Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						H
í
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999   67.
MINNINGAR
i
H
ur með brosi á vör og oftar en ekki
var lætt í litla lófa góðgæti, sem
ekki var til á hverju heimili í þá
daga.
Mikill var spenningur okkar
systra þegar við vissum að fjölgun-
ar væri von í austurendanum.
Fyrst fæddist Guðrún og síðan
Þorgerður nokkrum árum síðar, en
alltaf fannst okkur við eiga heil-
mikið í þeim systrum.
Við skyndilegt fráfall Sigga
langt fyrir aldur fram var sorg
okkar í vesturendanum mikil, en
þungbærast var fyrir Dóru og dæt-
urnar ungu að sjá á bak yndisleg-
um eiginmanni og fóður.
Við minnumst Dóru með miklu
þakklæti fyrir alla hjálpsemina og
greiðvikni en ófá voru þau skipti
sem við leituðum til hennar ef við
vorum í vandræðum með sauma-
skap. Hún var með afbrigðum
myndarleg í öllum sínum verkum
eins og heimili hennar bar fagurt
vitni.
Börnum okkar var hún mjög góð
og tók þeim alltaf fagnandi. Þau
minnast hennar með hlýju og
munu sakna nærveru hennar sem
sjálfsagðs hluta heimsókna þeirra í
Víkina.
Síðan faðir okkar lést bjuggu
Dóra og Björg móðir okkar einar í
húsinu og veittu hvor annarri hjálp
og öryggi. Fyrir þetta erum við
þakklátar.
Með þessum orðum viljum við
kveðja kæra vinkonu og þakka
henni samfylgdina. Elskulegum
dætrum hennar Rúnu, Guðrúnu og
Þorgerði og fjölskyldum þeirra
vottum við okkar dýpstu samúð.
Heiðrún og Kristín Rútsdætur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
I dag verður jarðsungin frá Vík-
urkirkju í Mýrdal Halldóra Sigur-
jónsdóttir eða Dóra eins og hún var
ávallt kölluð. Ungur að árum
kynntist ég henni er ég með for-
eldrum mínum heimsóttum hana í
Víkina á ferðalögum okkar. Hún
var góður vinur foreldra minna og
uppalin á næsta bæ við æskuheim-
ili föður míns. Ekki var því farið til
Víkur nema að koma við hjá Dóru.
Hún var höfðingi heim að sækja og
gestrisin mjög. Ekki vorum við
fyrr komin inn en kaffi var komið í
bolla og kökur á borð. Nú í seinni
tíð urðu samverustundirnar enn
fleiri er við feðgar byggðum okkur
sumarbústað í Reynistúni. Dóra
var mjög hlynnt þeirri framkvæmd
og reyndist okkur ómetanleg hjálp-
arhella við byggingu bústaðarins
því ef eitthvað vantaði eða bjátaði á
þá gekk hún í málið og bjargaði
hlutunum með einu símtali því
Dóra þekkti alla. Þá skaut hún
skjólshúsi yfir okkur feðga í kjall-
aranum og fylgdist með að við
hefðum nóg að bíta og brenna ef
við vorum einir á ferð. Þegar bú-
staðurinn var kominn í notkun var
hún fastur heimilisvinur og mjög
dugleg að aka yfir til okkar. Verður
hennar heimsókna sárt saknað og
ekki síst saknar móðir mín þeirra.
Hún sér nú á bak góðri vinkonu
sem hefur reynst henni vel, sér-
staklega eftir fráfall föður míns
fyrir ári síðan.
Að leiðarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín ásamt móður minni all-
ar samverustundirnar og allt það
sem hún gerði fyrir okkur. Dætr-
um hennar og fjölskyldum þeirra
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þeim guðsbless-
unar í sorg þeirra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Armann Óskar Sigurðsson.
ÞURIDUR
INGJALDSDÓTTIR
+ Þuríður
Ingjaldsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. nóvember 1926.
Hún lést á Landspít-
alanum 2. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Ingveldur Kristjana
Kristjánsdóttir hús-
frú, f. 2.12. 1898, d.
19.6. 1940, og
Ingjaldur Jónsson
húsasmíðameistari,
f. 15.11. 1894, d.
21.6. 1989. Guðrún
Ingveldur Kristjana
var fyrri kona Ingjalds. Systkini
Þuríðar eru Guðrún Ingveldur,
f. 29.7. 1924. Margrét Jónína
Ingjaldsdóttir Thomsen, f. 22.10.
1925, og Jón Bjarnar, f. 30.4.
1932. Hálfbræður samfeðra, eru
Ólafur Viðar, f. 17.7. 1945, og
Guðmann, f. 15.1. 1950.
Hinn 27. febrúar 1946 giftist
Þuríður Valdimari Jónssyni
Auðunssyni, f. 11.12. 1914, d.
23.1. 1990, bifreiðastjóra og
hljóðfæraleikara.     Foreldrar
hans voru Auðunn Ingvarsson
bóndi og kaupmaður í Dalsseli
undir Eyjafjöllum, f. 6.8.1869, d.
10.5. 1961, og Guðlaug Helga
Hafliðadóttir, f. 17.1. 1877, d.
28.12. 1941. Þuríður og Valdi-
mar eignuðust átta börn. Þau
eru: 1) Auðunn, f. 6.8. 1946,
húsasmiður, maki Sigríður
Gréta Oddsddttír, f. 28.5. 1952
ritari, eiga þau þrjú börn. a)
Þuríður Linda, f. 1.7. 1974, af-
greiðslustúlka, sambýlismaður
Þormóður Skorri Steingríms-
son, f. 5.4. 1974, sölumaður. b)
Valdimar Jón, f. 23.6. 1976
tamningamaður. c) Sæunn, f.
13.3.1984. 2) Krisfjana Unnur, f.
3.9. 1947, þjónustustjóri, maki
Þegar lít ég í fjarska fjöllin
þar sem forðum svo ungur ég var
Þá var bjart yfir minningunum
um svo margt sem gerðist þar.
(Númi Þorbergsson)
Það má með sanni segja að minn-
ingarnar séu bjartar sem tengjst
æsku okkar barnabarna Þuru
ömmu er við hugsum til þeirra
minninga sem tengjast ömmu okkar
og afa frá Grenstanga.
Grenstangi var draumastaður
hvers barns og þar sem við erum
ófá barnabömin var oft mikið fjör
og mörg ævintýrin, t.d. þegar verið
var að stelast niður að Alum, hvort
heldur það var til að synda í þeim,
veiða, eða leika sér á hestum þar.
Við áttum saman „drullubú" þar
sem við kepptumst við að búa til
hinar fegurstu „kökur", þá með sól-
eyjar eða fífla sem kökuskraut. Oft
sátum við við moldarbörðin fyrir
framan íbúðarhúsið, og var keppni
um flottasta kastalann. Svo beið
elsku amma alltaf með fullt borð af
smurðu brauði og kökum með bros
á vör og ósjaldan gaf hún sér tíma
til að spila við okkur á eftir. Inn á
milli reyndi hún að fá okkur til að
hjálpa við húsverkin, að reyta arfa,
brenna ruslið, sópa og taka til inn-
andyra eða annað sem gera þurfti á
stóru heimili.
Nánast alla sína ævi hafði hún
börn í kringum sig, eignaðist sjálf
átta börn og hafði þegar eignast tvö
barnabörn áður en hún sjálf eignað-
ist sitt yngsta. Þegar hún dó voru
barnabörnin orðin nítján og
langömmubörnin fimm. Alltaf var
nóg pláss fyrir fleiri börn og eftir að
afi dó tók hún að sér börn frá Fé-
lagsmálastofnun nokkur sumur.
Hjá afa og ömmu var aldrei neitt
kynslóðabil og höfum við krakkarn-
ir alltaf fengið að taka þátt í öllu
sem gert hefur verið og jafnframt
hefur amma alltaf tekið virkan þátt
í öllum okkar athöfnum, stórum
sem smáum. Það er ekki síst ömmu
að þakka hversu samheldin þessi
stóra fjölskylda, sem kennir sig við
Grenstanga, er. Þar hefur hún ætíð
Snorri Þór Tómasson,
f. 5.11. 1946 bifreiða-
stjóri, eiga þau fjögur
börn. a) Valdimar, f.
17.5. 1969, kerfis-
fræðingur, sambýlis-
kona Camilla Mar-
grete     Linnebjerg
Ripa, f. 27.2. 1977,
tamningamaður. b)
Tómas Örn, f. 17.7.
1973, tamningamað-
ur. c) Herdís Þóra, f.
7.8. 1978, þjónustu-
fulltrúi, sambýlismað-
ur Snævar Örn Arn-
arsson, f. 16.10. 1978,
verkamaður. d) Hlynur, f. 5.5.
1985. 3) Guðlaug Helga, f. 22.7.
1949,^ sjúkraliði og kennari, var
gift Ola Harðarsyni, barn þeirra:
a) Lára Helen, f. 30.7. 1968,
íþróttafræðingur í Danmörku,
maki Krisfjan Grímsson, f. 22.5.
1969, sálfræðingur, börn þeirra:
a) Felix, f. 3.9. 1992, b) Darri, f.
11.5.  1994, d. 16.5. 1994, og c)
Teitur ÓIi, f. 10.4. 1996. Seinni
maki Guðlaugar er Sigmar Ólafs-
son, f. 10.1. 1941, eftirlitsmaður.
Þeirra börn: b) Margrét Sóley, f.
27.6. 1977, aðstoðarfóstra. c) Sig-
ríður Dögg, f. 15.3. 1980 nemi,
sambýlismaður Fannar Bergsson,
f. 21.1. 1979 verslunarmaður og
eiga þau einn son Sindra Má, f.
21.2. 1998. 4) Svandís Regína, f.
27.1. 1953, aðalbókari, maki Karl
Ottó Karlsson, þjónustustjóri, eiga
þau þrjú börn: a) Brynjar Már, f.
7.11.1974, nemi í Danmörku, sam-
býliskona Rakel María Axelsdóttir
nemi, f. 17.2. 1977, eiga þau eina
dóttur, Heru Björk, f. 21.11. 1997.
b) Kristrún Ósk, f. 3.4. 1981, c)
Grétar Örn, f. 27.8. 1983. 5) Sól-
rún Björk, f. 11.2.1956, verslunar-
maður, var gift Andrési Hjalta-
syni. Börn þeirra a) Heiða Sigrún,
verið miðpunkturinn og verður
erfitt að ímynda sér framtíðina án
hennar.
Amma og afi voru ákaflega sam-
rýnd hjón og ber Grenstangi þess
enn glöggt merki. Nefna má glæsi-
lega garðinn þeirra, sem þau eyddu
miklum tíma í, en þarna er mikill
sandur og vindasamt og því ekki
bestu skilyrði garðyrkju en þau
gáfust ekki upp, voru staðráðin í því
að reyna að búa til fallegan garð
eins og þau höfðu átt í Fossvoginum
og það tókst þeim. Saman settu þau
mark sitt hvar sem þau fóru.
Þar sem við bjuggum nálægt
ömmu og afa höfum við notið þeirra
forréttinda að umgangast ömmu oft
og dvelja hjá henni í lengri eða
skemmri tíma.
Það var alltaf gott að vera nálægt
henni. Hún var einstök, hún amma
okkar, við munum varla eftir henni
öðruvísi en brosandi eða hlæjandi.
Jafnvel í hinni erfiðu sjúkdómsbar-
áttu átti hún auðvelt með að sjá
broslegu hliðina á lífinu.
Nú getur afi spilað á nikkuna fyr-
ir ömmu á ný og þrátt fyrir sorg og
söknuð okkar getum við öll huggað
okkur við það.
Og þú ert eins og geisli frá sumarsólinni,
sem ekki hverfur
þó haustið komi,
heldur liflr og ljómar í sál minni,
eins og logandi blys,
þrátt fyrir myrkrið og kuldann.
(Steinn Steinarr)
Elsku  hjartans  amma,  megi
englar himinsins vaka yfir þér.
Helen, Sóley og Sigríður Dögg
Nú þegar Þuríður Ingjaldsdóttir,
húsfreyja í Reykjavík og á
Grenstanga í Austur-Landeyjum og
búandi ekkja þar, hefur lokið jarð-
vist sinn sem farsæl húsfreyja og
mikil ættmóðir telur undirritaður
sér skylt að festa eftirfarandi orð á
blað.
Þuríður var eiginkona mágs
míns,   Valdimars   Auðunssonar
f. 12.10. 1978, afgreiðslustúlka,
sambýlismaður Brynjar Berg-
þórsson, f. 10.10. 1978, mat-
reiðslumaður, b) Bergvin Snær,
f. 23.4. 1982, verkamaður, c)
Stefán Bragi, f. 4.11. 1988, d) ír-
is Dröfn, f. 19.6.1991. 6) Ingjald-
ur, f. 19.5. 1961 bifvélavirki og
prentari, sambýliskona Susi
Haugaard Pedersen, f. 18.4.
1966, tamningamaður. 7) Dagný
Ágústa, f. 13.8.1965, aðalbókari,
maki Erlendur Guðbjörnsson, f.
24.6. 1965, pípulagningameist-
ari, þau eiga tvo syni: a) Karvel,
f. 14.11. 1989, b) Styrmir, f.
13.12. 1993. 8) Bryndís Sunna, f.
29.6. 1969, söngkona, sambýlis-
maður Andri Hrannar Einars-
son, f. 1.4. 1969, trymbill.
Þuríður ólst upp í Reykjavfk.
Hún stundaði nám við hús-
mæðraskólann á Löngumýri í
Skagafirði. Þau Valdimar hófu
búskap á Ránargötu 7 í Reykja-
vík árið 1946. Samhliða húsmóð-
urstörfunum stundaði hún ýmis
störf. Árið 1959 fluttu þau af
Ránargötunni að Fossvogsbletti
45. Upp úr 1970 fluttu þau frá
Reykjavík og stofnuðu nýbýlið
Grenstanga í Austur-Landeyjum
og stunduðu sauðfjár- og hrossa-
rækt. Þuríður gekk í kvenfélag-
ið Freyju og var um skeið for-
maður þess. Hún var fyrsti leik-
skólastarfsmaður leikskólans í
Gunnarshólma í A-Landeyjum.
Þá starfaði hún líka um nokkurt
árabil í mötuneyti Sláturfélags
Suðurlands á Hvolsvelli. Hún
starfaði einnig fyrir Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar og
tók til súi börn á hennar vegum
á sumrin. Eftir að Valdimar Iést
fluttist hún til Reykjavíkur og
starfaði í nokkur ár í mötuneyti
Laugarnesskólans í Reykjavík.
Hún hélt þó áfram hrossarækt á
Grenstanga með hjálp barna og
tengdabama til æviloka.
Utför Þuríðar fer fram frá
Stóra-Dalskirkju, V-Eyjafjöllum,
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
harmonikuleikara frá Dalsseli und-
ir Eyjafjöllum, og áttum við það
sameiginlégt að njóta frumbýlisbú-
skapar okkar í hinu myndarlega og
velstaðsetta fjögurra hæða stein-
húsi á Ránargötu 7 í Reykjavík.
Hús þetta eignuðust að jöfnum
hluta bræðurnir Leifur og Ólafur
Helgi Auðunssynir frá Dalsseli um
1940. Þetta átti upphaf sitt frá
minni hálfu á árinu 1951 og átti
þann aðdraganda að ég hafði á
seinna Kaupmannahafnarári mínu
1949 kynnst þar Leifi Auðunssyni
sem í framhaldi af því bauð mér í
heimsókn á æskuheimili sitt á fögr-
um sumardegi við lok júlímánaðar
1950. Þar spunnust örlagaþræðir
tveggja til samfylgdar á lífsins
braut. Um ári síðar er ég kominn til
frumbúskapar með Guðrúnu Ingi-
björgu (Donnu), yngstu systur
þeirra bræðra, á Ránargötu 7.
Þuríður kynntist Valdimar innan
við tvítugt og hafði þá þegar sýnt
það raunsæi að afla sér menntunar í
hússtjórnarskólanum á Löngumýri
í Skagafirði með tilstyrk föður síns,
Ingjaldar Jónssonar, skipstjóra og
húsasmíðameistara frá Melshúsum í
Leiru, en átti stórættir að rekja til
Rangár- og Skaftafellsþinga. Þuríð-
ur var meðal fjögurra fyrrikonu-
barna þeirra Ingjaldar og Ingveldar
Kristjönu Kristjánsdóttur sem var
af góðbændum komin 1 Staðarsveit
á Snæfellsnesi í föðurætt og í móð-
urætt af Presta-Högna og Bergs-
ætt.
Ómetanlegt er það sem við
Donna nutum með margvíslegum
hætti frá systkinum hennar og
mökum á Ránargötu 7, ekki síst
frá þeim hjónum á efstu hæð,
Valdimar og Þuríði. Má þar nefna
hin mörgu og löngu bílferðalög
með Valdimar sem aldrei mátti
borga og framlag hinnar fjölvirku
og velvirku konu hans er einkum
tengdist saumaskap á barnafatn-
aði. Á heimili þeirra Þuríðar og
Valdimars á Ránargötunni var þá
mjög gott píanó og sótti Þuríður
um skeið kennslutíma í píanóleik.
En brátt þyngdist heimilishaldið
með stækkandi fjölskyldu. Þá lét
Þuríður sig ekki muna um að
stunda aukavinnu við að sauma yf-
irieður á kvenskó í ákvæðisvinnu í
Nýju skógerðinni skammt frá
heimili þeirra.
Fyrr en varði kom að því að við
Valdimar mágur minn gengum hvor
með sínum hætti á þann hólm-
gönguvöll sem var að eignast eigið
þak yfir höfuð fjölskyldna okkar.
Eignabúskaparbraut     þeirra
Þuríðar og Valdimars lá frá Rauða-
læk í Reykjavík um Fossvog og allt
til nýbýlisins á Grenstanga í Aust-
ur-Landeyjum. Það var á árinu
1964 að þau keyptu nýbýlislandið
sem var í nyrsta hluta stórlands
Miðeyjar. Þetta var stórátak fyrir
þau hjón og í hönd fór uppbygging
nýbýlis frá grunni. Með ótrúlegum
hraða náðu þau að brjóta og rækta
land og koma þar upp húsakosti
góðum með styrkri aðstoð hörku-
duglegra barna sinna og þar kom að
heimili þeirra varð fullbyggt með
nútímaþægindum, nýtískulegt og
aðlaðandi. Þar settust gestir að
rausnarborði og nutu gestrisni
hjónanna sem oft fól í sér boð um
gistingu. Á Grenstanga er afar víð-
sýnt til fjalla í norðri og austri og til
Vestmannaeyja sem rísa úr hafi í
suðri við sjóndeildarhring. Ekki leið
á löngu þar til Þuríður húsfreyja
hafði ræktað þar litríkan og grósku-
mikinn skrúðgarð sem var til mikill-
ar prýði og skjóis á berangurslandi.
Þuríður var í flokki þeirra eigin-
kvenna er náðu að skynja þýðingu
þess að vera samstæðar og sam-
virkar listrænum eiginmanni sem
þurfti frjálslegt athafnalíf til þess
ævilangt að vera gefandi öðrum af
sjálfum sér, vera gleðigjafí. Með því
naut hún síungrar listamannseig-
indar manns síns alla tíð.
Að leiðarlokum vil ég þakka sam-
fylgdina á lífsins braut. Eg og börn-
in okkar Donnu sendum fjölskyld-
unni innilegustu samúðarkveðjur
okkar.
Blessuð sé minning Þuríðar
Ingjaldsdóttur.
Konráð Bjarnason.
Kæra vinkona. Okkur langar að
kveðja þig með nokkrum orðum og
minnast gömlu góðu daganna sem
við áttum saman. Þú varst alltaf fé-
lagslynd og lést fátt framhjá þér
fara sem var að gerast í félagsstarfi
í kringum okkur. Þið hjónin voruð
alltaf full af gleði og söng sem geisl-
aði af ykkur, hvort sem var á
mannamótum eða heima hjá ykkur
Valdimar á Grenstanga. Þessa
söng- og leikgleði hafa börnin ykk-1
ar tekið í arf. Minningar um þig
tengjast nær allar félagsstarfi eða
einhverju öðru skemmtilegu sem
við tókum okkur fyrir hendur, flat-
kökubakstri í Flatkökufélaginu,
óvissuferðum, fjöruferðum á gamla
herbílnum Grána og ekki síst starf-
inu með þér í kvenfélaginu Freyju,
sem þú stjórnaðir á svo sérstakan
hátt. Það var sérstakt að upplifa
hvernig þú snerir öllu sem þótt
hefði miður skemmtilegt við og
gerðir þannig starfið á allan hátt
skemmtilegra. Þú hafðir þetta sér-
staka lag á að koma öllum í gott
skap þannig að störfín gengu betur
og ánægjulegar fyrir sig. Einnig
eru dýrmætar minningarnar sem
við eigum um þig í litla leikfélaginu
okkar. Við flökkuðum um sveitirnar
með stutta leikþætti sem við sömd-
um, æfðum og fiuttum upp á eigin
spýtur. Líklega skemmtum við okk-
ur mun betur en nokkurn tímann
áhorfendur þegar við æfðum leik-
þættina á Grenstanga. Þetta út-
heimti vitaskuld mikla vinnu en
aldrei var að sjá að orkan væri hjá
þér á þrotum.
Okkur er sérstaklega minnis-
stætt þegar við komum eitt kvöldið
þreyttar heim af vel heppnaðri sýn-»
ingu og fegnar því að fá hvíld. Þá
gall í þér: „Jæja, ætli maður rýi
ekki eins og þrjátíu." Þannig er þér
vel lýst, Þura. Jákvæð og glöð
manneskja sem viðhélst æskufjöri
lengur en flestum tekst að gera. Við
viljum þakka vináttu þína í gegnum
árin.
Jóna, Jón og fjölskylda og Eygló. ~
'*r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92