að
leiðarlokum, Böðvari Péturssyni öll
þau störf, er hann vann fyrir félagið,
fyrr og síðar, og fjölmargir félags-
manna minnast með ánægju göngu-
ferða með honum, jafnt í byggðum
sem óbyggðum, þar sem hann naut
sín til fullnustu og var öðrum fyrir-
mynd um góða umgengnishætti við
landið og samferðamennina.
Aðstandendum Böðvars eru jafn-
framt færðar hugheilar samúðar-
kveðjur.
Páll Sigurðsson, fyrrverandi
forseti Ferðafélags íslands.
Ragnar var meðalmaður á hæð,
þéttvaxinn og rauðbirkinn. Hann
var snar í hreyfingum, kappsfullur
við vinnu og ósérhlífmn. Hann vildi
líka að aðrir ynnu af sama kappinu
og hann, en hann gætti þess þegar
börn og unglingar áttu í hlut að
þeim væri ekki ofboðið með vinnu.
Stundum byrsti hann sig ef honum
þótti við ekki nógu viðbragðsfljót,
eða ekki standa rétt að verki, en
hann var fljótur að finna góða skap-
ið sitt aftur og við fundum til örygg-
is í návist hans. Hann hafði létta
lund og ágæta kímnigáfu og hafði
yndi af að segja sögur af broslegum
atvikum og skondnum tilsvörum
með tilheyrandi látbragði og radd-
beitingu. Hann var bókelskur og
hafði mest yndi af að lesa ævisögur
og ættfræðirit. Hann heyjaði sér
líka ýmsum fróðleik úr umhverfinu
og hafði gott minni. Hann gat sagt
frá fjölskyldum og farnaði þeirra í
marga ættliði. Eg hvatti hann til að
skrifa þennan fróðleik niður, en
hann taldi sig ekki hafa neitt fram
að færa. Þar kom til meðfædd
hæverska hans og feimni.
Þegar aldur færðist yfir flutti
Ragnar ásamt Þorbjörgu og Helga
bróður sínum frá Bollakoti að Dval-
arheimili aldraðra, Kirkjuhvoli, árið
1985, en Ólafur Þorri og Sigrún
tóku við búinu. Síðari árin var
Ragnar heilsutæpur og þurfti mikla
umönnun. Honum leið eins vel og
kostur var á Kirkjuhvoli og vilja
ástvinir hans færa starfsfólkinu
kærar þakkir fyrir frábæra hjúkr-
un, sem gerði honum kleift að
dvelja svo nálægt heimili sínu og
meðal fólks sem hann þekkti, að
heita mátti til hinstu stundar.
Ragnar var tengdur Bollakoti
órjúfaniegum böndum og dvaldi þar
alla starfsævi sína að undanteknum
tveimur vertíðum í Vestmannaeyjum
og þremur á Suðurnesjum. Eftir að
hann flutti að Kirkjuhvoli var hann
oft í huganum heima í Bollakoti og
fylgdist vel með því sem þar fór
fram, líka eftir að heilsa hans leyfði
ekki ferðalög þangað. Það gladdi
hann að vita að jörðin, sem hann
helgaði alla sína starfskrafta var í
góðum höndum Þorra og Sigrúnar.
Ragnari var ekkert að vanbúnaði
að fara sína hinstu ferð. Ég kveð
hann með ást og virðingu og þakka
honum leiðsögnina í þeim ferðum
sem við fórum saman.
Elsa G. Vilmundardóttir.
Mig langar að kveðja Ragnar
Jónsson      með      nokkrum
minningarorðum. Efst í huga er
þakklæti og gleði yfir því að hafa
verið svo lánsöm að fá að dvelja hjá
honum og Þorbjörgu ömmusystur
minni að Bollakoti nokkra
sumarparta.
Bollakot var eins og undraheimur
og ævintýri á hverju strái, álfar og
huldufólk í hverjum hól. Þar var
ljúft að vera, leika sér frjáls í
fallegu umhverfi, en jafnframt vera
falin hæfileg ábyrgð. Ég fékk m.a.
þann starfa að sjá um að gefa
hænunum og heimalningunum og
man hversu hátíðlega ég tók þessi
störf og fannst þau mikilvæg. Alltaf
var verið að kenna okkur
krökkunum eitthvað og undirbúa
okkur fyrir lífið og Bollakot var
góður skóli. Ragnar og Þorbjörg
lögðu mikla áherslu á það að virðing
væri borin fyrir náttúrunni og öllum
lifandi verum og að þær skyldi
umgangast af alúð.
Ogleymanlegar eru ferðirnar með
Ragnari á Gipsanum út á aura til að
líta eftir skepnunum og sprettunni á
túnunum. Þá lék hann venjulega á
als oddi, fræddi okkur um ýmsa
hluti og sagði skemmtilegar sögur.
Þegar ég var sex ára gaf Ragnar
okkur systkinum sitt hvora
gimbrina og það var ekki lítils virði
fyrir borgarbarnið að vera orðin
fjáreigandi. Meðan þær lifðu
fengum við peninga inn á bankabók
fyrir ullina og lömbin. Ég var líka
látin taka þátt í að hirða ána þegar
ég kom í heimsókn að vetrinum, og
rýja hana á vorin. Þó ég geri mér
grein fyrir því í dag, að ekki hafi ég
nálægt því unnið fyrir því sem hún
skilaði.
I barnsins huga var bjart og hlýtt
í Bollakoti og ég minnist Ragnars
og Þorbjargar með innilegu
þakklæti fyrir gæsku þeirra og
visku.
Guðrún Lára Pálmadóttir.
ÞORMOÐUR
EGGERTSSON
+ Þormóður Egg-
ertsson fæddist
á Þórseyri í Keldu-
hverfi 14. júní
1937. Hann lést á
Sjúkrahúsinu     á
Húsavík 3. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Eggert Jónsson,
bóndi á Þórseyri, f.
16.1. 1893, d. 16.8.
1981, og Jakobína
Hannesdóttir, hús-
freyja á Þórseyri, f.
16.12. 1900, d. 6.5.
1964. Þormóður
var yngstur fimm
sem öll eru látin.
Þormóður  kvæntist
Vilhjálmsdóttur   1962.
systkina,
Sigríði
skildu. Börn þeirra;
Jakobína, f. 17.6.
1962; Guðmundur
Ari, f. 31.7. 1963;
Guðrún Hulda, f.
17.3. 1968, d. 15.7.
1980.
Þormóður ólst
upp á Þórseyri.
Hann bjó um árabil
í Reykjavík, en
fluttist aftur norður
í Kelduhverfi árið
1976 þar sem hann
stundaði búskap hjá
bróður sínum, auk
þess sem hann vann
ýmiskonar verkamannastörf.
Þormóður verður jarðsung-
inn frá Garðskirkju í dag og
Þau   hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er elsku pabbi minn farinn í
friði og laus við allar þjáningar.
Mætar minningar sitja eftir í
hjarta mínu. Ég kom norður mörg
sumur eftir að pabbi fluttist þang-
að frá Reykjavík og var þá í sum-
ardvöl með skólanum mínum í
Suður-Þingeyjarsýslu, en eitt
sumarið var sumardvölin í Eyja-
firði. Pabbi kom alltaf í heimsókn
til mín meðan ég var í sumardvöl-
inni og frænka mín með honum.
Við áttum góðar stundir saman.
Það var alltaf gaman að hitta
hann. Svo hætti ég að fara í sum-
ardvöl en pabbi kom einu sinni til
Reykjavíkur eftir það og heimsótti
mig. Við áttum saman mjög góða
stund, sem geymist í hjarta mínu.
Þetta var í síðasta sinn sem við
hittumst. Örlögin urðu þess vald-
andi að við gátum ekki hitst leng-
ur,  en  við  skrifuðumst  á  um
nokkura ára skeið.
Mig langar að færa pabba mín-
um ljóð sem ég orti og þykir vænt
um. Starfsfólkinu á Sjúkrahúsinu á
Húsavík þakka ég kærlega fyrir
alla góða og hlýja ummönnun, sem
það veitti honum.
Ljósin skæru lætur,
lýsa við rekkju þína.
Allar ársins nætur,
einnig við rekkju mína.
En það mun sá sanna,
er sálarljósin sér.
Má þar sjá ungan svanna,
sem æ, á ferð með ljósin er.
(J.Þ.)
Eg þakka pabba mínum allar
samverustundirnr.    Minninguna
mun ég geyma vel.
Jakobfna Þormóðsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92